Þjóðviljinn - 04.05.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.05.1989, Blaðsíða 4
Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd byggingardeildar borgarverkfræðings, óskar eftir tilboðum í eftirfarandi: _______________FRÉTTIR________________ Ljósmœður Elsta launastétt kvenna Ljósmœður halda upp á 70 ára afmœlifélags síns 1. Símakerfi í heilsugæslustöðina Hraunbergi 6. Tilboðin verða opnuð þriðjudaginn 23. maí kl. 11.00. 2. Brunaviðvörunarkerfi og þjófaviðvörunar- kerfi í heilsugæslustöðina Hraunbergi 6. Tilboðin verða opnuð þriðjudaginn 23. maí kl. 14.00. ÚtboðSgögn verða afhent á skristofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000 skilatryggingu fyrir hvort verk um sig. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 Simi 25800 Skrifstofa Alþingis Staða forstöðumanns tölvumála Alþingis er laus til umsóknar Starfssvið: Umsjón meðtölvukerfi Alþingis, þró- un tölvuvæðingar og þjónustu við notendur. Tæki: Wang VS-7010 tölva (4MB minni, 900 MB diskrými) ásamt um 50 einmenningstölvum (Wang og Macintosh), sem verið er að rað- tengja. Verkefni: Helstu verkefnin eru ritvinnsla, útgáfa (WP+ ritvinnsla, prentsmiðjusamskipti og einkaútgáfa)n og vinnsla gagna starfsemi Al- þingis (PACE gagnagrunnur). Umsóknarfresturinn er til 15. maí n.k. og er æskilegt að umsækjandi gæti hafið störf sem allra fyrst. Allar frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Alþingis, sími 11560. FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU: Lausar stöður við framhaldsskóla Viö Fjölbrautaskólann í Breiðholti eru lausar til umsóknar kennarastöður í eftirtöldum greinum: Dönsku, eðlisfræði, sálarfræði, viðskiptagreinum og hálf staða í frönsku. Þá er laus til umsóknar staða námsráðgjafa. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík fyir 1. júní n.k. MENNTAMÁLARÁUNEYTIÐ Styrkir til háskólanáms í Frakklandi Frönsk stjdrnvöld bjóða fram tvo styrki til háskólanáms í Frakk- landi á skólaárinu 1989-90, annan til náms í bókmenntum og hinn í tónlist. Umsóknum, ásamt staðfestum afritum af prófskírteinum og meðmælum, skal skila til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 23. maí n.k. Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ, 28. apríl 1989 Alúðarþakkir fyrir samúðarkveðjur og vinsemd við lát Stefáns Ögmundssonar, prentara. Elín Guðmundsdóttir Ingibjörg Björn og Elísabet, Ragnar, Elín Steinunn og Jón Thor Stefán Bergljót Elín, Karl Sigríður Sunna, Drífa, Ögmundur maí 1919 var stofnað í ■ Reykjavík fyrsta stéttarfélag faglærðra kvenna á Islandi. - Ljósmæður tilheyra elstu launastétt í landinu, en þær hafa verið embættismenn allt frá árinu 1762, er Bjarni Pálsson land- læknir kom því til leiðar að Ijós- móðurinni í Reykjavík var launað úr konungssjóði. Árið 1919 voru 200 ljósmæður í landinu og var Þuríður Bárðar- dóttir frá Raufarhelli í Rangár- vallasýslu, gerð að fyrsta for- manni. Þuríður hafði um áraraðir um- sjón með ljósmæðrafræðslunni, eins stofnsetti hún mæðraheimili í Reykjavík að Tjarnargötu 16 og veitti því forstöðu fyrsta árið. Margt hefur breyst bæði hvað varðar fæðingar og eins málefni ljósmæðra á þessum 70 árum. Upphaflega fór ljósmæðrafræðsl- an fram hjá landlækni og tók námið tvo mánuði, en nú er þetta orðið sex ára nám. Gert er ráð fyrir því, að viðkomandi nemi fyrst hjúkrunarfræði í Háksóla ís- lands og taki síðan Ljósmæðra- skólann sem sérfag á eftir. Hér á landi hafa engir karl- menn útskrifast sem ljósfeður, en í Noregi hefur einn karlmaður gengið í gegnum þessa menntun. Hins vegar störfuðu hér áður fyrr ófaglærðir menn hérlendis sem nefndir voru ljósfeður. Þeirra frægastur er talinn Sveinn Sveins- son fæddur 1799, frá Akrahreppi í Skagafirði, en hann mun hafa tekið á móti 600 börnum. Að sögn Hildar Kristjánsdótt- ur formanns Ljósmæðrafélagsins er menntun ljósmæðra hérlendis fyllilega sambærileg menntun þeirra á hinum Norðurlöndun- um. Starfssvið ljósmæðra er nokkuð breytt frá því sem áður var, enda er þeirra vettvangur nú m.a. inni á heilsugæslustöðvun- um. Ein meginástæða þess að karl- menn hafa ekki sótt í fagið eru launamálin, þetta er kvennastétt með kvennalaun. Eftir sex ára nám eru byrjunarlaun ljósmæðra 51.277 kr. Opið hús verður í Ljósmæðra- skólanum á laugardag kl. 13 og verða þar sýndar gamlar kennslu- bækur og sagt frá vinnuaðstöðu ljósmæðra í gegnum tíðina. Ljósmæðrafélag íslands ætlar síðan að minnast afmælisins i hófi sem haldið verður á Hótel Loft- leiðum á laugardaginn kemur. eb Rœkjuverksmiðjur Grimm samkeppni um hráefnið Lárus Jónsson: Kœmi ekki á óvartþó aðeins 25-30 verksmiðjur vinni rækju af50-60 sem vinnsluleyfi hafa á vertíðinni. Heildarkvótinn23 þúsund tonn á móti 36 þúsund ífyrra eim fækkar sífellt sem treysta sér til að vinna rækju og það kæmi mér ekki á óvart þó aðeins 25-30 verksmiðjur af 50- 60 sem hafa vinnsluleyfi taki á móti út- hafsrækju til vinnslu núna á ver- tíðinni. Þá hefur veiðikvóti báta verið skertur um allt að 40% hjá einstaka bátum þannig að búast má við harðri samkeppni verk- smiðjanna um hráefnið, sagði Lárusjónsson framkvæmdastjóri Félags rækju- og hörpudiskfram- leiðenda. Sæmilegur afli hefur verið hjá úthafsrækjuveiðiskipum að und- anförnu fyrir Norðurlandi en í ár er kvótinn um 23 þúsund tonn á móti 36 þúsund tonnum í fyrra. Þá veiddust aðeins 26 þúsund tonn þannig að miðað við þann afla er samdrátturinn í ár aðeins um 3 þúsund tonn en um 13 þús- und tonn sé miðað við heildar- kvótann 1988 sem ekki náðist að veiða uppí. Á síðustu vertíðum hafa verk- smiðjurnar haft allar klær úti við að tryggja sér hráefni til vinnslu með allskyns yfirborgunum til út- gerða báta og er búist að þær verði ekki minni núna en oftast áður. Hafa útgerðir ma. fengið veiðarfæri sér að kostnaðarlausu frá verksmiðjunum, ókeypis ís og hafnargjöld. Að sögn Lárusar Jónssonar er því ekki að neita að sumar verksmiðjurnar hafa teygt sig of langt í þessum yfirborgun- um miðað við það sem þær hafa síðan fengið fyrir afurðirnar og afleiðingin orðið mun meiri tap- rekstur en ella hefði orðið. Aðspurður um markaðshorfur núna sagði Lárus að Iitlar sem engar birgðir væru í landinu en að 4 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN öðru leyti væri markaðurinn ósköp aðgerðarlítill og verð mjög svipuð og verið hefur. Á síðustu árum hefur þó heitsjávarrækja verið að ná meiri markaðshlut- deild á kostnað kaldsjávarrækju á Evrópumarkaði en hún náði fótfestu á markaðnum þegar verð á kaldsjávarrækju var hvað hæst. -grh Evrópuráðið Þingmannasveít á afmælishátíð Aföstudaginn verða liðin 40 ár frá stonfun Evrópuráðsins. Þann dag mun Finnland gerast formlegur aðili að ráðinu og verða þá öll lýðræðisríki Evrópu, 23 að tölu, orðin aðilar að þessari elstu ríkjastofnun Evrópu. Afmælisins verður minnst í að- ildarríkjunum og í aðalstöðvum Evrópuráðsins í Strasbourg. Þing Evrópuráðsins mun minnast afmælisins með sérstakri hátíðarsamkomu í þingsal aðal- stöðvanna 5. maí nk. Fulltrúar ís- lands þar verða alþingismennirn- ir Ragnhildur Helgadóttir for- maður sendinefndar, Guðmund- ur G. Þórarinsson, Ragnar Arn- alds og Hreggviður Jónsson auk Kjartans Jóhannssonar forseta neðri deildar, sem er sérstaklega boðið sem alþingisforseta. Á há- tfðarfundinum mun m.a. Mitter- and forseti Frakklands ávarpa þingheim. Sama dag verður haldinn ráð- herrafundur Evrópuráðsins í fundarsal ráðherranefndarinnar í aðalstöðvunum. Munu ráðherr- arnir við það tækifæri láta fara frá sér yfirlýsingu þar sem framtíðar- hlutverk Evrópuráðsins verður skilgreint nánar í ljósi breyttra aðstæðna. Fulltrúi íslands þar verður Sveinn Björnsson, sendi- herra, fastafulltrúi íslands í Evr- ópuráðinu. Hið reglulega þing mun svo standa dagana 8.-12. maí. Meðal mála þar verða breytingar á fé- lagsmálasáttmála Evrópuráðsins svo og tengsl Evrópubandalags- ins við sáttmálann um félaglegt öryggi. Ennfremur verður rætt um framtíð Evrópuráðsins í ljósi þróunar Evrópubandalagsins. Lech Walesa og Helsin- ki-mannréttindasamtökin munu fá mannréttindaverðlaun Evr- ópuráðsins úr hendi norska utan- ríkisráðherrans Thorvalds Stolt- enbergs nýkjörins formanns ráð- herranefndarinnar við athöfn í þingsalnum hinn 10. maí. 1 V * v V

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.