Þjóðviljinn - 30.03.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.03.1989, Blaðsíða 3
Vaxtaræktarmeistararnir í Seðlabankanum. Fylgja þeir ríkisstjórninni í vaxtamálunum? Duga ný lög til að lækka vextina? Verður það kreppan eða handaflið semfœrir niður vextina? FRETTIR Aldan Gremja í garð Flugleiða Flugleiðir bjóða þjóðinni auðu orlofssætin á útsöluprís Nú eru liðnir rétt um sex mán- uðir eða hálft ár síðan ríkis- stjórn Steingríms Hermanns- sonar komst til valda með það yf- irlýsta markmið að lækka vexti. Fyrst nú með samþykkt breyting- ar á seðlabankalögunum virðist hugsanlegt að hún hafi náð að endurskapa sér það stjórntæki sem dugir til að hafa einhverja stjórn á vaxtaþróuninni og ríkis- stjórnir höfðu í höndum áður en vextir voru gefnir frjálsir. Reyndar virðist hið bága efna- hagsástand hafa reynst „nota- drýgra" til að skapa aðstæður til raunvaxtalækkunar en aðgerðir rikisstjórnarinnar til þessa. Petta hefur verið viðurkennt af ríkis- stjórninni en á hinn bóginn hefur hún lýst því yfir að nú muni hún notfæra sér hin nýju seðlabanka- lög til að knýja niður vextina á allra næstu dögum. Ein nýjungin í seðlabankal- ögunum er sú að Seðlabanka er ekki aðeins ætlað að halda vöxt- um í skikki með hliðsjón af vax- tastigi í nágrannalöndunum og að vaxtamunur inn og útlána fari ekki úr böndunum, heldur er Seðlabanka ætlað að tryggja að „raunvextir útlána innlánsstofnana verði hóflegir." Það kann að valda seðlabanka- mönnum nokkrum heilabrotum að ákvarða hvað teljist hóflegir raunvextir útlána og þegar er haf- in vinna innan bankans til að leggja mat á þá stærð. Segja heimildir innan Seðlabankans að niðurstöðu megi vænta við lok næstu viku. Seðlabankinn hefur reyndar allt frá því í lok nóvem- ber komið í veg fyrir að ríkis- stjórnin lækkaði vexti, með því að vísa til eigin mats á því að raunvextir hér á landi séu í raun ekki frábrugðnir því sem gerist í nágrannalöndum okkar. Við það hefur setið en nú á sem sagt að verða breyting á. Ríkisstjórnin hefur hjálpað Seðlabankanum við skilgreining- una á hvað teljist hóflegir vextir og lýst yfir að stefnt skuli að því að vextir á ríkisskuldabréfum verði 5%. í seðlabankalögunum gætir reyndar nokkurra mót- sagna því að á einum stað er sagt að seðlabankastjórn skuli telja það eitt meginhlutverk sitt að vinna að því að stefna ríkisstjórn- arinnar nái tilgangi sínum, en á sama tíma eru sett í lög ýmis ákvæði sem gera bankanum skylt að fylgja utanaðkomandi þátt- um, sem augljóslega þurfa ekki alltaf að ríma við stefnu ríkis- stjórna á hverjum tíma, sbr. skil- greininguna á því hvort vextir hér á landi teljist sambærilegir við vexti í nágrannalöndum eða ekki. Þá er bankanum ætlað að hafa forræði í því að tryggja að vextir verði „hóflegir" en skal á sama tíma fylgja ákvörðunum ríkis- stjórnar þar um. Ólafur R. Grímsson fjármála- ráðherra hefur marglýst því yfir frá því ríkisstjórnin var mynduð í BRENNIDEPLI sl. haust, að lækka yrði raunvexti hið fyrsta niður í 5%. Ólafur segir að nokkur árangur hafi þegar náðst en ljóst sé að takist ekki að ná samkomulagi um verulega vaxtalækkun á næstunni, verði ákvæðum nýju seðlabankalag- anna hiklaust beitt. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans mun Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra vera eindreginn stuðningsmaður fjár- málaráðherra í því að reynt verði hið fyrsta á ákvæðin í seðlabank- alögunum og „handaflinu“ marg- umrædda beitt. Búast má jafnvel við því á næstu dögum að seðla- bankastjórar fái skýr skilaboð frá stjórnvöldum um niðurkeyrslu á raunvöxtum í einhverjum þrep- um, þannig að 5% raunvaxtastig- inu verði náð um mitt sumar. Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra átti fund á þriðjudag með seðlabankastjórum og Ólafi R. Grímssyni fjármálaráðherra þar sem umræðuefnið var vaxtalækk- un í kjölfar breytinga á seðla- bankalögum. Sagði Jón eftir fundinn að meðal komandi að- gerða væri endurskoðun á svo- kölluðum skiptikjarareikningum viðskiptabankanna, enda hefðu bankamenn borið því við að þeir háu innlánsvextir sem eru á þess- um reikningum hefðu gert þeim erfitt fyrir og neytt þá öðrum þræði til að halda útlánsvöxtum uppi. Þá er í nýju lögunum ákvæði um lausafé bankanna og bindi- skyldu. Þessi ákvæði eru reyndar tilkomin að ósk Seðlabanka, sem setti reglur hliðstæðar þessum í maí á síðasta ári og voru þær í gildi fram í desember. Bankarnir vefengdu hins vegar lögmæti þessara reglna og fengu þeim hnekkt, en þær voru hannaðar til að stoppa upp í ákveðin göt í sam- bandi við notkun bankanna á gjaldeyrisreikningum sem lausa- fjár. Reyndar nýttu Landsbanki og Búnaðarbanki sér ekki þær gloppur sem fyrir hendi voru, Út- vegsbanki hafi gert það á tímabili og spurning hversu miklu nýju lögin breyta í raun í þessu efni. En Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra hefur lýst því yfir að þessi nýju lagaákvæði eigi að jafna að- stöðu bankanna og auðvelda sölu ríkisskuldabréfanna á 5% vöx- tum. Þá hefur því verið lýst yfir að fjármálaráðherra muni freista þess að semja við lífeyrissjóðina um kaup á ríkisskuldabréfum á ofangreindum kjörum. En það mun skýrast betur á næstu dögum til hvaða aðgerða ríkisstjórnin hyggst grípa til að ná niður vöx- tum, hvort margboðuðu handafli verður beitt eða hvort kreppan og frjálsi markaðurinn verða látin um verkið. - phh Mikill urgur er í röðum Skipstjóra- og stýrimannaf- élagsins Oldunnar vegna tilboðs sem Flugleiðir gera „öllum lands- mönnum“ í Morgunblaðsauglýs- ingu í gær. Aldan þóttist hafa gert hagstæðan samning við flugfé- lagið um orlofsferðir félags- manna til Lúxemborgar, um 300 sæti á tæpar 17 þúsund krónur hvert. En Flugleiðir auglýstu í gær að allri þjóðinni stæðu til boða far- gjöld á mun hagstæðari kjör, kr. 14.670 til Lúx. og 16.900 til kóng- sins Kaupinhafnar! Þess má geta til samanburðar að BSRB og ASÍ hafa átt í viðræðum við Arnarflug um orlofsferðir til Saarbrúcken, steinsnar frá Lúx., en í þeim er gert ráð fyrir því að fargjaldið verði 15 þúsund krónur á mann. „Almennt" Flugleiðafar til Lúx- emborgar kvað kosta krónur 20.600. Þykjast Öldumenn grátt leiknir eftir að hafa náð „hag- stæðum samningum" við Flug- Anæstu dögum mun koma til landsins 3ja manna rúmensk fjölskylda af ungverskum upp- runa og 21 Víetnami sem allir eiga ættmenni hér í hópi fyrrum flótta- manna. Stjórnvöld veittu heimild fyrir hingaðkomu þessa flótta- fólks fyrir þó nokkru en förin til Islands hefur taflst vegna mikillar skrifflnnsku, að sögn forráða- manna Rauða krossins. Á annað hundrað flóttamenn eru nú búsettir hérlendis, flestir frá Víetnam, en flóttafólk þaðan hefur náð að aðlagast íslenskum aðstæðum mjög vel. Fyrir réttum áratug komu hingað 34 víet- namskir flóttamenn og á undan- förnum árum hafa 20 skyldmenni þeirra fengið landvistarleyfi. Nú mun annar slíkur ættingjahópur bætast við á næstu dögum, en flestir þessara flóttamanna koma úr flóttamannabúðum í Thai- landi. Að sögn Sörens Jessens Peter- leiðirum ferðaskrifstofunaúrval sem síðan geri þeim Pétri og Páli mun hærra undir höfði. Komst einn þeirra svo að orði í samtali við Þjóðviljann að þetta væri mjög alvarlegt trúnaðarbrot. Þórður Sveinbjörnsson, for- maður Öldunnar, var öllu var- færnari í orðum í gær. Þó kvaðst hann hafa orðið mjög undrandi þegar hann sá þetta gylliboð Flugleiða í Mbl. og sagði að mál þetta yrði örugglega ekki látið kyrrt liggja. Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiðá, kvað vinnuveitendur sína ekki hafa átt annars úrkosti en falbjóða þjóðinni Flugleiða- ferðir á útsöluprís. Eftir að verkalýðshreyfingin ákvað að sniðganga Flugleiðir hafi félagið allt í einu staðið uppi með 2000 auð sæti. Hvað átti að taka til bragðs? Vitaskuld reyna að selja þau því annars hefði félagið lent í vandræðum og jafnvel þurft að segja fólki upp störfum, sagði Einar. phh/ks sens, fulltrúa Flóttamannastofn- unar Sameinuðu þjóðanna á Norðurlöndum, skiptir hlutur ís- lands í móttöku flóttamanna miklu, þótt ekki sé fólksfjöldinn mikill. Fordæmið og móttökur þær sem flóttamenn fá hér sé fýrir öllu. Á síðasta ári fengu um 31 þús- und flóttamenn, víðs vegar úr heiminum, landvistarleyfi á Norðurlöndum, langflestir í Sví- þjóð tæplega 20 þús. Norðmenn tóku á móti um 6.600 flótta- mönnum, Danir á móti 4.400, Finnar 64 og íslendingar tóku á móti 7 flóttamönnum á sl. ári. Norðurlandabúar hafa mikla réttlætiskennd og þeir eru ske- leggir í allri umræðu fyrir jafnrétti og bræðralagi á alþjóða- vettvangi. Það sem skiptir þó mestu máli er að menn sýni það heima fyrir að þeim sé alvara með slíku tali, sagði Sören Jessen Pet- ersen. -|g. Flóttamenn 24 veitt landvistarleyfi Stjórnvöld heimila 21 Víetnama og3 Rúmenum leyfi til búsetu. Mikilskriffinnska erlendis tefurfyrir hingaðkomuflóttamann- anna BHMR Ólafur kastar stríðshanskanum PállHalldórsson: Mjög merkilegt að Ólafur Ragnarskuli ganga í smiðju Alberts Guðmundssonar og Davíðs Oddssonar. Akvörðunin og ábyrgðin áþvíað borga verkfallsfélögum BHMR ekki laun er alfarið hans og eykur hættuna á átökum Eg tel að þessi ákvörðun fjár- málaráðherra að greiða ekki laun 1. aprfl sýni einfaldlega að hann ætli sér ekki að ganga frá samningum við okkur og að samningsvilji hans sé mjög lítill, því honum hlýtur að vera Ijóst að þetta hleypir aðeins illu blóði í okkur og gerir deiluna erflðari viðfangs. Olafur hefur kastað stríðshanskanum, sagði Páll Halldórsson, formaður BHMR þegar Þjóðviljinn leitaði álits hans á þeirri ákvörðun fjármála- ráðherra að greiða félögum í 12 félögum aðeins laun fram að þeim tíma sem þau hefja verkfall. Þetta þýðir að viðkomandi op- inberir starfsmenn fá aðeins greidd laun fyrir aprílmánuð fram til 6. apríl. Vísar fjármála- ráðuneytið til úrskurðar Bæjar- þings Reykjavíkur og Félags- dóms í hliðstæðum málum, ákvörðun sinni til réttlætingar. Páll Halldórsson sagði það al- veg klárt að ráðherra væri alls ekki skylt að borga ekki laun út mánuðinn. Þetta væri hans ákvörðun og á hans ábyrgð og með þessu hefði Ólafur aukið stórlega líkurnar á átökum.„Það er mjög merkilegt að Ólafur Ragnar Grímsson skuli nú ganga í smiðju Alberts Guðmundssonar og Davíðs Oddssonar í hliðstæð- um málum, þ.e. þegar BSRB verkfallið var 1984. Ég man ekki betur en að Ólafur hafi mótmælt mjög kröftuglega þá ásamt fóst- bræðrum sínum,“ sagði Páll. En nú segir í fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins að á fund- um fjármálaráðherra og þeirra félaga BHMR sem boðað höfðu verkföll og haldnir voru þann 28. mars, hafi BHMR ekki gert neinar athugasemdir þegar þeim var greint frá hvernig staðið yrði að útborgun launa nú um mánaðamótin vegna hins boðaða verkfalls? „Þetta er bara kjaftæði vegna þess að Ólafur fór í kringum þessi mál á þessum fundum án þess að greina nokkuð frá því hvað hann ætlaðist fyrir. Við gengum bara út frá því aðfarið yrði að 20. grein laga um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins og laun yrðu greidd út. Sá skilningur okkar kom alveg skýrt fram,“ sagði Páll Halldórsson. phh Fimmtudagur 30. mars 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.