Þjóðviljinn - 05.04.1989, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 05.04.1989, Qupperneq 1
Miðvikudagur 5. apríl 1989 65. tölublað 54. órgangur Kjarasamningar Þokast nær samkomulagi BHMR tilríkissáttasemjara ídag. ÓlafurRagnarGrímsson: Aukinn skilningur milli viðrœðuaðila. Laun tilfólks íveikinda- ogfœðingarorlofi. Engarformlegar viðrœður viðBSRB ídag. ASÍ og VSÍ byrja aftur á núllpunkti Ríkisbankar 1985-88 Rflrissáttasemjari hefur boðað samninganefndir BHMR og rflrisins tii fundar við sig í dag, enda skellur verkfall 11 félaga BHMR á að morgni að öðru óbreyttu. Guðlaugur Þorvalds- son, ríkissáttasemjari sagði í sam- tali við Þjóðviljann í gær að deilu- aðilar hefðu farið fram á að halda viðræðum sín á milli áfram í gær og hófst fundur samninganefndar BHMR og rflrisins klukkan 21.00 í gærkvöldi. Ólafur Ragnar Grímsson ákvað í gær að breyta reglum um launagreiðslur til fé- laga í BHMR sem eru í veikinda- leyfi eða fæðingarorlofi. Þessir aðilar hafa til þessa ekki fengið laun í vcrkfalli en samkvæmt nýju reglunum fá þeir það nú. Fulltrúaráð Kennarasambands íslands skoraði á félaga sína að funda um stöðu mála þann 6. apr- íl og þýðir það að kennsla leggst að hluta til eða öllu leyti niður í grunnskólum landsins þann dag. Ólafur R. Grímsson, fjármála- ráðherra sagði í samtali við Þjóð- viljann að ýmis atriði og hug- myndir hefðu verið rædd í gær og fyrradag á fundum með viðsemj- endum ríkisins og hann teldi að vaxandi skilningur hefði náðst á milli aðila. Hvað væntanlegan miðstjórnarfund Alþýðubanda- lagsins varðaði sagðist Ólafur fagna honum, fundurinn væri sjálfsagður í lýðræðislegum flokki. Hann væri ekki fullkom- inn, frekar en aðrir í pólitík, og því meira en eðlilegt að stefnu- mál og verk væru rædd á opinská- Skák Jóhann heldur sínu Gerðijafntefli við Spassky. Kasparov vann Kortsnoj Jóhann Hjartarson gerði jafn- tefli við Boris Spassky í fimmtu umferð heimsbikarmótsins í skák sem nú fer fram í Barcelona á Spáni. Hann er því áfram í 3. sæti ásamt þremur öðrum skák- mönnum. Júgóslavinn Ljubomir Ljubo- jevich hélt forystu í mótinu en hann gerði jafntefli við landa sinn, Nikolic, í gær. Ljubojevich er með 4 vinninga, Júsúpov hinn sovéski er í öðru sæti með 3 vinn- inga og eina skák óteflda en í 3,- 6. sæti eru þeir Jóhann, HUbner, Seirawan og Salov með 3 vinn- inga. Kasparov heimsmeistari vann sína fyrstu skák í gær er hann lagði Kortsnoj að velli. Öðrum skákum lyktaði með jafntefli að frátalinni viðureign þeirra Nigel Shorts og Jesus Nogueiras sem fór í bið. reuter/-ÞH an hátt. Hins vegar skyldu menn ekki halda að tímasetning funda í Alþýðubandalaginu yrði til að breyta þeirri launastefnu sem fylgt hefði verið, það væri mis- skilningur. Slíkar breytingar gerðust aðeins í viðræðum við fulltrúa launafólks sem nú stæðu í samningum. í herbúðum BSRB var einnig fremur rólegt í gær, eftir að löngum fundi lauk í fyrrinótt án samkomulags. Hafði þá nokkuð þokast í átt til samkomulags og sagði Ögmundur Jónasson að samninganefnd ríkisins hefði rætt um 6-7% flata kauphækkun, eða sem nemur um 3500-3800 krón- um á mánuði auk þess sem talað var um að gengi yrði haldið föstu. Ögmundur taldi það hins vegar of lítið og engar formlegar viðræður fóru fram á milli samninganefnda aðila í gær. Hins vegar var mikið skeggrætt um stöðuna í herbúð- um BSRB í gær og spáð í spilin og átti Ögmundur meðal annars fund með samninganefnd SFR. Eru taldar auknar líkur á að aðil- ar mætist einhvers staðar í kring- um 5500 króna mörkin, en BSRB hefur gert kröfu um 6500 króna flata launahækkun. Líkur voru taldar á að formlegur fundur samninganefnda BSRB og ríkis- ins yrði haldinn í gærkvöldi, en það var enn óljóst þegar Þjóðvilj- inn fór í prentun. Fundir ASÍ og VSÍ hófust að nýju í húsakynnum ríkissátta- semjara í gær og stóðu enn þegar Þjóðviljinn fór í prentun. Eftir að atvinnurekendur höfnuðu hug- myndum um örsamning til 40 daga má segja að viðræðurnar hafi hafist að nýju í sömu stöðu og þær voru í fyrir páska. Lítið mun hafa þokast í þeim við- ræðum, en þó var lítil hrifning meðal atvinnurekanda með efni viðræðna hjá BSRB og ríkinu. Sérstaklega munu fulltrúar fisk- vinnslunnar vera lítt hrifnir af hugmyndum um 6-7% Iauna- hækkun og fastgengi. phh íslnn bráðnar. Skyldi þetta vera vor sem er í loftinu? Mynd: Þóm. Fjárfestu fyrir 2,2 miljaroa Fjárfestingar Seðlabaoka, Landsbanka og Búnaðarbanka á árunum 1985-1988 námu samtals um 2,2 miljónum króna að því er kemur fram í svari Jóns Sigurðs- sonar viðskiptaráðherra við fyr- irspurn Hreggviðs Jónssonar, Borgaraflokki um fjárfestingar ríkisbankanna. Langstærstur hluti þessara fjárfestinga er tilkominn vegna nýbyggingar Seðlabankahússins, en framkvæmdakostnaður nam um 1264 miljónum króna auk þess sem ýmis sérbúnaður, svo sem varaaflstöð, öryggisbúnaður og seðlabrennsluofn kostaði um 147 miljónir króna. Heildar- kostnaður við nýbyggingu Seðla- bankans á árunum 1982 til 1988, framreiknaður miðað við breytingar á lánskjaravísitölu nemur því um 1814,7 miljónum króna. Landsbankinn hefur samtals fjárfest á árunum 1985-88 í fast- eignum að upphæð 596,8 miljónir króna, en seldi á sama tímabili fasteignir fyrir tæpar 107 miljónir króna. Fjárfesting bankans í húsnæði að Suðurlandsbraut 24 frá árinu 1986 nam 256 miljónum en í fyrra seldi bankinn hluta þess húsnæðis fyrir rúmar 89 miljónir króna. Þá hefur Landsbankinn fjárfest frá árinu 1985 í Selvik, fræðslu-og félagsmiðstöð bank- ans í Grímsnesi og hefur kostnað- ur við þær framkvæmdir numið um 117 miljónum króna á tíma- bilinu. Búnaðarbankinn fjárfesti í fasteignum á þessum árum fyrir 244,8 miljónir, en seldi fasteignir á tímabilinu fyrir 31,1 miljón króna. phh Ölduselsskóli 30 kennarar styoja ráðheira Óvíst hvortAlþýðuflokksmenn hreyfa Sjafnar máli Sigurbjörnsdóttur á alþingi kennarar við Ölduselsskóla af 38 alls hafa lagt nöfn stn við stuðn- ingsyflrlýsingu við Svavar Gestsson menntamálaráðherra og þá ákvörðun hans að auglýsa stöðu skóíastjóra lausa til umsóknar I ágúst. Vfsa þeir þvf algjör- lega á bug að Sjöfn Sigurbjömsdóttir sseti gilitfskum ofsóknum enda séu kennarar Iduselsskóla fjarrí þvf einhuga f við- horfi til stjórnmála. Að sögn Sigmars Hjartarsonar, for- manns kennararáðs skólans, er það fjaðrafokið í kringum þetta mál, raka- lausar og fáránlegar fullyrðingar um pólitíska aðför á hendur Sjöfn, sem veldur þvf að þrettánmenningarnir bætast með þessum hætti í hóp kenna- ranna 17 sem lýst höfðu því yfir að þeir treystu sér ekki til þess að vinna undir stjóm hennar. Hann vísaði heim til föðurhúsanna fullyrðingum um að kennararáð öldu- selsskóla væri skipað „2-3 flokksbræðr- um menntamálaráðherra". Ráðið er lýðræðislcga kjörið og þeir sem það skipa nú hrepptu atkvæði 90% kennara skólans. Sjálfur væri hann ekki flokksb- róðir ráðherra en það byrgði honum ekki sýn og hann mæti að verðleikum fagleg vinnubrögð hans í þessu máli. Sigmar sagðist öldungis hlcssa á mál- atilbúnaði manna sem gerðu því skóna að tugir kcnnara, fólk sem aldrei hefði orðið bert að neinu misjöfnu, fólk sem spannaði allt litróf stjórnmálanna, tækju skyndilega uppá því að taka hönd- um saman og efna til ofsókna á hendur manneskju sem hefði það citt unnið sér til saka að vera félagi í Alþýðuflok- knum! Og Bjami P. Magnússon og Jón Bald- vin Hannibalsson færu með staðlausa stafi þegar þeir segðust hafa kynnt sér þetta mál frá allra sjónarhorni. Þeir hefðu ekki enn komið að máli við kenn- ara Ölduselsskóla. Óvíst er enn hvort Alþýðuflokks- menn hyggjast hreyfa Sjafnar máli Sig- urbjörnsdóttur á alþingi. Eiður Guðna- son gerði hvorki að játa né neita þegar Þjóðviljinn innti hann eftir þvf í gær. Málið væri í skoðun í þingflokknum. Ef kcmur til kasta þingsins er búist við því að málið verði rætt utan dagskrár eða borið upp í formi þingsályktunartil- lögu. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, sagði við Þjóðviljann í gær að hann og hans fólk myndi Ijá Al- þýðuflokknum lið í þessu máli á alþingi. Hinsvegar hafa Kvennalistakonur ekki f hyggju að eiga frumkvæði að um- fjöllun um mál þetta á þingi að sögn Guðrúnar Agnarsdóttur.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.