Þjóðviljinn - 04.05.1989, Side 8

Þjóðviljinn - 04.05.1989, Side 8
VIÐHORF Berst BHMR fyrír auknum kjaramun? Þjóðviljinn birti eftir mig grein á sumardaginn fyrsta í tilefni af kjaradeilu BHMR og hefur gefið henni ágæta umfjöllun,sem ég þakka. fklipptu og skornu viku síðar gerir -m (Mörður) mig þó að talsmanni kjaramunar í þjóðfélaginu. Ég lít á það sem mistúikun á minni grein, sem væntanlega stafar af því, að ég gerði máli mínu ekki nægilega góð skil. Fyrst er þess að geta, að kjaramunur er ekki það sama og launamunur. Flestir munu sam- mála því, að nokkur launamunur sé nauðsynlegur, t.d. til að menn fái endurgreiddan kostnað af löngu námi og til þess að menn fáist í ábyrgðarstöður. Ætlun mín var hins vegar að benda á, að kjaramunur væri mun meiri en sem þessu nemur og að ekki væri eðlilegt að háskólamenn í ríkis- þjónustu sættu sig við, að kjör þeirra mótuðust eingöngu af samanburði við aðrar láglauna- stéttir, þegar aðrir hópar með sambærilega menntun og ábyrgð njóta mun betri kjara. Það væri jafnvel beinlínis hættulegt með tilliti til uppbyggingar á öflugu menntakerfi og vísindastarfi. í þjóðfélaginu eru margskonar launakerfi. I launakerfi ríkisins er líklega mest breidd með tilliti til menntunar og ábyrgðar. Á yfirborðinu er það nokkuð heilsteypt, en mikið er um auka- greiðslur og álagsgreiðslur og eitthvað er um að menn fái laun fyrir meira en eitt starf án þess að tryggt sé að vinnuframlag þeirra sé meira sem því svarar. Þetta raskar launakerfinu og því fer fjarri, að allir sitji við sama borð. Éin helsta ástæða þessa er sú, að ríkið hefur aldrei, eða a.m.k. Hólmgeir Björnsson skrifar ekki frá því snemma á áttunda áratugnum, rekið jákvæða, heilsteypta launastefnu, heldur hefur inntak hennar verið að þrýsta niður launum starfsmann- inu hafa þurft að safna að sér aukasporslum til að komast í samjöfnuð við meðaliðnaðar- mann. Þá eru aðrar starfsstéttir, sem samkomulaginu, skipta litlu máli. í grein minni benti ég á þennan kjaramun. Hann sjá félagar í BHMR. Þeim var mörgum í lófa „I grein minni benti ég á þennan kjaramun. Hann sjá félagar í BHMR. Þeim var mörgum í lófa lagið að velja séraðra ogarðbœrari braut. Eigum við að láta þá gjalda þess að þeir gerðuþað ekki?“ anna, einkum á samdráttartím- um, til þess að gefa fordæmi á öðrum vinnumarkaði. Því for- dæmi hefur þó að jafnaði ekki verið fylgt, nema e.t.v. núna. Krafa fjármálaráðherra um 4% niðurskurð á launakostnaði án tillits til aðstæðna er í svipuðum anda og reyndar engin sérstök nýjung. Hin eðlilegu viðbrögð við þessum þjösnaskap eru að leita allra útgönguleiða og hefur það stuðlað að ringulreið í kjar- amálum, eins og áður er vikið að. Það væri verðugt verkefni fyrir fjármálaráðherra úr röðum Al- þýðubandalagsins að móta nýja og jákvæða launastefnu. Innan ASÍ er minna samræmi í launakjörum starfstétta. Þar skera iðnaðarmenn sig úr. Þeir hafa löngum haft þau kjör, að menn í efri launaflokkum hjá rík- einnig liggja langt fyrir ofan. Ég gæti nefnt dæmi, en hætt er við að slík upptalning mótaðist um of af fordómum vegna vanþekkingar þess er þetta skrifar. Þá má ekki gleyma eftirspurnar- eða uppboðsmark- aðinum. Ég reyndi í grein minni að benda á pólitískar ástæður þess, að hann hefur eflst, frjáls- hyggjuna svonefndu. Loks má nefna það launakerfi, sem mætti nefna „gakk þú í sjóð- inn og sæktu þér hnefa", en því aðeins að þú sért stór og sterkur. Sumt af því, sem talið var upp hér að ofan fellur undir þetta kerfi. Þeir, sem í alvöru vilja stuðla að kjarajöfnun í þjóðfélaginu þurfa að snúast gegn þessu kerfi. Þær óverulegu breytingar á launa- hlutföllum, sem urðu í BSBR- lagið að velja sér aðra og arðbær- ari braut. Eigum við að láta þá gjalda þess, að þeir gerðu það ekki? Sömuleiðis eiga margir þess kost að leita út á annan vinnumarkað og fá þar mun betri kjör. Hjá því verður þó e.t.v. aldrei komist. Það er í þessa átt, sem BHMR horfir, þegar það setur fram kaupkröfur og telur sig vera að jafna kjaramun frem- ur en auka. Ég skal játa, að ég er í hópi þeirra, sem telja að forystu BHMR hafi brostið pólitískt innsæi, þegar hún valdi tímann til kjarabaráttunnar. Ég vil því ekki kenna mannvonsku Ólafs Ragn- ars og Indriða H. að fullu og öllu um hvernig komið er. Um ein- stök atriði í kröfugerðinni má Iíka deila. Ástæða staðfestunnar af hálfu BHMR er þó sú, að fjöl- marga félaga okkar, sem eru eignalausir eða með miklar hús- næðisskuldir auk námsskulda, skortir biðlund. Þeir sjá, hve jafnaldrar þeirra hafa margir komið sér vel fyrir. Þeir sjá líka, að ríkið horfir ekki í að greiða einkafyrirtækjum hátt gjald fyrir þjónustu, sambærilega við þá, sem unnin er á stofnunum þeirra. Sum einkafyrirtæki eru nánast á ríkisframfæri, en þau greiða miklu hærri laun en ríkið. „Gakk þú í sjóðinn, og sæktu þér hnefa“. Á síðasta kjörtímabili var stefnt að því, að þjónusta ríkisins færð- ist í þetta horf. Einkavæðing op- inberrar þjónustu minnir mig að það væri kalla. Ríkisstarfsmenn búa við meira atvinnuöryggi er svarið. Rétt er það, að atvinnuöryggið er meira en hjá ýmsum smærri fyrirtækj- um, en tæpast meira en hjá ýms- um stórfyrirtækjum Iandsins. Æviráðning ríkisstarfsmanna er nefnilega að miklu leyti úr sög- unni, þótt fáir virðist hafa áttað sig á því. Og ekki er atvinnuör- yggi stundakennara eða „leiðbeinenda" mikið. Það er reyndar merkilegt með okkur íslendinga, hvað við látum okkur margir launakjör í raun- inni litlu varða, bara ef við kom- umst sæmilega af. Öðru vísi er ekki hægt að skýra það, að flestir vilja hverfa heim að loknu fram- haldsnámi erlendis, þótt þar bjóðist sérmenntuðu fólki víðast mun betri kjör. Hins vegar þolum við ekki, að traðkað sé á rétti okkar. Hólmgeir er tölfræðingur hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins og í Félagi íslenskra náttúrufræðinga. Opið bréf Framhald af bls. 7 byrðarnar fyrir stóreignamenn- ina, sem greiða vinnukonuskatt- ana. Og þótt útgerðin um allt land sé á hvínandi hausnum sést það ekki á því útgerðarmaðurinn lepji dauðann úr skel, og þótt ráðamenn þjóðarinnar kveini um tóman ríkiskassa dregur hvergi úr utanlandsferðum ráðherra og þingmanna, svo dæmi séu nefnd um hvar peninga virðist vera að finna. Hvererukjörhasknla- menntaðra ríkisstarfs- manna? í upphafí verkfalls okkar birtist eftirfarandi klausa í Þjóðviljan- um. „...innan ASÍ hefur löngum verið landlæg einhverskonar andúð á „mennta- og skrifstofu- liði sem aldrei hefur difið hendi í kalt vatn“ og er síheimtandi meiri laun fyrir gott ef ekki neina vinnu“. Ekki dettur mér í hug að þessi orð séu eftir þér höfð, enda býst ég við að þér sé vel kunnugt um að kennsla, skrifstofuvinna og dýralækningar svo eitthvað sé nefnt, er alvöru vinna sem reynir á þrek, úthald og dugnað manna. En af því að af orðum þínum eftir Dagsbrúnarfundinn mátti jafnvel ráða að þú, eins og nokkrir fundarmanna, héldir okkur há- tekjumenn sem gerum óhóflegar kröfur, langar mig til þess að upp- lýsa þig um hver laun okkar eru nú og hvrrs við krefjumst. Kröfurnar eru í stuttu máli þær „að ríkisstarfsmenn njóti sambærilegra kjara og þeir menn með svipaða menntun, sérhæfni og ábyrgð sem vinna hliðstæð störf hjá öðrum en ríkinu“, eins og það heitir í kröfugerð okkar. Þessum markmiðum viljum við ná á 3 árum en krefjumst t.d. strax hækkunar á lægstu laun, úr 56-59 þús. kr. eftir lengt menntunar, upp í 71.500 kr. Var það annars ekki nokkuð undir þeirri tölu sem einn af þín- um mönnum nefndi sem lág- markslaun á fundinum í Austur- bæjarbíói og þótti síst of há? Það er a.m.k. sú tala sem nefnd var sem byrjunarlaun fyrir verka- mann í stuttri og laggóðri auglýs- ingu í Mbl. 16. apríl án þess að nokkuð væri tekið fram um hverjum kostum umsækjandinn skyldi búinn. í sama blaði gat hins vegar að lesa margar at- vinnuauglýsingar frá ríkinu þar sem óskir vinnuveitandans um háskólapróf og hæfni umsækj- andans, fylltu margar línur en ekkert var tekið fram um hvað vinnuveitandinn byði. Við eftir- grennslan kom í ljós að launin fyrir þessi störf voru umtalsvert lægri en þau sem verkamannin- um buðust, eða frá 62 upp í 67 þús. kr. á mánuði. Að krefjast hárra verkamannslauna í byrjun- arlaun fyrir BHMR-menn þykir okkur ekki ósanngjarnt þegar tekið er tillit til m.a.: 1. Ábyrgðar og álags. BHMR menn vinna störf sem þeir telja samfélaginu nauðsynleg og mörg okkar vinna undir miklu álagi og bera ábyrgð sem oft varðar líf og velferð meðborgara okkar. 2. Ævitekna Háskólamenntað- ir menn koma að jafnaði um 10 árum seinna á vinnumarkaðinn en þeir sem ekki fara í framhalds- nám að loknum grunnskóla. Ævitekjur okkar eru því lægri, sem dæmi má nefna að náttúru- fræðingur í þjónustu ríkisins nær aldrei ævitekjum trésmiðs. 3. Námskostnaður. Þeir sem nú koma úr háskólanámi eru gjarnan með verðtryggðar náms- skuldir sem nema íbúðarverði sem þarf að greiða, jafnframt því sem þetta fólk þarf að koma yfir sig þaki. 4. Samkeppni við frjálsa mark- aðinn. Hærri launa í einkageiran- um valda umtalsverðum flótta úr ríkisþjónustu. í greinum eins og hjúkrun og kennslu fæst ekki nægilega margt hæft starfsfólk, til að manna allar stöður og óttast menn að færri sæki um nám í þessum greinum í framtíðinni. Kaupmáttarskerðing Krafa okkar miðar einnig að því að endurheimta eitthvað af kaupmætti launa okkar, sem eins og allra annarra launþega hefur rýrnað jafnt og þétt á undanförn- um árum, samtímis sem kröfurn- ar til menntunar okkar og starfa hafa breyst og aukist. Af eftirfarandi má fá hugmynd um hversu miklu óhagstæðari samanburðurinn við stétt með jafnlanga menntun á almennum markaði er nú en fyrir 15 árum þegar ég byrjaði að kenna, og hversu miklu verr launin hrökkva: Ég fékk tæplega 50 þús. gamlar kr. í kaup árið 1973, þá með kennarapróf og tvö námsár frá kennaraháskóla í Danmörku. Tæknifræðingur á almennum vinnumarkaði hafði sömu laun. Mjólkurlítrinn kostaði í sept. um 20 kr. og bensínið 23 kr. Fyrír mánaðarkaupið fengust því 25001 af mjólk, 21741 af bens- íni og húsaleigan fyrir 3ja herb. íbúð var 1/5 af mánaðarlaunun- um. Nú í apríl 1989 fær byrjandi í Hinu íslenska kennarafélagi 58.932 kr. í mánaðarlaun. Fyrir þá upphæð fást 990 1 af mjólk, 1345 I af bensíni og telja má veí sloppið ef aðeins helmingur launanna fer í leigu fyrir 3ja herb. íbúð. Ég hef kennt óslitið frá 1973, að undanskildum 4 árum sem ég hef notað til að taka BA próf og viðbótarnám í uppeldisfræði, og laun mín eru nú kr. 71 þús og 16 kr. á mánuði. Samkvæmt upplýsingum sem ég fékk frá tæknifræðingafé- laginu eru iaun tæknifræðings sem starfað hefur óslitið síðan 1973 en ekki bætt við sig menntun, nú kr. 122.379 kr. munurinn er 51 þús 363 kr á mán- uði. Launþegar sameinist í réttlátri launabaráttu f landi þar sem þjóðartekjur eru með því hæsta sem gerist á byggöu bóli, er það óhæfa að Iaunamenn þurfi að leggja nótt við dag til að vinna fyrir nauðþurftum. Úrþsssu verður að bæta tafarlaust. Kjör verkafólks munu hins vegar ekki batna þótt háskóla- menntaðir ríkisstarfsmenn verði láglaunastétt. Ein leið til þess að bæta kjörin, líka fyrir verkafólk, er að meta menntun til launa, og leiðréttu mig Guðmundur ef ég fer með rangt mál er það ekki ein þeirra leiða sem þið reynið að fara til að hækka laun ykkar fólks? Ef svar- ið er jákvætt, hvaða menntun (námskeið) er þá metin til launa hjá ykkur og hversu mikið er vægi hennar? Um leið og ég kveð þig, með mikilli vinsemd og virðingu, heiti ég á þig Guðmundur J. Guð- mundsson og alla þína menn að hugsa dæmið upp á nýtt. Hugsið um það hvort ekki sé mál til kom- ið að við launþegar sameinumst um að krefja viðsemjendur okkar um réttlátari skiptingu þjóðar- teknanna en þá sem við nú búum við. Hugsið um hvernig við get- um krafið fjárplógsstofnanirnar um réttan eignarhlut okkar í því húsnæði sem við flest erum að basla við að eignast á verðtryggð- um okurlánum. Hugsið um það hvort við launþegar höfum efni á því að vera að bítast um hvert okkar kunni að hafa ögn betri spil á hendi en hinir launþegarnir, meðspilarar okkar. Þið getið ver- ið vissir um að það er vitlaust gef- ið og það erum við launþegar í sameiningu sem þurfum að fá að stokka og gefa í næstu umferð. Með einlægri ósk um velgengni í yfirstandandi kjarabaráttu. Þyri Árnadóttir kennari í HÍK Athugið ykkar gang Helga Harðardóttir skrifar í fréttum ríkissjónvarpsins þann 2. maí var sýnt frá fundi fjármálaráðherra og háskóla- menntaðra. Á þessum fundi sýndu háskólamenntaðir svo sannarlega hug sinn til okkar ómenntaðra. Þeir tóku sig til og hlógu og hlógu og hlógu þegar talið barst að Sóknarkonum og einstæðum foreldrum. Hvað skyldu vera svona hlægilegt við Sóknarkonur? Eru það störf þeirra? Hver sinnir öldnum og sjúkum í heimahúsum, hver sér um að halda sjúkrahúsum hreinum, hver, ásamt fóstrum, passar börn á dagvistarstofnunum? Er eitthvað grínaktugt við þessi störf? Það hlýtur þeim að þykja sem þennan fund sátu. Og ágætu háskólamenntaðir. Hvað skyldi svo vera hlægilegt við einstæða foreldra? Slíkt er kannski óþekkt fyrirbæri í ykkar snobbhóp? Ég verð að segja ykkur að mér virki- lega rann í skap við þennan hlátur, og samúðin með verkfall- inu fauk sína leið. Háskólamenntaðir, athugið ykkar gang. Þið eigið ekki meiri rétt til launa en við hin. Ykkar stefna er að verða hættuleg. Þið virðist stefna í að halda ykkur aðal þessa samfélags. En þið haf- ið ekki stuðning okkar hinna. Fyrir hönd margra. Hdga er bæjarstarfsmaSur á Scl- tjaraarnesi. • 8ÍOA - MÚOVHJWN nnMNudasur 4. mal 1«M

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.