Þjóðviljinn - 21.03.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.03.1989, Blaðsíða 7
Vamarhugsjóni n er dauð / Arni Hjartarson skrifar Samt mun ég vaka Varnarhugsjónin gamla er steindauð, enginn talar lengur um hið göfuga hlutverk okkar ís- lendinga í varnarsamtökum vest- rænna ríkja og það framlag sem við ættum að reiða glaðir af hendi til varnar lýðræði og frelsi gegn járnfjötrum og skoðanakúgun al- ræðisins. Raddir æskunnar Ég hef gert dálítið af því á und- anförnum árum að fara í fram- haldsskóla til að taka þátt í kapp- ræðum eða flytja erindi um öryggis- og varnarmál og hlusta á skoðanir skólanemenda í þessum efnum. Á síðustu missirum hefur orðið mikil viðhorfsbreyting frá því sem áður var. Hörðum her- stöðvaandstæðingum hefur ekki fækkað en því miður hefur þeim ekki fjölgað verulega heldur. En gamla svart-hvíta heimsmyndin sem Varðbergsmenn og Heimdellingar voru vanir að draga upp við svona tækifæri gild- ir ekki lengur og sú hugsjónaglóð sem henni var fylgjandi er alger- lega kulnuð. Svart- hvíta heims- myndin gekk út á það að við hér í vestrinu með Bandaríkin í broddi fylkingar værum í góða liðinu sem stæðum vörð um öll grund- vallarmannréttindi, frelsi, lýð- ræði, bræðralag, kristni og kirícju gegn vonda liðinu fyrir austan járntjald sem biði þess eins að kremja okkur undir járnhæl kommúnismans um leið og minnsta færi gæfist. Þess vegna áttum við að hafa hér her og veita honum þá aðstöðu sem hann teldi sig þurfa og þess vegna áttum við að vera í NATO og fylgja hernað- arlegu forræði þess jafnvel þótt það byggði á ógnarjafnvægi og hótunum um gereyðingu mannkynsins. Hugsjónamenn hins vestræna varnarsamstarfs héldu því gjarnan fram í hita leiksins að okkur bæri að kosta nokkru til þessa háleita hlut- verks. Allt hermangsbrölt var eitur í þeirra beinum. Digurbarkalegir aronistar Nú á dögum slaknandi spennu milli stórveldanna, brottflutnings kjarnorkuvopna frá Evrópu, ein- hliða ákvarðana Gorbatséffs um fækkun í hefðbundna heraflanum o.s.frv. er þessi málflutningur auðvita lítt brúklegur. Sú rödd sem nú heyrist hernámsöflunum til varnar er helst sú að menn spyrja hvaða brambolt þetta sé alltaf í herstöðvaandstæðingum, herinn hafi aldrei gert okkur neitt, það sé bara allt í lagi að hafa hann. Það getur meira að segja verið gott að hafa hann til að þrýsta á Bandaríkjamenn í ákveðnum málum eins og t.d. hvalamálinu. Það sé gott að geta sagt að herinn verði bara látinn fara ef Bandaríkjamenn verði okkur mótdrægir. angshugsunarháttur, að selja sig hernaðaröflunum og græða á vopnaskaki og vígbúnaðarbrölti. I raun er hann miklu ógeðslegri og siðlausari en hugsjónin um varnarframlagið og það er að mörgu leyti auðveldara að kveða þessi rök í kútinn í kappræðum en hugsjónirnar gömlu. Hitt er aftur meira vafamál hvort raunveruleg vígstaða herstöðvaandstæðinga hefur batnað. Falskar hugsjónir Þótt einkennilegt kunni að virðast er Aronskan í öllum sín- um ljótleika heiðarlegri stefna en hin. Pungurinn slær Aronistum í hjartastað og þeir viðurkenna I tilefni þess að 40 ár eru liðin frá inngöngu íslands í Nató munu herstöðvaandstæðingar standa að listavöku í Lista- safni ASÍ á Grensásvegi 16 í páskavikunni og fundi í Hásk- ólabíói sunnudaginn 2. apríl. Á listavökunni verða mál- verkasýningar og margs konar dagskrár með upplestri og söng. Herstöðvaandstæðingar munu í samráði við rit- stjórn Þjóðviljans sjá um ýmislegt efni í blaðinu næstu vikur þar sem minnt verður á staðreyndir um herinn og Nató, rætt um stöðu mála nú og kynnt efni á listavökunni. inna ættingja. Þeir voru líka allir að pota sér áfram í pólitískum flokki þar sem óyggjandi tryggð við NATO og bandaríska setulið- ið var lífsnauðsyn, efasemdir jafngiltu pólitísku sjálfsmorði. Röksemdir í hring Aronisminn er ekki bara ógeð- felld stefna sem er á kreiki í hug- arheimi fégráðugra manna. Hann er rauði þráðurinn í ís- lenskri utánríkispólitík. íslensk „Efnahagsleg ítök setuliðsins hér hafa í raun settýmsa íslenska stjórnmálamenn í ömurlega stöðu. Viðhorfþeirra eru hin sömu og hjá herforingjum eða vopnaframleiðendum. Ef slaknar á spennu ogfriðvœnlega horfir dettur stórspónn úr askiþeirra... “ Þetta eru mjóróma raddir. Það eru hins vegar Aronistar, þeir sem vilja græða á hernum, sem hafa eflst á síðustu tímum og þeir tala digurbarkalega. Þeir hafa alltaf sagt, og segja það af meiri sannfæringarkrafti en nokkru sinni fyrr, að setuliðið og her- stöðvar bandaríkjanna hér séu einungis bandarísk útvarðastöðv- ar sem geri okkur íslendingum ekkert nema bölvun. í rauninni er málflutningur þeirra í þessum efnum nauða líkur málflutningi herstöðvaandstæðinga. Niður- stöður þeirra eru bara aðrar. Látum þá borga fyrir sig, segja þeir, látum þá greiða upp er- lendar skuldir íslendinga, látum þá byggja varaflugvelli sem víð- ast, leggja vegi og brýr og reisa ratsjárstöðvar. Þetta er hinn dæmigerði herm- það blygðunarlaust. Hugsjónin var hins vegar alltaf fölsk. Hugsjónamennirnir voru alltaf mun færri en þeir létust vera. Þeir voru örlítill minnihlutahópur. í lengstu lög reyndu menn að sveipa sig glitofnum blæjum hug- sjónanna og fela hinar annarlegu ástæður. f rauninni hafa Heimdellingar og Varðbergs- menn alltaf verið að verja efna- hagslega og pólitíska hagsmuni sína og sinna manna. í kapp- ræðum reyndist alltaf vel að benda á þessi atriði. Þeir voru að verja hagsmuni hermangssinna í eigin flokkum, hagsmuni Aðal- verktaka og fleiri slíkra. Þeir voru líka að verja pólitíska fortíð flokka sinna og pólitískar ákvarð- anir gamalla leiðtoga. Margir Heimdellinga voru beinlínis að verja gerðir feðra sinna eða ná- utanríkisstefna er grátlega lítil- sigld. Jón Baldvin Hanníbalsson tók að nýju upp hina ósjálfstæðu íhaldsstefnu sem löngum hefur verið fylgt gagnvart NATO og bandaríkjaher eftir varfærin skref Steingríms Hermannssonar út á sjálfstæðari brautir. Jón er ekki spennandi pólitíkus. Slökun spennu og fækkun kjarnavopna í Évrópu verður honum ekki til- efni til neins endurmats á stöð- unni hvað þá að það kveiki með honum hugmyndir um afvopnun í Norðurhöfum eða íslenska frið- arstefnu. Málflutningur Jóns og annarra íslenskra hernámssinna er að vísu ögn broslegur og einfeldnings- legur. En einfeldningshátturinn gefst oft vel í stjórnmálum. Á kaldastríðsárunum og Reagans- tímanum fyrir Gorbatséff var við- kvæðið jafnan það að nú ríktu spennutímar, enginn mætti skerast úr leik, herinn yrði að vera vegna þess hversu ófriðvæn- legt væri. Nú á tímum segja sömu menn að vegna nýrra viðhorfa í alþjóðamálum, og þíðu í sam- skiptum stórveldanna og samn- ingaviðræðna um afvopnun verði að varast að gera nokkuð sem spillt geti þessu góða andrúms- lofti eins og t.d. að gera ótíma- bærar kröfur um afvopnun í höf- unum eða um brottför hers. Her- inn verður að vera vegna þess hve friðvænlegt er. Sem sé það er al- veg sama hvort ófriðvænlegt er eða friðvænlega horfir herinn verður að vera og íslenskir her- stöðvasinnar og vígbúnaðarsegg- ir eiga ekki í vandræðum með að rökstyðja það. Hermangshjartað slær f rauninni er það ekkert annað en gamla hermangshjartað sem undir slær. Hernámið og her- mangshyggjan hefur leitt íslenskt efnahagslíf út á sjúklegar brautir. Setuliðinu hefur tekist að gera of marga háða sér, áhrifamiklir aðil- ar eru á þeirra jötu. Aðilar sem pólitíkusar eins og Jón Baldvin þora ekki að róta við. Efnahagsleg ítök setuliðsins hér hafa í raun sett ýmsa íslenska stjórnmálamenn ömurlegu stöðu. Viðhorf þeirra eru hin sömu og hjá herforingjum eða vopnaframleiðendum. Efslaknar á spennu og friðvænlega horfir dettur stór spónn úr aski þeirra. Þeir hafa ekki sömu umsvif, áhrif og fjárráð og fyrr. Ef fjármagnið tekur að streyma til þróunar- hjálpar, menntunar og útrýming- ar sjúkdóma út um heim í stað þess að renna í hernaðarhítina þá harðnar á dalnum hjá þeim. En ef spenna vex og ófriður meðal þjóða og djöfulskapur vígbúnað- arkapphlaupsins geysar þá græða þeir. 1949 Þrjár afmælisvikur í Keflavik Fjörutíu ára kaupstaðarréttindi haldin hátíðleg með Stjána bláa og Hljómum Um næstu mánaðamót eru liðin 40 ár frá því að Keflavíkur- bær öðlaðist kaupstaðarréttindi. Þriggja vikna hátíðarhöld í bæn- um hófust um síðustu helgi og magnast síðan stig af stigi með ýmsum mcnningarviðburðum þarsem lögð er áhersla á meginat- vinnuveginn, sjómennskuna, -en líka það annað sem hefur gert garðinn frægann, þar á meðal hljómlistarmcnn úr íslenska bítlabænum. Listasýning stendur nú yfir í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og eru þar listaverk keflvískra barna, verk listamanna úr Kefla- vík til sölu, og einnig verk í eigu bæjarins. Á laugardaginn var sérstök hátíðardagskrá í skólanum þar sem forseti bæjarstjórnar Anna Margrét Guðmundsdóttir ávarp- aði gesti. Hlíf Káradóttir söng við undirleik Ragnheiðar Skúladótt- ur og Gunnar Eyjólfsson leikari las ljóðið Útsæ eftir Einar Bene- diktsson, og tileinkaði hann flutning sinn keflvískum sjó- mönnum sem gerðu víkina að þróttmiklu sjávarþorpi. Hátíðin heldur áfram laugar- daginn 1. apríl en þá verður með- al annars afhjúpuð höggmynd Erlings Jónssonar, Stjáni blái við Hafnargötu. Forseti íslands frú Vigdís Finn- bogadóttir og Jóhanna Sigurðar- dóttir félagsmálaráðherra eru meðal þeirra sem flytja ávörp þann dag. Dagskráin verður mjög fjölbreytt dennan dag, má þar nefna leikþátt sem börn úr Myllubakkaskóla flytja, danssýn- ingu, uppákoma á vegum leikfé- lags Keflavíkur þar sem sýnd verða atriði úr „Gömlu Keflavík“ Leikfélag Keflavíkur verður með frumsýningu á revíunni „ Við kynntumst fyrst í Keflavík“ á föstudagskvöldið, en laugardag- inn 8. apríl sameinast tónlistar- menn Keflavíkur í einni allsherj- ar hátíð í íþróttahúsinu og hefst hún kl. 16.00. Þeir sem fram koma auk Hljóma eru: Pandóra, Sing-Sing, María Baldursdóttir, Rut Reginalds, Jóhann Helgason, Einar Júlíus- son, Magnús Kjartansson, Finn- bogi Kjartansson, Þorsteinn Egg- ertsson, Mummi og Bubbi. Þriðjudagur 21. mars 1989 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.