Þjóðviljinn - 04.05.1989, Blaðsíða 7
VIÐHORF
Vamarieikur í fyrri hálfleik
Gamalreyndur sjávarútvegs-
höldur sagði í nýlegri blaðagrein
að fimm draugar hefðu sótt að
sjávarútveginum á undanförnum
árum. Hverjir eru þessir fortíðar-
draugar? Hverjir vöktu þá upp?
Hvernig verða þeir kveðnir nið-
ur? Við skulum virða fyrir okkur
þetta draugagallerí.
1. Minni afli.
2. Lækkandi verð á erlendum
mörkuðum.
3. Mikil skuldsetning frá fyrri tíð
(einkum í góðærinu).
4. Ohóflegur fjármagnskostnað-
ur.
5. Heimatilbúin verðbólga langt
umfram verðbólgu í viðskipta-
löndum.
Það fer ekki framhjá neinum
að forustusauðir Sjálfstæðis-
flokksins þykjast nú vera miklir
særingameistarar. Þeir fara í tíma
og ótíma með sömu særingarþul-
una: Patentlausnin er ný gengis-
fellingarkollsteypa. Annað hafa
þeir ekki til málanna að leggja.
Ég minnist þess hins vegar að
þeir voru svo draughræddir undir
lokin, í tíð fyrri ríkisstjórnar að
þeir máttu vart vatni halda. For-
maðurinn lagðist undir feld í
Florída; varaformaðurinn gróf
sig í sand á Kýpur. Heimkomnum
ofbauð þeim svo draugagangur-
inn að þeir stukku fyrir borð. Ég
veit ekki hvort var háðulegra:
draughræðslan þá - eða manna-
lætin núna. Eða hvort er verra:
barlómurinn eða patentlausnin.
En kíkjum nú framan í fortíð-
ardrauga þeirra Sjálfstæðis-
manna og prófum, hversu vel
gefst særingarþulan.
Fortíðardraugar
1. Aflasamdráttur: Ekki bætir
gengisfellingin úrþvf. Við honum
þarf að bregðast með því að
sækja aflann með minni tilkostn-
aði. Með úreldingu fiskiskipa,
eins og frv. sjávarútvegsráðherra
leggur til. Með því að færa kvóta
milli skipa og leggja öðrum. Með
því að draga úr tilkostnaði eða
auka söluverðmæti. Til þess duga
Jón Baldvin Hannibalsson skrifar
engar patentlausnir, eins og allir
þekkja sem reynslu hafa af
rekstri. Að þessu er unnið í sam-
starfi fyrirtækja og stjórnvalda,
með sýnilegum árangri.
2. Lækkandi fiskverð erlendis:
Gengislækkun fjölgar að vísu
krónum í vasa útflytjenda í bili.
En á móti kemur að hún hækkar
höfuðstól skulda, verðbólgu,
vexti og verð á innfluttum að-
föngum jafnóðum. Sumsé: skott-
með: hóflegri gengisaðlögun,
lengingu lána, lækkun vaxta,
fjárhagslegri endurskipulagn-
ingu, samruna fyrirtækja o.s.frv.
Sum fyrirtæki voru svo grátt
leikin að þeim verður ekki bjarg-
að. Önnur eru að komast á lygn-
ari sjó í rekstri. Tölur forsætis-
ráðherra tala sínu máli: Fram-
legð, tekjuöflun ríkissjóðs.
Meðaltöl um afkomu í sjávar-
útvegi villandi: Manni sem stend-
nema þau sem í tíma eru tekin.
* Hvers vegna stigu Sjálfstæðis-
menn ekki á bremsurnar þegar
fjárfestingaræðið var á fullu?
* Hvers vegna létu þeir eyði-
leggja Verðjöfnunarsjóð fiskiðn-
aðarins, sem átti að safna fé til
mögru áranna?
* Gamii húsgangurinn lýsir
þeimrétt: Þeir sem að aldrei
þekktu ráð, þeir eiga að kenna
hinum.
„Það kemurfyrirgóð keppnislið, eins og
núverandi ríkisstjórn er, aðfalla íhugsýki í
hálfleik. Réttu viðbrögðin eru hins vegar að
endurskipuleggja sóknarleikinn, hvetja liðið
til dáða, svo aðþað einbeiti sér aðþvíað vinna
seinni hálfleik, sem við munum gera.
Ríkisstjórnin mun sitja útkjörtímabilið. “
ulækning, við óbreyttar aðstæð-
ur.
Sjálfstæðismenn tala heldur
ekki hátt um það að gengisfell-
ingarkollsteypan þeirra mundi
rústa lífskjör fólksins í landinu,
og þar með rjúfa vinnufriðinn,
sem ríkisstjórnin er nú að tryggja
með hóflegum kjarasamningum.
Ríkisstjómin hefur vissulega
aðlagað gengið í áföngum, án
þess að efna til kollsteypu sem
mundi ríða fyrirtækjunum að
fullu. Markmið hennar er að
lækka raungengið, þ.e. tilkostn-
að fyrirtækja í samanburði við er-
lenda keppinauta.
Þarna er vandrataður með-
alvegurinn: Aðtryggja viðunandi
rekstrargrundvöll og fulla at-
vinnu, án þess að níðast á lífs-
kjörum þeirra sem verst eru sett-
ir.
Ríkisstjórnin hefur reynt að
þræða hinn gullna meðalveg
ur með annan fótinn í sjóðheitu
vatni en hinn frosinn upp að hné,
býsna kalt að meðaltali. Af-
komutölur taka ekki nægilegt til-
lit til: Verðbóta á frystan fisk,
skuldbreytinga, lækkunar vaxta,
fyrir utan að gjörgæslufyrirtækin
draga meðaltalið niður.
Vandi fyrirtækjanna núna er
fyrst og fremst skuldabyrði frá
fyrri tíð og of hár fjármagns-
kostnaður. Hann verður ekki lag-
aður með gengisfellingu - þvert á
móti.
3. Skuldsetning í góðærinu:
Leysir gengisfelling þann vanda?
Nei, hún mundi riða mörgum
skuldugum fyrirtækjum að fullu.
Hún hækkar höfuðstól skulda,
hækkar fjármagnskostnað og
mundi framkalla þvílík átök á
vinnumarkaíji, að ekki þyrfti um
sárt að binda. Sumsé skottu-
lækning.
Það eru fá góð ráð í hagstjórn
4. Óhóflegur fjármagnskostn-
aður: Gengisfelling þýðir óða-
verðbólga og vaxtasprenging.
Hún mundi gera illt verra.
Ríkisstjórnin vinnur sam-
kvæmt áætlun að endurskipu-
lagningu fjármagnsmarkaðarins
og lækkunar raunvaxta. Ríkið
gengur á undan með góðu for-
dæmi í samningum við lífeyris-
sjóði og með lækkun raunvaxta á
spariskírteinum ríkissjóðs (9,5 -
7,5-5,0%). Verðbréfafyrirtækin
hafa neyðst til að lækka vexti.
Með lækkandi verðbólgu er
stefnt að afnámi verðtryggingar.
Með nýrri gengis- og
verðbólgukollsteypu mundum
við fjarlægjast það markmið.
* Ráð Sjálfstæðisflokksins í
þessum efnum er því líka óráð.
Hann reyndist illa í ríkisstjórn og
hann reynist óráðhollur í stjórn-
arandstöðu.
NB. í þjóðsögunni fitnaði púk-
inn á fjósbitanum af illum
munnsöfnuði sbr. barlóm og
bölmóð stjórnarandstöðunnar. I
veruleika samtímans hafa fjár-
magnseigendur leikið þetta hlut-
verk. En hverjir vöktu upp þann
draug og þorðu síðan ekki að
horfast í augu við hann? Sá gæf-
usnauði Galdra-Loftur býr í Val-
höll og kennir sig við frjáls-
hyggjutrúboðið. Forustumenn
Sjálfstæðisflokksins eru alltaf að
rugla saman frjálslyndi og stjórn-
leysi. Þeim tókst að virkja verstu
öfgar frjáls markaðar í þjónkun-
arþörf sinni við eigendur
fjármagnsins.
* Þeir koma óorði á frelsið eins
og rónarnir á brennivínið forð-
um.
Afleiðingarnar blasa nú við:
Útflutningsfyrirtækin að kikna
undan fjármagnskostnaði, rúin
eigin fé sem nemur milljörðum,
sem hefur hafnað í fjárhirslum
víxlaranna. Fyrirhyggjuleysið í
góðærinu endaði í frjálshyggju-
slysi, sem atvinnulífið sýpur nú
seiðið af.
* Vextir voru gefnir frjálsir án
þess að sett væri rammalöggjöf
um starfsemi verðbréfa- og
fj ármögnunarleigufyrirtæk j a;
* án þess að bankakerfið væri
endurskipulagt til þess að draga
úr vaxtamun;
* án þess að Sjálfstæðismenn
gerðu sér grein fyrir því að hér
væri um að ræða lokaðan
fákeppnismarkað, þarsem óseðj-
andi eftirspurn eftir lánsfjár-
magni mundi sprengja vexti upp
fyrir öll okurlög;
* án þess að þeir Sjálfstæðis-
menn gerðu sér grein fyrir afleið-
ingum gerða sinna:
Að ávöxtunarkröfur fjármagns
urðu langt umfram það sem
nokkur venjulegur rekstur getur
skilað eigendum sínum f arð.
Svo kalla þeir þetta þjóðnýt-
Framhald á bls. 13
Jón Baldvin er formaður Alþýðuflokks.
ins. Grein hans er stytt útgáfa af
ræðu hans við eldhúsdagsumræður
fyrir skömmu.
Opið bréf til Guðmundar J. Guðmundssonar
Mosfellsbæ, 24.4. 1989
Heill og sæll Guðmundur minn!
Ég vona að þú misvirðir ekki
þetta kumpánlega ávarp en þú ert
nú eins og heimilisvinur svo oft
sem þú, sem málsvari launa-
manna, eiginlega skýst inn í stofu
hjá mér gegnum sjónvarp, útvarp
og blöð.
Á vissan hátt hefur mér líka til
þessa þótt þú vera minn talsmað-
ur því enda þótt ég sé kennari,
hef ég alltaf litið svo á að ég væri
launamaður í undirstöðuatvinnu-
vegi (og sá er líka skilningur míns
æðsta yfirboðara, Svavars Gests-
sonai, sbr. viðtal við hann í Dæg-
urmálaútvarpi á Rás 2 í síðustu
viku.)
Oftast hefur mér þótt þú tölu-
vert slunginn baráttumaður fyrir
málstað þinna manna, en í dag
þegar þú lýstir yfir í útvarpinu,
eftir vel heppnaðan Dagsbrúnar-
fund, að þú hefðir ekki samúð
með málstað okkar sem nú erum
búin að vera í verkfalli síðan 6.
apríl og sneiddir að okkur fyrir að
vilja breikka launabilið, skaust
þér þótt skýr sért og forláttu mér
að ég get ekki orða bundist, en ég
met samningsstöðu okkar
launþega svo að við þurfum að
styðja hvert annað, ekki ford-
æma.
Þú kvartaði líka yfir því að hafa
staðið í árangurslausum við-
ræðum við viðsemjendur ykkar
síðan um páska, en ég get frætt
þig á því, að okkar samningar í
frá Þyri Arnadóttur
Hinu íslenska kennarafélagi eru
búnir að vera lausir síðan um ára-
mót í fyrra og lengst af hefur eng-
inn viljað ræða við okkur, ekki
einu sinni um það sem er vanefnt
lenska alþýðu alltaf dreymt um
að setja börn sín til mennta og
búa þeim það besta veganesti
sem hún þekkti til að tryggja betri
þjóðarafkomu? Það hefur líka
samninganefnda ríkisins og
vinnuveitenda sem undanfarið
hefur kyrjað linnulausan
áróðurssöng um að hver króna
sem opinberir starfsmenn fái í
„Það er verið að etja okkur launþegum saman til að við missum sjónar áþvísem er ■gPHj
mergurinn málsins, nefnilegaþvíað
fjármagninu í þessu landi er rangiátlega skipt Wtk \ýjH|
og þorri launþegafær ekki sanngjörn laun
fyrir vinnuframlag sitt. “ [fcb -Æf
af samningsákvæðunum frá 1987.
Að sama skapi sem þín ummæli
hryggðu mig, gladdi óvæntur
stuðningur frá Snótarkonunum
góðu heima í Vestmannaeyjum,
sem í dag sendu okkur stuðnings-
yfirlýsingu og fjárframlag í verk-
fallssjóð. Stuðning Snótarkvenn-
anna tek ég sem vitnisburð um að
þær hafi skilið það sem ég vil
segja þér með þessu bréfkorni,
að það er fleira sem sameinar
okkur launþega en það sem grein-
ir okkur að. Ef til vill finna þær til
samstöðu með okkur vegna
barna sinna, því hefur ekki ís-
sýnt sig að vera mesta gæfa ís-
lands að eiga vel upplýsta alþýðu.
Hún er okkar allra dýrmætasta
auðlind og við höfum uppskorið
ríkulega fyrir hvert mennta og
menningarfrækorn sem sáð hefur
verið í þann jarðveg.
Tekjuskiptingin
er ranglát
En aftur til þín Guðmundur
minn. Hvernig má það vera að
þú, sem hefur mörg ár og mikla
reynslu umfram minn vesaling
hafir látið glepjast af grátkór
launabætur yrði tekin frá þeim
sem lægst hafa launin?
Það er svo sem ekki nema von
að verkafólk, sem er sárgramt og
örvæntingarfullt yfir bágum
kjörum láti glepjast um stund
þegar því er bent á mögulegan
blóraböggul, en þú ert ekki sá ný-
græðingur í kjaramálabaráttunni
Guðmundur, að þér ætti að dylj-
ast að það er verið að etja okkur
launþegum saman til þess að við
missum sjónar á því, sem er mer-
gurinn málsins, nefnilega því að
fjármagningu í þessu landi er
ranglátlega skipt og þorri
launþega, opinberir og á al-
mennum markaði fá ekki sann-
gjörn laun fyrir vinnuframlag
sitt. Sjáðu nefnilega til, á sama
tíma og launþegum er sagt að
engir peningar séu til, lýsa fjár-
málafyrirtæki, svo sem verð-
bréfafyrirtæki og bankar, yfir
milljarðagróða, þar af bankar og
helstu sparisjóðir einir yfir 800
millj. í hreinan hagnað (sbr. við-
skiptablað Mbl. frá 6. aprfl sl.) og
þarf þó enginn að efast um , að
allt hefur verið tínt til í frádrátt-
arliðinn áður en endanleg upp-
gjör koma fyrir almenningssjón-
ir.
Það hlýtur líka að vera sam-
hengi milli gróða fjármálafyrirt-
ækjanna og versnandi afkomu
okkar verðtryggingar-húsbyggj-
enda sem á undanförnum árum
höfum þurft að greiða vexti sem
jafngilda eignaupptöku. Og ekki
höfum við, rekstraraðilar heimil-
anna, neina möguleika á að
hlaupast frá ábyrgð okkar með
því að stofna ný fyrirtæki á rúst-
um þrotabúanna, eins og nýleg
dæmi úr viðskiptalífinu eru um.
Það eru líka við launþegar sem
erum hin svokölluðu „breiðu
bök“.
Við, sem ekki höfum mögu-
leika á að stinga neinu undan á
skattframtalinu hversu mikið
sem það kynni að freista okkar,
verðum líka að taka á okkur allar
Framhald á bls. 8
Þyri er kennari og félagi í HÍK.
Flmmtudagur 4. maí 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7
I