Þjóðviljinn - 15.03.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 15.03.1989, Blaðsíða 6
Barvta- og unglingavika 12.-18. mars 1989 Miðvikudagur 15. mars Gerðuberg kl. 20.00. Samvera fjölskyldunnar. Fimmtudagur 16» mars Vitinn — Hafnarfirði kl. 20.00. Dagvistarheimili — Menntastofnun! Sóknarsalur kl. 20.00. Tómstundir barna og unglinga. Gerðuberg kl. 20.00. Ahrif fjölmiðla. Laugardqgur 18. mors Hóskólabíó kl. 14.00 Fjölskylduhótíð. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Alþýðusamband Islands, Kennarasamband íslands, Félag bókagerðarmanna, Bandalag háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna, Starfsmannafélag ríkisstofnana, Fósturfélag íslands, Sókn, Hið íslenska kennarafélag, Iðja Auglýsing Laus staða heilsugæslu- læknis á Hellu Laus er til umsóknar staöa heilsugæslulæknis á Hellu. Staöan veitist frá og með 31. júlí 1989. Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um læknismenntun og læknisstörf sendist ráðuneyt- inu fyrir 10. apríl 1989 á sérstökum eyðublöðum, sem þar fást og hjá landlækni. [ umsókn skal koma fram hvenær umsækjandi getur hafið störf. Æskilegt er að umsækjendur hafi sérfræðileyfi í heimilislækningum. Nánari upplýsingar um stöðuna veita ráðuneytið og landlæknir. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 10. mars 1989 Ásu Wright fyrirlestur Ása Nyman, dósent við Uppsalaháskóla, talar um evrópsku þjóðfræðikortin miðvikudaginn 15.3. 1989 kl. 17.15 í stofu 101 í Odda. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd Hitaveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í lögn dreifikerfis hitaveitu í Hafnarfjörð, 12. áfanga „Hlíðarberg". Útboðsgögn verða afhent á skrif- stofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á. sama stað miðvikudaginn 29. mars kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 MENNING Tónlist Trompet- áhugamenn athugið Tónlistarskólinn á Akranesi og Tónastöðin gangast fyrir nám- skeiði fyrir trompetleikara á Akranesi frá 19. til 21. mars. Leiðbeinandi er breski trompet- leikarinn Lyndon Chapman. Hann segir mönnum til í helstu þáttum trompetleiks auk þess sem æfð verða ýmis samspilsverk fyrir þetta hljóðfæri. Myndlist Hreinn í Slúnkaríki Hreinn Friðfinnsson opnaði á laugardaginn myndlistarsýningu í Slúnkaríki á ísafirði. Hann er fæddur og uppalinn vestur í Dölum og var einn af stofnendum SÚM á sínum tfma en hefur verið búsettur í Amsterdam í mörg ár. Hann hefur haldið einkasýningar og verk hans hafa verið valin á fjölda samsýninga erlendis þar sem evrópsk nútímalist er kynnt. Galleríið Slúnkaríki á fjögurra ára afmæli um þessar mundir. Pangað geta menn komið og skoðað verk Hreins fimmtudaga til sunnudaga kl. 16.00-18.00 til 2. apríl. Myndlist Snorri í Borg Snorri Sveinn Friðriksson opn- ar sýningu á vatnslitamyndum í Gallerí Borg á morgun kl. 17.00. Sýninguna nefnir hann „Útsýni". Snorri hefur starfað sem leikmyndateiknari við RÚV síð- an 1969 og er nú forstöðumaður Leikmyndadeildar sjónvarpsins. Þetta er fimmta einkasýning hans. Bókmenntir Drög að kvöldi Út er komin ljóðabókin „Drög að kvöldi" eftir Guðbrand Sig- laugsson með 21 kvæði. Þetta er fyrsti hluti fjórleiksins „Ljóða- handrit númer 5 & 6. Áður hafa komið út fjögur ljóðakver eftir Guðlaug, hið síðasta var Þvert á rennibrautina (1985). „Drög að kvöldi" er gefið út f litlu upplagi. Sinfóníuhl j ómsveitin Gísíi leikur 4. píanókonsert Beethovens Á sinfóníutónleikunum annað- kvöld leikur Gísli Magnússon Pí- anókonsert nr. 4 eftir Beethoven. Það er eitt af þrem spennandi verkum á efnisskránni, hin tvö eru Lilja eftir Jón Ásgeirsson, sem var frumflutt árið 1971, og Sinfónía nr. 4 eftir Schumann. Hljómsveitarstjóri er Moshe Atzmon frá Ungverjalandi. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið í Hveragerði Félagsfundur Alþýðubandalagið í Hveragerði boðar til áríðandi fé- lagsfundar miðvikudaginn 15. mars, á morgun klukkan 20,30 í sal verkalýðsfélagsins Boðans að Austurmörk 2. Dagskrá: Ingibjörg Sigmundsdóttir ræðir um fjár- hagsáætlun bæjarins. Þeir AB-félagar sem sitja í nefndum og ráðum á vegum þess í Hveragerði eru sérstaklega hvattir til að mæta auk annarra félagsmanna. Kaffi á könn- unni. Stjórnin. ; á Ingibjörg Alþýðubandalagið í Hafnarfirði Félagsfundur Alþýðubandalagið í Hafnarfirði heldur félagsfund miðvikudaginn 15. mars í Skálanum að Strandgötu 41 klukkan 20,30. Gestur fundarins verður Steingrímur J. Sigfússon samgöngu- og landbúnað- arráðherra. Dagskrá: 1. Samgöngumál. 2. Önnur mál. Félagar eru hvattir til að mæta. c Stjórnin teingrímur Auglýsing Frá Tryggingarsjóði fiskeldislána Stofnaður hefur verið T ryggingarsjóður fiskeldis- lána. Hlutverk sjóðsins er að tryggja greiðslu afurðalána, sem bankar og aðrar lánastofnanir veita eða útvega innlendum fiskeldisfyrirtækjum, þannig að rekstrar- og afurðalán þeirra til fiskeld- is geti numið allt að 75% af verðmæti birgða. Greiðslutrygging skal því aðeins veitt að viðkom- andi fyrirtæki hafi tryggt afurðir sínar með svo- nefndri umframskaðatryggingu eða hliðstæðri tryggingu er nemi a.m.k. 50% af tryggingarverð- mætum afurða og að fyrirtækið fái 37,5% afurða- lán frá lánastofnunum og verði sá hluti afurða- lánsins utan greiðslutryggingar sjóðsins. Að öru leyti vísast til ákvæða laga nr. 3/1989 um Tryggingarsjóðinn og reglugerðar nr. 99 frá 09.03.1989. Þeirsem ætla að sækja um greiðslutryggingu hjá Tryggingarsjóði fiskeldislána sendi umsóknir til sjóðsins að Laugavegi 120 (Stofnlánadeild land- búnaðarins), 105 Reykjavík. Sími: 25444. Umsóknareyðublöð þar sem fram kemur hvað fylgja þarf hverri umsókn eru til afhendingar á sama stað. Stjórn Tryggingarsjóðs fiskeldislána MYNDL/STA- OG HANDÍÐASKÓL/ ÍSLANDS auglýsir inntöku nýrra nemenda fyrir skólaárið 1989-90. Umsóknarfrestur er til 21. apríl n.k. Upplýsingar á skrifstofu skólans, Skipholti 1, kl. 10-12 og 13-15, sími 19821. Aðalfundur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur verðurhaldinn miðvikudaginn 15. mars, kl. 20.30 að Hótel Sögu, Súlnasal. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 15. mars 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.