Þjóðviljinn - 06.04.1989, Blaðsíða 7
Ákærður fyrir
morðið á Palme
Sænsk dómsmálayfirvöld hafa
ákveðið að Christer Pettersson,
42 ára gamall maður sem lengst
af fullorðinsævi sinnar hefur ver-
ið síbrotamaður, drykkjusjúk-
lingur og eiturlyfjaneytandi, skuli
ákærður fyrir að hafa myrt Olof
Palme, forsætisráðherra Sví-
þjóðar, að kvöldi 28. febr. 1986.
Segjast yfirvöld nú hafa í höndum
gögn, er bendi það ákveðið til
sektar Petterssons að eðlilegt sé
að ákæra hann. Pettersson var
handtekinn 14. des. s.l. og hefur
siðan verið í haldi. Hann harð-
neitar því sjálfur að hann hafi
myrt Palme.
Segja Gaza
„friðaða“
ísraelsk yfirvöld tilkynntu í gær
að friður væri nú kominn á í
Gaza, þar sem róstur hafa staðið
yfir nálega 16 mánuði. Hinsvegar
er haft eftir heimildarmönnum á
sjúkrahúsum að fjögur börn á
Gazasvæðinu hafi í gær særst af
gúmkúlum, sem ísraelskir her-
menn hafi skotið á þau. Þá létu
ísraelar lausa í gær um 500 pal-
estínska fanga. Shamir forsætis-
ráðherra þeirra er nú í heimsókn í
Washington, þar sem fast mun
verða lagt að honum að koma
eitthvað til móts við araba í
deilum þeirra og ísraels.
Reuter/-dþ.
____________ERLENDAR FRETTIR_____________
Kosovo
Stórfelldar „hreinsanir“
Valdhafar júgóslavneska lýð-
veldisins Serbíu hafa fyrir-
skipað stórfelia „hreinsun“ meðal
málsmetandi manna á sjálfstjórn-
arsvæðinu Kosovo og koma Al-
banir, sem eru í miklum meiri-
hluta meðal íbúa þar, einkum tO
með að verða fyrir barðinu á
þeim aðgerðum. Azem Vlasi,
fyrrum aðalritari kommúnista-
flokksins í Kosovo og tveir aðrir
háttsettir flokksmenn þar hafa
þegar verið gerðir flokksrækir.
Þremur mönnum hefur auk þess
verið vikið úr stjórnmálaráði
flokksins á svæðinu.
Haft er eftir embættismönnum
að næstu vikurnar verði hundr-
uðum kosovoalbanskra stjóm-
málamanna, embættismanna,
háskólafyrirlesara, kennara og
stjómenda fyrirtækja vikið úr
stöðum sínum og störfum. Em
þeir ásakaðir um gagnbyltingar-
áform, að espa til óspekta og al-
banska þjóðernishyggju. Líklegt
er að einkum Serbar verði skip-
aðir í þeirra stað. Þetta em mestu
pólitísku „hreinsanirnar“ í sögu
Júgóslavíu frá tíð Titos, er sat þar
að ríkjum í 35 ár og stóð nokkmm
sinnum fyrir slíkum aðgerðum til
að eyða áhrifum stalfnista, frjáls-
lyndra og þjóðemissinna af ýmsu
tagi.
Kyrrt hefur verið að kalla í
Kosovo síðustu dagana, eftir
blóðugustu róstur þjóða á milli í
landinu frá lokum heimsstyrjald-
arinnar síðari. Stóðu þær yfir
dagana 23.-28. mars og biðu bana
í þeim að minnsta kosti 22
Kosovo-Albanir, er tóku þátt í
mótmælaaðgerðum, og tveir lög-
reglumenn. Eftir ýmsum Al-
bönum er haft að miklu fleiri hafi
verið drepnir. Verkföll og mót-
mælasetur hófust í Kosovo vegna
fyrirætlana serbneskra stjóm-
valda um að skerða sjálfstjóm
svæðisins og til óeirða kom er
vopnað lögreglulið var sent inn á
svæðið til að bæla mótþróann
niður.
Kosovo og Vojvódína, annað
júgóslavneskt sj álfstjórnarsvæði,
fengu allvíðtæka sjálfstjórn 1974
að tilhlutan Titos, sem vildi með
því fyrirbyggja að Serbar, stærsta
þjóð Júgóslavíu, gerðust of ráð-
ríkir gangvart öðrum þjóðum
þar. Svæðin heyrðu að vísu áfram
undir Serbíu, en þau yfirráð voru
lítið meira en formleg. Nú hefur
sjálfstjóm svæðanna mjög verið
skert að forgöngu Slobodan Mil-
osevic, leiðtoga Serba og aðsóps-
mesta stjómmálamanns Júgósla-
víu eins og sakir standa. Mörgum
öðmm en Kosovo-Albönum þyk-
ir að með þessum aðgerðum hans
og serbnesku forustunnar sé að
sannast að grunsemdir Titos hafi
verið á rökum reistar.
Kosovo er 10.887 ferkílómetr-
ar að stærð og íbúar um 1.9 milj-
ón, þar af um 1.7 miljón af albön-
sku þjóðemi. Serbar lögðu svæð-
ið undir sig í Balkanstríðunum
1912-13 en þar áður hafði það
verið hluti af Tyrkjaveldi
Ósmansættar frá því á 15. öld.
Urgurinn milli Albana og Serba
þama á sér gamlar rætur og hefur
leitt til þess að á þessari öld hefur
Serbum og Svartfellingum (sem
margir telja sig til Serba) þar
fækkað um helming, úr um
400.000 í 200.000. Síðan 1981, er
miklar róstur urðu á svæðinu,
hafa um 30.000 Serbar flutt það-
an, að sögn serbneskra
stjórnvalda. Þau saka Albani í
Kosovo um ofsóknir gegn Ser-
bum þar. Kosovo er fátækast
allra lýðvelda og sjálf-
stjórnarsvæða landsins, meðal-
mánaðarlaun em um 5500 kr. og
skráð atvinnuleysi 36%. Þröng-
býlt er í sveitum, sem víða em
hrjóstrugar, og leiðir það af sér
erjur milli albanskra og serb-
neskra bænda um jarðir. Þetta
ástand veldur vitaskuld miklu um
ólguna á svæðinu.
Serbar hafa þar að auki áhyggj-
ur af því að Kosovo-Albönum
fjölgar örar en öðmm lands-
mönnum. Nú leitast serbnesk
stjórnvöld við að fá Serba til að
flytja á svæðið með því að bjóða
þeim laun sem eru helmingi hærri
meðallaunum í Serbíu og tryggja
þeim húsnæði. Óvíst er þó hvort
margir láta freistast af þessum til-
boðum, þar eð ástandið í Kosovo
er næsta ótryggt. Eitthvað hefur
verið þar um sprengjutilræði
gegn serbneskum yfirvöldum og
elur það á grunsemdum um að
Albanir svæðisins kunni að efna
til skæruhernaðar. Sagt er að
sumir þeirra vilji sjálfstæði, aðrir
sameiningu við Albaníu. Þegar er
farið að tala um líkur á því að
Kosovo verði „júgóslavneskt
Norður-írland.“
dþ.
oim stjómmálum
taldar tvær borgir (þ.á m. Mars-
eille) sem uppreisnarmenn gegn
flokksaga lögðu undir sig (er talið
vist að flokksleiðtogarnir verði
fljótir að slátra kálfi til að bjóða
þessa glötuðu syni aftur vel-
komna). Meðal þeirra borga þar
sem sósíalistar setjast nú í borgar-
astjórasæti eru mikilvægar mið-
stöðvar eins og Strasbourg (en
þar sigraði ung kona, Catherine
Trautmann, mjög glæsilega),
Aix-en-Provence, Avignon,
Brest og Dunkerque. Árangur
sósíalista í Austur- og Vestur-
Frakklandi vakti sérstaka at-
hygli: er svo að sjá að þeir séu nú
að ná góðri fótfestu á svæðum þar
sem fylgi þeirra hefur löngum
verið lítið.
Vegna þessa bandalags vinstri
flokkanna sem hróflað var upp í
skyndingu rétt fyrir kosningar er
ekki alltaf auðvelt að gera sér
grein fyrir styrk kommúnista:
virðist það sums staðar hafa falið
fylgishrun þeirra. En þegar öllu
er á botninn hvolft er ljóst að þeir
eru alls staðar í stöðugu undan-
haldi: eftir að þeir töpuðu nú
Amiens hafa þeir nánast ekkert
eftir af mikilvægum miðstöðvum
undir sinni stjórn. Það vakti
mikla athygli að tveir vinsælir
borgarstjórar úr þeirra röðum,
sem kallaðir eru „umbótasinnar“
af því að þeir hafa veitt sér gegn
harðlínustefnu Georges Marcha-
is leiðtoga kommúnista og því
verið reknir úr flokknum, buðu
SÍ]
Þ'
sér gegn þeim með hnúum og
hnefum og gerði þeim allt til
miska sem hægt var. Eru þeir því
borgarstjórar eftir sem áður - en
borgir þeirra eru gengnar fyrrver-
andi flokki þeirra úr greipum. í
málgögnum flokksins er það
endurtekið í sífellu, að hann hafi
„haldið kjamanum óskertum“ og
virðist svo sem flokksstjórnin
hugsi nú um það eitt að verja sig
fyrir gagnrýni - koma í veg fyrir
að hún verði dregin til ábyrgðar
fyrir sjálfsmorðsstefnu sína. En
menn velta því fyrir sér hvort
fordæmi borgarstjóranna tveggj -
a muni ekki hafa áhrif þegar
fram í sækir.
Smástirni á braut
Loks verður að telja „græn-
sig nú fram og náðu kosningu,
þott flokksvél kommúnista beitti
mg]ana“ með þegar fjallað er um
kosningaúrslit á vinstri vængn-
um. Reyndar neituðu þeir að
ganga til stuðnings við sósíalista í
seinni umferðinni, þrátt fyrir
áleitin bónorð, og vakti það
mikla undrun - enn meiri en ár-
angur þeirra 12. mars - að þeir
skyldu þá halda fylgi sínu
óskertu, oft í beinni samkeppni
við sósíalista. Eru nú fulltrúar
„græningja" víða komnir inn í
bæjarstjórnir og þeir orðnir afl
sem taka verður tillit til. En talið
er líklegt að um síðir muni ein-
hvers konar samstarf takast með
sósíalistum og „græningjum“. En
með þessu öllu eru komin upp
alveg ný staða á vinstri vængnum:
þungamiðj a hans er mj ög voldug-
ur sósíalistaflokkur, sem jafn-
framt er stærsti stjórnmálaflokk-
ur landsins, en í kringum þá
miðju sveima ýmis konar smá-
stirni, „græningjar“, umbóta-
sinnaðir kommúnistar, ýmsir
miðflokkamenn o.fl. sem eru í
bandalagi við sósíalista og hafa
áhrif á heildarstefnuna.
Hægri vængurinn virðist vera í
hálfgerðri upplausn og er a.m.k.
greinilegt að hann hefur ekki náð
sér enn eftir hrakfarirnar í forset-
akosningunum í fyrra. Mikil
sundrung ríkir milli stóru hægri
flokkanna tveggja, Gaullista og
lýðræðisbandalagsins, og er sama
hvað mikið er talað um einingu
og hvað miklar tilraunir eru gerð-
ar til að fá flokkana til að vinna
saman, - sundurþykkið er ævin-
lega jafn mikið. Við þetta bætist
að þjóðemisfylking Le Pen, sem
haslaði sér nú í fyrsta skipti völl í
bæjarstjórnum, gerir alltaf jafn
mikinn usla meðal hægri manna:
virðist ekki skipta máli hvort aðr-
ir hægri menn reyni að gera ein-
hvers konar bandalag við þjóð-
ernisfylkinguna eða taki þá
stefnu að hafna öllu samstarfi við
hana, - þeir tapa hvort sem er og
missa þá annað hvort fylgi til só-
síalista eða til þjóðemisfylkingar-
innar eða þá hvort tveggja.
Ýmsir stjórnmálafræðingar
telja að hægri menn gætu náð sér
aftur á strik og orðið að sterku
mótvægi við sósíalista, ef aðal-
styrkur þeirra væri sem næst
miðjunni. En því fer fjarri: sterk-
asti flokkurinn nú er sá sem er
lengst til hægri, sem sé Gaullist-
ar, en lýðræðisbandalagið, sem
yfirleitt er talið hægri miðflokk-
ur, er hins vegar í hálfgerðri nið-
urníðslu. Þegar á heildina er litið,
töpuðu Gaullistar að vfsu, en á
móti því kemur að þeirra stóðu
sig vel í París, þar sem Cirac er
vinsæll og rótgróinn borgarstjóri
og var endurkjörinn með glæsi-
brag, og svo í Lyon, þar sem ung-
ur og glæsilegur Gaullisti, Michel
Noir, vann algeran yfirburða-
sigur á manni, sem þar hafði lengi
verið borgarstjóri - og var framá-
maður í lýðræðisbandalaginu...
Bæði Chirac og Noir „gerðu al-
slemmu“, eins og sagt er: þeir
unnu sigur í öllum hverfum borg-
ar sinnar. Staða Chiracs er því
sterk og hann er enn sem komið
er óumdeilanlegur leiðtogi
flokksins, en sú skoðun verður
sífellt meira áberandi, að hans
hlutverk eigi fyrst og fremst að
vera það að gegna embætti borg-
arstjóra í París, því hann sé ekki
„efniviður“ í forseta og of hægri
sinnaður til að sameina í sínu
nafni kjósendur utan flokksins.
Fréttaskýrendur telja að Chirac
sé reyndar ekki eins hægri sinn-
aður og hann líti út fyrir að vera,
en sú myndbreyting sem hann
þurfi að ganga í gegnum til að
verða aftur frambærilegur fram-
bjóðandi sé honum sennilega um
megn að svo stöddu.
Niðurlæging
Barre
Lýðræðisbandalagið tapaði
miklu, enn meira en Gaullistar,
og munar að sjálfsögðu sérlega
miklu um tapið í borgum eins og
Strasbourg og Aix-en-Provence
þar sem frambjóðendur flokksins
áttu sósíalistum að mæta, en þó
einna tilfinnanlegast er þó tapið í
Lyon, þar sem fyrrverandi fram-
bjóðandi flokksins í forsetakosn-
ingunum, Raymond Barre, gekk
til stuðnings við borgarstjórann
gamla og beið mikið afhroð.
Loks var það áfall fyrir lýðræðis-
bandalagið að vinna ekki borg-
arstjóraembættið í Marseille, en
það hafði verið talið í seilingar-
fjarlægð eftir lát Gastons Deferre
fýrrverandi borgarstjóra. Fyrir
bragðið er ekki aðeins upp-
lausnarandi í flokknum heldur er
hann næstum því höfuðlaus líka:
svo virðist sem bæði Giscard og
Barre séu úr leik, og þeir yngri
menn sem á eftir koma (og virð-
ast einkum sterkir hver innan síns
flokksbrots) eigi langa leið og
baráttu eftir áður en þeir geti orð-
ið að raunverulegum flokksleið-
togum. Við slíkar aðstæður er
ekki óeðlilegt þótt ýmsir þing-
menn flokksins og aðrir fari að
gjóa augunum í átt til sósíalista...
Þetta eru mikil umskipti og
virðist nú sá tími langt í burtu,
þegar sigurvissir leiðtogar sam-
einaðrar hægri fylkingar litu svo á
að sósíalistaflokkurinn væri í
þann veginn að hrynja og hefði
valdaferill hans þá ekki verið
annað en lítilfjörlegt sögulegt
óhapp sem myndi fljótt fymast...
Sá tími, þegar hægri menn létu
m.a. þau boð ganga í háskólan-
um, að yfirmenn þar skyldu ekki
hlýða tilskipunum stjórnar sósíal-
ista og láta fyrirmæli þeirra sem
vind um eyru þjóta: Eftir örstutta
stund verðum við aftur teknir við
stjórn og þá afnemum við allar
þær ráðstafanir sem sósíalistar
hafa gert...
Á norðurleið
En þessi umskipti hafa emnig
annað í för með sér, sem frétta-
skýrendur í Frakklandi hafa ekki
veitt eins mikla eftirtekt en
skiptir þó ekki síður miklu máli.
Með þeirri stöðu sem nú er kom-
in upp í frönskum stjómmálum
færast þau nefnilega miklu nær
því ástandi sem er ríkjandi víðast
hvar í norðurhluta álfunnar:
sterkur sósíalistaflokkur sem er í
lykilaðstöðu, samtök „græn-
ingja“ sem komast til áhrifa í
bæjar- og sveitarstjórnum og geta
sveigt stefnu sósíalista, máttlaus
kommúnistaflokkur, hægri
flokkar á undanhaldi og hávaða-
samur smáflokkur yst til hægri,
sem þrífst á alls kyns hugarómm
og meinlokum sem kvikna af
efnahagskreppunni, - allt mynd-
ar þetta kunnuglegt mynstur og
útbreitt í nágrannalöndum. Ekki
er ósennilegt að bessi tillíking fra-
nskra stjómmála að ástandinu
annars staðar kunni að auðvelda
samræmingu í Evrópu þegar hin
miklu nýmæli komast á dagskrá
eftir tæp þrjú ár. í því sambandi
verður fróðlegt að fylgjast með
Evrópukosningunum í júní
næstkomandi.
e.m.j.
Fimmtudagur 6. apríl 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7