Þjóðviljinn - 21.03.1989, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 21.03.1989, Blaðsíða 15
Myndin Lífsbjörg í Norðurhöf- um var hvorki langdregin né leiðinleg eins og Guðrún Helga- dóttir staðhæfði að lokinni sýn- ingu, en hún var áróðursmynd og hafi sjávarútvegsráðuneytið ekki stutt gerð hennar, ætti það að gera það. Grænfriðungar eiga ekki einir að búa til áróður, það er sjálfsagt og eðlilegt að bregð- ast við því. Hins vegar gengu höf- undar myndarinnar heldur langt hér og þar, til dæmis þegar kom að því að sýna hversu miklir um- hverfisverndarmenn við íslend- ingar værum - við höfum meðal okkar menn sem auka sér yndi með því að tæta upp hálendis- gróður á jeppum, strendur lands- ins eru fullar af drasli sem rekur á land, reglur um möskvastærð eru þverbrotnar, við skiljum eftir okkur plastpoka og gosdollur úti í náttúrunni, við Mývatn er starf- rækt verksmiðja sem kannski er að drepa vatnið, blýmengun í Reykjavík er yfir hættumörkum í stillum, búpeningi hefur verið of- beitt á þetta land frá því það byggðist - sú mynd friðsællar veiðiþjóðar sem kvikmyndin gaf til kynna með snoturlega gerðum klippingum milli Grænlands, Færeyja og íslands sagði ekki nema hálfan sannleik. En það var hálfur sannleikur, sem er meira en sagt verður um áróður Græn- friðunga um okkur sem blóðþyrst úrþvætti á þönum um höfin í leit að síðasta hvalnum til að myrða okkur til skemmtunar. Hvaladeilan virðist við fyrstu sýn glórulaus. Ýmsir stofnar voru fyrir nokkrum árum í útrýming- arhættu vegna skefjalausra veiða Japana og Rússa í Kyrrahafi, en ekki síst vegna skeleggrar baráttu ýmissa samtaka var komið á veiðibanni. Ágætt. En á daginn kom að hvalir þóttu á eftir seln- um sætustu dýr jarðarinnar, og ekki nóg með það: gáfur þeirra þóttu með þvílíkum ólíkindum að engu var líkara en litið væri á þá sem nokkurs konar menn í álögum - stóra og sorgmædda Einsteina sem svifu um höfin blá í andríkum samræðum á sinni fög- ru hátíðnimállýsku til þess að brjóta til mergjar hinstu rök sinn- ar neðansjávartilveru. Vitur krútt. í Greenpeace- samtökunum ráða menn sem ekki vilja sleppa hendinni af svo hugnæmum dýrum, sem þeir kalla „fund-raising issue“, þá væri rekstrargrundvöllur samtak- anna brostinn, þeir hlusta ekki á vísindamenn, hirða ekki um hvort hvalir eru í útrýmingar- hættu eður ei, hvalurinn er hin heilaga kýr hafsins: það má aldrei framar drepa einn einasta hval, vegna þess að það er ljótt. Útrætt mál. Hvalveiðar á íslandi skipta máli fyrir eitt fyrirtæki í Hvalfirði og hrefnuveiðimenn hér og þar um landið sem mokuðu upp pen- ing á sumrin - þær eru ekki alda- gróin menning okkar eins og mynd Magnúsar Guðmunds- sonar gaf í skyn, ekki lífsmáti - •ekki í sjálfum sér. Ef íslenskir ráðamenn hefðu skoðað þetta mál af kaldri rökhyggju hefðu þeir ekki farið að fjármagna vís- indarannsóknir með veiðum og kalla það vísindaveiðar. Þeir hefðu látið Sölustofnun lagmetis og fyrirtækin á Bandaríkjamark- aði standa straum af talningunum og öðrum fjárfrekum rannsókn- um, gegn því að veiða enga hvali. Þá hefðu viðskiptamenn ís- lenskra fisksölufyrirtækja verið í friði fyrir hvimleiðum krökkum fyrir utan verslanir sínar að halda á spjöldum og hrópa slagorð. En íslenskum ráðamönnum tókst með drjúgri stjórnvisku sinni að LJÓSVAKINN Hvalamyndin koma málunum svo fyrir að í raun má segja að við séum ísbrjótur Japana og Rússa, vinnum skít- verkin fyrir hinar raunverulegu rányrkjuþjóðir. Og í leiðinni komumst við upp á kant við stærstu og merkustu stjórnmála- hreyfingu samtímans og framtíð- arinnar, umhverfisverndar- hreyfinguna. En líf þjóðar byggist ekki á kaldri rökhyggju. Og alls ekki þegar tæp þrjúhundruð þúsund manns búa í landi sem reynir svo mjög á atgervi þegna sinna. Það kann meira að segja vel að vera að hægt sé að leiða gild rök að því að það sé þjóðhagslega óhag- kvæmt að búa yfirleitt hér á landi. En við trúum því sem sé að hér sé okkar staður, þetta sé okkar land - í okkur býr kennd um að við séum þjóð. Við teljum okkur öll þre- fjór- fimm- sex- sjö- og guðmávitahvað-menninga, við eigum okkur sögu, sem er næst- veiðiráðið hefur samþykkt þessar veiðar. Því er ég að teygja lopann um þetta að ég hef verið að velta fyrir mér umræðunum sem fylgdu í kjölfar myndarinnar. Hinir fár- ánlegustu hlutir hafa heyrst um framgöngu þeirra Guðrúnar Helgadóttur og Þorleifs Einars- sonar í þeim umræðum. Tíminn sló upp því áliti Haraldar Blöndals lögmanns að Guðrún ætti að víkja úr forsetastóli á Al- þingi vegna skoðana sinna, eins og Haraldur Blöndal hafi ein- hverjar þær skoðanir sem vert er að setja í fyrirsagnir eða hafi áður ástundað málflutning fallinn til annars en gamanmála, og fólk hringdi í útvarpsstöðvarnar með heitstrengingar um að „kaupa ekki pokana frá Landvernd‘% því féð myndi allt renna til „útlendra hryðjuverkamanna“. Svona tal gerir mann dapran. Allt þetta mál er mjög dapurlegt. um því helg sögn um hungur og hallæri öld af öld og bækur sem settar voru saman af fágætri list og útlendinga sem beittu okkur ofríki og sundruðu okkur og tungu sem var hrein og ómenguð, okkar tunga. Við höldum í ein- feldni okkar að hér sé eitthvað meira um sætar stelpur og sterka stráka en annars staðar, okkur finnst að við séum eitthvað alveg sérstakt fólk - það býr í okkur rík kennd um að við séum þjóð. Og þessi kennd er grundvöllur til- veru okkar. Og sé þessi kennd vanvirt snúum við bökum saman og stöndum vörð um aðferðir okkar við að búa í þessu landi, rétt okkar til að meta sjálf hvern- ig við förum að því. Við rífumst stanslaust um þessar aðferðir, en við viljum sjálf fá að rífast því þetta er okkar land sem við rif- umst um, okkar tunga sem við rífumst á, okkar saga sem við ríf- umst út af. Grænfriðungar hafa vanvirt þessa kennd. Þeir hafa sýnt okk- ur lítilsvirðingu, þeir hafa með samblandi af einfeldni og stór- bokkaskap ýtt undir allar þær of- sóknaræðistilhneigingar sem í okkur búa, og með framgöngu sinni á Grænlandi og Nýfundna- landi hafa þeir einnig sýnt hversu gersamlega fyrirmunað þeim er að skilja lífshætti fólks sem lifir beint af landsins gæðum. Ofstopi þeirra hefur gert það að hálfgerð- ri hugsjón hér á landi að veiða hval. Þeir hafa nefnilega ekki skeytt hið minnsta um eitt atriði sem við íslendingar erum sérlega viðkvæmir fyrir en það er nokkuð sem kallað er „sjálfsákvörðun- arréttur þjóðar“. Ef gripið er fram í fyrir hendurnar á lýðræðis- lega kjörinni stjórn þjóðar um hvernig hún kýs að haga málum, þarf æði mikið að hafa gengið á - hún þarf að hafa gert sig seka um einhver skelfileg glöp sem ógna • lífi og limum fjölda fólks, stefna lífríki í stórkostlega hættu eðai eitthvað þar fram eftir götunum. Vísindaveiðar þær sem íslenskir ráðamenn ákváðu kunna að hafa verið hálfgerð brella til að halda Hval h.f. gangandi, en þær flokk- ast áreiðanlega ekki undir þvílík glöp að réttlæti brölt hvalavina og hvalafósturforeldra, einkum þeg- ar litið er til þess að Alþjóða hval- Grænfriðungar hafa vanvirt þjóðerniskennd okkar. Því má ekki rugla saman við þjóðrembu - hún er allt annað, af henni eigum við nóg dæmi um í okkar sögu, svo sem þegar menn vildu í byrjun aldarinnar að fslendingar gerðu tilkall til Grænlands. Þeir hafa dregið í efa rétt okkar til að nýta með skynsamlegum hætti það sem hafið kringum landið gefur. Þeir hafa dregið í efa dóm- greind okkar. Guðrún Helga- dóttir hafði í umræðunum orð á því að hún væri býsna slyngur stjórnmálamaður, og átti senni- lega við að hún gerði sér grein fyrir afleiðingum þess að íslend- ingar gangi á hólm við samtök á borð við Grænfriðunga. Það má rétt vera. En Guðrún hefði mátt beina sinni stjórnmálakænsku að stað og stund - að heimilum landsins, öllum stofnunum þar sem sat bálreitt fólk. Klókindi hennar hefðu átt að gera henni ljóst að það var nýbúið að sýna mynd sem hvorki var langdregin né leiðinleg, heldur listilega gerð - mynd sem spilaði með fínlegum hætti á tilfinningar okkar, espaði upp sárindi í garð „þessara út- lendinga“, ýfði upp vanvirta þjóðerniskennd. Á öllu reið fyrir Guðrúnu að lægja þessar öldur, hasla sér völl á réttum stað. Það gerði hún ekki - hún gerði nokk- urn veginn það síðasta sem klók- ur stjórnmálamaður myndi gera í aðstæðum sem þessum, gerðist eindreginn málsvari og sérlegur fulltrúi þeirra sem útmálaðir höfðu verið sem erkióvinir veiði- samféiaga norðursins. Hún ein- beitti sér að aukaatriðum máls- ins, formsatriðum á borði við hvernig höfundar myndarinnar ginntu einhverja búta út úr Grænfriðungum, margtók fram að hún hefði ekkert vit á því hvort hvalir væru f útrýmingarhættu eður ei og hegðaði sér gagnvart Magnúsi Guðmundssyni eins og hún væri lögreglustjóri en hann óbótamaður. En hvalamálið er glórulaust. Og áfram heldur maður að fylgj- ast með því gáttaður og ringlaður með þessa skoðun í dag, aðra á morgun. Og á meðan þrasað er um þessar skepnur er heimurinn að farast - ekki með gný heldur snökti. þJÓÐVILIINN FYRIR50 ÁRUM Þýzka stjórnin setur Rúmeníu afarkosti, en hún neitar að verða við þeim. Bandaríkjastjórn sendir harðorð mótmæli gegn töku Tékkóslóvakíu og neitarað viður- kenna hana. Koma þýzku „flugmennirnir" hingað í óþökk íslenzku ríkis- stjómarinnar? íslenzka ríkis- stjómin mun hafa æskt þess, að þeirkæmu ekki, en þýzki sendi- herrann lét þá f ara samt. ______________í PAG 21.MARS þriðjudagur í tuttugustu og ann- arri viku vetrar, dymbilviku, fyrsti dagur einmánaðar, 80. dagur ársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 7.25ensestkl. 19.47. Tungl vaxandi á öðru kvartili. VIÐBURÐIR Heitdagur. Benediktsmessa. APÓTEK Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúðavikuna 17.-23. mars er í Borgar Apóteki og Reykjavíkur Apóteki. Fy rmefnda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 frldaga). Siðamef nda apótekið er opið á kvöldin f 8-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík sími 1 11 66 Kópavogur...............sími 4 t2 00 Seltj.nes...............sími f 84 55 Hafnarfj................sfmi 5 tf 66 Garðabær...............sími 5 ff 66 Slökkvilið og sjúkrabilar: Reykjavík...............simi 1 11 00 Kópavogur..............sími f tt 00 Seltj.nes...............simi 1 11 00 Hafnarfj................sími 5 11 00 Garðabær................sími 5 11 00 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavík, Sel- tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, símaráðleggingar og tíma- pantanir í síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar i sím- svara 18888. Borgarspítalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspít- alinn: Göngudeildin er opin 20-21. Slysadeild Borgarspítalans: opin allan sólahringinn simi 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna simi 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöts. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamiö- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Kef lavik: Dagvakt. Upplýsingar s. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspítalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspítalinn: virkadaga 18.30-19.30, helgar15-18, og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: virka daga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg opin alla daga 15-16 og 18.30-19.30. Landakotsspítali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en loreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspitali Hafnarfirði: alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spftalinn: alla daga 15-16 og 18.30-19. Sjúkrahúsið Akureyri: alla daga 15-16 og 19.19.30. Sjúkrahúslð DAGBÓK Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alla daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavfk: alla daga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrir ung- lingaTjarnargötu 35. Sími: 622266, opið allansólarhringinn. Sálf ræðistöðin. Ráðgjöf í sálfræðilegum efnum. Sími 687075. MS-félagið Álandi 13. Opið virka dagafrá kl. 10-14. Sími 688800. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum Vestur- götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, sími 21500, símsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum, s. 21500, símsvari. Upplýsingar um eyðni. Simi 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarfræðing á miðvikudögum kl. 18-19, annars sím- svari. Samtök um kvennaathvarf, s imi 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðiö fyrir nauðgun. Samtökin ’78. Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsima félags lesbía og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21- 23. Simsvari á öðrum tímum. Siminn er 91-28539. Félag eldri borgara. Opið hús í Goðheim- um, Sigtúni 3, alla þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga kl. 14.00. Bilanavakt (rafmagns- og hitaveitu: s. 27311. Rafmagnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sif jaspellamál. Sími 21260allavirkadagakl. 1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, erveitt í síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 á fimmtudagskvöldum. „Opið hús” krabbameinssjúklinga Skógarhlið 8 er „Opið hús" fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögum kl. 17.00-19.00. Samtök áhugaf ólks um alnæmisvand- ann vilja styðja við smitaða og sjúkaog aðstandendur þeirra. Hringið i sima 91 - 224400 alla virka daga. GENGIÐ Gengisskráning 20. mars 1989 kl. 9.15. Sala Bandaríkjadollar........ 52,89000 Sterlingspund............. 90,62700 Kanadadollar.............. 44,22400 Dönsk króna................ 7,24270 Norskkróna................. 7,77170 Sænskkróna................. 8,27310 Finnsktmark............... 12,47410 Franskurfranki............. 8,33700 Belgískurfranki............ 1,34770 Svissn.franki............. 32,76950 Holl. gyllini............. 25,01480 V.-þýsktmark.............. 28,21850 Itölsklíra................. 0,03846 Austurr.sch................ 4,01120 Portúg. escudo.......... 0,34310 Spánskurpeseti............. 0,45360 Japanskt yen............ 0,40153 Irsktpund................. 75,40500 KROSSGÁTA I Lárétt: 1 heiðvirð4jurt 8 naglana 9 kvendýr 11 keyrir12mögli14 iþyngdareining 15 hagnaðs17bjarta19 karlmaður21 kaldi22 slétta 24 bilun 25 belti Lóðrétt: 1 reköld 2 hóta 3 skordýr 4 sver 5 draup 6 ofnum 7 ófáir 10 ótrú 13 bindi 16 köld 17 fótabúnað 18 spýja 20borða 23kusk Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1 bola4takk8 auðugur9gauk11 nasa 12 aftann 14 kk 15 saup17tertu 19ami21 ári 22 meta 24 pass 25 rist Lóðrétt: 1 baga2 Iaut3 aukast 4 tunnu 5 aga 6 kusk 7 krakki 10 afbera T 2 3 4 6 4 7 4^ ■ 9 10 L3 11 12 13 n 14 í^j 15 K J V7 18 LJ 19 20 22 iá 24 n 25 ‘ ;i 13naum 16pati 17 táp 18ris 20mas Þriðjudagur 21. mars 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.