Þjóðviljinn - 15.03.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 15.03.1989, Blaðsíða 9
ERLENDAR FRETTIR Sœnska akademían Tveir segja sig úr Ekman og Gyllensten mótmæla linku gagnvart Khomeini. Einsdæmi í tveggja alda sögu akademíunnar Sænsku rithöfundarnir Kerstin Ekman og Lars Gyllensten sögðu sig í gær úr Sænsku aka- demíunni, virðingarmestu stofn- un heims af þeim sem um bók- menntir fjalla og sem þekktust er fyrir það hlutvcrk sitt að veita bókmenntaverðlaun Nóbels. Tóku þau þetta ráð í mótmæla- skyni vegna afstöðu akademíunn- ar til málanna kringum Salman rithöfund Rushdie, en þau telja að akademían hafi hliðrað sér hjá að fordæma fyrirskipun Khom- einis erkiklerks af Iran um að drepa rithöfundinn. Gyllensten sagði við frétta- menn að í þessu máli reyndi á hollustu manna við siðferði, póli- tískt frelsi og ritfrelsi. „Ég tel að akademían hafi ekki tekið nógu eindregna afstöðu með hinu frjálsa orði gegn kúgun,“ bætti hann við. Kerstin Ekman segist telja að akademían hafi hrokkið frá því að taka afstöðu með tján- ingarfrelsi. Það var áður opinbert leyndarmál að mikil óeining ríkti innan akademíunnar út af því Gyllensten - eindregin afstaða með hinu frjálsa orði. hvaða afstöðu skyldi taka til drápsfyrirskipunar Khomeinis. Niðurstaðan varð mjög svo al- mennt orðuð yfirlýsing þess efn- is, að akademían harmaði allar árásir á málfrelsið. íran var ekki nefnt á nafn í yfirlýsingunni né heldur Rushdie. Til skýringar var því lýst yfir, að akademían hefði fyrir reglu að blanda sér ekki í mál, sem að einhverju leyti væru pólitísks eðlis, til þess að engin hætta væri á að grunur félli á hana um að pólitískar ástæður gætu legið að baki veitingu Nóbels- verðlauna í bókmenntum. Knut Ahnlund, prófessor í bókmenntum og sjálfur í aka- demíunni, sagði að úrsögn þeirra tveggja væri mikill missir fyrir ak- ademíuna, en kvaðst jafnframt hafa fullan skilning á ákvörðun þeirra. Allmargir aðrir sænskir rithöfundar hafi lýst yfir stuðn- ingi við tvímenningana í þessu máli. Ursögn þessi mun vera algert einsdæmi í sögu akademíunnar, sem 18 menn eiga sæti í og eru valdir í hana til lífstíðar. Haft er eftir manni sérfróðum um stofn- unina að þetta sé í fyrsta sinn síð- an 1786, er hún var stofnuð, sem ósamkomulag innan hennar hafi verið gert opinbert. Reuter/-dþ. Botha - flokkur hans hefur snúist gegn honum. Suður-Afríka Botha hafnað af flokksbræðmm Þjóðernisflokkurinn í Suður- Afríku, sem farið hefur með völd þar samfleytt síðan 1948, iýsti því yfir í gær að stjórn flokksins og þingflokkur hefðu svipt P.W. Botha, forseta landsins, umboði til að fara lengur með það emb- ætti og ákveðið fyrir sitt leyti að leiðtogi flokksins, F.W. de Klerk, taki við af honum. Dc Klerk tók við stöðu flokksformanns af Bot- ha er sá síðarnefndi sagði henni af sér tveimur vikum eftir að hann fékk snert af slagi 18. jan. s.l. Síðan hefur aukist fylgi fyrir því innan flokksins að Botha segði einnig af sér sem forseti, en hann lýsti því yfir á sunnudaginn að það kæmi ekki til greina. Úr þessu gætu orðið alvarleg vand- ræði fyrir suðurafrísku forustuna, því að hermt er að Botha hafi lagalegan rétt til að halda forseta- embætti áfram, þótt stjórnar- flokkurinn hafi svipt hann um- boði til þess. Reuter/-dþ. Líbanon Krístnir og múslímar berjast Peir kristnu njóta stuðnings Iraks og krefjast þess að Sýrlandsher fari Harðir bardagar geisuðu í gær í Beirút og breiddust út þaðan upp í fjalllendið og austur í Beka- adal. I þetta sinn eru það liðs- menn tveggja ríkisstjórna lands- ins, sem eigast við, og er önnur kristin en hin íslömsk. Líbanon hefur haft tvær ríkis- stjórnir síðan í sept. s.l. er þingi landsins mistókst að kjósa því nýjan forseta. Fremur kyrrt hefur verið á milli stjórna þessara síð- an, þangað til að upp úr sauð í gær. Astæðan til þess virðist hafa Austurríki Habsborgaradrottning látin Zita, síðasta keisaradrottning Austurríkis-Ungverjalands, lést í gær í Zizers, þorpi í Sviss rétt við austurrísku landamærin. Hún varð 96 ára. Zita var af hertoga- ættinni af Parma og giftist 1911, þá 19 ára að aldri, Karli erkiher- toga af Habsborgaraætt. Hann varð ríkiserfingi Austur- ríkis-Ungverjalands 1914, er frændi hans Frans Ferdínand var myrtur í Sarajevo, og keisari Austurríkis og konungur Ung- verjalands 1916, að Fransi Jósef keisara látnum. Karl varð að láta af keisara- og konungdómi 1918, er her hans hafði tapað í heimsstyrjöldinni fyrri og Ráðstefna EFTA Mælikvarði á getu þess Gro Harlem Brundtland, for- sætisráðherra Noregs, sagði í gær í tilefni ráðstefnu leiðtoga að- ildarríkja Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA), sem hófst I Osló síðdegis í gær, að ráðstefnan yrði mælikvarði á getu bandalagsins til að láta verulega að sér kveða í Evrópu á síðasta áratugi þessarar aldar, sem og á næstu öld. Brundtland sagðist telja, að EFTA-ríkin myndu á ráðstefn- unni skuldbinda sig til nánari samvinnu við Evrópubandalagið. Norski forsætisráðherrann sagði þó að á ráðstefnunni yrði ekki fjallað um umdeildar leiðir að því marki, en spáði því að sam- skipti bandalaganna myndu aukast á næstu mánuðum og yrðu þau bæði að gera einhverjar til- slakanir. EFTA er stærsti við- skiptaaðili Evrópubandalagsins, enda þótt síðarnefnda banda- lagið sé tífalt fjölmennara. Að EFTA eiga aðild ísland, Noreg- Svíþjóð, Finnland, Sviss og Austurríki. Reuter/-dþ. Austurríki verið gert að lýðveldi. Fóru þau hjón þá úr landi. Zita hefur verið ekkja frá því árið 1922, er maður hennar lést, og alla tíð síðan borið svört sorgar- klæði. Þar eð hún vildi aldrei af- sala sér fyrir hönd Habsborgara- ættar völdum í Austurríki bönn- uðu stjórnvöld þar henni landvist allt frá 1918, en nú hefur verið ákveðið að hún verði jörðuð í Vínarborg. Höfuð ættarinnar verður nú elsti sonur hennar, Ottó af Habsborg, 76 ára og for- maður Panevrópska sambands- ins, samtaka sem berjast fyrir pó- litískri sameiningu Evrópu í fullu samræmi við Habsborgarahefð. Reuter/-dþ. verið sú ráðstöfun Michels Aoun generalmajórs, herstjóra og stjórnarformanns kristinna, að láta varðbáta sína stöðva sigling- ar að og frá höfnum í suðurhluta landsins, sem eru á valdi ýmissa íslamskra hópa. Segir Aoun að um þessar hafnir sé mikil umferð hryðjuverkamanna og smyglara, er stundi viðskipti með vopn og eiturlyf. Múslímar brugðust illa við þessu og hafa viðsjár aukist mjög í landinu af þeim sökum s.l. viku. Sýrlendingar, sem hafa um 25.000 manna her í nálega tveimur þriðju hlutum landsins, styðja stjórn múslíma og hefur Aoun nú lýst því yfir að barátta kristinna manna sé frelsisbarátta með það fyrir augum að losa Lí- banon við Sýrlendinga. Þeir kristnu fá hjálp frá írak, erki- fjanda Sýrlands. í gær var eink- um barist með stórskotaliði og létu stríðsaðilar sprengikúlurnar óspart dynja á hvors annars íbúð- arhverfum. í gærkvöldi var sagt að 30-40 manns væru fallnir, margir þeirra óbreyttir borgarar, þar á meðal skólabörn, og var tal- ið að manntjónið væri meira múslíma megin. Reuter/-dþ. Útboð Trúboð með pyndingum íraskir stríðsfangar, sem íranir létu lausa fyrir skömmu, halda því fram að íranskir fangaverðir hafi beitt súnníska og kristna ír- aska stríðsfanga pyndingum í þeim tilgangi að þröngva þeim til sjítatrúar. Dæmi séu þess að menn hafi látist af völdum pynd- inganna og aðrir muni bera eftir þau ævilöng örkuml. Verkföll enn í Kosovo Námumenn í Kosovo, sem eru í fylkingarbrjósti í andófi Albana þar gegn stjórnvöldum Júgósla- víu og serbneska lýðveldisins, eru enn í verkfalli þrátt fyrir skipun forsætisnefndar Júgósla- víu um að hverfa aftur til vinnu. Geta námumenn átt á hættu 60 daga fangelsisvist ella. Hand- tökur á Albönum, sem grunaðir eru um að hafa hvatt til mótþró- ans, halda áfram. Reuter/-dþ. Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir aðilum til að annast skipulag, hönnun og uppbyggingu allt að 100 íbúða til sölu á eigin ábyrgð á Fjárhúsholti í Setbergshverfi. Þeir sem áhuga hafa munu fá afhent gögn á skrifstofu bæjarverkfræðings, Strandgötu 6. Umbeðnar upplýsingar frá framkvæmdaaðilum skulu berast til skrifstofu bæj- arverkfræðings eigi síðar en 4. apríl nk. Að loknu mati bæjarstjórnar á getu aðila til að annast verkið mun þeim gefast kostur á að gera tilboð í landið samkvæmt endanlegum skilmálum bæjarstjórnar. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði er ív-þýskum ga2ðumog £all« ítum SKIPHOLTI 7 SÍMAB 20080 & 26800 Miðvikudagur 15. mars 1989 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.