Þjóðviljinn - 09.03.1989, Side 7
ERLENDAR FRETTIR
Grikkland
Afsagnar Papandreous krafist
Bankahneyksli og kvennamál eru honum til vandrœða. Hyggst stefna Time fyrir meiðyrði
Stjórnarandstöðuflokkar
Grikklands skoruðu í gær á
Andreas Papandreou forsætis-
ráðherra að segja af sér og láta
kjósa til þings hið fyrsta. Standa
að áskorun þessari Nýi lýðræðis-
Feluhjóna-
bönd hryöju-
verkamanna
Paul Joyal, bandarískur sér-
fræöingur um njósnir, hélt því í
gær fram á alþjóðlegri ráðstefnu
um hryðjuverk, sem stendur yfir í
Stokkhólmi, að hryðjuverka-
menn iðkuðu það að ganga í
hjónabönd til að losna við af-
skiptasemi yfirvalda í ýmsum
löndum. Sem dæmi nefndi hann
að nokkrir liðsmenn hryðju-
verkahóps þess palestínsks, sem
kenndur er við foringja sinn Abu
Nidal, hefðu hreiðrað þannig um
sig í Venesúelu og að einn helstu
aðstoðarmanna forsprakkans,
Khadar Samir Mohammed
nefndur, væri kvæntur finnskri
konu sem byggi í einni af útborg-
um Stokkhólms. Samkvæmt
sænskum lögum hefði hann getað
búið í Svíþjóð skilríkjalaus, þar
eð kona hans er finnskur ríkis-
borgari.
Reuter/-dþ.
Minningar-
ganga
stúdenta
Hundruð stúdenta gengu um
götur Varsjár í gær í minningu
þess, að þennan dag árið 1968
réðst lögregla á mótmælagöngu
stúdenta þar í borg. Varð sú árás
til að koma af stað mikilli ókyrrð
meðal námsmanna í landinu.
Ganga þessi í gær var sú fyrsta
af slíkum síðan 1981, sem fór
fram með leyfi stjórnvalda, og er
litið á þetta sem merki þess, að
málin þokist í frjálsræðisátt í Pól-
landi. Lögregla stöðvaði umferð
til að greiða veg stúdenta og mik-
ill mannfjöldi horfði á göngu
þeirra af gangstéttum og fagnaði
þeim ákaft.
Lögregluárásin á göngu stúd-
enta 1968 varð upphaf kúgunar-
herferðar stjórnvalda gegn um-
bótasinnum, menntamönnum og
gyðingum. Reuter/-dþ.
flokkurinn svokallaði, stærsti
stjórnarandstöðuflokkurinn og
fremur hægrisinnaður, og nýtil-
komið bandalag flokka til vinstri
við Panhellensku sósíalistahreyf-
inguna, flokk Papandreous.
Hart hefur verið sótt að Pap-
andreou í stjórnmálunum undan-
farið og kemur einkum tvennt til.
Annað er að forsætisráðherrann,
sem nú stendur á sjötugu, hefur
látið frá sér fara eiginkonu sína
og lífsförunaut í áratugi og tekið
saman við Dimitru nokkra Liani,
kallaða Mimi, stór- og velvaxna
flugfreyju sem er 37 árum yngri
en hann. Hafa kvennamál þessi
ekki orðið Papandreou til virð-
ingarauka og hefur því jafnvel
verið hvíslað að ekki hafi kona
orðið völd að slíku uppistandi
þarlendis síðan á dögum Helenu
fögru í Spörtu, fyrir meira en
3000 árum.
Verra er þó líklega banka-
hneyksli mikið kringum Georgi-
os Koskotas, sem flúði land í nóv.
s.l. eftir að hafa verið ákærður
fyrir að hafa svindlað um tíu milj-
örðum króna út úr Krítarbanka,
sem hann átti þar til s.l. ár. Hann
hafði þá um skeið verið einn um-
svifamestu fjármálamanna lands-
ins. Fjórtán ríkisfyrirtæki hafa
verið ákærð fyrir að hafa þegið af
honum stolið fé og hið sama
kaupsýslumaður að nafni Georg-
ios Louvaris, vinur Papandreous
sagður. Papandreou mun einnig
hafa verið í kunningsskap við Ko-
skotas, sem nú situr í fangelsi í
Bandaríkjunum og sagði nýverið
í viðtali við þarlenda tímaritið
Time að forsætisráðherrann
hefði lagt blessun sína yfir fyrir-
ætlun um að svindla stórfé út úr
sjóðum í ríkiseigu. Talsmaður
grísku stjórnarinnar lýsti því yfir í
gær að hér væri um að ræða róg,
ætlaðan til að hnekkja grísku
stjórninni, og að Papandreou
hefði ákveðið að höfða af þessu
gefna tilefni meiðyrðamál gegn
tímaritinu.
Tveir velmetnir þingmenn
Panhellensku sósíalistahreyfing-
arinnar tóku undir afsagnar-
áskorunina til Papandreous og
kváðu stjórnina „svo blindaða af
valdahroka að henni væri fyrir-
munað að sjá í hvert óefni væri
kornið." Papandreou vísaði
áskoruninni á bug og kvað stjórn-
arandstæðinga vilja koma sér frá,
vegna þess að þeir vissu að þeir
gætu ekki sigrað hann í kosning-
um. Næst eiga þingkosningar að
fara fram í Grikklandi 18. júní
n.k.
Reuter/-dþ.
Papandreou og mikið umtöluð vinkona hans - „kvensemin í kalli þeim/ kemur
mér til að hlæja," kvað Sigurður Breiðfjörð og eitthvað svipað segja nú margir
Grikkir.
Afganistan
Hart barist um Jalalabad
Mujahideen sagðir hafa hana í huga sem höfuðborg. Mikið manntjón meðal óbreyttra borgara
M
ujahideen, eins og afganskir
skæruliðar nefnast, gerðu
eftir helgina harða hríð að Jalala-
bad, borg austast í Afganistan við
aðalveginn frá Kabúl til Khyber-
skarðs á landamærum Afganist-
ans og Pakistans. Hafa þeir síðan
haldið uppi látlausri skothríð á
borgina, nótt sem dag, og beitt
bæði eldflaugum og stórskotaliði.
Talið er að mikið manntjón
hafi orðið af völdum stórskota-
hríðarinnar meðai óbreytts fólks í
borginni. Þar munu nú vera rúm-
lega 200.000 manns, en fyrir
stríðið hafði borgin um miljón
íbúa. Skæruliðum hefur tekist að
eyðileggja nokkrar flugvélar með
skothríð á flugvöll borgarinnar,
en talsmenn Kabúlstjómar segja
að flugvöllurinn sé þó enn not-
hæfur og að her þeirrar stjórnar
hafi og á valdi sínu veginn milli
Jalalabad og höfuðborgarinnar.
Talið er að mujahideen leggi
nú kapp á að taka Jalalabad með
það fyrir augum að gera hana að
bráðabirgðahöfuðborg stjómar
þeirrar, sem þeir mynduðu úr sín-
um hópi í Pakistan á dögunum.
Sú stjórn virðist njóta takmark-
aðs álits meðal ríkja heims og er
Hekmatjar - stórskotahríð allan sól-
arhringinn.
hún enn án viðurkenningar af
þeirra hálfu. Vona mujahideen
að þetta breytist til batnaðar tak-
ist þeim að ná einhverri af helstu
borgum Afganistans á sitt vald,
en þær eru enn allar á valdi Ka-
búlstjórnarinnar.
Fregnum um bardagana við
Jalalabad ber að mörgu leyti ekki
saman, þar eð báðir aðilar láta
mikið af framgöngu sinna manna
og engir erlendir fréttamenn eru í
borginni eða þar í grennd. Borgin
er umlukt þreföldum hring víg-
girðinga og segja Kabúlstjórnar-
menn að mujahideen hafi enn
ekki gert nema eina meiriháttar
tilraun til að rjúfa þær, og því
áhlaupi hafi verið hrundið. Einn
talsmaður Kabúlstjórnar kvað
mujahideen þessutan aðeins hafa
gert óskipuleg áhlaup, þetta 10,
20 og upp í 50 í hóp, og hefði þeim
verið hrundið auðveldlega og
orrustuflugvélar og herþyrlur
komið við það að góðum notum.
Sagt er að í umsátursliðinu séu
einkum skæruliðar á vegum
strangtrúaðra súnníta, ekki síst
Gulbuddins Hekmatjar, sem er
einn af þekktustu foringjum mu-
jahideen og ekki kallaður jafnað-
armaður.
Talsmenn mujahideen í Pakist-
an sögðu í gær að barist væri í
návígi um flugvöll borgarinnar.
Mujahideen halda einnig uppi
stórskotahríð á Kandahar, helstu
borg í sunnanverðu landi, vægari
þó en á Jalalabad og telja Kabúl-
stjórnarmenn ekki að fyrrnefnda
borgin sé í fallhættu. Reuter/-dþ.
Jámfmnni að föriast?
KONUR GEGN
KYNFERDISLEGU
OFBELDI
Alþýðubandalagið hvetur allatil þátttöku í
dagskrá8. mars-nefndarinnar
laugardaginn
H.marskl. 13.30
Alþýðubandalagið
Hermt er að þreytumerki
nokkur séu farin að sjást á Marg-
aret Thatcher, forsætisráðherra
Bretlands í næstum áratug, en
hún er nú 63 ára. í gær virtist hún
eiga erfitt með að halda sér vak-
andi á ráðstefnu í Lundúnum um
ósonlagið og frammistöðu henn-
ar í fyrirspumatímum á þingi fer
að sögn aftur. Mistök af hennar
hálfu og umhverfisverndar-
ráðherrans í stjórn hennar,
Nicholas Ridley, leiddu og ný-
lega til þess að hún lofaði um-
hverfisverndarstofnun á vegum
Sameinuðu þjóðanna allmiklu
hærri fjárhæð en fyrirhugað hafði
verið. Varð þetta til að minna á
það, sem áður hefur verið sagt
um Thatcher, að nokkuð skorti á
að hún hugsi sig alltaf vel um,
áður en hún tekur ákvarðanir.
Reuter/-dþ.
Helgar kýr drápu tvo
réðust gegn honum og sundruðu
honum. Eftir viðureign í klukku-
stund tókst hermönnunum þó að
leggja skepnurnar að velli, en þá
höfðu þær slasað sex þeirra meira
eða minna.
Reuter/-dþ.
Tvær kýr indverskar og þar
með helgar fóru í gær út yfir
landamæri til Bangladesh og
geystust inn í þorp eitt, þar sem
þær stönguðu tvo menn til bana.
Nærstaddur herflokkur kom
þorpsbúum til hjálpar, en kýrnar
ITI
lítasjónvarp
er Qárfestíng
iv-þýskum
gæöumog
fallegum
Efitum
SKIPHOLTI 7 SIMAR 20080 & 26800
Fimmtudagur 9. mars 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7