Þjóðviljinn - 30.03.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 30.03.1989, Blaðsíða 9
VIÐHORF Framhald af bls. 5 líða...!!“ Síðar í greininni segir Sigurður: „Miðað við byggðina á Breiðamerkursandi er ljóst að fyrir landnám hlýtur að hafa ver- ið langt hlýindatímabil og verður því að ætla að hlýindatímabilið sem vísindamenn hafa lesið úr borkjörnum Grænlands-jökuls hafi einnig verið mun hlýrra hér en sú öld sem nú er að líða.“ Enn segir Sigurðúr: „Enginn grasa- fræðingur sem gerir sér grein fyrir hvað kólnun veðurfarsins hefur verið mikil miðað við framskrið jökla frá landnámi mundi láta sér til huga koma að gróður hefði haldist með sama blóma frá þeim tíma til þessa dags.“ Og Sigurður segir ennfremur: „En fleira virð- ist hafa verið hagstætt gróðri á þessum tíma. í bókinni íslands- eldar eftir Ara Guðmundsson eru rakin þau eldgos sem jarðfræð- ingar hafa getað fundið merki um á hraunlögum og öskulögum frá síðustu 10.000 árum. Þegar at- hugað er hvað út úr því kemur virðist ekki hægt að finna merki um neitt meiriháttar eldgos næstu 700 árin fyrir landnám. Sé sú niðurstaða rétt má ætla að jarðvegurinn hafi verið miklu minna öskublandinn en nú og þeir sem eitthvað vita um áhrif eldfjallaöskunnar á þeim svæð- um, sem mest erum hana, verða varla undrandi yfir að meira sé um uppblástur lands en fyrir landnámsöld.“ Enn segir Sigurð- ur: „En stuttu eftir landnám hófst hér mikil eldvirkni. Stórgos varð um 930, sem skildi eftir svipað magn af brennisteinssýru á Grænlandsjökli og gosið í Laka- gígum 1783, en nú er jafnvel hall- ast að því að brennisteinssýran hafi verið mesti skaðvaldurinn í Móðuharðindunum. “ Ekki verður frekar vitnað í hina ágætu grein Sigurðar að sinni, þó af mörgu fleira sé að taka. „Maður vikunnar" hér fyrir nokkru, sjálfur iðnaðarráðherra vor, var af spyrli, Baldri Her- mannssyni, gerður að einskonar þjóðhetju, vegna hótana sinna í garð sauðfjárbænda á gjósku- svæðum íslands, enda mikill vin- ur bænda að eigin sögn. Taldi ráðherra að ísland nú í dag ætti að þola um 4-5 hundruð þúsund fjár í sumarhaga, muni ég rétt. Taldi hann að því samfara yrði að deila því niður eftir gróðurfari á hverjum stað. Þessi niðurstaða ráðherrans þýðir því í reynd að sauðfé skuli fækkað niður í um 200 þúsund vetrarfóðraðs fjár. Nú upplýsti iðnaðarráðherra okkar um að hann væri hreinn leikmaður í þeim fræðum er snerta samskipti gróðurs og gras- bíta, og því ekki með mótaðar skoðanir á þeim málum af eigin reynd eða rannsóknum. Eins og góður nemandi hafði hann á hinn bóginn gleypt í sig skoðanir „hinna sérfróðu" sem einir hlutu að vita hinn eina sannleika um þessi mál, sem ofurmenni rofa- barðafræðinnar höfðu boðað. Reynsla iðnaðarráðherra af af- leiðingum peningadýrkunar „hinna sérfróðu" í efna- hagsmálum okkar undir alvísri leiðsögn musterisriddara Seðla- bankans, virðist ekki hafa slæft trú hans á guðdóm Mammons, heldur þvert á móti, þrátt fyrir að reynsla undangenginna ára hafi ALÞÝÐUBANDALAGIÐ ABK Spilakvöld hjá Alþýðubandalaginu Kópavogi hefjast mánudaginn 3. apríl í Þinghól Hamraborg 11 þriðju hæð, allir vekomnir. Það verður þriggja kvölda keppni, 3. og 17. apríl og 8. maí, alltaf kl. 20.30. Verðlaun veitt öll kvöld og heildarverðlaun 8. maí að verðmæti 10 þúsund krónur. Stjórnin Alþýðubandalagið í Neskaupstað Engar heræfingar - herinn burt! Almennur fundur í Egilsbúð kl. 20.30 fimmtudags- kvöldið 30. mars. Gestur fundarins: Svavar Gests- son menntamálaráðherra. i '* Allirvelkomnir. Stjórnin Svavar Abl. Húsavík Félagsfundur Alþýðubandalagið á Húsavík heldur félagsfund sunnudaginn 2. apríl kl. 14.00. Steingrímur J. Sigfússon ráðherra mætir á fundinn og ræðir stjórnmálaviðhorfin. Félagar eru hvattir til að mæta. Stjórnin É. jm 1 / AÆm PÍJrp á V*# J 1 Abl. Akureyri Félagsfundur Alþýðubandalagið á Akureyri heldur félagsfund laugardaginn 1. apríl kl. 16.00 í Lárusarhúsi. Steingrímur J. Sigfússon ráðherra mætir á fundinn og ræðir stjórnmálaviðhorfin. Félagar eru hvattir til að mæta. Stjórnin Alþýðubandalagið í Reykjavík 30. mars 1949-1989 Alþýðubandalagið í Reykjavík heldur félagsfund í kvöld 30. mars kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. NATÓ í 40 ár Hvar stöndum við? Hvað er framundan? Framsögumenn: Svavar Gests- son og Vigfús Geirdal. Félagar fjölmennum. Stjórnin Svavar Vigfús leitt í ljós, að hagspeki hinna sér- fróðu sé á góðri leið með að svipta okkur bæði efnahagslegu og pólitísku sjálfstæði. Trú Jóns á hina sérfróðu lætur ekki að sér hæða. f þættinum góða, „Maður vik- unnar“, var nokkuð fjallað um álverið í Straumsvík og áhrif þeirrar mengunar sem því hefur fylgt hingað til. Jón tjáði hlust- endum að hann sjálfur hefði tjáð forstjóra álversins að hér yrði úr að bæta og hefði forstjórinn lofað sér því að brátt yrði úr þessu bætt og þar með yrði mengunin fljót- lega úr sögunni. Nýtt og mun stærra álver, sem iðnaðarráð- herra hefur mikinn áhuga á að rísi við hlið hins, mun því að hans mati engri mengun valda, sem skaðaði gróður umhverfisins. Að vísu kom ekki fram í viðtalinu að virkja þyrfti nýja vatnsaflsvirkj- un vegna álversins, með til- heyrandi jökullónum á hálendinu og gróðureyðingu því samfara. Kannski er það ein af lausnum þessa talsmanns gróðurverndar að sökkva sem mestu af há- lendinu undir vatn? Þá tæki fyrir uppblástur af völdum sauðfjár- beitar á virkjunarslóðum og áfok hyrfi. Já, vinir gróðursins, sumir hverjir, hafa undarlegar verndar- hugsjónir að leiðarljósi. Hvað varðar tilkomu áfenga ölsins og því samfara aukningu einnota umbúða í áldósaformi, svo tugum miljóna skipti, þá taldi ráðherra enga ástæðu að skipta yfir í margnota umbúðir. Greiðsla fyrir tínslu og skil á tóm- um áldósum myndi verða arð- vænleg atvinnugrein. f tilefni af þessari nýju atvinnugrein virðist tímabært að stofna ruslmálaráðu- neyti en leggja smátt og smátt niður landbúnaðarráðuneytið sem úrelta stofnun. Hér er sem sagt ný atvinnugrein í uppsiglingu sem leysa mun hefðbundnar bú- greinar af hólmi. En snúum okkur aftur að rofa- barðafræðum hinna skriftlærðu. Þótt gengið sé út frá því að aðeins 27.750 km2 sé gróið land, sam- kvæmt „vísindalegum“ mæling- um „hinna sérfróðu" í ritinu góða - Gróðureyðing og endurheimt landgæða - og þar af 23 þús. km2 úthagi, þá kemur í ljós að ca. 27 sauðkindur vetrarfóðraðs fjár eru á hvern km2 úthaga. Nú má tvöfalda þessa tölu yfir ca. 3'/2 mánuð, eftir að ám og lömbum er sleppt í úthaga, eða 54 sauðkind- um á km2. Það gera rúmlega eina sauðkind á tæpa tvo hektara (eða 1,85 ha). Gerum ráð fyrir að hver sauðkind eti að jafnaði (ær og lömb) um 2 kg af þurrkuðu grasi á sólarhring, þá verður neyslan 210 kg yfir 31/2 mánaðar sumarbeit af hverjum 1,85 hekturum. í meðal- sprettu á túni (ábornu) er talið að fáist um 6 tonn af hektara, eða 6000 kg, og af 1,85 hekturum því rúmlega 11 tonn. Gerum ráð fyrir að úthagi skili um 1/6 af heyfeng túns eða 1 tonni af hektara, þ.e. 10 hestburðum. 1,85 hektarar skila því rúmlega 19 hestburðum. Sauðkindin nýtti því um V» af hey- magni úthagans. Er hér um ofbeit að ræða? Var ekki ísland þakið gróðri að 65% hlutum við landnám, að mati „hinna sér- fróðu“? Hvenær hófst hin mikla ofbeit sem eyddi meira en 60% gróins lands? Nú verður að gera ráð fyrir að hross komi eitthvað hér við sögu. Hross í eign sportmanna hér í Reykjavík og fleiri þéttbýlisstaða virðast að mati hinna „sérfróðu" engan þátt eiga í gróðureyðing- unni. Annað er uppi á teningnum ef hrossin eru í eigu bænda, sbr. viðhorf er komu fram í þætti „Manns vikunnar" margnefn- dum. Hafi ég tekið rétt eftir var nýlega frá því greint í fréttum að Reykvíkingar ættu um 1.600 hross. Ekki var þess getið að þau yllu gróðureyðingu í landi höfuð borgarinnar né nálægra byggð- arlaga. Það skiptir sem sagt höfuð máli, hvort það er Jón eða séra Jón sem hrossin á. FLÓAMARKAÐURINN Kommóða óskast Gömul, rúmgóð, máluð kommóða óskast. Greiði allt'að kr. 10.000. Upplýsingar í síma 10242. Er að stofna heimili og vantar allt sem til þess þarf ódýrt eða gefins. Vinsamlegast hringið í síma 627762 á dagin og 622251 eftir kl. 18. Skrautrita í bækur fyrir fermingarnar. Upplýsingar í síma 21784 á kvöldin. Leiguskipti Reykjavík - Selfoss Ég á 150 fm einbýlishús á Selfossi og óska eftir leiguskiptum á því og 3-4 herbergja íbúð á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Leigutíminn er eitt ár frá ca. 1. júní. Upplýsingar í símum 91-90363 og 91-43862. íbúð óskast Ung hjón með barn vantar 3 her- bergja íbúð frá 1. júní. Vinsam- legast hafið samband í síma 32814. Skipti á íbúðum Reykjavík - Gautaborg Ert þú á leiðinni til Gautaborgar? Við viljum skipta á leiguíbúð á besta stað í miðborg Gautaborgar og leiguíbúð einhvers staðar á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Samingur til a.m.k. eins árs frá og með í sumar. Einstakt tækifæri. Upplýsingar í síma 91-10958. Hjónarúm óskast Vil kaupa hjónarúm ca 160 cm á breidd. Þarf að vera hvítt eða úr beyki og með góðum dýnum. Upp- lýsingar í síma 681310 kl. 9 og kl. 5 og 675862 eftir ki. 20.00. Borð og stólar Kringlótt eldhúsborð, og fjórir stólar (með baki) til sölu á krónur 4000. Uppl. í SÍma 75695. Til sölu hillur úr reyr og gleri frá H. P. hús- gögnum og simaborð úr reyr. Upp- lýsingar í síma 38685. Til sölu 2 gamlir eikarborðstofuskápar. Sími 18841. Flygill til sölu Nýuppgerður flygill til sölu. Get tekið píanó upp í sem greiðslu. Upplýsingar í síma 35054. Óska eftir notuðum isskáp, helst gefins. Upp- lýsingar í síma 45864, Gunnar. Óska eftir dagmömmu eða annarri barngóðri manneskju til að passa 10 mánaða gamalt barn 2-3 eftirmiðdaga í viku. Æskilegt að sé nálægt miðbæ. Upplýsingar í síma 13846 á morgnana og kvöld- in. Barnabílstóll óskast Óska eftir barnabílstól fyrir 10 mán- aða og eldra. Upplýsingar í síma 13846 fyrir hádegi og á kvöldin. Peugeot 504 eigendur Bíllinn minn stóð í smátíma á bens- ínstöð í Garðabæ og voru þá tekin af honum Ijósin. Því vantar mig Ijós. Ef þið eigið eitthvert hræ með Ijós- unum endilega hafið samband við Sveinbjörn Kristjánsson, Safamýri 48, Reykjavík, vs. 13656, hs. 685561. 2 einstaklingsrúm til sölu á mjög vægu verði. Upplýs- ingar í síma 34727 eftir kl. 17.00. Ungt fólk sem er að byrja búskap vantar húsgögn og heimilistæki mjög ódýrt eða gefins. Sími 39427 og 72339. Óska eftir að kaupa svigskíði 160-170 cm og skíðaskó nr. 39. Upplýsingar í síma 39427. 8 vikna hvolpur óskar eftir að komast á gott heimili. Tegundin er 50% „golden Retrie- ver“, 25% „Border-Collie", 25% ís- lenskur. Fallegur og efnilegur hvolpur. Sími 52575. Tll sölu á hálfvirði 2 hvítir stólar frá IKEA „Járpen" fást fyrir hálfvirði. Upplysingar í síma 36204 eftir kl. 17.00. Tll sölu sérsmíðuð palisander skápa- og bókahillusamstæða. Stærð 3,10x2,55. Tilvalið í skrifstofu eða bókaherbergi. Selst ódýrt. Upplýs- ingar í síma 92-11632. Til sölu Trabant station ’87 Vel með farinn og góður bíll. Selst með sumar- og vetrardekjum. Verð kr. 40.000. Upplýsingar í síma 17618. Til sölu vegna flutnings litasjónvarp kr. 10.000, ísskápur kr. 4.000, saumavél kr. 8.000, barna- kerra kr. 4.000, tvíbreið dýna kr. 4.500, símsvari kr. 4.000, borð- stofuborð og 4 stólar kr. 11.000 og stórt stofuborð kr. 1.000. Upplýs- ingar í síma 21729. ísskápur óskast (sskápur í góðu standi óskast, hæð 140 cm. Einnig vantar þvottavél og hjónarúm. Upplýsingar í síma 42397. Óskast keypt Við viljum kaupa notaða skauta nr. 37-39 og gönguskíði ásamt skóm nr. 40 og 38. Vinsamlegast hringið í síma 21428 eftir kl. 17.00. Til sölu Sinclair spectrum 128k+2 tölva með 40 leikjum og stýripinna. Verð kr. 15.000. Upplýsingar í síma 14021, Ólafur. Vegna brottflutnings til sölu búslóð. Upplýsingar í síma 10811 eftir kl. 19.00. Barnavagn Viljum kaupa notaðan barnavagn. Sími 10586. Til sölu Sófasett til sölu 3+2+1, sófaborð getur fylgt. Verð kr. 10.000. Á sama stað ertil sölu Bond prjónavél. Upp- lýsingar í síma 686901. Flóamarkaður Opið mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 14-18. Enda- laust úrval af góðum og umfram allt ódýrum vörum. Gjöfum veitt mót- taka á sama stað og tíma. Flóa- markaður SDÍ Hafnarstræti 17, kjallara. Rússneskar vörur í miklu úrvall m.a. tehettur, matrúskur, ullarklút- ar- og sjöl og ýmsar trévörur. Póstk- röfuþjónusta. Upplýsingar í síma 19239. Vinnuglöð stúlka óskar eftir skemmtilegu starfi. Flest annað en tölvu- og vélritunarvinna kemur til greina. Góð laun engin fyrirstaða. Upplýsingar í síma 36586. Ýmislegt ódýrt Eldhúsborð og 4 sterkir stólar, hansahillur með hilluskrifborði og skrifborðsstól, nýleg toppgrind á bíl (fyrir rennufestingu), tveir barna- stólar fyrir 5-8 ára (vinnuborð fylg- ir), ungbarnastóll og leikgrind og skíða(skauta)sleði fyrir krakka. Upplýsingar í síma 41289. Til sölu tauþurrkari (Kelvinator), sófasett (2+3), annarsófinn svefnsófi. Upp- lýsingar í síma 28364. Tveir Datsun 160 ISSS Til sölu 2 Datsun 160ISSS árg. 76, annar heill hinn í pörtum. Upplýs- ingar í síma 621643. Nýlegur myndlykill tll sölu selst á kr. 14.000 (hægt að prútta). Upplýsingar í síma 53699. Barnavagn til sölu blár Silver Cross. Vel með farinn. Verð kr. 13.000. Upplýsingar í síma 53154. Einstaklings- eða 2ja herbergja íbúð Stúlka óskar eftir einstaklings- eða 2ja herbergja íbúð. Reykir ekki. Reglusemi og skilvísum greiðslum heitið. Húshjálp kemur til greina. Upplýsingar í síma 72831 eftir há- degi. BR0SUM [ . og W mÉUMF allt gengur betur ^ RÁÐ ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.