Þjóðviljinn - 18.04.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.04.1989, Blaðsíða 4
FLÓAMARKAÐURINN Scháffer hundur Af sérstökum ástæðum fæst gullfallegur 1 '/2 árs gamall Scháffer hundur gefins á gott heimili. Sími 30659. Gefins tvöfaldur stálvaskur, Z-brautir og eldavél. Gamalt en nothæft, fæst gefins ef sótt. Sími 688600 kl. 9-16, Anna. Óska eftir vélarlausri Lödu skutbíl. Vinsam- legast hringið í síma 37794. Nýlegt píano til sölu. Á sama stað er til sölu Club 8 rúm með innbyggðum klæðaskáp og skrifborði. Sími 23271 eftir kl. 16.00. BMX 16” hjói til sölu á kr. 3.000 (2 ára). Upplýs- ingar í síma 671234. Subaru ’79 til sölu. Verð tilboð. Góð vél, gott pústkerfi. Upplýsingar í síma 39361 og 79365 eftir kl. 19.00. Geymsla til leigu Mjög góð geymsla til leigu. Leigut- ími og verð eftir samkomulagi. Upp- lýsingar í síma 45755 í kvöld og annað kvöld eftir kl. 21.00. Óska eftir að kaupa lítinn brennsluofn. Upp- lýsingar í síma 84170 eftir kl. 17.00. Til sölu Vel með farinn svefnbekkur með rúmfatageymslu til sölu. Sími 23061 alla daga kl. 17-20. Hjálp! Einstæð móðir óskar eftir búslóð. Vantar allt! Vinsamlegast hafið samband við auglýsingadeild í síma 681310 kl. 9-17. Útvarp Rót vantar fólk í úthringingavinnu á kvöldin og um helgar. Upplýsingar í símum: 24439 (Sigvarður), 39517 (Soffía) og 623666 (Rót). Barnavagn Til sölu er splunkunýr, ónotaður, pýskur barnavagn. Upplýsingar í síma 25432 eftir kl. 17.00. Kettlingar til sölu Góðir og fallegir kettlingar til sölu. Upplýsingar í síma 621440 og 17243. Til sölu Electrolux þvottavél og fururúm með náttborði, 120 sm á breidd. Upplýsingar í síma 33955. Bílskúr óskast Óska eftir upphituðum bílskúr á leigu í Reykjavík. Sími 621440 og 17243. Nuddbekkur óskast Óska eftir að kaupa nuddbekk. Upplýsingar í síma 72339. Myndlistarmaður og söngvari Þessa menn vantar íbúð. Helst 3 herbergja sem næst miðbæ, sem fyrst eða fyrir 1. júní. Meðmæli og öruggar greiðslur. Upplysingar í síma 23404. Ný fótaaðgerðarstofa Veiti almenna fótsnyrtingu, fjarlægi líkþorn, meðhöndla inngrónar negl- ur, fótanudd. Guðríður Jóelsdóttir med. fótaaðgerðarsérfræðingur, Borgartúni 31, 2. h.h., sími 623501. ísskápur Til sölu AEG ísskápur, afruglari, bíl- útvarp m/segulbandi og 40 rása talstöð (Benco). UpDlýsingar í síma 32101. Framhaldsskólanemar athugið! Tek að mér að kenna framhalds- skólanemum ensku og frönsku í aukatímum. Tala íslensku. Hafið samband við David Williams í síma 686922 eða 33301. fbúð óskast Ung hjón með barn vantar 3ja her- bergja íbúð frá 1. júní Vimsam- legast hafið samband í síma 32814. Óskast keypt eða gefins Óska eftir að kaupa eða fá gefins ísskáp og sófasett. Upplýsingar í síma 74304. Húsnæði óskast Par sem á barn í vændum óskar að taka íbúð á leigu sem allra fyrst. Greiðslugeta 25-30.000 á mánuði. Mjög góð umgengni og skilvísar greiðslur. Sími 52446 og 44494 á kvöldin. Flóamarkaður Opið mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 14-18. Enda- laust úrval af góðum og umfram allt ódýrum vörum. Gjöfum veitt mót- taka á sama stað og tíma. Flóa- markaður SDÍ Hafnarstræti 17, kjallara. Peugeout 504 árg. ’77 til sölu til uppgerðar eða niðurrifs. Skoðaður ’88. Þarfnast viðgerðar. Verð samkomulag. Upplýsingar í síma 681331 eða 681310 á skrif- stofutíma. Vandað hjónarúm til sölu. Upplýsingar í síma 17952 og 22379. Peningaskápur óskast Bráðvantar lítinn og traustan pen- ingaskáp. Upplýsingar í síma 621440. Frystikista Til sölu 250-260 lítra frystikista, ný- leg, selst á hálfvirði. Upplýsingar í síma 51643. Kettlingur 5 mánaða gamall kettlingur fæst gefins. Upplýsingar í síma 674047. Trjáklippingar Klippi tré og runna. Veiti alhliða garðyrkjuþjónustu. Uþplýsingar í síma 16679, Jón Júitus garð- yrkjufræðingur. Fjallahjol til sölu Upplýsingar í síma 75990. Rúm, sala - skipti Rúm til sölu, 11/2 breidd + 2 nátt- borð eða skipti á stærra rúmi (Fullri breidd). Upplýsingar í síma 17182. Barnakerra óskast Óska eftir að kaupa barnakerru með skerm og svuntu. Uppl. í síma 20045. ÞJÖÐVILJINN blaðið sem vitnað eri Auglýsið í Þjóðviljanum Sími: 681333 ALWNGI Halldór Blöndal sér um fjörið í efri deild. Verði frumvarp Sjömenninga að stjórnskipunarlögum fær þessi fjörkálfur efri deildar stærra públíkúm frá degi til dags. Stjórnarskrá Sjömenningar vilja eina málstofu Þingmenn úr öllumflokkum nema Sjálfstœðisflokki leggjafram frumvarp til laga um breytingar á stjórnarskrá Alþingi starfi í einni málstofu. Stjórnsýslunefnd alþingis fylgist grannt með framkvæmda- valdinu. Bráðabirgðalög séu lögð fyrir löggjafarsamkomuna til samþykkis eða synjunar eigi síðar en mánuði eftir að þing kemur saman að hausti en falli ella úr gildi. Enginn ráðherra verði jafn- framt alþingismaður. Þing verði kvatt saman eigi síðar en þrem vikum eftir skipunardag nýrrar ríkisstjórnar. Ríkisstjórn beri aukafjárveitingar undir alþingi áður en féð er látið af hendi rakna en ekki löngu síðar einsog nú er lenska. Þetta eru í grófum dráttum þau nýmæli sem þingmenn 5 flokka (allra annarra en Sjálfstæðis- flokks, - frumvarpið var lagt fram fyrir tilurð Þingflokks frjáls- lyndra hægrimanna) vilja að verði stjórnskipunarlög. Fyrsti flutningsmaður er Páll Péturs- son, Framsóknarflokki, en auk hans leggur þetta fólk nafn sitt við frumvarpið: Guðrún Helga- dóttir og Hjörleifur Gutttorms- son Alþýðubandalagi, Sighvatur Björgvinsson og Kjartan Jó- hannsson Alþýðuflokki, Aðal- heiður Bjarnfreðsdóttir Borgara- flokki og Kristín Einarsdóttir Kvennalista. Sjömenningar segja í greinar- gerð að alþingi sé kosið sem ein heild og eðlilegt verði að teljast að þing sem þannig sé kjörið starfi í einni málstofu. Ein mál- stofa skapi meiri festu í störfum alþingis og tryggi að ríkisstjórnir með eins þingmanns meirihluta lendi ekki í erfiðleikum vegna jafniæðis stjórnar og stjórnar- andstöðu í annarri hvorri þing- deild. Með einni málstofu megi endurbæta nefndastörf, fækka fastanefndum úr 23 í 12 en við það gæti hver þingmaður einbeitt kröftum sínum að 1-2 nefndum í stað allt að 6 einsog nú er. Sjö- menningar segja það reynslu er- lendra þjóðþinga að ein málstofa einfaldi alla málsmeðferð og benda enn á að tími ráðherra nýt- ist betur við slíka skipan þar eð hann þurfi þá ekki að ræða sín mál f tvígang, í efri og neðri deild. Sjömenningar vilja stjórn- sýslunefnd sem sinni eftirliti þingsins með störfum stjórnvalda. Ásamt fjárveitinga- nefnd og ríkisendurskoðun. Nefndin hafi vald til að rannsaka mál að eigin frumkvæði sem og að frumkvæði alþingis. Þegar bráðabirgðalög ber á góma verður Sjömenningum ber- sýnilega um og ó. Þeir vilja að bráðabirgðalög verði ætíð lögð fyrir alþingi í upphafi þings. Hummi ráðherrar það fram af sér í mánuð falli lögin úr gildi. Nú falla þau ekki dauð og ómerk fyrr en við þinglausnir að vori. Sjömenningar vilja skerpa skilin milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds með því að skikka nýskipaða ráðherra til þess að láta af þingmennsku. Nú eru 9-10 þingmenn jafnan upp- teknir við ráðherradóm sem þeir geta alls ekki sinnt sem skyldi sakir þingmennsku sinnar. Sjömenningar vilja ennfremur að þing sé kvatt saman innan þriggja vikna frá skipunardegi stjórnar og setja framkvæmda- valdinu skorður við veitingu aukafjár, það verði héreftir lagt í dóm alþingis hvort af slíkum fjár- útlátum verði áður, en ekki eftir að búið er að sólunda skotsilfr- inu. ks Alþingi Umhverfismál fá ráðuneyti Vegvilltur málaflokkur fær loks eigin bás í kerfinu Umhverfismál skipa æ veglegri sess í fjölmiðlum hérlendis sem erlendis, ekki fer á milli mála að fólki verður stöðugt Ijósara hverjar hættur steðja að lífríki og vistkerfi heimsins. Víða í Vestur- Evrópu liggur við sjálft að svívirt umhverfi mannsins, hverskonar mengun og rányrkja, séu mál málanna i pólitískri umræðu þjóðþinga og alþýðu manna. Hér heima hafa ráðamenn verið að vandræðast með umhverfismálin allar götur frá því Geir Hall- grímsson, þáverandi forsætisráð- herra, skipaði nefnd til þess að vinna að heildarlöggjöf um stjórn umhverfismála fyrir réttum 14 árum. Nefnd sú leystist upp og hvarf án þess að vekja eftirtekt en málið var komið á dagskrá og sér loks fyrir endann á því nú. Á hinum fræga lokadegi þing- mála, mánudegi fyrir réttri viku, lagði ríkisstjórnin fram frumvarp sem margir hafa beðið með óþreyju eða til laga um umhverf- ismál en burðarás þess er bálkur um sérstakt umhverfisráðuneyti. Samkvæmt fyrstu grein frum- varpsins er lögunum ætlað að taka til allrar starfsemi og fram- kvæmda sem haft geta í för með sér mengun eða önnur skaðleg áhrif á loft, láð eða lög. Strax í annarri grein segir að sérstakt umhverfisráðuneyti fari með umhverfismál og síðan eru tvö meginsvið umhverfismála skilgreind sem: -Varnir gegn mengun á landi, í lofti, í ferskvatni og sjó. -Vernd náttúru, þar með talið eftirlit með ástandi gróðurs, úti- vistarmál og friðun og verndun villtra dýra og fugla. f lokakafla lagabálksins kemur ma. fram að lögin eiga að öðlast gildi í septemberbyrjun á hausti komanda og verða endurskoðuð eigi síðar en eftir 2 ár. ks 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 18. apríl 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.