Þjóðviljinn - 12.04.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.04.1989, Blaðsíða 3
SJAVARUTVEGUR 1986 í sambandi við endur- vinnslustöðvar fyrir kjarnorkuúr- gang þess efnis að nkin byggðu ekki slíkar stöðvar öðruvísi en svo að búið væri að sýna fram á að það ylli ekki mengun í sjó. Petta tel ég vera afar mikilvægt núna þegar menn eru að ræða um kjarnorkuna sem lausn á gróður- húsaáhrifunum. Hætta að nota olíu og kol en þess í stað kjarn- orku til raforkuframleiðslu. Þá mun noktun kjarnorkunnar mar- gfaldast og þá er einmitt mjög mikilvægt að það verði hætt að setja allan úrgang í sjóinn og menn leysi það með öðrum hætti td. með að grafa hann í jörðu. - En hinu er ekki að leyna að það er alltaf hætta á slysum í kjarnorkuverum og endur- vinnslustöðvum og fjölgun þeirra eykur að sjálfsögðu þá hættu enn frekar. Krafan er auðvitað sú að gerðar séu allar þær ráðstafanir sem tæknilega eru framkvæman- legar og ekki horft í kostnaðinn. Þetta er aðalatriðið sem við höf- um lagt á í því samstarfi sem við höfum átt í þessari stofnun. Umferð kjarn- orkukafbáta - Við vitum bara svo sáralítið um ferðir kjarnorkukafbáta í haf- inu í kringum landið að það er mjög erfitt fyrir okkur að segja nokkuð til um hvort umferð þeirra hér um slóðir hafi aukist eða ekki. Við störfum á grund- velli alþjóðlegra samninga þar sem allur hernaður er undan- skilinn, og hreint og út sagt þá þekkjum við ekki vandamálið. Sé það hins vegar rétt að hér sé mik- ill fjöldi kjarnorkukafbáta sem nýta kjarnorku um borð þá er auðvitað samfara því ákveðin hætta og því meiri sem þeir eru fleiri fyrir fiskistofna okkar. En það segir sig auðvitað sjálft að ef eitthvert kjarnorkuslys yrði um borð í þessum bátum neðansjáv- ar hér við land gæti það að mínum dómi orðið veruleg ógnun við lífríkið í hafinu. Pað er engin spurning. Fækkun um borð í bátum og skipum - Við höfum sáralítil afskipti af því hvernig háttað er fjölda manna um borð í bátum og skipum. Stjórnvöld hafa sett ákveðnar reglur um mönnun skipa sem ná eingöngu til yfir- manna, þe. um lágmarksfjölda skipstjórnarmanna og vélstjóra um borð og þær eiga að tryggj a að hægt sé að sigla skipinu og koma því heilu í höfn í öllum tilvikum. Hins vegar eru engar reglur til um fjölda undirmanna. Um það hef- ur verið samið í kjarasamning- um. Aftur á móti höfum við engin afskipti af því hvernig vinnan er skipulögð um borð í skipum og bátum. Það er málefni skipstjór- ans hvernig hann gerir það og einnig að menn hafi þá hvfld sem þeim ber. Og ég hlýt að álykta að góður skipstjóri líti svo á málin að hans menn fái eðlilega hvfld og afkasti þá í samræmi við það. - Ýmsir vilja þó meina að rekja megi orsakir margra slysa og óhappa sem orðið hafa úti á sjó til þreytu og sljóleika af völd- um mikillar vinnu, vöku og mannaskorts um borð, en hingað inn á borð til okkar höfum við ekki fengið dæmi sem alfarið má rekja til þessara þátta. Jafnframt skal því heldur ekki neitað að það er mjög erfitt að sanna að svo hafi verið. Síðan er það spurning hvort sú tæknivæðing sem orðið hefur um borð í flotanum hafi tekist sem skyldi. Ég hef það stundum á tilfinningunni að tæknin hafi tekið ráðin úr hönd- um sjómannsins. Það vill nefni- lega oft gleymast að tæknin er til að auðvelda mönnum störfin en á ekki að stjórna þeim. Ég neita því ekki að það hefur stundum hvar- flað að mér að tæknin hafi á stundum orðið til þess að deyfa menn. Gerum okkar besta - Við höfum eins og aðrar ríkisstofnanir orðið að taka á okkur byrðar í þeim samdrætti sem fyrirskipaður er hjá hinu op- inbera en engu að síður reynum við nú sem endranær að gera okk- ar besta í því eftirliti sem okkur ber að sinna samkvæmt lögum. Þá höfum við reynt að hagræða hjá okkur eftir því sem hægt hef- ur verið og í því sambandi er vert að nefna sem dæmi eftirlit með smábátum. Þar höfum við tekið upp góða samvinnu við Landssamband smábátaeigenda að menn komi sér saman á hverj- um stað til að samræma báta- skoðun og þá höfum við sent menn á staðinn. í stað þess að vera að skoða einn og einn bát í hvert skipti. - í skyndiskoðun skipa erum við raunverulega að athuga hvernig áhöfnin heldur við á- standi síns skips, sem er annað en lögbundin skoðun sem fram fer einu sinni á ári. Ef allt reynist eins og það á að vera fær viðkomandi skip sitt haffærnisskírteini. Síðan er það á ábyrgð skipstjórnar- manna að viðhalda því ástandi sem haffærnisskírteinið er gefið út á og það erum við að kanna í þessum skyndiskoðunum okkar. Með þeim erum við einnig að efla tengslin við sjómennina og hlusta á hvað þeir hafa fram að færa til aukins öryggis. - Almennt má segja að við- haldi á öryggisbúinaði skipa og öðru sem að honum lýtur sé ekki frestað af viðkomandi útgerð vegna fjárskorts eða sparnaðar. Mestaráhyggjuraf hávaðamengun - Um verkefni okkar hverju sinni má auðvitað segja að þau sé ávallt mjög brýn. En svona fljótt á litið sýnist mér að stærstu málin í framtíðinni séu þau sem lúta að bættum aðbúnaði og þá ekki síst að hávaða um borð í skipum og bátum. Eins og við vitum eru að verða miklar breytingar á fiski- skipunum og þá helst þær að vinnslan fer fram úti á sjó en ekki í landi sem fylgir aukinn tækja- búnaður og meiri hávaði. Fylgik- villar hans eru ekki aðeins heyrnarskaði heldur einnig sljó- leiki og þreyta. Þannig að mikill og stöðugur hávaði hefur áhrif á heilsufar manna ekki síður en af- köstin. Höfuðáherslan varðandi öryggis- og aðbúnaðarmál skipa hljóta hins vegar að vera á skipið sjálft. Það er nauðsynlegt fyrir sjómenn að fá meiri skilning á eigin skipi og að þeir geri sér al- mennt greint fyrir því að besta öryggistækið er skipið sjálft. Ennfremur má með meiri ár- vekni og að menn tileinki sér þá undirstöðuþekkingu sem þeir varðandi öryggismál, geta forð- ast Iangsamlega flest slys og óhöpp sem verða á sjónum. -grh CONRAD 900 M PLASTBÁTAR Örfáir af þessum frábæru bátum verða til afhendingar fyrir vorið ef pantað er strax. Ótrúlega hagstætt verð. Bátur í Reykjavík. Fleiri gerðir og stærðir fáanlegar. Ispóll, pósthólf 8851, 128 Reykjavík. Upplýsingar í síma 91-73512. JAM VINNSLA o um bord Rækjusjódari Breidd 1500 mm Lengd 1300 mm Hæd 1700 mm Afköst 300 kg/klst (25 kg i skammti) Hitadur med raf- magni eda olíu. Skapid meiri verdmæti, sjódid um bord. Til uppsetningar eftir sjódara bjódum vid kælifæriband, lausfrysti og pökunaradstödu. Fyrir sjódara, bjódum vid stærdarflokkara og naudsynleg færibönd. Vid bjódum einnig heildar rækjuvinnslulínur, og setjum þær upp um bord. ------------------------ / Maskinfabriken JAM A/S / Alsvej 2 • DK-5800 Nyborg / Denmark / Telf. 09 31 1617 -Telex 50 471 Telefax: 09 31 23 25 2.7 Eigum nú til 33. Itr. „RÆKJU- KASSANA", fyrir innfjarðar- veiðina, sem nálgast. Hafið samband við okkur í tíma. Hægt að fá kassana merkta, ef óskað er. B. Sigurðsson sf. Auðbrekku 2 200 Kópavogur Sími 4 62 16

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.