Þjóðviljinn - 04.05.1989, Síða 10
FLOAMARKAÐURINN
fbúö óskast keypt
Vil kaupa 2-3 herb. íbúð á 1. hæð
(eða jarðh.) í steinhúsi, helzt ná-
lægt biðstöð strætisv., gjarnan í
Vesturbænum, Norðurmýri eða
Laugarnesi. Mikil útborgun fyrir-
liggjandi, fullnaðargreiðsla innan
árs (Húsnæðisstj.-lán). Uppl. í s.
38218 (e. 681333 Elías).
Frystikista
Til sölu nýleg frystikista 250-260
lítra. Selst á hálfvirði. Upplýsingar í
síma 51643.
Peugeot 504 árg. 77
til sölu til uppgerðar eða niðurrifs.
Þarfnast viðgerðar en er að mörgu
leyti mjög heillegur Nýlegt
segulbandstæki/útvarp. Glænýr
geymir. Glæný kúpling. Ýmislegt í
vél nýtt. Verð: Lítið. Upplýsingar í
síma 681331 og 681310 kl. 9-17 og
36718 á kvöldin.
Til sölu
Mothercare kerra með skermi,
svuntu, sólhlíf, sessu og beisli.
Einnig furuvagga. Upplýsingar í
síma 36435.
Við erum ungt par
sem er að byrja búskap og vantar
allt til alls. Allt kemur til greina. Upp-
lýsingar í síma 32413, Georg.
Sumardekk óskast!
Vil kaupa tvö sumardekk undir
MMC Galant. Sími 681331 kl. 9-17
og 675862 á kvöldin.
Snjódekk óskast
1 stk. Nordekk ICE and SNOW,
stærð 165x13. Upplýsingar í síma
675809 seint á kvöldin.
Þverflauta til sölu
Gemeinhart þverflauta með silfur-
munnstykki til sölu. Upplýsinqar í
síma 11773.
Flugvél
’/s hluti í Cessna 150 árgerð 1975 til
sölu. Verð kr. 160.000. Upplýsingar
í síma 621633 eftir kl. 16.00.
Til sölu
Honda Accord 1980. Vél og skipt-
ing í góðu lagi. Mikið ryðgaður. Nýr
Marmed barnavagn, teak hjónarúm
með náttborðum, springdýnur
fylgja. Nýtt leðurdress, stærð 38-40
(jakki og pils) blátt að lit. Upplýsing-
ar í síma 50934.
Á ekki einhver
svart/hvítt sjónvarpstæki fyrir full-
orðna kona á elliheimili fyrir lítið
verð. Upplýsingar í síma 681693.
Ódýrar felgur
4 felgur af Mözdu 323 fást á gjaf-
verði. Upplýsingar í síma 15731.
Trjáplöntur til sölu
70 stk. ösp 1-2 m, 5-700 kr. Einnig
nokkur stk. birki, reyniviður, víðir,
greni. Upplýsingar í síma 681455.
Til sölu 4 sumardekk
á felgum fyrir Trabant. Selst ódýrt.
Upplýsingar í síma 18648.
Hjólaskautar
Óska eftir að kaupa hjólaskauta nr.
32. Upplýsingar í síma 672414.
Til sölu
Rauður Silver Cross barnavagn til
sölu á kr. 10.000. Einnig hvítur
brúðarkjóll. Upplýsingar í síma
30673 eftir kl. 17.00.
íbúð - Hrísey
Til sölu ca. 80 fm íbúð á góðum stað
í Hrísey. Húsgögn geta fylgt. Leiga
á húsnæðinu kemur til greina. Upp-
lýsingar í síma 30834.
Rifsrunnar gefins
Góðir rifsrunnar fást gefins gegn
því að fjarlægja þá. Upplýsingar í
síma 42935.
Skíðaútbúnaður - tölva
Til sölu Kástler gönguskíði, 2,1 Om,
gönguskíðaskór nr. 43 og göngu-
skíðastafir, 1,35 m. Allt mjög lítið
notað og vel með farið. Á sama stað
er til sölu Spectravideo tölva SV-
3Z8, 32kb, með segulbandi og
nokkrum forritum. Selst ódýrt. Upp-
lýsingar í síma 681331 kl 9-17 og
36718 eftir kl. 19.00.
Barnagæsla
Tófl ára stúlka óskar eftir að gæta
barns á aldrinum 6 mánaða til 2 ára
í sumar. Helst í Þingholtunum, Hlíð-
unum eða Norðurmýrinni. Er vön
barnagæslu. Upplýsingar í síma
14462 eftir kl. 19.00.
Til sölu
hjónarúm úr furu með springdýnum
og 2 stk. Bay Jacobsen heilsudýn-
ur, 90 sm breiðar. Á sama stað er til
sölu 12" strákatvíhjól með hjálpar-
dekkjum. Upplýsingar í síma
79008.
Dagmamma
Get bætt við mig börnum hálfan
eða allan daginn í sumar. Hef nám-
skeið og leyfi. Upplýsingar í síma
84023.
Óska eftir vinnu
18 ára skólapiltur óskar eftir vinnu.
Hefur bílpróf, getur byrjað strax.
Upplýsingar í síma 84023.
Gulur páfagaukur
strauk frá Lundarbrekku í Kópa-
vogi. Þeir sem hafa orðið hans varir
vinsamlegast hringið í síma 43439.
Svefnsófi
Óska eftir að kaupa svartan
svefnsófa (t.d. IKEA Klipaan), vel
með farinn og ódýran. Upplýsingar í
síma 681331 kl. 9-17 og 675862 á
kvöldin.
Ath!
Þú sem fékkst hvítt hjónarúm gefins
í síðustu viku - skrúfurnar eru
komnar í leitirnarl! Hafðu samband í
síma 681310 kl. 9-17 eða 675862 á
kvöldin.
íbúð í Barcelona
4 herbergja íbúð með sólbaðspalli í
miðborg Barcelona til leigu frá miðj-
um júní fram í miðjan september.
Styttri tími kemurtil greina. Upplýs-
ingar í síma 688628.
Gefins
ullargólfteppi um 40 fm, beigelitað.
Á sama stað eru þykkar vetrargard-
ínur til sölu á vægðu verði. Upplýs-
ingar í síma 75476.
Vegna flutninga
eru til sölu gardínur af ýmsum gerð-
um. Seljast ódýrt. Upplýsingar í
síma 84549.
Pennavínur frá USA
36 ára gamall, einhleypur maður
óskar eftir pennavinum á íslandi.
Helstu áhugamál eru: Ljósmyndun,
frímerkjasöfnun, myntsöfnun,
ferðalög og sportbílar. Vill helst
skrifast á við konur en svarar öllu.
Skrifið til Jack M. Colbert, 22 E.
High Street Somerville, N.J.
08876, USA.
Páfagaukar
2 ársgamlir páfagaukar fást gefins.
Búr fylgir. Upplýsingar í síma
672730, Guðbjörg.
Herbergi óskast
18 ára, rólegur og reglusamur piltur
óskar eftir herbergi með aðgangi að
baði. Skilvísargreiðslur. Upplýsing-
ar í síma 672730, Guðbjörg.
fsskápur
Notaður Ignis kæliskápur til sölu.
Stærð 1,30x55. Verð kr. 12.000.
Sími 21903 eftir kl. 17.00.
Fyrir lítið sem ekkert
Til sölu bakarofn, hellur, strauvél,
sláttuvél og ryksuga. Upplýsingar í
síma 42662.
Lada Sport
óskast til kaups. Upplýsingar í síma
25010.
Til leigu
er 2 herbergja íbúð I Þingholtunum.
Upplýsingar í síma 74549.
Til sölu
er hjónarúm með náttborðum og
nýleg barnakerra. Upplýsingar í
síma 51643.
Kettlingur fæst gefins
Upplýsingar í síma 35269.
Bifreið
af gerðinni Datsun 120 AF2 árgerð
'78 til sölu. Bifreiðin er skoðuð '89
og í góðu standi eftir aldri. Verð
20.000. Sími 41087.
Garðskálaeigendur
Tek að mér skipulag og hverskyns
vinnu í garðskálum. Ráðleggingar
um plönturækt, útplöntun, klipping
og fleira. Fagleg þjónusta. Kristín,
garðyrkjufræðingur, sími 16679.
Sófaborð óskast
Stórt, dökkt sófaborð óskast, helst
gamalt. Á sama stað er til sölu Sil-
ver Cross, dökkbrúnn, barnavagn
af stærstu gerð. Sími 41596.
Óska eftir
ódýrum, góðum bíl, helst station.
Upplýsingar í síma 92-12883.
fbúð til leigu
3 herbergja íbúð til leigu í vestur-
bænum á kr. 30.000 á mánuði.
Nánari upplýsingar veitir Sif í síma
83542 eða 17823 eftir kl. 18.00.
MENNING
Páll Leifur Þórarinn
Úr Námum íslensku
hljómsveitarinnar
Yfirskrift tónleika íslensku
hljómsveitarinnar á sunnudaginn
er komin frá Einari Benedikts-
syni: „Mesti og besti auður hvers
lands er fólkið sjálft, sem lifir
þar, hugsar og starfar.“
Meginefnið á tónleikunum er
sótt til aldarinnar sautjándu,
frumflutt verður tónverkið „Sin-
fonia Concertante; ferðalangur
af íslandi" eftir Pál P. Pálsson, en
það er samið út frá ljóðinu „Jón
Ólafsson slysast" eftir Þórarin
Eldjárn. Á undan verður afhjúp-
að glerlistaverkið Perlan eftir
Leif Breiðfjörð, en svo hét her-
skip Danakonungs sem Indíafar-
inn sigldi á um heimshöfin. Lista-
verkin þrjú, ljóðið, glerlistaverk-
ið og tónverkið, voru gerð að til-
hlutan fslensku hljómsveitarinn-
mundsdóttir, Viðar Gunnarsson
og Júlíus Vífill Ingvarsson sívin-
sael lög eftir Sigvalda Kaldalóns,
Emil Thoroddsen, Þórarin Guð-
mundsson, Árna Thorsteinsson
og fleiri.
Tónleikarnir verða sem fyrr
segir í menningarmiðstöðinni
Gerðubergi á sunnudaginn og
hefjast kl. 16.00. SA
Sjang-Eng
áförnrn
Súðustu sýningar á hinu vin-
sæla leikriti Görans Tunströms
Sjang-Eng verða í kvöld og á
sunnudagskvöldið kl. 20.00 hjá
Leikfélagi Reykjavíkur. Ástæð-
an til þess að þeim fer svo hríð-
fækkandi er sú að Sigurður Sigur-
jónsson sem leikur hálft aðalhlut-
verkið er líka í Haustbrúði og
Bílaverkstæði Badda hjá Þjóð-
leikhúsinu og hefur varla tíma til
að vera tvíburi.
Einnig lýkur núna um helgina
sýningum á bráðskemmtilegu
barnaleikriti Olgu Guðrúnar
Árnadóttur, Ferðinni á heims-
enda, sem bæði gagnrýnendur og
áhorfendur á öllum aldri hafa
fagnað innilega. Síðustu forvöð
að sjá það eru á laugardag og
sunnudag kl. 14.00.
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagið í Kópavogi
Morgunkaffi
laugardaginn 6. maí milli 10 og 12 verður Valþór Hlöðversson bæjarfulltrúi
á skrifstofunni, Þinghól, Hamraborg 11. Heitt kaffi á könnunni. Allir vel-
komnir.
Á síðari hluta tónleikanna
flytja einsöngvaramir Elísabet F.
Eiríksdóttir, Hrafnhildur Guð-
Hvörf
Ballettar eftir Hlíf
Svavarsdóttur
Síðasta frumsýning leikársins á
stóra sviði Þjóðleikhússins verð-
ur á laugardagskvöldið 6. maí. Þá
frumsýnir Islenski dansflokkur-
inn fjóra balletta eftir Hlíf Svav-
arsdóttur. Hjálmar H. Ragnars-
son stjórnar hljómsveitinni sem
leikur undir.
Alþýðubandalagið í Kópavogi
Bæjarmálaráð
fundar 8. maí klukkan 20.30 í Þinghól, Hamraborg 11. Rætt um skipulags-
og atvinnunmál. Stjórnin.
ABK
Spilakvöld í Kópavogi
Alþýðubandalagið í Kópavogi heldur spilakvöld mánudaginn 8. maí kl.
20.30 í Þinghóli, Hamraborg 11,3. hæð. Allir velkomnir. Stjórnin.
Alþýðubandalagið Hafnarfirði
Fyrst verður frumfluttur ball-
ettinn Rauður þráður við tónlist
Hjálmars H. Ragnarssonar. Sig-
urjón Jóhannsson gerði búninga,
en dansarar eru: Ásta Henriks-
dóttir, Birgitte Heide, Guð-
munda H. Jóhannesdóttir, Hany
Hadaya, Helena Jóhannsdóttir,
Helga Bernhard, Lára Stefáns-
dóttir, Robert Bergquist og Þóra
Kristín Guðjohnsen.
Hinir ballettarnir heita Innsýn
I og II og Af mönnum, sem hlaut
1. verðlaun í samkeppni dans-
skálda á Norðurlöndum í Osló
fyrir ári.
III
lítasjónvarp
er Qárfestíng
ív-þýskam
gæöumog
falíegum
III: lítum
SKIPHOLTI 7 SIMAR 20080 4 26800
Vorfagnaður
Alþýðubandalagið í Hafnarfirði heldur „Vorfagnað" í veitingahúsinu A.
Hansen, föstudagskvöldið 5. maí nk.
Skemmtiatriði og gítarspil. Inngangseyrir innifalinn í matarverði. Félagar
fjölmennið og takið með ykkur gesti. Fögnum vorkomu í Firðinum. Nánar
auglýst síðar.
Stjórn ABH
FLÓAMARKAÐURINN
Sumardekk
3 góð sumardekk 165-15 á Volvo-
felgum til sölu. 1000 kr. stk. Fleiri
felgur fást gefins. Einnig barnabíl-
stóll á kr. 1.000. Sími 17198 eftir
hádegi.
Gömul eldavél óskast
Sími 15680.
Til leigu
16 fm herbergi í Seljahverfi. Sérinn-
gangur, bað og snyrting. Leigist að-
eins reglusamri stúlku. Upplýsingar
í síma 71891.
13-16 ára stelpur
Viljið þið passa 7 mánaða kríli
stundum um helgar fyrir smáaur.
Jóhanna, sími 25610.
Hlutastarf óskast
Bandarískur maður óskar eftir
hlutastarfi, helst seinnipartinn eða
næturvinnu. Upplýsingar í síma
18403, Thomas.
Part time job
A male person seeks a job in the
afternoon or a nightjob. Please call
Thomas, tel. 18403.
Peningar í boði
Húsnæði óskast I Reykjavík handa
um 30 erlendum stúdentum frá 16.
júlí- 17. ágúst n.k. Þeir sem hafa
áhuga á að leigja þeim herbergi,
íbúð eða jafnvel hús, hafi samband
við Ulfar Bragason í síma 26220
eða 21281.
Framhaldsskólanemar
athugið!
Tek að mér að kenna framhalds-
skólanemum ensku og frönsku í
aukatímum. Tala íslensku. Hafið
samband við David Williams í síma
686922 eða 33301.
íbúð óskast
Feðgin óska eftir að taka á leigu 2-3
herbergja íbúð I Hólunum eða Vest-
urbergi. Uþplýsingar í síma 79216
eftir kl. 19.00.
Kettlingur til sölu
Upplýsingar í síma 17243 eða
621440.
Myndlistarmaður
og söngvari
Þessa menn vantar íbúð. Helst 3
herbergja sem næst miðbæ, sem
fyrst eða fyrir 1. júní. Meðmæli og
öruggar greiðslur. Upplýsingar í
síma 23404.
Flóamarkaður
Opið mánudaga, þriðjudaga og
miðvikudaga frá kl. 14-18. Enda-
laust úrval af góðum og umfram allt
ódýrum vörum. Gjöfumv eitt mót-
taka á sama stað og tíma. Flóam-
arkaður SDÍ Hafnarstræti 17,
kjallara.
Ný fótaaðgerðarastofa
Veiti almenna fótsnyrtingu, fjarlægi
líkþorn, meðhöndla inngrónar negl-
ur, fótanudd. Guðríður Jóelsdóttir
med. fótaaðgerðarsérfræðingur
Borgartúni 31, 2. h.h., sími
623501.
Pels
Svo til nýr, síður pels til sölu.
Dökkbrúnn úr heilu oppossum
skinni frá Nýja-Sjálandi. Frekar stór
stærð, 40-42. Hægt er að snúa
pelsinum við, og nota skinnið inn á
við utan á er svart regnhelt efni:
Fallegt snið, sterkt skinn. Einnig ti!
sölu stuttur pels. Selst á lítið sem
ekkert. Upplýsingar hjá Helgu í
síma 35103.