Þjóðviljinn - 12.04.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 12.04.1989, Blaðsíða 5
Höfum ávallt fýrirliggjandi rekstrarvörur og veiðarfæri fýrir fiskiskipaflotann. TIL TOGVEIÐA: Vírar, hlerar, bobbingar, keðjur, flot, lásar, klafar, trollnet, tóg, línur o.fl. TIL NETAVEIÐA: Þorskanet (japönsk og portúgölsk), teinar, færaefni, belgir, flothringir, bambus, plaststangir, flögg, vimplar o.fl. TIL LÍNUVEIÐA: Uppsett lína, línuefni, önglar og taumar, ábót, belgir, bambus, flögg, linubalaro.fi. , Leitid nánarí upplýsinga. ■ -■ SAMBAND ISLENSKRA SAMVINNUFELAGA SJAVARUTVEGUR Sölusamtök lagmetis Einn miljarður í útflutningsverðmæti Þýskalandsmarkaðurinn hruninn vegna áróðurs grænfriðunga íslenskur lagmetisiðnaður er ein af fáum greinum útflutn- ingsiðnaðar hér á landi sem eingöngu framleiðirfullunna vöru. Varanerýmist seld undir íslensku vörumerki eða erlendum einkamerkjum og fer hún samtals til 24 landa víðs vegar um heiminn. Það þarf varla að taka það f ram að vara semerfullunnin hérinn- anlands, skilar mun meiri út- flutningsverðmætum en þeg- ar hráefni er selt beint úr landi. Fob-verðmæti lagmetisfram- leiðslu var um 1.066 miljónir króna á síðasta ári og lætur nærri að útflutningur lagmetis hafi þá verið um 25% af heildarútflutningi iðnaðarvara ef f rá er talið ál og kísilmálm- ur. Við þessaframleiðslu unnu 248 starfsmenn í 10 verksmiðjum sem langflestar starfa utan höfuðborgar- svæðisins. Mest af rækju Lagmetisiðnaður fslendinga er að langmestu leyti byggður upp á vinnslu rækju, sfldarafurða og grásleppuhrogna. Af þessum teg- undum vegur rækja langþyngst eða um 47% af heildarútflutn- ingsverðmæti iðnaðarins. Rækj- an er að stærstum hluta seld til Þýskalands, en stærsti markaður- inn fyrir sfldarafurðir er í Sovét- ríkjunum. Þær 10 verksmiðjur sem standa að Sölusamtökum lagmetis skipta með sér fram- leiðslu vörunnar í samræmi við fyrirframgerðar áætlanir og sölu- samninga. Niðurlagning sfldar stendur nokkuð á gömlum merg, en uppbygging rækjuvinnslu og sala á niðurlagðri rækju er til komin á síðari árum. Alls eru það fimm verksmiðjur sem framleiða rækju og fer hún sem fyrr segir nær öll á markað í Þýskalandi. Þýskalands- markaður hruninn í fáum orðum sagt er sá mark- aður hruninn. Þýskir kaupendur hafa hver af öðrum sagt upp samningum við SL. Ástæðan er vaxandi áróður grænfriðunga gegn íslenskum vörum vegna hvalveiðistefnu íslendinga. Þessi áróður fór að skila sér fyrir alvöru á miðju árinu 1988 og fyrsta stóra áfallið kom í október þegar þýska verslanakeðjan Tengelmann hætti viðskiptum. Varlega áætlað sölutap vegna þess er um 200 miliónir króna. Á þessu ári hafa tveir stærstu kaupendur lagmetis í Þýskalandi Aldi-suður og Aldi-norður sagt upp samningum og mikillar kauptregðu gætir hjá ýmsum smærri kaupendum. Með hó- flegri svartsýni má ætla að á þessu ári tapist um 600 miljónir króna í sölu í Þýskalandi, mest í rækju, en einnig í kavíar og fleiru. Þetta samsvarar um helmingi heildar- útflutnings lagmetisfyrirtækj- anna og miðað við óbreyttar að- stæður má áætla að sölutap 1990 verði ekki minna. Þetta þýðir að þegar er búið að tapa sölu að verðmæti minnst 1400 miljónir króna og er þá aðeins það veiga- mesta tekið inn í myndina. Þar fyrir utan eru horfur á, miðað við núverandi ástand, að allt að 160 manns missi atvinnu sína víðs vegar um landið og er hluti þeirra uppsagna þegar kominn fram. Nýir markaðir Þeir bjartsýnustu benda á að hugsanlegt sé að bæta þetta sölu- tap upp á nýjum mörkuðum. Það er hins vegar ljóst, með hliðsjón af þeirri reynslu sem fengist hefur í Þýskalandi, að það kostar ómældan tíma og mikla fjármuni að vinna sér sess á nýjum mörk- uðum. Þau lagmetisfyrirtæki sem nú horfa fram á söluhrun og rekstrarstöðvun, hafa hvorki yfir þeim tíma né því fjármagni að ráða. Samdratturinn hefur víða áhrif Þegar hrun verður á einum stærsta markaði íslenskra lagmet- isfyrirtækja og fjöldi þeirra þarf að leggja niður starfsemi eða draga verulega úr henni, skila á- hrifin sér ótrúlega víða inn í þjóð- arbúið. Eins og fyrr hefur verið nefnt eru flest þessara fyrirtækja starf- Útflutningur á lagmeti hefurvaxið árfrá ári-þartil nú. rækt úti á landsbyggðinni, þar sem atvinnuástand er víða mjög slæmt og enga aðra vinnu að fá fyrir þá sem sagt er upp störfum í lagmetisiðnaði. Afleiðingin er mikill kostnaður fyrir ríki og sveitarfélög vegna atvinnuleysis- bóta og auk þess beint tekjutap sömu aðila vegna minni tekju- Fob-verðmæti Ws. kr 1,200,000 1,000,000 800,000 Anö 1987 skípaOi S.L sér i sæti 8. starsta Otflutnmgsfyrirtækis islandl 600.000 400,000 200,000 1979 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 skatts og útsvars. Þar sem verst horfir blasa við búferlaflutningar heilu fjölskyldnanna, vegna þess að fyrirvinna beggja er nauðsyn- leg I dreifbýlinu munar um hvern þann sem tekur þátt í sameigin- legum rekstri sveitarfélaga og hefur viðskipti við hina ýmsu þjónustuaðila. Óþarfi er að tí- unda alla þá fjölmörgu aðila sem eitt fyrirtæki og starfsmenn þess eiga viðskipti við. í því sambandi nægir að nefna orkusölu, iðnað- armenn, flutningafyrirtæki og verslanir. Ótal margt fleira mætti nefna um afleiðingar þessa samdráttar. Til dæmis greiddi SL á síðastliðnu ári rúmlega 25 miljónir króna í farmgjöld vegna útflutnings á lagmeti og um 2 miljónir vegna innflutnings á umbúðum. Allur útflutningur er tryggður og nema iðgjöld af honum um 3,3 miljón- um króna á ári. Mikið af umþúð- um er framleitt hérlendis hjá Kassagerð Reykjavíkur. Við- skipti við það fyrirtæki námu 1988 um 15 miljónum króna. Fyrir liggur að vegna yfirvofandi samdráttar þarf einnig að segja upp fólki í því fyrirtæki. -grh Útgerðarmenn Hönnum og smíðum ýmsan ryðfrían búnað til meðhöndlunar á fiski svo sem: Færibönd Þvottakör Snyrtiborð Safnkassa Rekka Rennur o.fl. w ^ iK’AK’M Leitið nánari upplysinga slippstodin Póstholf 437 602 Akureyri Sími 96-27300 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.