Þjóðviljinn - 09.03.1989, Síða 6
Sjálfumglaður aulaháttur
Fyrir um fjörutíu árum gisti ég í
menningarborginni Stokkhólmi,
þar var hátt til lofts og vítt til
veggja.
Á vegg einum miklum, sem
blasti við glæsilegum stiga var
jörðin sýnd í tveimur helmingum,
um tvær mannhæðir á milli póla.
Þar voru sýnd Iönd ög höf, engin
landamerki engin orð, hins vegar
voru myndir sem áttu að sýna ein-
kenni ýmsra landsvæða, ljón og
strútar í Afríku, úlfaldar í Ara-
bíu, ísbirnir á Norðurhvelinu. -
íslandi var ekki gleymt, þar var
Hekla að gjósa eldi og eimyrju
upp í loftið, og eskimói róandi á
húðkeip frá Garðskaga í áttina að
Snæfellsnesi. Vafalaust hefur
fjöldi gesta talið myndina í sam-
ræmi við veruleikann. Fyrir mér
vitnaði myndin um sjálfumglað-
an aulahátt sem var yfir það haf-
inn að leita nokkurra sannra upp-
lýsinga.
Hvernig á ólærður sveitamað-
ur ofan úr Mosfellssveit að bregð-
ast við svona óvæntum fræðum?
Hvað myndir þú gera lesari góð-
ur? Spurningarnar eru þunga-
miðja þessarargreinar. Viðbrögð
mín voru á þá leið, að það sæmir
mér ekki sem íslending að trúa á
hótelsins myndskreyting.
Enginn skilji orð mín svo, að ég
telji það neina móðgun að Græn-
lendingar rói á Faxaflóa. Frá ná-
grönnum okkar í vestri höfum við
fengið merka hluti, til dæmis
hettuúlpuna, sem hefur bjargað
mörgum mannslífum, og aukið
drjúgum á ferðamenningu okkar.
Hinn siðmenntaði heimur með
öllum sínum háskólum átti engan
snilling svo snjallan að honum
dytti í hug að festa hettuna við
úlpuna.
Hins vegar var þessi latínu-
lærða hámenning á því stigi, að
trúa grískri kjaftasögu í um tvö-
þúsund ár að ef strúturinn yrði
hræddur þá stingi hann hausnum
í sandinn.
Petta var mér kennt þegar ég
ellefu ára var tvo mánuði í barna-
skóla. Þessar hótelupplýsingar
hefðu í engu verið betri, þó glæsi-
legt skemmtiferðaskip hefði ver-
ið á Faxaflóa, en Hekla gjósandi
á Grænlandsjökli miðjum.
Engu að síður hefðu þær borið
vitni um ótrúlegan aulahátt,
þekkingarleysi.
Fjölmiðlafár
Það bar til fyrir nokkrum árum
að mér var falið á stjórnarfundi
Náttúruverndarfélags Suðvestur-
lands að fá sjónvarpið til að gera
smá sjónvarpsþátt um hvernig
nýta megi allskyns affall í görðum
og lózum og gera úr því frjóa
mold, í stað þess að henda öllu í
öskutunnuna.
Eftir fáeina daga hringdi ég í
þáverandi formann Árna Guð-
mundsson og sagði honum að allt
væri að vísu til reiðu, búið að á-
kveða stund og stað (staðinn
hafði hann að vísu sjálfur ákveð-
ið).
Hvaða feikna dugnaður er
þetta, var það fyrsta sem hann
sagði við mig í símann, og mér
skildist að hann héldi að ég hefði
beitt einhverjum feikna dugnaði
við að koma þessu í framkvæmd.
En það var misskilningur, ég
hef verið að snúast í fé-
lagsmálavafstri síðan um ferm-
ingu og aldrei unnið léttara verk,
slíkur var samvinnuþýðleikinn og
fyrirgreiðsluandinn hjá þeim
sjónvarpsmönnum.
Árni kom og talaði inn á mynd-
ina og útskýrði. Þátturinn var
tekinn hjá Kolbeini Kolbeinssyni
frá Kollafirði og sýndur fljótlega.
Þennan þátt og aðra í svipuð-
um anda mætti gjarnan endur-
sýna annað veifið, því enn vantar
gífurlega mikið á þá menningu að
nýta allt sem nýtanlegt er til þess
að auka og bæta gróðurfar lands-
ins. Og segja frá því sem vel er
gert.
Öþarfi að gleyma hugmyndun-
um hans Ómars um að gerast
„flagari", að henda lífrænum efn-
um sem menn hafa ekki not fyrir í
umhverfi sínu í flög eða á ógróna
staði, - og þar kemur gróður.
Óhemju fjöldi fræja allskyns
íslenskra jurta fýkur með öllum
vindum út um landið á hverju
hausti. Hlutskipti þeirra flestra er
sultur og sár hungurdauði.
Tilbúinn áburður er góður, en
hann er dýr. Lífrænn áburður er
miklu betrí, áhrif hans varan-
legri. Spyrjið hundaþúfurnar í
bithaganum, hverju þær þakka
tilveru sína.
„Hefur í heiðri miklum sinn
hundaþúfusið" orti þjóðskáldið
Davíð Stefánsson um hundinn
Vask.
Næsti formaðurN.V.S.V. Ein-
Grímur S.
Norðdahl skrifar
„Myndir og frásögn afþví
hvernig þetta land hefur verið
grœtt upp erfullkomin sönnun
þess að það er ekkertfrumskil-
yrði til þess að græða land að
friðaþað. “
ar Egilsson hafði samband við
sjónvarpið og það varð að
samkomulagi að það tæki smá
fréttamynd af uppgræðslu við
Arnarnípur um 60 ha sem hafa
verið græddir upp, örfokamelum
breytt í grænt land að tilhlutan
landnýtingarráðunautar, doktors
Ólafs R. Dýrmundssonar, og í
góðri samvinnu við landgræðslu
ríkisins viðkomandi sveitarfélög
og fjáreigendur í Reykjavík og
Kópavogi, sem greiða visst gjald
af vetrarfóðraðri kind, til að
halda ræktuninni við og stuðla að
því að íslenskur gróður festi rætur
áður en gróður af erlendu fræi
geispar golunni. Þá var og í ráði
að taka mynd af stórmerkilegri
uppgræðslu báðum megin við
Ulfarfellsveg, þar hafa verið
græddir upp tugir hektara með
allt annarri aðferð. Áburði frá
svínabúinu á Hamri hefur verið
dreift út um landið með haug-
sugu.
Engin friður, enginn girðing-
arkostnaður, ekkert grasfræ,
stórglæsilegur árangur. Svipað
má víða sjá í sveitinni, og það
innan beitargirðinga.
Guðni Ágústsson núverandi
alþingismaður, um tíma ráðs-
maður og nágranni minn hér á
Hamri, var aðalfrumkvöðull að
þessu starfi og hvað djarfastur í
úthaga-akstrinum, en margir eft-
irmenn hans unnu og vel.
í ráði var að þeir sjónvarps-
menn kæmu til móts við okkur í
N.V.S.V. við Arnarnípur. Þeir
mættu við Arnarnípur á ákveðn-
um tíma, en nú hafði hent óhapp
fyrir austan fjall og það var talið
þarfara að ná mynd af óhappinu
en uppgræðslunni.
Nú versnar sagan
Nokkrum sinnum reyndum við
Einar að fá sjónvarpið til að taka
myndir og segja frá þessum fyrir-
myndarvinnubrögðum við upp-
græðsluna, en nú var áhuginn
enginn. Allt frosið og fast. Hins
vegar tókst innilega samvinna
milli deildarstjóra í Rannsókna-
stofnun landbúnaðarins og sjón-
varpsins. Formenn þeirra virðu-
legu menningarstofna sjónvarps-
ins og R.A.L.A. verða að gera
sér það ljóst að það er vonlaust
verk að gera stórmerkilegu uppg-
ræðslustarfi minni skil en
áróðursmyndum og lygaþvætti-
ngi.
Það er ömurlegt þegar menn
nota menntun sína og embætti
sem stimpil á athafnir sem verða
þjóðinni til bölvunar, og má í því
sambandi minna á galdrabrenn-
urnar og drekkingarhyl, sem
skrifast á reikning lærðustu
manna þess tíma í lögfræði og
guðfræði.
Myndir og frásögn af því
hvemig þetta land hefur verið
grætt upp er fullkomin sönnun
þess að það er ekkert framskil-
yrði til þess að græða land að
fríða það. Hvað sem deildrstjóri
R.A.L.A. segir og hversu oftsem
sjónvarpið birtir myndir af rollu-
skjátu í rofabarði sem gæti verið
skopleg fyrirmynd að skjaldar-
merki lyginnar. Hámark ósvífn-
innar var þegar í sambandi við
opið hús hjá R.A.L.A. kom
mynd af Sturlu Friðrikssyni og
rolluskjátu stillt upp við rofabarð
í bakgrunninum. Ég hringdi í
R.A.L.A. og kvartaði undan
Kolaskaga og mestan hluta skot-
palla fyrir slíkar eldflaugar á
hernaðarsvæðum Leníngradsýslu
og Eystrasalts. Þá hafa fjölmarg-
ar skammdrægar eldflaugar verið
fluttar frá þessum svæðum. Her-
æfingar hafa verið takmarkaðar á
landsvæðum, sem liggja að land-
amærum Norðurlandanna.
í dag má bæta við: Samkvæmt
opinberum tölum NATO héldu
floti þess og flugher næstum tvö-
falt fleiri æfingar á Norður-
Atlantshafi, Eystrasalti, Norður-
sjó, Noregshafi, og Grænlands
hafi árið 1987 heldur en árið þar á
undan, en á sama tíma fækkuðu
Sovétrikin verulega æfingum og
héldu aðeins eina æfingu í
Norðurflotanum.
Á þessum tíma var flotastyrkur
NATO tvöfalt meiri en flota-
styrkur Varsjárbandalagsins.
Bandaríski flotinn var þrefalt
stærri en sá sovéski hvað skipa-
fjölda varðaði og rúmlega tvöfalt
stærri hvað snerti tonnafjölda.
Bandaríkin eiga 15 flugvéla-
móðurskip, en Sovétríkin ekkert.
Frið á hafinu
Það lítur út fyrir að hið eina
rökrétta í þessu sambandi væri að
reyna að ná þeim, sem er á
undan! En sú rökfræði er í and-
stöðu við hinn nýja pólitíska
hugsunarhátt og kenninguna um
vamir innan skynsamlegra
marka. Um fjögurra ára skeið
hefur Gorbatsjov haldið því
fram, að afvopnun á höfunum og
takmörkun flotaumsvifa sé óað-
skiljanlegur þáttur í þróun sam-
skipta milli austurs og vesturs í
heild og að nauðsynlegt sé að
leysa þetta mál þegar í stað. Samt
hefur engin þeirra raunsæistil-
lagna, sem hann hefur lagt fram
t.d. í Vladivostok, í Múrmansk-
ræðunni, og víðar hlotið stuðning
af hálfu vestursins.
Ég ætla ekki að fara að halda
því fram, að það sé auðvelt verk
að draga úr hernaðarlegri spennu
á norðurslóðum. Það mál snertir
öryggishagsmuni margra landa,
og þess vegna verður lausnin að-
eins fundin með sameiginlegu
átaki. Á þetta leggur sovéski
leiðtoginn áherslu, þegar hann
hvetur til þess að menn hugleiði
hlutina í sameiningu og stilli sam-
an krafta. En það verður æ
augljósara, að hér verður friðar-
frumkvæði að koma í stað fjand-
skapar. Um það ræddi Míkhaíl
Gorbatsjov í Múrmansk-ræðu
sinni. Áætlun hans beinist að því
að gera Norðurheimskautið og
þar með Kolaskaga að vettvangi
nágrannasamstarfs og trausts.
Sovétríkin hafa gert nokkrar
ráðstafanir, sem beinast í þessa
átt.
Þar má geta um framkvæmd
Kolaskagaáætlunarinnar, þar
sem erlendum fýrirtækjum er
boðið til samstarfs. Um er að
ræða 25 áætlanir, m.a. um
vinnslu hagnýtra málma og
málmiðnað, um gerð flotbryggja
á hinum djúpa Kolaflóa, sem
aldrei leggur, um vinnslu olíu og
gass á Barentshafi og margt
fleira. Verið er að fá til samstarfs
fyrirtæki og banka frá Svíþjóð,
Finnlandi, Noregi, Danmörku,
Bandaríkjunum og Kanada.
Margir hafa lýst sig reiðubúna til
að taka þátt í sameiginlegri fram-
kvæmd Kolaskagaáætlunarinnar
á grundvelli, sem er öllum í hag.
Við biðjum menn að vera ekki of
seina á sér!
í ágúst 1988 var ákveðið að
koma á fót Vísindasamtökum
viðskiptasamstarfs Kolaskaga
með erlendum aðilum og í októ-
ber sl. var haldinn stofnfundur
samtakanna - yfir 80 fyrirtæki og
samtök úr Múrmansksýslu tóku
þátt í honum.
Þörf á raun-
hæfum aðgerðum
En Norðurheimskautið tak-
markast ekki eingöngu af Kola-
skaga. Þar er að finna ýmislegt,
sem skortur er á, t.d. eldsneyti. í
þeim skilningi er heimskautið
náttúruauðlind 21. aldarinnar og
nýtingu þess með tilliti til vist-
fræðilegra reglna verður að
undirbúa núna.
Já, hið vistfræðilega öryggi er
enn einn afar mikilvægur þáttur,
þar sem náið samstarf verður að
koma í stað hernaðarfjand-
skapar. Og þetta er afar mikil-
vægt fyrir norðrið - „veðurrann-
sóknastofu“ heimsins, þar sem
náttúran er mjög viðkvæm og
lengi að ná sér eftir áföll.
Míkhaíl Gorbatsjov kom inn á
þetta brýna málefni í ræðu sinni í
Múrmansk, þar sem í fyrsta skipti
ar hvatt til mótunar umhverfis-
verndaráætlunar á norðurslóð-
um. Vistfræðivandinn varræddur
á alþjóðlegri vísindaráðstefnu,
sem nýlega var haldin í Leníng-
rad, þar sem Múrmansk-tillög-
urnar voru reifaðar. Þangað var
boðið stórum hópi íslenskra sérf-
ræðinga.
Það er mér ánægjuefni að
minna á að í nóvember sl. stóð
APN-fréttastofan fyrir fundi
blaðamanna frá Norðurlöndun-
um og sat Ingólfur Margeirsson,
ritstjóri Alþýðublaðsins, þann
fund.
Þessi mikilvæga þróun glasnost
og trausts á norðurslóðum hefur
verið haldið áfram. í ársbyrjun
hófu Poljarnaja Zvezda, stærssta
dagblaðið í Múrmansk-sýslu og
Finnmarken, elsta dagblaðið í
Norður-Noregi samvinnu, sem
felst í þvi að þau birta mánaðar-
legan dálk hvort frá öðru. íbúar í
Múrmansk-sýslu, á Finnmörku,
Tromsö og fleiri stöðum fá þann-
ig tækifæri til að kynnast lífi hvers
annars. Þess má geta að Frétta-
stofa APN á íslandi er tilbúin að
hafa milligöngu um að koma á fót
slíkum skiptum milli íslenskra og
sovéskra blaða.
Enn ein góð frétt: Sovéska
friðarnefndin hefur stofnað sér-
staka nefnd, sem nefnist: Friður á
hafinu. Meðlimir hennar telja, að
„erindrekar þjóðarinnar" eigi að
vinna bug á kreddum „óvina-
ímyndunarinnar“ og vantrausti
því, sem ríkir milli þjóðannam í
því skyni leggur nefndin til að
smíðað verði skip, sem fær heitið
Friður og það sent milli landa og
dónaskapnum við forstjórann, en
hann vildi kenna sjónvarpinu
um. Það sæmir mér ekki sem ís-
lending að trúa sjónvarpsins
myndþeyting. Óþarfi að fara
bónarveg að þessum virðulegu
stofnunum.
í reglugerð um ríkisútvarpið,
Stjórnartíðindi B. nr. 357/1986.
4. kafli Fréttir: 15. gr. Ríkisút-
varpið skal veita almenna frétta-
þjónustu og vera vettvangur fyrir
mismunandi skoðanir á þeim
málum sem efst eru á baugi
hverju sinni eða almenning varð-
ar.
Fréttir þær sem útvarpið flytur
mega ekki vera blandnar neins
konar ádeilum eða hlutdrægum
umsögnum, heldur skal gætt
fyllstu óhlutdrægni gagnvart
öllum flokkum og stefnum í opin-
berum málum, stofnunum, fé-
lögum og einstaklingum.
Stór orð
Grundvöllur þess að geta vélt
um fyrir þjóðinni með þessum
rolluskjátu-rofabarða-áróðri, er
sá að svindla á því að birta myndir
af hart nær 100 ha uppgræðslu í
nágrenni R.A.L.A. Ekki nema
nokkur hundruð metrar frá
rannsóknastofnuninni yfir í upp-
græðsluna. Þegar myndir af upp-
græðslunni hafa verið birtar slær í
baksegl á hásigldri snekkju lyga-
áróðursins, en það gæti forðað
frómum sálum frá svo broslegri
framkomu, eins og þegar hæst-
virtur viðskiptamálaráðherra
mætir undir svo sterkum áhrifum
að hann lætur spekina vaða í and-
litið á háttvirtu Alþingi.
Óskiljanlegt venjulegum
manni, hvernig deildarstjóri
R.A.L.A. getur sýnt þann aula-
skap að vita ekkert um hart nær
100 ha uppgræðslu í nágrenni
Rannsóknastöðvarinnar og vinna
þó að gróðurkortagerð. En ef
hann veit og segir samt að sé ó-
framkvæmanlegt, þá er það ekki
sannleikanum samkvæmt, ósann-
indi, lygi.
Studdur þessum staðreyndum,
hika ég ekki við að fullyrða að
kenningin um að friðun sé frum-
skilyrði nr. 1, nr. 2 og nr. 3, er
hræringur af aulaskap og iygi nr.
1, nr. 2 og nr. 3.
Það hefur stundum verið not-
ast við smágerðari sönnunargögn
og það í sakamálum en tugi hekt-
ara af grónu landi.
Grímur er bóndi á Úlfarsfelli i Mos-
fellssveit.
álfa. Lagt er til að um borð verði
um 400 „erindrekar þjóðanna"
frá ýmsum löndum og siglt verði
inn á hafnir við Atlantshaf,
Norður-íshaf, Eystrasalt, Mið-
jarðarhaf, Indlandshaf ogKyrra-
haf. Meginmarkmið slíkra sigl-
inga er að fylkja saman styrk í
baráttunni við „óvinaímyndina",
sem varð til í kjölfar vígbúnaðar-
kapphlaupsins.
En núna er í bígerð að halda á
þessu ári ráðstefnu um Eystrasalt
án kjamorkuvopna og mengun-
ar, um frið og afvopnun á hafinu
og verður hún haldin um borð í
fraktskipi, sem mun sigla inn á
hafnir í Eystrasaltsríkjunum.
Nefndin býður öllum, sem hug
hafa á ekki aðeins að taka þátt í
þessari ráðstefnu, heldur einnig
að vera ábyrgðarmenn eða skipu-
leggjendur þessa framtaks. (Þeir
sem áhuga hafa, geta skrifað til
nefndarinnar: Mir Okeanam,
Prospekt Mira 36, 124010 Mos-
kva, SSSR eða haft samband við
Fréttastofu APN, Laugavegi 84,
101 Reykjavík, sími 25660).
Að lokum langar mig að geta
enn einnar ráðstefnu, sem Mík-
haíl Gorbatsjov lagði til að yrði
haldin. Hann kallaði hana „Évr-
ópskan Reykjavíkurfund“. Hann
hafði í huga leiðtogafund, þar
sem rædd yrðu öll brýnustu mál-
efnin á sviði afvopnunar, þar á
meðal afvopnun á höfunum, sem
er mjög tímabært mál og lang-
þráð. Og hvers vegna skyidum
við ekki byrja í norðri?
(Lítið eitt stytt.)
6 S(ÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 9. mars 1989