Þjóðviljinn - 06.04.1989, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 06.04.1989, Qupperneq 3
FRÉTTIR Lífeyrissjóðir/ríkið Samningar í augsyn Rœtt um tvær leiðir: Gengistryggingu með föstum og breytilegum vöxtum eða innlenda verðtryggingu afeinhverju tagi og vexti sem ákveðnir verði strax eða reiknaðir út í árslok Fulltrúar fjármálaráðuneytis og lífeyrissjóða ígrunda nú tvaer verðtryggingarleiðir sem aðiljar hafa vakið máls á í því augnamiði að sniðganga tog- streitu sína um lánskjaravísitölu. Viðræður hófust í fyrri viku um skuldabréfakaup sjóðanna vegna húsnæðiskerfisins út árið. Hrafn Magnússon hjá Sambandi al- mennra lífeyrissjóða segir sára- lítið bera á milli og ráðist það lík- lega fyrir helgi hvort samningar takist fljótlega eða viðræður dragist á langinn. Einsog alkunna er spannaði desembersamningur ríkisins og lífeyrissjóðanna aðeins fyrsta fjórðung ársins. Ágreiningurinn um verðtryggingu (þ.e.a.s.for- sendur lánskjaravísitölu) fyrir það skeið er ekki til umræðu nú, enda á leið til dómstóla. f*að er því ljóst að sjóðimir og ríkið verða að semja um nýjar varnir gegn verðhækkunum, hvort sem aðiljum líkar betur eða verr. Hrafn segir tvær leiðir í brenni- depli. Annars vegar gengistrygg- ing (svonefnd Ecu-bréf) sem á leggist ýmist fastir eða breytilegir raunvextir. Hinsvegar innlend verðtrygging og vextir. Sitt sýnist hverjum um seinni möguleikann að sögn Hrafns. Hann kveður ríkið við sama heygarðshornið og bjóða „sína lánskjaravísitölu" (1/3 bygginga- vísitala, 1/3 framfærsluvísitala, 1/3 launavísitala), 6% raunvexti frá 1. apríl og 5% frá 1. júní og til ársloka. Hugmynd sjóðanna sé hins- vegar sú að verðtrygging fáist með 30% byggingavísitölu og 70% framfærsluvísitölu en síðan verði beðið með raunvaxtareikn- ing þangað til í árslok. Peir verði „vegnir meðalvextir spari- skírteina ríkissjóðs til 5 ára eða lengur sem ríkið hefði selt al- menningi hérlendis á samnings- tímanum.“ ks 825 umsóknir um kaupleiguíbúðir Á síðasta ári var úthlutað lánum vegna 250 kaupleiguíbúða sem byggðar verða í sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins og einnig voru veitt 46 lán vegna kaupleiguíbúða með búseturétti. Húsnæðisstofnun ríkisins hafa borist umsóknir vegna 825 kaupleiguíbúða sem óskir eru um að byggja eða kaupa á þessu ári. Félagsmálaráðuneytið hefur gef- ið út reglugerð um kaupleiguí- búðir. Þær geta verið með tvenn- um hætti: féiagslegar kaupleiguí- búðir fjármagnaðar með lánum úr Byggingarsjóði verkamanna og almennar kaupleiguíbúðir fjármagnaðar með lánum úr Byggingarsjóði ríkisins. Þeir sem geta staðið að byggingu eða kaupum á félagslegum kaup- leiguíbúðum eru annars vegar sveitarfélög og hins vegar félaga- samtök eða þessir aðilar í samein- ingu. Þeir sem geta staðið að al- mennum kaupleiguíbúðum eru sveitarfélög, félagasamtök eða fyrirtæki eða þessir aðilar í sam- einingu. Lán til almennra og fé- lagslegra kaupleiguíbúða nema að hámarki 85% af þeim kostn- aðargrundvelli sem húsnæðis- málastjóm hefur samþykkt og liggur til grundvallar lánveiting- um úr Byggingarsjóði verka- manna. Eignar- og afnotaréttur á almennum og félagslegum kaup- leiguíbúðum er með þeim hætti að íbúar eiga val um leigu með kauprétti, leigu með kaupum á eignarhlut í íbúð eða með kaupum á henni. Ekki hvalafár gegn fiskeldi Eins og kunugt er hefur verið töluverð umræða vegna uggs um neikvæð áhrif flökkulax úr eldi á náttúrlega stofna. Nýafstaðinn aðalfundur Landssambands fisk- eldis- og hafbeitarstöðva ítrekar að þessi uggur sé að mestu byggð- ur á líkum. Engin óyggjandi dæmi eru til um að erfðir Atlants- hafslaxa hafi spillst vegna blönd- unar við eldislax. Þá er og vert að geta þess að ólíklegt er að eldislax sé verulega frábrugðinn villtum laxi hérlendis, vegna þess hversu fáar kynslóðir laxa hafa verið hér í eldi. Einnig er óvíst um fjölda og fjölbreytileika íslenskra laxast- ofna ma. vegna fiskiræktarstarf- semi Kollafjarðarstöðvarinnar undanfarin ár. Aðalfundur LFH varar við því að hérlendis verði skapað hvalafár gagnvart fisk- eldinu jafnframt því sem þeir sem lýst hafa yfir ugg sínum gagnvart hugsanlegum skaðlegum áhrifum eldislax fullyrði ekki meira en þeir geta staðið við. Nýmæli í greiðslu stöðumælasekta Á fundi borgarstjórnar í kvöld mun Kristín Á. Ólafsdóttir borg- arfulltrúi Alþýðubandalagsins flytja tillögu um breytingar á inn- heimtukerfi stöðumæla- og stöðubrotasekta þannig að eftir 1. mai haldist sektarupphæðin óbreytt fram til 7. næsta mánaðar eftir að viðkomandi brot átti sér stað í stað þess að hækka að tveimur vikum liðnum eins og verið hefur. Þessi breytingartil- laga er flutt með hliðsjón af þeirri venju fólks að borga reikninga sína í upphafi hvers mánaðar. 30 miljónir í sumarstörf Hallur Magnússon Framsóknar- flokki flytur á sama borgar- stjórnarfundi tillögu um að borg- arstjórn samþykki aukafjárveit- ingu að upphæð 30 miljón króna gagngert til að skapa störf fyrir skólafólk sem ekki hefur kost á atvinnu á almennum markaði í sumar. Hluta fjárveitingarinnar verði varið til sérstaks átaks í trjá- rækt í borginni og viðhalds og frá- gangs á skólum og skólalóðum Rey kj a víkurborgar. Fimmtudagur 6. aprfl 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Samningasveit háskólamanna sat yfir litlu í Rúgbrauðsgerðinni í gær. Beðið var tíðinda af öðrum vígstöðv- um en á meðan styttist óðum í boðað verkfall. BHMR Verkfall skollið á Mánaðarfrestur dugði skammt. Gölluð samningsréttarlög hindra frestun og afboðun verkfalls. Erfið staða en kennarar standa þétt saman. Krafa um opinbera viðurkenningu á samningsrétti Hátt í tvöþúsund félagar í 11 félögum ríkisstarfsmanna innan Bandalags háskólamanna hófu verkfall á miðnætti. Þrátt fyrír að þessi verkfallsboðun hafl legið fyrir í nærrí heilan mánuð, komst engin alvöruhreyfing á við- ræður samninganefnda BHMR- félaganna og ríkisins fyrr en í fyrrakvöld. Eiginlegir samninga- fundir hófust ekki aftur í gærdag og gærkvöld þar sem beðið var úrslita í viðræðum BSRB við for- ystumenn stjórnarflokkanna um þann kjarasamning sem grunnur var lagður að í fyrrinótt. Tíminn fór því til lítils í Rúgbrauðsgerð- inni í gær, var reyndar orðinn alltof naumur fyrir og verkfall varð ekki umflúið. Víðtæk áhrif Víst er að verkfall BHMR- félagsmannanna mun hafa tölu- verð áhrif á gang samfélagsins ef það stendur eitthvað fram í næstu viku og jafnvel lengur. Öll kennsla í framhaldsskólum og reyndar f flestum skólum landsins fellur niður í dag, þar sem stjórn Kennarasambands íslands hefur hvatt félagsmenn sína til að sýna samstöðu með starfsfélögum í HÍK, og nota daginn í dag til að ræða stöðuna í kjaramálunum, hver á sínum vinnustað. Af þeim tæplega 2 þúsund há- skólamönnum sem komnir eru í verkfall en lang stærsti hlutinn eða um 1400 félagsmenn úr HÍK. Þótt áhrifin af verkfalli þeirra verði mjög víðtæk og lami meira og minna allt framhaldsnám í landinu, er ljóst að víðar verður töluverð röskun. Þannig hafa tugir sjúkrarúma verið rýmdir vegna verkfalls hjúkrunarfræð- inga, veðurfréttir munu leggjast af, hlé verður á allri rannsókna- starfsemi hins opinbera, starf- semi Blóðbankans og fleiri heil- brigðisstofnana raskast töluvert, mörg stærstu söfn landsins loka, sálfræðingar og geðlæknar í þjón- ustu ríkisins leggja niður störf og einnig dómarafulltrúar hjá sýslu- mannsembættum og fógetum. Ólík kröfugerð Kröfugerðir BHMR-félaganna í yfirstandandi samningalotu hafa verið á töluvert öðrum nótum en annarra félaga og heildarsamtaka hvað varðar beinar launahækk- anir. Þar sem bæði BSRB og ASÍ hafa farið fram með töluvert hóg- værar kröfur um launahækkanir hafa sést mun hærri tölur frá BHMR-félögnum sem vilja ná jöfnuði við aðra háskólamennt- aða starfsmenn á hinum almenna vinnumarkaði. Ljóst er að staða BHMR- félaganna er töluvert erfið í þess- ari kjarabaráttu og ekki bætir úr sú erfiða „móralska“ staða sem skapast ætíð gagnvart kennurum þegar kemur til verkfalls og skólastarfið lamast. Það bætir ekki heldur stöðuna að töluvert skiptar skoðanir eru innan félag- anna um aðgerðir í kjaramálum og aðeins rétt rúmur helmingur félagsmanna í HÍK- voru fylgj- andi verkfallsboðun. Hitt er aftur ljóst að góður styrkur frá KÍ- félögum mun styrkja mjög stöðu HÍK-manna og víst er að kennar- ar geta illilega stigið upp frá samningaborðum við þessar í BRENNIDEPLI þröngu aðstæður nema ná ein- hverjum áþreifanlegum kjara- bótum í gegn. Lagt uppúr samstöðu Forystusveit BHMR hefur lagt mikla áherslu á að halda saman öllum þeim félögum sem boðað hafa verkfall og að þau komi fram í samningaviðræðum sem ein heild. Einnig er lögð áhersla á samstarf í væntanlegu verkfalli og munu öll félögin 11 hafa sam- eiginlega aðstöðu og athvarf fyrir verkfallsmenn í Sóknarsalnum við Skipholt. Þessi mikla sam- vinna hefur mælst vel fyrir hjá minni félögunum en hins vegar heyrast óánægjuraddir úr her- búðum HÍK með þessa skipan mála, en margir kennarar telja að með þessu móti sé þeim nær óger- legt að ná fram ýmsum sérmál- um. Eftir atburði gærdagsins er ljóst að þær tölur sem lagðar hafa verið á borðið í samningum BSRB við rfkið, munu hafa af- gerandi áhrif á þróun samninga allra annarra félaga og sam- banda. Útlínurnar hafa verið lagðar en meiri spurning er hvort og á hvaða hátt verkalýðshreyf- ingunni tekst að ná fram traustum tryggingum fyrir raun- verulegum kjarabótum. í þeim efnum mun ekki síður reyna á bæði BHMR og ASÍ, en BSRB. Það sem skiptir BHMR-félaga einnig ekki minna máli úr því sem komið er og verkföll eru orðin staðreynd, er að ríkisvaldið verði að viðurkenna félög þeirra sem sjálfstæða viðsemjendur en ekki einhverja afgangsstærð, eins og bæði Páll Halldórsson formaður BHMR og Wincie Jóhannsdóttir formaður HÍK, hafa lýst yfir. Frestun olögleg? Jafnvel þótt hugsanlegt sam- komulag deiluaðila hefði legið í loftinu í gærkvöld, blasir sú furð- ulega staða við, að forystumenn BHMR-félaganna telja sig ekki hafa heimild til að afboða eða fresta verkföllum. Samkvæmt heimildum Þjóðviljans telja lög- fræðingar BHMR að jafnvel þó skrifað verði undir nýjan kjara- samning þá dugi það ekki heldur til. Vísa lögmennirnir til þess málflutnings er ríkislögmaður hafði í frammi í fyrravetur þegar verkfallsboðun KÍ var dæmd ólögleg þar sem félagið hafði ekki staðið rétt að atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls. Ekki væri unnt að veita stjórnum heimild til verkfallsboðunar, heldur yrði að greiða atkvæði um sjálfa verk- fallsboðunina. Það væri ekki í valdi félagsstjórna að dagsetja verkföll. A sama hátt telja fé- lögin sig samkvæmt þessu ekki hafa neina heimild til að afboða eða fresta samþykktu verkfalli, nema nýr kjarasamningur hafi verið staðfestur. Þaðerljóstað sú reynsla sem hefur fengist af nýju samningsréttarlögum opin- berra starfsmanna nú í vetur og fyrravetur, er á þann veg að lögin eru mjög þunglamaleg og brýn þörf að þau verði endurskoðuð. Það er hins kaldhæðnislegt að það skuli vera nánast það eina sem samninganefndir ríkisins og háskólamanna eru sammála um þessa stundina, að endurskoða þurfi leikreglumar. -*g- t

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.