Þjóðviljinn - 09.03.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.03.1989, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Bara ef lúsin íslensk er... Stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur hefur sent frá sér ályktun um málsókn Flugleiða gegn Verslunarmannafélagi Suðurnesja og við- brögð flestra samtaka launafólks við henni, -en ýmis stór samtök eru nú á góðri leið með að gera mjög hagstæða samninga við aðra en Flugleiðamenn um orlofsferðir í sumar, og er Ijóst að Flugleiðir missa óvæntan spón úr aski sínum fyrir þessa fylgispekt við klíkuna sem stjórnar VSÍ. Því miður hafa heildarsamtök sjómanna ekki borið gæfu til að fylgja félögum sínum á landi í þessu máli. Forystumenn farmanna og fiski- manna hafa lýst því yfir að þeim komi þetta mál ekki við og hafa samið við málsækjandann, Flugleiðir, um sínar orlofsferðir. Eitthvert óbragð virðist þó sitja eftir hjá stjórnarmönnum Sjó- mannafélags Reykjavíkur, og því er fram komin áðurnefnd ályktun, sem birt er í heild sinni í Þjóðviljanum í dag. [ henni segir stjórnin að samtök sjómanna hafi lengi deilt á það að útgerðir leigi erlend kaupskip með erlendum áhöfnum vegna þess að þá sé atvinnuöryggi íslenskra sjómanna í hættu stefnt. Með tilvísan til þessa geti stjórn Sjómannafélagsins ekki tekið undir hugsunarhátt eða aðgerðir gegn Flugleiðum ef því sé haldið fram að ekki skipti máli hvort íslenskt eða erlent flugfélag flytji íslenska launamenn út og suður. Stjórnin hvetur svo til þess að „góöviljaðir aðilar úr beggja röðum“ geri tilraun til sátta, og annars verði dómur barasta að falla í málinu. Það er út af fyrir sig skiljanlegt að stjórn Sjómannafélags Reykjavík- ur reyni að bera af sér blak í þessu máli þyí að augljóst er að mörgum launamönnum er lítt skiljanleg sú félagskveðja sem FFSÍ sendi versl- unarmönnum á sjósóknarsvæðinu Suðurnesjum með orlofssamn- ingnum við Flugleiðir. Það er líka auðvelt að fallast á þá skoðun að það sé þjóðhollara að fara með íslensku flugfélagi en erlendu - að öðru jöfnu - á sama hátt og þegar menn velja vörur í búð. Það er hinsvegar óskiljanleg niðurstaða hjá stjórninni að setja jafnaðarmerki milli útgerðarspekúlanta á höttum eftir skammtímagróða og þess mikla meirihluta í íslenskri verkalýðshreyf- ingu sem nú mótmælir málsókn Flugleiða. Og það er satt að segja undarleg skammsýni hjá stjórnarmönnum í hinu virta og gróna stéttarfélagi reykvískra sjómanna að sjá ekki að jafnaðarmerkið er einmitt annnarsstaöar, á milli Flugleiða í aðför að verkfallsréttinum og þeirra sem reyna að eyðileggja ávöxtinn af rétt- indabaráttu íslenskra sjómanna með því að hlunnfara fákunnandi láglaunaáhafnir frá Filippseyjum eða Kóreu. Satt að segja er erfitt að skilja hvernig stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur hefur borið þetta langt af leið. Menn héldu aö einmitt þar ætti kompásinn að vera í sæmilegu lagi. Með ályktun sinni er stjórnin sýnilega að stika út svipaða stefnu og sá aumingjans stjórnmálamaður aldamótaáranna sem fékk þessa frægu kveðju frá Hannesi Hafstein: Bara ef lúsin íslensk er er þér bitið sómi. Stúdentar og Sjálfstæðisflokkurinn Formaður stjórnar Lánasjóðs íslenskra námsmanna hefur opinber- lega mótmælt því að reynt sé að rétta við eftir þær miklu kjaraskerð- ingar sem námsmenn máttu sæta umfram aðra á árum Ragnhildar Helgadóttur, Sverris Hermannssonar og Birgis ísleifs Gunnarssonar í menntamálaráðuneytinu. En formaður LÍN-stjómarinnar, Sigurbjörn Magnússon, var einmitt skipaður í það starf af Sjálfstæðismönnunum í ráðuneytinu, og hefur látið ýmsar ábendingar um að hann hafi ekki traust núverandi ráða- manna sem vind um eyru þjóta. Flokkspólitískir hagsmunir skipta meira máli en lýðræðislegar leikreglur þennan starfsmann þingflokks Sjálfstæðismanna. Þaö er hollt fyrir stúdenta í Háskóla íslands að hugleiða að einmitt þessi sami Sigurbjörn var fyrir hálfum áratug einn af helstu forvígis- mönnum íhaldsfélagsins Vöku í háskólanum, og vartefltfram af Vöku til trúnaðarstarfa fyrir stúdenta í H(. En Sigurbjörn var einmitt fulltrúi þeirra í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna. -m KLIPPT OG SKORIÐ Bækur og kvikmyndir „Mér finnst Kristnihald undir Jökli besta íslenska myndin sem ég hefi séð,“ sagði einn af yngri kynslóð á dögunum svo þessi Klippari hér heyrði. Guð láti gott á vita - í þeim skilningi að kyn- slóð unga mannsins kunni að meta fleira og annað en einhvern tiltölulega alþjóðlegan bófahas- ar, sem sumir menn halda að ís- lensk kvikmyndagerð geti flotið á út á framtíðarsjóinn. í gagnrýni í þessu blaði og öðr- um hafa menn rakið ýmsa góða kosti þessarar kvikmyndar sem vonlegt er. Verður að sjálfsögðu ekki farið nánar út í þá sálma: þessir pistlar eru ekki kvikmynd- arýni. Þó skal velt upp einni spurningu sem tengist skrifum um myndina. En hún er sú, að kannski sé hún um of bók- menntaleg, of trú texta skáldsögu Halldórs Laxness, það ætti ef til vill að segja færra með orðum en fleira með þeim ráðum sem eru sérstök fyrir kvikmyndina. Leyfið gömlum bók- menntahundi að efast um að þetta sé rétt. Vitaskuld hafa kvik- myndamenn tekið sér og verða einatt að taka sér mikið frelsi í umgengni við bókmenntir þegar þeir taka að sér að koma þeim á kvikmynd. En af reynslu sögunn- ar sýnist manni, að þá sé best að ganga hreinlega til verks í vali kosta: annaðhvort sýna bók- menntaverkinu mikinn trúnað eða nota það fyrst og fremst sem kveikju til að búa til kannski eitthvað allt annað. Það er einatt í hringlanda hér á milli sem alls- konar ófarnaður gerist. í Kristnihaldsmyndinni er sög- unni sýndur fullur sómi og það er vel: þar er margt merkilegt á ferð, áleitið í stillingu sinni, margur álitlegur og furðulegur fiskur undir steini. Þetta berst á góma á förnum vegi í fyrragær og þá segir viðmælandi: Einhver munur er nú þetta og þessi næstsíðasta tilraun, sjónvarps- myndin um Djáknann á Myrká, sem var ekkert nema myndskeið og fiff og enginn texti og loks var eins og ekkert hefði gerst eða minna en það... Byltingin franska Hér var í gær minnt á ágæta kvikmyndaviku franska sem efnt er til í Regnboganum í tilefni þess að 200 ár eru liðin frá því að Frakkar steyptu sínum einvöld- um kóngi og gerðu byltingu í nafni Frelsis, Jafnréttis og Bræðralags. Kvikmyndin er að verulegu leyti pólsk og áhorfanda finnst hann sjá þess glögg merki. Ekki síst í því hve hugvitsamlega eru dregnar fram hliðstæður milli framgöngu manna og viðbragða í Paris um það leyti sem terrorinn er að sækja í sig veðrið og svo í þeim hörmungum rússnesku byltingarinnar sem svonefndar hreinsanir Stalíns voru. Svo eftir- minnilegt dæmi sé tekið: bylting- armaður (hér Danton) sem leiddur er undir fallöxi af öðrum byltingarmanni (Robespierre) er vörn og styrk sviptur í tvennum skilningi: Hann vill sjálfur ekki að byltingin fari í hundana - og hann er samsekur um það „rétt- arfar“ sem leiðir hann sjálfan á höggstokkinn. Eða eins og einn hinna pólitísku fanga segir við Danton er hann gengur framhjá honum, ófrjáls maður: Varst það ekki þú sem settir á stofn bylting- ardómstólinn? Misheppnaðist byltingin? Terrorinn, ógnaröldin þegar höfuð fuku sem tíðast og þá ekki síst með þeim hætti að „byltingin étur börnin sín“, hefur lengi orð- ið mönnum freisting til að setja saman skáldsögur, leikrit og nú síðast kvikmyndir. Höfuðástæð- an er ekki sú, hve blóðbaðið var mikið:á tíu mánaða ógnaröld Ro- bespierres voru á sautjánda þús- und manns hálshöggnir. Það er mikið - en lítið í samanburði við afrek tuttugustu aldarinnar í þessum efnum. Og náttúrlega sáralítið miðað við blóðbaðið í styrjöldum Napóleóns, sem kost- uðu miljónir manna lífið en þykja nokkuð góðar og virðulegar styrjaldir nú um stundir. Nei, ástæðan fyrir því hve hug- leikið þetta tiltekna skeið frönsku byltingarinnar er mönnum, er líkast til sú, að þar hafa menn vel skjalfestar heim- ildir um það hve dapurlegt er sambýli hugsjóna og óskoraðs valds í lífi einstaklinga og þjóða. Og vitanlega hafa menn einnig haldið ógnaröldinni á lofti sem viðvörun gegn byltingum al- mennt. Byltingar - segja menn - eru dæmdar til að mistakast. Franska byltingin mistókst ekki einu sinni heldur margsinn- is. Og þó sigraði hún þegar til lengri tíma er litið. Það mat er víða á kreiki - til dæmis talar Matthías Johannessen í helgar- skrifi sínu í Morgunblaðinu nú síðast með velþóknun um jako- bínana sem stjórnuðu „borgara- byltingunni í Frakklandi sem var í rauninni upphaf bæði velferðar- ríkis og frjálshyggju". Þjóðviljinn Síðumúla 6 -108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, MöröurÁrnason, Silja Aðalsteinsdóttir. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Aðrir blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Elísabet Brekkan, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir ípr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Páll Hannesson, SigurðurÁ. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaðs), SævarGuðbjörnsson, ÞorfinnurÓmarsson(íþr.), ÞrösturHaraldsson. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrif stof ustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Augiýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Erla Lárusdóttir Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, HrefnaMagnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 80 kr. Nýtt Helgarblað: 110 kr. Askriftarverð á mánuði: 900 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 9. mars 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.