Þjóðviljinn - 09.03.1989, Page 9
FRÉTTIR
Gáskafullir aðstandendur Draugaglettna.
Leiklist
Draugaglettur á Flateyri
Leikfélag Flateyrar á aldar-
fjórðungs afmæli um þessar
mundir og af því tilefni frum-
fluttu 20 félagar þess nýtt íslenskt
leikrit í gær, 8. mars; Drauga-
glettur eftir Iðunni Steinsdóttur.
„Þetta er ærslafullur gamanleikur
fýrir alla fjölskylduna, sem nú á
ágætlega við með hækkandi sól.“
Flugleiðadeilan
Góðvíljaðir
geri
sáttatilraun
Stjórn Sjómannafélags
Reykjavíkur telur
viðbrögð við
Flugleiðamálsókn
óréttlát afþví Flugleiðir
eru íslenskt fyrirtœki
Stjórn Sjómannafclags Reykja-
víkur hefur sent frá sér eftirfar-
andi ályktun vegna viðbragða
samtaka launamanna við mál-
sókn Flugleiða gegn VS:
„Á undanförnum árum hefur
Sjómannafélag Reykjavíkur deilt
hart á útgerðir kaupskipa og átök
orðið, vegna takmarkalítillar
leigutöku erlendra kaupskipa
sem mönnuð eru erlendum sjó-
mönnum. S.R. hefurvegna þessa
ítrekað varað við að atvinnuör-
yggi íslendinga sé í hættu þegar
útlendingum er veitt takmarka-
lítil heimild til starfa hér á ís-
landi, til sjós og lands.
Veruleg breyting hefur Orðið á
leigutöku erlendra skipa á síð-
ustu mánuðum og mun færri eru
nú í siglingum að og frá landinu
en áður og er það fagnaðarefni.
Stjórn og trúnaðarmannaráð
S.R. harmar þá deilu sem nú er
uppi milli Verslunarmannafélags
Suðurnesja og Flugleiða.
Hluti íslenskrar launþega-
hreyfingar hefur tekið afstöðu í
þessu deilumáli og jafnvel lýst því
yfir að ekki skipti máli hvort
flugfélagið sé erlent eða íslenskt,
sem flytji íslenska launþega til or-
lofsdvalar erlendis.
í ljósi þess sem hér er sagt getur
Sjómannafélag Reykjavíkur ekki
tekið undir slíkan hugsunarhátt
né aðgerðir. Þetta mál er komið í
ógöngur milli aðila og verði
deilan ekki leyst, stefnir það
ferðamannastreymi til landsins á
komandi tímum í stórhættu, kall-
ar á öryggisleysi í atvinnu þús-
unda sem vinna að ferðamálum,
og getur skapað frambúðar tor-
tryggni milli aðila sem eiga í lög-
vernduðum vinnudeilum.
Áður en þetta umrædda deilu-
mál verður dómtekið telur S.R.
að aðilum beri að leiða fram lof-
orð og yfirlýsingar talsmanna
málsaðila og á grundvelli þessa
reyni síðan góðviljaðir aðilar úr
beggja röðum að gera enn eina
tilraun til sátta.
Ef þetta ekki tekst á dómur að
falla. Þeir sem telja sig bera
skarðan hlut frá borði, verkalýð-
ur eða vinnuveitendur, eiga þá að
leita nýrra leiða til lausnar slíkra
ágreiningsmála, með samningum
eða að löggjafarleiðum.“
Hœstiréttur
Þyngsta
umferðar-
lagabrot
Hæstiréttur dæmdi fyrir
skömmu Trausta Bergsson í fimm
mánaða óskilorðsbundið fangelsi
og svipti hann ökuskírteini í tvö ár
fyrir að aka vísvitandi á Magnús
Skarphéðinsson á Laugavegi.
Þetta mun vera þyngsti dómur
sem kveðinn hefur verið upp
vegna umferðarlagabrots hér á
landi.
Trausti áfrýjaði á sínum tíma
dómi undirréttar en þar hafði
hann verið dæmdur í jafn langt
fangelsi en hinsvegar sviptur öku-
skírteini í eitt ár. Dómur hæsta-
réttar er því þyngri.
-Sáf
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagið í Kópavogi
Spilakvöld
Alþýðubandalagið í Kópavogi heldur 5. og síðasta spilakvöldið í þessari
lotu mánudaginn 13. mars klukkan 20.30 í Þinghól Hamraborg 11. Veitt
verða kvöldverðlaun og auk þess heildarverðlaun fyrir spilalotuna. -
Stjórnin.
Alþýðubandalagið á Akranesi
Fundur í bæjarmálaráði
Fundur verður haldinn I bæjarmálaráði Alþýðubandalagsins á Akranesi í
Rein mánudaginn 13. mars klukkan 20,30.
Dagskrá: 1. Bæjar- og atvinnumál. 2. Önnur mál.
Stjórnin.
Auglýsið í Þjóðviljanum
Auglýsing um
rannsóknastyrki
frá J. E. Fogarty
International
Research Foundation
J. E. Fogarty-stofnunin í Bandaríkjunum býður fram styrki handa
erlendum vísindamönnum til rannsóknastarfa við vísindastofnanir í
Bandaríkjunum. Styrkir þessir eru boðnir fram á alþjóðavettvangi til
rannsókna á sviði læknisfræði eða skyldra greina (biomedical or
behavioral sciences), þar með talin hjúkrunarfræði. Hver styrkur er
veittur til 6 mánaða eða 1 árs á skólaárinu 1990-91 og á að standa
straum af dvalarkostnaði styrkþega (18.000 til 22.000 bandaríkja-
dalir), auk ferðakostnaðar til og frá Bandarikjunum. Einnig er
greiddur ferðakostnaður innan Bandaríkjanna.
Til þess að eiga möguleika á styrkveitingu þurfa umsækjendur að
legga fram rannsóknaáætlun í samráði við stofnun þá í Bandaríkj-
unum sem þeir hyggjast starfa við.
Nánari upplýsingar um styrki þessa veitir Atli Dagbjartsson læknir,
barnadeild Landspítalans (s. 91-601000).- Umsóknir þurfa að hafa
borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík, fyrir
15. júlí nk.
Menntamálaráðuneytið,
6. mars 1989
Útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdaföður, afa og
langafa
Jóns Indriða Halldórssonar
Efstasundi 29
Reykjavík
fer fram frá Áskirkju föstudaginn 10. mars kl. 15.00.
Geirný Tómasdóttir
Magnea Jónsdóttir Sveinn Óskarsson
Elínborg Jónsdóttir Sigurður H. Jónsson
Ásthildur Jónsdlottir Gunnar Líkafrónsson
Hafdís Jónsdóttir Karl R. Guðfinnsson
Guðbjörg Jónsdóttir Þórhallur P. Halldórsson
Hafþór Jónsson Lilja H. Halldórsdóttir
Jóna G. Jónsdóttir Már Halldórsson
Dagfríður Jónsdóttir Árni Jóhannsson
Halldóra Jónsdóttir Halldór Kristinsson
barnabörn og barnabarnabörn
FLÓAMARKAÐURINN
Til sölu er BMW 318 árg. 78
á 130.000 kr. stgr. Bíllinn er í ágætu
ástandi á nýjum vetrardekkjum og
með dráttarkrók. Nánari upplýsing-
ar í síma 36475.
Stúdíóíbúð til leigu
Upplýsingar í síma 44709 á kvöldin.
Skíðaskór til sölu
svartir Nordica nr. 9V2. Sími 79732
á kvöldin.
Hornsófi og hornborð óskast
Upplýsingar í síma 10236 eða
16328.
Kettlingur óskast
Óska eftir að fá kettling gefins. Upp-
lýsingar í vs. 693900 og hs. 14942,
Davíð.
Dukkuvagn óskast
Vel með farinn dúkkuvagn óskast
fyrir lítið eða ekki neitt. Upplýsingar
í síma 681333 kl. 9-5 (Jóhanna).
2 fuglabur fást gefins
Sími 36318.
Vil kaupa fataskáp
Upplýsingar í síma 52842.
Til sölu
Apple II tölva 128k með 2 diskadrif-
um. Upplýsingar í sima 12056.
Bíll - reiðhjol
Mitsubishi Lancer árg. 77 til sölu.
Selst ódýrt eða í skiptum fyrir 2
þokkaleg reiðhjól. Upplýsingar í
síma 14612.
i Svalavagn óskast
Upplýsingar í síma 22887.
Kvensaumagína óskast
Upplýsingar í síma 74304.
Til sölu
Nýleg Amstrad TC W 8512 rit-
vinnslutölva með prentara og skjá
ritvinnslu og Basic. Tilvalin fyrir
námsmanninn. Upplýsingar í síma
688701.
Til sölu
IKEA rúm, 1,60x2. Lítið notað á kr.
15.000. Upplýsingar i síma 22791
fyrir hádegi og eftir kl. 21.00.
Til sölu
er Tigini takkaharmónikka, sem ný,
lítill svefnstóll (ódýr), snjóþota með
bremsu, nýr, fínn, svartur leðurjakki
nr. 44, ný grábrún frakkakápa nr.
40-42. Upplýsingar í síma 23218 kl.
14-18 og 685331 á kvöldin.
Óska eftir barnabílstól
fyrir eldri en 9 mánaða. Upplýsingar
gefur Dísa í síma 44649 og 50418.
íbúð í Hafnarfirði
Ung kona með eitt barn óskar eftir
2ja herbergja íbúð í Hafnarfirði.
Reglusemi og skilvísum greiðslum
heitið. Upplýsingar í símum 44649
og 50418, Dísa.
Flóamarkaður
Opið mánudaga, þriðjudaga og
miðvikudaga frá kl. 14-18. Enda-
laust úrval af góðum og umfram allt
ódýrum vörum. Gjöfum veitt mót-
taka á sama stað og tíma. Flóa-
markaður SDÍ Hafnarstræti 17,
kjallara.
Mexíkóferð - spænskunemar
Á vori komanda hyggja spænsku-
nemar við HÍ á námsferð til Mexíkó.
Við erum tilbúin til þess að taka að
okkur verkefni sem geta styrkt okk-
ur til fararinnar. Upplýsingar í sima
14646, Margrét, 21953, Ásdís og
35618, Ásdís.
Trabant
Látið ekki happ úr hendi sleppa. Af
óviðráðanlegum ástæðum er til
sölu Trabant station '87. Selst með
sumar- og vetrardekkjum. Öndveg-
isbíll. Veró: Tilboð. Upplýsingar í
síma 17618.
Vantar þvottavél gefins
Upplýsingar í síma 23886.
Rússneskar vörur í miklu úrvali
m.a. tehettur, matrúskur, ullarklút-
ar, sjöl og ýmsar trévörur. Póst-
kröfuþjónusta. Upplýsingar i síma
19239.
Hjónarúm óskast
óska eftir ódýru, Ijósu hjónarúmi.
Breidd ekki undir 1,70 m. Upplýs-
ingar í síma 45366.
Lftill ísskápur óskast til kaups
Upplýsingar í síma 19239.
Til sölu vegna brottflutnings
Gamalt, franskt járnrúm 1,20x2m
með dýnu, „servant" með marm-
araplötu, antik fataskápur og
kommóðá. Upplýsingar í síma
31805.
Teikniborð
Vantar teikniborð með vél á viðráð-
anlegu verði. Sími (91) 16679.
Til sölu
Ijósbrúnn, trélitaður fataskápur
með rennihurðum, ca. 2 m hár, 150
sm breiður og ca. 60 sm djlupur.
Upplýsingar í síma 22711 eftir kl.
18.30.
Dekk á felgum - toppgrindur
2 vetrardekk og 5 sumardekk:
560x14. 1 vetrardekk: 165x13.
Ennfremur sterk toppgrind og
skíðabogar. Sími 41289.
Ýmislegt ódýrt
til sölu: Eldhúsmatborð og 4 sterkir
stólar. Sófasett, 2 stólar, 4ra sæta
sófi og passandi sófaborð úr Ijósri
eik. Hansahillur með hilluskrifborði
og skrifboðsstól. Blómapotta-
grindur, tré og járn. Tveir barnastól-
ar fyrir 4-7 ára (vinnuborð fylgir
ókeypis). Brúðurúm fyrir stóra
brúðu. Skíðasleði (eða skautasleði
fyrir krakka). Upplýsingar í síma
41289.
Húsasmiður
óskar eftir atvinnu. Tekur einnig að
sér verkefni. Upplýsingar í síma
688704.
Tvær ungar og hraustar konur
óska eftir atvinnu. Ræstingar koma
vel til greina. Getum byrjað strax.
Upplýsingar í síma 35752.
Tanzaníukaffið fæst aftur
Upplýsingar í síma 675809.
Ný fótaaðgerðastofa
Fjarlægi líkþorn, meðhöndla inn-
grónar neglur, almenn fótsnyrting
o.fl. Tímapantanir alla virka daga
frá kl. 9.30-10.30.
Guðríður Jóelsdóttir, med. fóta-
aðgerðasérfræðingur, Borgar-
túni 31, 2. h.h., sími 623501.
Líflaust hár? Skalli?
Vöðvabóiga? Offita? Hrukkur?
Sársaukalaus, skjótvirk hárrækt
með „akupunktur", He-Ne leyser
og rafmagnsnuddi. Hrukkumeð-
ferð, svæðanudd, megrun, Biotron-
vítamíngreining. Hringdu og fáðu
nánari upplýsingar. Einar alvönd-
uðustu heilsusnyrtivörur á mark-
aðnum, Banana Boat og GNC, úr
kraftaverkajurtinni Aloe Vera.
Komdu og fáðu ókeypis upplýs-
ingabækling á íslensku.
Póstsendum út á land.
Heilsuval, Laugavegi 92 (við
Stjörnubióplanið) sími 11275.
íbúð óskast
Ung hjón með barn vantar 3 her-
bergja íbúð frá 1. júní. Vinsam-
legast hafið samband í síma 32814.
Skipti á íbúðum,
Reykjavík - Gautaborg
Ert þú á leiöinni til Gautaborgar?
Við viljum skipta á leiguíbúð á besta
stað í miðborg Gautaborgar og
leiguíbúð einhvers staðar á Stór-
Reykjavíkursvæðinu. Samningurtil
a.m.k. eins árs frá og með í sumar.
Einstakt tækifæri. Upplýsingar í
síma 91-10958.
Til sölu
Stórt og fallegt furusófaborð. Verð
kr. 5.000. Stórt, sænskt hvítt hjóna-
rúm. Selst á 10-15.000 kr. Mjög
góðar dýnur, lítur mjög vel út. Einn-
ig mjög sérkennilegur amerískur
körfustóll. Verð samkomulag. Upp-
lýsingar í síma 75707.
Til sölu
Hringlaga, dökkt viðarborð með
renndum fótum. Hægt að stækka
fyrir uppí 12 manns. Upplýsingar í
síma 42347 eða 40631.
Flóamarkaður
Opið mánudaga, þriðjudaga og
miðvikudaga frá kl. 14-18. Enda-
laust úrval af góðum og umfram allt
ódýrum vörum. Gjöfum veitt mót-
taka á sama stað og tíma. Flóam-
arkaður SDÍ, Hafnarstræti 17, kjall-
ara.
Tékkóslóvakíuferð - fjáröflun
Getum tekið að okkur dreifingu
blaða og bæklinga á Reykjavíkur-
svæðinu. 35 manna hópur, flestir
með bíl. Önnur störf geta komið til
greina. Lúðrasveit verkalýðsins,
símar 51801, 600633 (Torfi) og
35027 (Sonja).
Mexicóferð - spænskunemar
Á vori komanda hyggja spænsku-
nemar við H. í. á námsferð til Mex-
ico. Við erum tilbúin til þess að taka
að okkur verkefni sem geta styrkt
okkur til fararinnar. Uppl. í síma
14646 Margrét, 21953 Ásdís og
35618 Ásdís.
Til sölu
Canon AE I myndavél með 50 mm
linsu, 28-70 mm breiðlinsu, 300
mm zoomlinsu, thyristor flassi og
tösku. Allt nýlegt. Upplýsingar í
síma 37552.