Þjóðviljinn - 18.04.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 18.04.1989, Blaðsíða 6
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkaiýðshreyfingar Hvem er verið að brenna? Málefni Ölduselsskóla eru ennþá til umræöu þó aö þeim ætti reyndar að vera lokiö. Þetta er raunaleg saga frá upp- hafi til enda sem nú er verið aö snúa hastarlega upp á; í hvaöa tilgangi veit sá sem ekki spyr. Nú er ekki lengurtalað um það hvernig starfsmönnum og nemendum hefur liöiö í heilan vetur í skóla sem fram aö síðasta hausti var til fyrir- myndar um vinnuskilyrði. Nú er einungis talað um eina manneskju sem á að hafa oröiö fyrir ofsóknum, sem jafnvel eru kenndar við galdra, frá hendi menntamálaráðherra. Þaö sem geröist var að nýr yfirmaður var ráðinn að skóla. Eftir það gengur starfið illa og óánægja brýst út í uppsögnum kennara og mótmælum foreldra. Embættismenn mennta- málaráðuneytis kanna málið vandlega eins og þeim ber skylda til, og komast að þeirri niðurstöðu eftir nákvæma íhugun að best sé að skólastjórinn nýi hverfi af vettvangi. Ekki er honum í kot vísað því hans bíður fyrri starfi við annan vel metinn skóla í borginni. Skólastjórinn er þegar í stað látinn vita af skýrslu embætt- ismannanna og að starfið verði auglýst laust til umsóknar. Honum er boðið að lýsa því yfir áður en auglýsingin birtist að hann hafi ekki áhuga á að taka stöðuna. Ef hann hefði tekið því boði hefði auglýsingin frá ráðuneytinu komið í réttu fram- haldi af yfirlýsingu skólastjórans og enginn þurft að ræða málið frekar. En boðinu var ekki tekið. Þess í stað er reynt að hafa áhrif á orðinn hlut og beðið um að birtingu á auglýsingu um embættið verði frestað þangað til skóla Ijúki. En það er einfaldlega ekki hægt og skólastjóranum er sagt frá því. Ef auglýsingin birtist ekki fyrir lok mars þá ganga uppsagnir kennara í gildi með öllu sem því fylgir. Það er erfitt að skilja hvað vakir fyrir mönnum sem blása þetta mál út í ónáttúrulegar stærðir, og það svona seint. Mikill þrýstingur var orðinn á menntamálaráðherra þegar fyrir áramót að grípa í taumana vegna slæmra vinnuskilyrða í Ölduselsskóla. Hann lét ekki undan þeim þrýstingi vegna þess að honum var í mun að skólahald yrði með eins eðli- legum hætti og unnt var við þessar aðstæður út veturinn. Eins seint og auðið var gerði hann það sem nauðsynlegt þótti til að reyna að tryggja vinnufrið næsta skólaár með fullum fjölda kennara og friði við félag foreldra. Menntamálaráðherra hefði hreinlega ekki haldist uppi lengur að taka ekki ákvörðun í þessu erfiða máli. Til þess eru ráðamenn að þeir taki af skarið að fengnum ráðleggingum bestu manna. Eins og fram kom í Þjóðviljanum á fimmtudag var fjarri því að Svavar Gestsson færi offari í málefnum Sjafnar Sigur- björnsdóttur og Ölduselsskóla. Hvað eftir annað sló hann á frest að birta auglýsinguna eða allt þangað til enginn frestur var lengur eftir. I erfiðu vali milli skólastjórans og starfs- manna og foreldra nemenda við skólann hlaut menntamálaráðherra að taka svari fjöldans. Það er ekki auðvelt að átta sig á hvað þeim mönnum gengur til sem nota stóryrði á borð við galdraofsóknir, rannsóknarrétt og „Berufs Verbot" um mál sem er í eðli sínu eins einfalt og þetta. Ekki er þetta í fyrsta sinn sem maður hættir í starfi vegna þess að vinnustaðurinn hæfir honum ekki. Meiningin með því að setja menn í starf til ársins er einmitt sú að báðir aðilar eigi undankomuleið með fullum rétti ef úthlutun starfsins reynist misráðin. Svavar Gestsson var að rækja skyldu sína þegar hann auglýsti starf skólastjóra við Ölduselsskóla laust til umsókn- ar. Að gera það ekki hefði verið embættisvanræksla. SA KLIPPT OG SKORIÐ Og flokkur datt í tvennt Menn eru hver með sínum hætti að leggja út af því, að allt í einu eru tveir flokkar þar sem einn Borgaraflokkur var áður, eða að minnsta kosti tveir þing- flokkar, ekki nær það nú miklu lengra. Það var reyndar vart við því að búast að sá flokkur stæði iengi sem var til orðinn utan um um einn mann, Albert Guð- mundsson. Ekki síst þegar á dag- inn kemur, að höfuðpaurnum er rétt sama um sitt sköpunarverk þegar búið er að koma honum í annað starf og vill hann reyndar refsa Borgaraflokknum fyrir það vanþakklæti að vilja ekki taka við syni sínum til forystu. Nánar um það í fróðlegu viðtali við Aðal- heiði Bjarnfreðsdóttur í Tíman- um um helgina. Ljósið sem brást Ellert B. Schram skrifaði eins- konar saknaðarleiðara um Borg- araflokkinn í blað sitt í gær. Þar harmar hann það, að Borgara- flokkurinn hafi ekki staðið við það fyrirheit að verða einskonar „tákn litla mannsins sem vildi bjóða flokkavaldinu byrginn, at- hvarf þeirra sem vildu lýsa and- stöðu sinni við yfirgang og sam- tryggingu gömlu flokkanna". Ritstjórinn telur að í fæðingu sinni hafi þessi flokkur orðið að „hreyfingu þúsunda manna sem notuðu atkvæði sín til að rísa gegn sjálfheldunni í pólitíkinni". En allt fór það í vaskinn, segir Ellert, það varð hlutskipti Borg- araflokksins „að tærast upp í inn- byrðis deilum.“ Og þetta telur ritstjórinn afleitt af þessum ástæðum hér: „Þessi niðurstaða er ekki að- eins ósigur fyrir Borgaraflokkinn heldur miklu heldur sigur fyrir gömlu flokkana. Áhlaupið hefur mistekist. Þeir sitja fastir á sínum stað meðan nýir flokkar koma og fara. Samtök vinstri manna og frjálslyndra komu og fóru. Bandalag jafnaðarmanna kom og fór. Og nú er Borgaraflokkurinn kominn og nánast farinn aftur“. Spólað í sjálfheldunni Það er rétt hjá Ellerti Schram, að þegar menn flykkjast til nýrra flokka, þá vona þeir að þeir geti rofið einhverskonar „sjálfheldu" í pólitíkinni. Samtök frjálslyndra og vinstri manna ætluðu að gera þetta með því að sameina alla krata landsins. Tókst ekki. Bandalag jafnaðarmanna lofaði allsherjarendurnýjun á stjórnar- fari. En meginhugmynd flokksins var svo þverstæðukennd (að vinna að valddfreifingu með því að búa til valdamikinn forsætis- ráðherra, kosinn beinni kosn- ingu) að hún gat ekki freistað manna nema stutta stund. Það skipti í rauninni enn meira máli en það að foringi og höfundur flokksins féll frá. Borgaraflokk- urinn, ef satt skal segja, gaf eigin- lega aldrei nein fyrirheit sem túlka mætti á þann veg að hann ætlaði að „rísa gegn sjálfheldu". Þvert á móti: hann var holdtekn- ing þeirrar sjálfheldu sem fólgin er í vinsælustu sannfæringu ís- lendinga. En hún er sú, að það eigi að gera tvennt í senn svo um munar: að lækka skatta (og minnka stórlega útgjöld ríkisins) og um leið að styðja vel og af örlæti við bakið á þeim sem hal- loka hafa farið í samfélaginu (og auka stórlega útgjöld ríkisins). Ekki nema von að menn vilji for- ða sér til Parísar eða eitthvað annað undan afleiðingum þess að - setja aðra eins þverstæðu á oddinn. Nýtt er ekki nýtt Það má vel vera satt sem marg- ir halda fram að íslenskt flokka- kerfi sé úrelt. En hitt er jafnvíst: það hefur ekki gengið vel að breyta því með nýjum flokkum. (Kvennalistinn hefur hér mikla sérstöðu eins og að líkum lætur - enginn getur tekið frá honum hans stóra frumleik að vera ein- kynja hreyfing). Og hvers vegna hefur nýjum flokkum ekki vegn- að betur en raun ber vitni? Svar: það verður of mikið og hratt fall frá þeim glæsivonum, sem kveiktar eru með vel hönnuðu tali um eitthvað NÝTT (það er víst komið á blað þegar í Heimskringlu að gjörn sé alþýð- an til nýjungarinnar) - og svo til þess veruleika, að ekkert er jafn fágætt og raunverulega nýjar hugmyndir í pólitík. Menn sitja uppi með nokkur tilbrigði við velferðarríki og blandað hagkerfi - um þá hluti er í stórum dráttum allsherjarsamstaða. Og þessi til- brigði (með mismunandi áhersl- um á einstaklingshyggju eða fé- lagshyggju eins og þær skila sér í skattapólitík, félagslegu öryggis- kerfi og efnahagsráðstöfunum) eru ekki einu sinni hólfuð í fernt, eftir „gömlu flokkunum". Innan hvers og eins hinna fjögurra flokka eru fleiri en eitt tilbrigði að takast á. Það er því ekki nema von, að fyrirheitin um nýjabrum- ið mikla verði sér fljótlega til skammar, hvort sem hinn ný- sprottni flokkur lendir í stjórn eða stjórnarandstöðu á sinni fyrstu göngu. Meira að segja Kvennó Meira að segja Kvennalistinn, þrátt fyrir sína sjaldfengnu sér- stöðu, meira að segja hann getur komist furðunálægt ýmsum gam- alkunnum mynstrum. Þá er ekki aðeins átt við það, að þegar hug- myndafræðingar hans rekja framvindu mannlegs félags, þá fara þær stundum afar nálægt klassískum marxisma: stundum þarf ekki mikið meira en að skipta á orðunum „borgarastétt" og „karlveldi" og maður veit ekki alminnilega í hvaða texta maður er staddur. Eða þá viðbrögð tals- manna Kvennalistans við kjara- samningi BSRB á dögunum. Þau minntu þennan Klippara hér á ekkert frekar en þá gömlu og margítrekuðu umræðu, sem kall- aði þann sem sættist á fimmkall í kauphækkun stéttarsvikara, en þann sem vildi tíkall (en fékk ekki) sannan málsvara alþýðunn- ar. Hvað sem öllu öðru leið. ÁB Þjóðviljinn Síðumúla 6 ■ 108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufólag Þjóöviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, MörðurÁrnason, SiljaAðalsteinsdóttir. Fréttastjórl: Lúðvík Geirsson. Aðrlr blaðamenn: Dagur Þorleifsson, ElíasMar (pr.).EIísabet Brekkan, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), KristóferSvavarsson, ÓlafurGíslason, Páll Hannesson, SigurðurÁ. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaðs), Þor- finnurómarsson (íþr.), ÞrösturHaraldsson. Framkvœmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrif stofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglysingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Erla Lárusdóttir Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 80 kr. Nýtt Helgarblað: 110 kr. Áskriftarverð ó mánuði: 900 kr. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 18. apríl 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.