Þjóðviljinn - 04.05.1989, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
Ítalíuskreið
Sjómenn hlunnfamir
Grindavík: Norðlenskirskreiðarverkendurgreiða alltað 80 krónum fyrirfiskkílóið. Sjómenn
fá aðeins 38,60 krónur og mismunurinn kemur ekki til skipta. Skreiðarsamlagið: 1988 voru
flutt út897 tonn af Ítalíuskreið fyrir tœpar 460 miljónir. Hugur ímönnum íár
Sá fiskur sem er seldur héðan
óunninn úr byggðalaginu og
norður í land til skreiðarverkun-
ar fyrir Ítalíumarkað er keyptur
á 80 krónur kflóið á sama tima
sem sjómenn fá aðeins 38,60
krónur fyrir kflóið. Mismunur-
inn sem er rúmlega 41 króna kem-
ur ekki tii skipta. Þetta er auðvit-
að algjört hneyksli og enn eitt
dæmið hvernig farið er með sjó-
manninn af hálfu útgerðar og
vinnslu, sagði Svœvar Gunnars-
son formaður Sjómanna- og vél-
stjórafélags Grindavíkur.
Á undanförnum vikum hafa
farið fram geysilegar fiskflutning-
ar frá vertíðarsvæðunum sunnan-
lands og norður til Eyjafjarðar-
svæðisins þar sem hagkvæmast er
að verka fisk til skreiðaverkunar
fyrir Ítalíumarkað. Svo er að sjá
að fiskkaupendur nyrðra séu ekki
blankir þegar fiskkaup fyrir
skreiðarverkun er annars vegar. í
þessum fiskflutningum lands-
Alþingi
Húsbréf
loks á skrið
Höggvið á vaxtahnút.
Þingslitum frestað um
viku
hluta á milli er allur gangur á
meðferð fisksins en venjulegast
er hann ísaður og settur í kör en
einnig er það til í dæminu að hann
sé fluttur laus á bflpalli hundruð
kflómetra og þá þarf ekki að
spyrja að gæðum hans þegar á
leiðarenda er komið.
Á síðasta ári voru flutt út 897
tonn af Ítalíuskreið fyrir tæpar
460 miljónir króna en 1987 voru
flutt út 827 tonn fyrir 360 miljón-
ir. Að sögn Hannesar Halls fram-
kvæmdarstjóra Samlags skreið-
arframleiðenda er hugur í
skreiðarverkendum í ár og bjóst
hann við að svipað magn yrði
hengt upp til verkunar í ár norðan
heiða. Þó er búist við að einhver
skreiðarverkun verði sunnan-
lands í ár á Suðurnesjum og í
Hafnarfirði sem ekki var 1988
sökum þess að verkunin misfórst
1987. -grh
íslendingar
Færri reykja
og drekka
íslendingar hafa dregið nokk-
uð úr áfengis- og tóbaksneyslu ef
marka má samanburð á sölu
Áfengis- og tóbaksverslunar
ríkisins fyrstu þrjá mánuði þessa
árs og fyrstu þrjá mánuði ársins
sem leið.
Heildarvínsala ÁTVR nam
614.259 lítrum í janúar, febrúar
og mars en af þeim voru 168.332
lítrar hreinn vínandi. Fyrsta árs-
fjórðung í fyrra seldust 687.047
lítrar en þar af voru 182.958 lítrar
vínanda. Vínandasötrið hefur
sem sé dregist saman um 8 %,
Heildarsala bjórs var hvorki
meiri né minni en 1.170.303 lítrar
í marsmánuði, 61.081 alkóhóllítr-
ar. Lövenbreu er langvinsælastur
með 410 þúsund selda lítra. Næst-
ur er Tuborg með 175 þúsund,
Egils Gull með 124 þúsund og
Kaiser Premium með 110 þúsund
lítra.
Sala allra algengustu vínteg-
unda dróst saman, sumra veru-
lega. Ef enn eru bornir saman
þrír fyrstu mánuðir áranna í ár og
í fyrra kemur í ljósa að rauðvíns-
sala dróst saman um 8,77%, hvít-
vínssala um 21,25%, vodkasala
um 5,30%, viskísala um 6,95%
og loks brennivínssala um
15,73%. Að lokum má geta þess
að niður kverkar kirkjugesta
runnu 251,30 lítrar messuvíns eða
40,21 lítri hreins vínanda frá 1.
janúar og fram í marslok!
Raðir reykinga- og neftóbaks-
manna þynnast jafnt og þétt. Sí-
garettusala er 6,6% minni í upp-
hafi þessa árs en í ársbyrjun í
fyrra og sömu sögu er að segja af
reyktóbaki, vindlum og neftó-
baki. ks
Fatlaðir ^
Draumur um sumarfius
Leitað eftir stuðningi hjá almenningi. Söfnunarbaukar í
stórmörkuðum og á sksmmtistöðum
Húsbréfafrumvarpið losnaði
loks úr félagsmálanefnd neðri
deildar alþingis í gær eftir harðar
hríðir en sem kunnugt er skipti í
íjögur horn um afstöðu nefndar-
manna. Forsetar þingsins og for-
menn þinglokka urðu í gær á eitt
sáttir um að fresta þingslitum
fram að 13. degi maímánaðar.
Næsta óvíst er hvort öllum
ljónum hafi verið rutt úr vegi
húsbréfa á alþingi þótt það sé úr
félagsmálanefnd neðri deildar og
að ágreiningi um vaxtamál hafi
verið eytt. Efri deild hefur enn
ekkert fjallað um frumvarpið.
Alþýðubandalagsmenn fengu
því framgengt í gær að vextir af
húsnæðislánum verði aldrei meiri
en 4,5% í tíð núverandi nkis-
stjórnar. Þetta kemur heim og
saman við það markmið fé-
lagsmálaráðherra að vaxtamunur
í húsnæðiskerfinu verði aldrei
nema 0,5-1% því nýverið samdi
ríkið við lífeyrissjóðina um 5%
raunvexti á skuldabréfum.
ks
Sérhannaður bústaður fyrir
okkur kostar á fjórðu miljón
og fámennt félag öryrkja á ekki
möguleika á því að framkvæma
það eitt og óstutt, segir Egill Stef-
ánsson formaður S.E.M.
S.E.M. sem er Samtök endur-
hæfðra mænuskaddaðra, er hóp-
ur fólks sem lent hefur í alvar-
legum slysum og lamast vegna
varanlegra mænuskaða.
Allir félagar eru bundnir við
hjólastóla. Markmið félagsins er
m.a. að veita siðferðilegan og fé-
lagslegan stuðning þeim er lent
hafa í slysum og lamast. Hópur-
inn kemur fram nú í samvinnu við
umferðarráð til þess að vekja at-
hygli á sjálfum sér og bættri um-
ferðarmenningu. í samtökunum
eru 80 manns, allt fólk sem hlotið
hefur mænusköddun eftir slys.
Megniástæða þess að félag þetta
var stofnað var sú að mæta sér-
þörfum þeirra sem eiga það sam-
eiginlegt að hafa orðið fyrir fötl-
un skyndilega.
S.E.M. hefur starfað í tíu ár.
Samtökin áttu m.a. frumkvæðið
að því að Skóli fatlaðra var stofn-
aður árið 1983. Þar skapaðist
tækifæri til að fá kennslu í tölvu-
fræðum, undirbúningsmenntun
fyrir framhaldsskóla og störf á al-
mennum vinnumarkaði. Þannig
hefur S.E.M. stuðlað að betri at-
vinnutækifærum og margir fé-
lagar komist í góð störf út á það.
Nú leita félagar S.E.M. til al-
mennings um aðstoð til þess að
geta komið upp sumarhúsi sem
væntanlega mun rísa í Biskups-
tungum. Einn félaganna, Jón H.
Sigurðsson bóndi úr Biskups-
tungum, hefur í hyggju að gefa
land undir sumarbústað samtak-
anna.
Jón hefur verið sitjandi frá því
1977 er vélbundnir heybaggar
hrundu yfir hann með þeim af-
leiðingum að hann lamaðist. Jón
var bóndi en fór síðan í gegnum
menntakerfið og lauk líffræði-
prófi. Ég er líffræðibóndi á 28.
degi í verkfalli, sagði Jón sem nú
starfar sem kennari við Verslun-
arskólann.
Samtökin leita til almennings
og fyrirtækja um aðstoð til þess
að gera þeim kleift að njóta
þeirrar útivistar sem sumarhúsið
myndi bjóða uppá. Söfnunar-
kassar verða víða m.a. í stór-
mörkuðum og í ýmsum samkom-
uhúsum. Einnig er hægt að leggja
inn á Gíróreikning félagsins nr.
572020 í bönkum og sparisjóð-
um. ' eb
3-4% kaup-
máttarrýrnun
Kaupmáttur tímakaups land-
verkafólks í ASÍ minnkaði um
rúm 3% á milli 4. ársfjórðungs
1987 og sama tíma á liðnu ári.
Tímakaupið hækkaði á þessu
tímabili um 18,1% að meðaltali
en á sama tíma var hækkun fram-
færsluvísitölu 22,1%. Ef miðað
er við hækkun mánaðartekna á
sama tíma þá hefur kaupmátt-
arminnkunin verði meiri eða rúm
4% á þessu tímabili. Þetta kemur
fram f nýútkomnu fréttabréfi
Kj ararannsóknarnefndar.
Ráðningabann
hjá Eimskip
Afkoma Eimskipafélagsins var
neikvæð um nærri 100 miljónir á
þessum fyrsta ársfjórðungi og
hefur félagið ákveðið að grípa til
harðra aðhaldsaðgerða. Sett hef-
ur verið á ráðningabann hjá fyrir-
tækinu og stefnt er að fækkun
fastra starfsmanna. Þá verður
helmingsfækkun í sumarafleys-
ingum nú í sumar miðað við það
sem var á sl. ári. Þessi halíi á
rekstri félagsins kemur til þrátt
fyrir 10% aukningu í flutningum
3 fyrstu mánuði ársins.
Engar undanþágur
fyrir mjólk og kjöt
Bæjarstjórn Blönduóss hefur
mótmælt harðlega framkomnum
tillögum félagsmálanefndar efri
deildar Alþingis um að mjólkur-
stöðvar og sláturhús verði undan-
þegin greiðslu aðstöðugjalds í ný-
jum tekjustofnalögum fyrir
sveitarfélög. Bæjarstjórnin telur
það í fyllsta máta óeðlilegt að
örfá sveitarfélög í landinu verði
með lögum látin greiða niður
verðlag afurða fyrrnefndra fyrir-
tækja til landsmanna allra.
Johann í
áttunda sæti
Garry Kasparov hlaut „Skákósk-
arinn“ fyrir sl. ár, en það eru sér-
fræðingar um skák um víða ver-
öld sem taka þátt í atkvæða-
greiðslu um óskar skákmanna.
Kasparov hlaut 592 stig en á hæla
hans kom landi og erkifjandi
Karpov með 446 stig. Jóhann
Hjartarson lenti í 8. sæti með 147
stig næstur á undan þeim Jan
Timman frá Hollandi og Valery
Salov frá Sovétríkjunum.
Rokkað
í Firðinum
Bæjarbíó í Hafnarfirði verður
annað kvöld vettvangur yngstu
kynslóðar rokkara á hljóm-
leikum þriggja sveita og er sú
splunkunýjasta að undirbúa
sigurför til Sovétríkjanna. Ottó
og nashyrningarnir ætla nefnilega
með „Next stop Sovjet“ í sumar,
en auk þeirra leika sveitirnar Ak-
ústík úr Hafnarfirði og Eftirlitið,
sem leikur lög af plötu sem verið
er að hleypa af stokkunum. Tón-
leikarnirhefjast kl. 21.00 að stað-
artíma.
Stuðningur
við umhverfis-
ráðuneyti
Náttúruvendarráð hefur lýst
ánægju sinni með framkomið
stjórnarfrumvarp um stofnun
umhverfisráðuneytis. Leggur
ráðið áherslu á að nýja ráðuneyt-
inu verði falin stjórnun sem
flestra þátta umhverfismála. Eft-
irlit og varnir gegn mengun svo
og eftirlit með ástandi gróðurs í
landinu hevri undir umhverfis-
ráðuneyti' ' upphafi, ásamt
verndunar og friðunarmálum.
Einnig leggur Náttúruverndarráð
áherslu á að ráðuneytið sinni
forvarnarstarfi í formi fræðslu um
umhverfismál.
Ódýrt útsýnisflug
og stökk
í dag verður opið hús hjá flug-
skólanum Vesturflugi á Reykja-
víkurflugvelli þar sem kynnt
verður flugkennsla og boðið upp
á útsýnisflug við vægu verði. Þá
verður einnig hægt að komast í
útsýnisflug með þyrlu. Sýnt verð-
ur listflug og Fallhlífarklúbbur
Reykjavíkur sýnir stökk og gefur
fólki kost á prufustökki. Flugdag-
skráin hefst kl. 10 árdegis. og
byrjað verður að stökkva kl.
15.00.
2 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Flmmtudagur 4. maí 1989