Þjóðviljinn - 15.03.1989, Page 7

Þjóðviljinn - 15.03.1989, Page 7
MENNING Þegar ofsjónir verða að raunveruleika Leikfélag Menntaskólans við Hamra- hlíð sýnir: Nashyrninga eftir Eugéne Ionesco Erna Geirdal þýddi Leikstjóri: Andrés Sigurvinsson Búningar: Rósberg G. Snædal Leikmynd: Magnús Loftsson Eugéne Ionesco fæddist í Rúmeníu 1912 en hefur búið í Frakklandi síðan 1938 og skrifar á frönsku. Fyrsta leikritið sem sett var á svið eftir hann var Sköllótta söngkonan (1950) en þekktur varð hann fyrir Stólana (1952). Nashyrningar fóru fyrst á svið 1959 og spurðust undir eins út, voru fljótlega komnir á senu víða um lönd, hér á íslandi strax 1961. í>að er engin furða. Þetta er magnað verk, textinn þéttur með áhrifamiklum hápunktum, alleg- onan hugsuð út í æsar, og þó fyndið, fullt af gráglettnum leik. Mjög metnaðarfullt verk að ætla sér að setja upp með þrjátíu menntaskólanemum, en Andrés Sigurvinsson er enginn aukvisi. Jú, víst sé ég hann Á friðsælum sunnudegi hittast vinirnir Bérenger og Jón á kaffi- húsi í bænum. Jón er vandur að virðingu sinni og það ergir hann að sjá hvað Bérenger er timbrað- ur og slæptur eftir veislu kvöldið áður, sígeispandi og vesæll. Bér- enger skammast sín líka sjálfur, einkum þegar hann kemur auga á Daisy vinnufélaga sinn sem hann er hrifinn af, en hann er veikur fyrir öðrum lystisemdum heimsins líka, auk þess sem Daisy er trúlofuð ungum lögfræðingi sem Bérenger hefur ekki roð við. Friðsældin er rofin af nashyrn- ingi sem æðir hjá í rykmekki í fjarska. Fólk vill helst ekki trúa sínum eigin augum og heldur að það sjái ofsjónir, sumir sannfær- ast þó þegar konan með köttinn kemur grátandi með dýr sitt dautt undan hófum nashyrningsins. Þar með er skriðan komin af stað, ofsjónirnar verða smám saman að veruleika. Nashyrningarnir eru kannski tveir í upphafi, svo fjölgar þeim jafnt og þétt við það að íbúarnir í bænum breytast hver af öðrum í nashyrninga frammi fyrir furðu lostnum sjón- um Bérengers. Örvænting hans vex og vex, hann bíður eftir að verða annaðhvort vitlaus eða sjálfur að nashyrningi og veit ekki sitt rjúkandi ráð. Lokaatrið- ið er mikil áreynsla fyrir ungan leikara. Hvað er nashyrningur? Leikritið er samið undir áhrif- um frá uppgangi nasismans í Evr- ópu þó að Ionesco hafi ekki dott- ið í hug hvað það yrði ofljóst á íslensku. Á frönsku heitir leikrit- ið Rhinocéros sem minnir ekki strax á nasista og hefði sjálfsagt verið auðveldara að vinna ýmis- lega úr táknum verksins ef fólkið breyttist tii dæmis í flóðhesta! Einkenni þessara dýra eru annars vegar að þau sjást ekki fyrir, þau æða um í blindni og þjóna ekki mannlegu samfélagi. Einn segir á breytingaskeiðinu að hann njóti þess að vera mannhatari. Hins vegar eru þetta falleg dýr og ákaf- lega félagslynd í eigin hóp, vilja vera saman og baula þá, öskra eða syngja eftir því hvað maður heyrir. I frábærlega vitrum texta reynir Ionesco að koma til skila ógninni sem stafar af nashyrning- unum og líka hvað þeir eru heill- andi. Ef þeir væru bara ógeðs- legir gæti maður ekki skilið hvers vegna fólk laðast að þeim, ef þeir stjákl dofinna persóna við merk- ingarlitla músík og minnti á dóp- ista. Þetta var virðingarverð til- raun en á endanum fannst mér hún vinna gegn textanum og skilja aðalpersónuna eftir ansi eina þegar það hefði hjálpað Bér- enger að vera að bregðast við markvissari skilaboðum. í fyrri hluta sýningarinnar var leikurinn jafn þó að Sigurður H. Pálsson (Bérenger) og Benedikt Erlingsson (Jón) væru betri en fé- lagar þeirra. Páll Óskar Hjálmtýsson var snjall rökfræð- ingur og Rúnar Páll Gestsson ágætur í frábæru samtali við hann. Hugrún Hólmgeirsdóttir var einstaklega brjóstgóð fram- reiðslustúlka og Þórdís E. Valdi- marsdóttir prýðilegur vinnuveit- andi hennar svo nokkur nöfn séu nefnd. Framsögn allra var með fádæmum skýr og góð. Yfirburðir Sigurðar og Bene- dikts urðu meiri þegar á leið og umhverfið varð veikara. Bene- dikt er kannski mesti leikarinn af þeim sem þarna komu fram. Það hlýtur að vera óvenjulegt að sjá Bérenger (til vinstri) og Jón á kaffihúsinu. Á milli þeirra sópar Atli Rafn gólf í hlutverki sonar kaupmannsfrúarinnar. lítt reyndan leikmann sýna svo óhugnanlega vel manneskju í heljargreipum sjúklegrar sefjun- ar. En Sigurður skapaði líka eftir- minnilega persónu úr hinum veiklynda Bérenger, sem alltaf er tilbúinn að hugsa um og taka fullt tillit til þess sem aðrir segja, sem sér og gerir sér grein fyrir hvað er að gerast og ræðir það af hrein- skilni, en finnst svo gott að fá sér neðan í því. Einmitt vegna þess hvað hann er sveigjanlegur og mikil manneskja heldur hann áfram að vera maður. Með per- sónu hans er Ionesco að segja okkur að engin ógn sé yfirþyrm- andi meðan við ræðum hana af einurð og barnslegri einlægni. Sviðið var helst til flókið og hátimbrað en búningarnir voru gerðir af mikilli hugkvæmni og hver persóna fékk sín attríbút nema Bérenger sem var bara eins og venjulegur nemandi í MH! Þýðingin virkaði ofurlítið gam- aldags á köflum en var vel nýti- leg. Nashyrningar í Menntaskólan- um við Hamrahlíð er menningar- viðburður sem menn geta verið stoltir af þar á bæ og fólk ætti ekki að láta framhjá sér fara. SA væru bara heillandi gætum við ekki skilið hvers vegna Bérenger vill ekki verða nashyrningur líka. Fyrst og fremst eru þeir dýr og Bérenger vill halda áfram að vera maður. Þó að ástæða sé til að minna á uppgang nasisma á okkar tímum hefur Andrési fundist of einfalt og takmarkandi að láta táknmál verksins vísa einungis til þess. Hann reynir að víkka skírskotun- ina út til annars konar sefjunar skilningarvitanna en múgæsing- ar: dansinn í lokin er ekki þýskur mars heldur tilbreytingarlaust Fellur eða féll Jóhann Hjálmarsson. útgefandi hefði að ósekju mátt tilgreina hver málaði kápumynd og úr hvaða málverki hún er. Slíkt kunna fróðleiksfúsir ljóða- unnendur að meta. Einnig er nauðsynlegt að segja lítillega frá höfundum sem prentast í slík safnrit. Hans Vöggur í útgáfu Guðrúnar Tryggvadóttur. og samtímaverk eftir Þórarin Eldjárn, Hávamál og blaðafrétt- ir, saga eftir Hjört, 9 ára bekk, við hlið texta Ólafs Jóhanns og Halldórs Laxness, og hér er með- al annars að finna sjálfslýsingu Jóhanns Péturs Sveinssonar lög- fræðings og formanns Öryrkja- bandalagsins við hlið frásagnar Stefáns Unnsteinssonar af upp- vaxtarárum Sævars Cieselskys. Hjálmar Árnason og Magnús Jón Árnason önnuðust efni í „Skugga“ og Guðrún Tryggva- dóttir myndskreytti, en Heimir Pálsson valdi efni í „Ævintýri" sem Svava Björnsdóttir mynd- skreytti. SIUA AÐALSTEINSDÓTTIR Jóhann Hjálmarsson. í skolti Levíatans, Ijóðaþýðingar. Örlagið, 1988 Jóhann Hjálmarsson hefur sent frá sér 4. þýðingasafn sitt og virðist það meira að vöxtum en þau önnur er út hafa komið frá hans hendi. Segja má að bókin geymi ljóð úr öllum heimshorn- um, svo mér verður á að hugsa: Hvers konar tungumálaljón er þarna á ferðinni, því maður sem skilur allar helstu þjóðtungur og nokkur handan-járntjaldstungu- mál er verulegur hvalreki íslensk- um bókmenntum. Svona getur góðfús lesandi hugsað vegna þess að bókin geymir engar upplýsing- ar um það úr hvaða málið er snú- ið. Öll kvæðin gætu þess vegna verið þýdd úr sænsku, en þau eru 88 að tölu. Pólland er fyrirferðarmikið í skolti Levíatans, en þaðan eru 17 af ljóðum bókarinnar. Við skulum líta á dulítið ljóð eftir Ryszard Krynicki. Yrði ég Yrði ég einhvern tíma að hrópa: „Lengi lifi Pólland!" - á hvaða rnáli œtti ég að gera það? Og án bíós Að horfa í búðarglugga kostar ekkert En fyrir brauð og ost borgar maður Einnigfyrirfrelsið með höfði sínu Vatnið úr lœknum er þó ókeypis Og þrœldómurinn líka Pannig lifum við - ókeypis. Margt stórmenni er kallað til leiks og má þar nefna Borges, Neruda, Apollinaire og Rilke. Flestir höfundarnir eiga það sam- eiginlegt að yrkja opið svo merk- ing ljóðanna vefst ekki fyrir neinum, eða ætti ekki að gera það. Helst er það regnljóð Arg- entínumannsins sem skilur eftir sig dulúð og framandleika, vöru- merki góðra bókmennta. Að lokum vil ég geta þess að Námsgagnastofnun Skuggar og ævintýri Jóhann Péturog Sævar Cieselsky innanum þjóðsögurnar Hjá Námsgagnastofnun eru komnar út tvær nýjar bækur í flokki svokallaðra lesarka sem ætlaðar eru efri bekkjum grunn- skóla. Önnur „örkin“, sem raunar kemur út sem lítil bók, heitir „Skuggar“, ætluð 7.-9. bekkjum og er þar fjallað um fólk „sem ekki hefur auðnast að vera sólar- megin í tilverunni'1 einsog segir í kynningu, en hin heitir „Ævintýri og veruleiki“ fyrir 4.-6. bekki og eru þar annarsvegar ný ævintýri og gömul og hinsvegar raunsæis- legar frásagnir úr mannlífinu. Efnisval einkennist af mikilli fjölbreytni. Hér eru sígildir bók- menntatextar Gríms Thomsens, Bólu-Hjálmars, Steins Steinarrs Þessi orð þurfum við á íslandi að hugleiða núna þegar ensk tunga flæðir yfir okkar litla mál- samfélag, svo það á í vök að verj- ast. Skrifum bara ísland í staðinn fyrir Pólland. Tyrkinn Orhan Veli á kald- hæðið ljóð í bókinni. Ókeypis Við lifum nœstum því ókeypis Loftið er ókeypis Skýin ókeypis Fjöllin Regnið Og leirinn ókeypis Án bíls býr maður ókeypis MAGNÚS GESTSSON Topino 2001. Mynd mánaðarins Topino 2001 eftir Erró Mynd marsmánaðar í Listasafni íslands er Topino 2001, olíumál- verk eftir Erró sem byggt er á kvikmynd bandaríska leikstjór- ans Stanley Kubricks frá 1968: 2001, A Space Odyssey. Leið- sögn fer fram í Listasafninu á fimmtudögum kl. 13.30 og er ókeypis, en safnið er opið frá kl. 11-17. Miðvikudagur 15. mars 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.