Þjóðviljinn - 30.03.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 30.03.1989, Blaðsíða 12
"SPURNINGIN" Hvað finnst þér um her- æfingarnar hér í sumar? Sigurgeir Benediktsson sendiherra RÚV Verður þetta ekki að vera svona úr því við erum með herinn hérna? Jón Baldvin segir að þetta verði ekki á 17. júní, en það er kannski ekkert að marka hann frekar en hina. Guðrún Jarþrúður Bald- vinsdóttir tæknimaður Mér líst mjög illa á þessar æfing- ar. Réttast væri að banna þær, þetta er náttúrlega þjóðarhneisa. Kristján Róbert Kristjáns- son þulur Þeir geta bara stundað sínar æfingar heima hjá sér. Jón Gunnar Grjetarsson sagnfræðingur og dagskrár- gerðarmaður Þettaerfáránlegt. Þaðerverið að misbjóða sjálfstæði landsins. Burt með herinn og allt hans hyski! Hanna G. Sigurðardóttir tónlistarmaður Mér finnst þetta afleitt. Það er verið að reyna að koma á friði í heiminum og nokkur þíða komin á samskipti stórveldanna þannig að þetta er auðvitað alger tíma- skekkja. þlÓÐVILIINN Fimmtudaour 30. mars 60. tölublað 54. örgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN C04040 ÁLAUGARDÖGUM 681663 1949-1989 ísland svikiö undir amerískt hervald r IJag eru liðin 40 ár frá inngöngu Islands í Atlantshafsbanda- lagið. I tilefni þessa er vert að líta aðeins á forystugrein Þjóðviljans daginn eftir þennan mjög svo um- deilda atburð. Svo segir í Þjóðviljanum 31.3. 1949 m.a.: „Með ofbeldi og lögleysum af- greiddi meirihluti Alþingis stærsta mál sem Alþingi íslend- inga hefur fengið til meðferðar, aðild íslands að Altanzhafs- bandalagi, á rúmum sólarhring, tillagan var samþykkt kl. hálf þrjú í gær, með 37 atkv. gegn 13, tveir sátu hjá, en neituöu að taka ábyrgð á samningnum. Það er táknrænt að meðan ver- ið var að greiða atkvæði um þessa örlagaríku tillögu, sendi Thors- fíflið Ólafur kylfubúna lögreglu Fáni íslands í hálfa stöng Þegar landráðin höfðu verið samþykkt var fundi slitið. Einn af starfsmönnum Alþingis fór þá upp á þak að draga niður fánann. Hann dró hann niður í hálfa stöng og lét hann vera þannig góða stund. Þá færðist þögn yfir þús- undirnar á Austurvelli. Þá vissu menn að landráðin höfðu verið framin, Iandið selt, fáni íslands blakti ekki lengur við hún. Úr Þjóðviljanum 31. mars 1949. til að berja saklaust fólk burt frá Alþingishúsinu, en hafði fyrst styllt sér ögrandi út í glugga og fengið steinhnullung í rúðuna. Meðan JÁ landsölumanna og NEI íslendinga hljómuðu í þing- salnum, skullu eins og þungar öldur á Alþingishúsinu krafa mannhafsins á Austurvelli um ÞJÓÐARATKVÆÐI. Svarið sem fólkið fékk voru lögreglukylfur, barsmíð hvítliða og táragas. Það er forsmekkur þess „lýð- ræðis“ sem auðburgeisa Reykja- víkur dreymir um - með tilstyrk bandarísks valds. „Við vitum hvað við viljum - umræður eru óþarfar" var „skýring“ Ólafs Thors á afstöðu þessa spillta lýðs, sem ekki hikar við að selja ætt- land sitt fyrir von um að fá að hanga í auði og völdum sem lepp- ar Bandaríkj a - auðvaldsins. “ Hart var barist og að margra mati var hér gerður einn um- deildasti samningur í íslenskri sögu. I dag, 40 árum síðar lifum við með þeirri staðreynd að hér á landi er erlendur her, en það er ekki þar með sagt að það sé ófrá- víkjanleg staðreynd um aldur og ævi. Samtök herstöðvaand- stæðinga sem haldið hafa uppi merkjum mótmæla í 40 ár láta ekki deigan síga. í dag gefst mönnum kostur á að rifja þessa atburði upp á Austurvelli kl. 13.00 en þá hefst nafnakall undir stjórn Baldvins Halldórssonar. eb Stefán Jóhann löðrungaður Þegar skrílsárás hvítliða og lög- reglu var lokið og gasmökkur yfír Austurvelli laumuðust lepparnir út í bfla sína og þóttust óhultir. En í hvítliðahópnum við Alþing- ishúsið leyndist íslenzk kona. Þegar Stefán Jóhann Stefánsson laumaðist út vatt hún sér að hon- um og rak honum mikinn löðrung samkvæmt fordæmi Auðar Vé- steinsdóttur: „Skaltu það muna meðan þú lifir, vesæll maður, að kona hefur barið þig.“ Stefán Jóhann hrasaði við en sneyptist síðan inn í bflinn. Kon- an var tekin af lögreglumönnum og hvítliðum með ofbeldi og bar- in, sett upp í lögreglubfl. Var hún enn í tukthúsinu í gærkvöld. En kinnhestur sá, sem hún rak Stefáni Jóhanni fyrir hönd ís- lenzkra kvenna mun geymast í hugum íslendinga. Úr Þjóðviljanum 31. mars 1949.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.