Þjóðviljinn - 18.04.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 18.04.1989, Blaðsíða 7
VIÐHORF Sjónarhom landsbyggðarkenn ara Kennarar verða um þessar mundir fyrir allmikilli gagnrýni. Launakröfur þeirra eru m.a. taldar hreint tillitsleysi við verka- lýðinn, sem er launalega mun verr settur en kennarar og berst nú að auki við atvinnuleysi. Þetta verða kennarar á landsbyggðinni vafalaust meira varir við en kenn- arar SV-hornsins, þar sem atvinnuleysi er ekki eins mikið og áþreifanlegt. Auðskilið er að fólk sem lifir við fátæktarmörk, þeir sem eru atvinnulausir og yfirleitt allir þeir sem hafa lægri laun en kennarar, hafi litla samúð með verkfalli HÍK-kennara. Kennarar ættu ekki að búast við öðru. Ekki geta þeir heldur búist við stuðningi nemenda, sem hafa endurtekið orðið fórnarlömb kjarabaráttu. Hins vegar tel ég gott að al- menningur geri sér grein fyrir að kjarabarátta HÍK-kennara er ekki eingöngu sprottin af fég- ræðgi og einnig hinu, að einmitt í atvinnuleysi kemur gildi menntunar skýrt í ljós. Óaglært starfsfólk verður oftast harðast úti í atvinnuleysi. Þess vegna er enn nauðsynlegra en ella að skólarnir séu mannaðir dugandi og áhugasömum kennurum á harðindatímum en í góðærum. Margir kennarar hafa samband við skólasystkin frá mennta- eða háskóla og hafa greiðan aðgang að upplýsingum um laun og lífs- Helga Hreinsdóttir skrifar kjör fólks, sem hefur að baki álíka langt háskólanám og þeir sjálfir. Það fer ekki framhjá okk- ur að laun okkar erfiðis eru mis- jöfn. Vissulega má um það deila hvort munur í mikilvægi starfa réttlæti þennan launamun. Það Kennurum á landsbyggðinni hlýtur öllum að vera það mikið hagsmunamál að ná kennara- stéttinni upp úr þeirri lægð, bæði andlegri og veraldlegri, sem hún hefur verið í um skeið. Við búum nefnilega við þau ósköp sem stafa endaskipti valda öryggisleysi hjá nemendum og draga úr þeirri samfellu í þroska og námi sem æskileg er í þjóðfélagi örra breytinga og stöðugs áróðurs. Eitt gleymist líka oft og það er að mjög margir kennarar eru „Með því að krefjast álíka launa ogfyrrver- andi jafningjar okkar erum við að bendafólki á að störfokkar og börn landsins eru mikil- væg. “ i launamynstur sem liggur nokkuð í augum uppi í þjóðfélaginu gefur til kynna það mat stjórnvalda (og e.t.v. almennings) að störf, þar sem unnið er með fólk, að ekki sé nú minnst á börn og unglinga, séu minna virði en störf, þar sem unnið er með aura og krónur. Þessu gldismati hljóta a.m.k. all- ar uppeldisstéttir að hafna. Með því að krefjast álíka launa og fyrr- verandi jafningjar okkar hafa, erum við að benda fólki á að störf okkar og börn landsins eru mikil- væg. af örum kennara- og leiðbein- endaskiptum. Ég vona að enginn skilji mig svo að ég sé að hallmæla leiðbeinendum, bjargvættum ís- lenska skólakerfisins. Þetta er upp til hópa ágætisfólk, en því miður stoppar það ekki allt lengi við á sama stað. Inn á milli er einnig ungt eða óþroskað fólk, sem gerir sér hvorki grein fyrir mikilvægi reynslunnar né þeirrar menntunar, sem liggur að baki kennarastarfinu, og hefur ekki metnað fyrir hönd kennarastétt- arinnar. Ör kennara/leiðbein- einnig foreldrar og eiga börn sem þurfa að ganga í gegnum menntakerfið. Hér á Austurlandi eru u.þ.b. 40% af þeim sem stunda kennslu í grunnskólum réttindalaust fólk og á framhalds- skólastigi eru leiðbeinendur 60%. Á Vestfjörðum er ástandið jafnvel enn verra, en sem betur fer nokkuð skárra í öðrum lands- hlutum, og skást í þéttbýlinu á horninu góða. Það sárgrætilega er að það er ekki kennaraskortur í landinu, það eru nefnilega til allmargir kennarar, en þeir eru bara í öðrum betur launuðum störfum. Með betri kjörum, en einnig bættri starfsaðstöðu kenn- ara, yrði auðveldara að fá og halda góðu fólki við skólana. Kennarar eru gagnrýndir fyrir að láta sig hag nemenda engu skipta þegar kjarabarátta er ann- ars vegar. Þessi gagnrýni bitnar á kennarastéttinni allri, burtséð frá því, hvort kennarar eru í verk- fallsfélaginu, HÍK, eða,hvort þeir eru í KÍ, sem ekki greiddi atkvæði um hvort beita skyldi verkfalli. Það gleymist oft að það þarf tvo til þegar deilt er og að kennarar eiga í baráttu við harðvítugan andstæðing, sem ber þá væntanlega helming ábyrgðar- innar af þeim skaða sem verkfall veldur nemendum okkar. Hins vegar er einmitt kennur- um afar ljós sá skaði sem nem- endur verða fyrir og svíður sárt. Kennarar eru í mun betri aðstöðu heldur en fulltrúar ríkisvaldsins til að meta vandræði þau sem nemendur hafa af endurteknum hléum í námsferli þeirra. Það er kannski einmitt þess vegna sem HÍK-kennarar eru í verkfalli og geta vel hugsað sér að vera lengi í verkfalli gegn verulegri kjarabót. Við teljum það vera einu trygg- imguna fyrir varanlegum vinnu- friði nemendum okkar til handa. Helga er kennari við Mennta- skólann á Egilsstöðum. Hvemiq samninga og til Iwers? listinn beitti sér fvrir löpim Ég er ein þeirra sem hef átt sæti í samninganefnd SFR og sam- þykkt samkomulag það sem að- ildarfélög BSRB gerðu nú á dög- unum. Samkomulag þetta er ekki upp á háa krónutölu og því ekki mikið sem kemur í vasann. Þess- um samningi fylgja þó ýmis ákvæði, eins og niðurgreiðsla á landbúnaðarvörum, sem hlýtur að koma mörgum til góða. Þá á að tryggja að verðlag verði stöðugt þótt ekki hafi náðst ákvæði um algera verðstöðvun. Þó ætla ég að það geti orðið mjög óþægilegt fyrir ríkisstjórnina ef hún heldur ekki þennan samning. Ég veit að margir segja að ríkis- stjórnir hafi alltaf svikið og það veit ég líka, að þótt við íslending- ar höfum frekar skammtíma- minni en hitt, þá er svo stutt til næstu samninga að ég trúi því að okkur bresti ekki minni þann tíma sem samningurinn gildir. Ríkisstjórnin veit að ef hún held- ur ekki þennan samning þá á hún ekki von á góðu. Vitað er að ekki var hægt að ná lengra án verkfallsaðgerða. Auðvitað er það eina vopnið sem verkalýðshreyfingin á. Ég heyrði Þórhildi Þorleifs- dóttur segja það í sjónvarpi í fréttatíma þegar hún var spurð um samningana, að þeir væru langt frá því nógu góðir. í BSRB væri stór hlutur láglaunakvenna og að samningamenn hefðu ekk- ert hugsað um hag þeirra. Mikið vildi ég að Þórhildur hefði kynnt sér þennan samning dálítið betur en raun ber vitni. En, Þórhildur, þannig er að með breyttum starfsaldursreglum varðandi lægstu launaflokkana hækka laun þeirra verulega. Þegar fullorðið fólk kemur út á vinnumarkað hefur það öðlast reynslu sem frá- leitt er að taka ekki tillit til. Því var mikilvægt að semja um líf- aldurshækkanir eins og hér var gert. Tökum dæmi. 32 ára gömul kona sem er að byrja að vinna og hefur engan starfsaldur, gæti lent í flokki 231 hjá SFR. Hún hefði átt að fara í svonefnt 4. þrep, sem gefur um 42.000 kr. fyrir samn- ing. Eftir samninginn fiyst konan í 8. þrep, en það gerir rúmar 50.000 kr. og til viðbótar koma 2.000 krónurnar. Þannig hækkar þessi kona um 10.000 kr. við samninginn. Ég veit nú að þetta eru ekki háar tölur og þú, Þór- hildur, mundir ekki sætta þig við þær. Þessu til viðbótar koma bók- anir um margs konar réttindam- ál, t.d. lagfæringar á fæðingaror- lofi, uppsagnarfrest lausráðins starfsfólks og réttindi þungaðra kvenna til vinnu. Sum þessara á- kvæða skipta einstaklinga miklu máli þótt þau kosti ríkið ekki mikið fé. Vitanlega má segja að verkalýðsfélög eigi ekki að vera að semja um almenn mannréttindi, eins og fæðingar- orlof, slíkt ætti að koma frá al- þingi. Eðlilegast væri að Kvenna- Sigríður Kristinsdóttir skrifar „En, Þórhildur, þannig er að með breyttum starfsaldursreglum varðandi lœgstu launa- flokkana hœkka laun þeirra verulega. Þegar fullorðið fólk kemur út á vinnumarkað hefur það öðlast reynslu semfráleitt er að taka ekki tillit til. Því var mikilvœgt að semja um lífsald- urshœkkanir. “ listinn beitti sér fyrir lögum um rétt kvenna eins og hér er um að ræða. Ýmsum málum ætti að vera hægt að þoka fram þar við vinnu í nefndum og að reglugerðum. En ekki hefur nóg heyrst frá Kvennalistanum um þessi efni. Því held ég að verkalýðshreyfing- in verði að halda vöku sinni og jafnvel semja á þennan hátt um mannréttindi þeirra sem minna mega sín meðan alþingismenn og -konur láta sitt eftir liggja. Sigríður er sjúkraliði á Landspít- ala og í samninganefnd SFR. [j-NOlVCylp] kœliskápur semer rúmgóöur ogódýr þJÓÐVHJtm - SÍÐA 7 SUMARDAGINN FYRSTA LOKADÁ FÖSTUDAG Húsnœðisstofnun ríkisins og Veðdeild Landsbanka íslands flytja í nýtt húsnœði fimmtudaginn 20. apríl. Vegna flutninganna verður einnig lokað föstudaginn 21. apríi. Mánudaginn 24. apríl hefst starfsemi okkar á ný með eðliiegum hœtti. Við flytjum að SmJRLANDSBRAUT 24. Símanúmer Húsnœðisstofnunar verður áfram 69 69 00 og símanúmer Veðdeildar er einnig óbreytt, 60 60 65. HUSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.