Þjóðviljinn - 04.05.1989, Qupperneq 11
ERLENDAR FRÉTTIR
A tlantshafsbandalagið
Vestur-Þjóðverjar
þreyttir á forustu
Engilsaxa
Ótti við nýtt bandalag Þýskalands og Sovétríkjanna í stjórn- og
efnahagsmálum skýtur upp kollinum
Afjögurra áratuga afmæli Atl-
antshafsbandalagsins er kom-
inn til sögunnar innan þess alvar-
legur ágreiningur um skamm-
dræg kjarnavopn í Evrópu.
Bandaríkin og Bretland vilja að
bandalagið taki hið snarasta
ákvörðun um að staðsetja á
meginlandi Vestur-Evrópu
kjarnaflaugar ■ stað Lance-flaug-
anna, sem það hefur þar nú, og er
gert ráð fyrir að nýju flaugarnar
verði miklu langdrægari en
Lance. Vestur-Þýskaland vill að
ákvarðanatekt um þetta verði
slegið á frest til 1992 og að þangað
til verði reynt að ná samkomulagi
við Varsjárbandalagið um gagn-
kvæma fækkun slíkra flauga f
Evrópu.
Með sér hefur Vestur-
Þýskaland í deilu þessari Noreg,
Danmörku, Belgíu, Spán, Ítalíu
og Grikkland og Frakkland virð-
ist vera beggja biands. Tillögur
Vestur-Þjóðverja um þetta eru
raunar nálægt tillögum um sama
efni, sem Varsjárbandalagið
lagði fram ekki alls fyrir iöngu.
Vegna þess hve afslappað
ástandið er orðið í samskiptum
austur- og vesturblakkar hafa
menn á Vesturlöndum yflrieitt
tekið þessum ágreiningi með stiil-
ingu. Sumar af ástæðunum fyrir
afstöðu vesturþýsku stjómarinn-
ar f málinu iiggja nokkuð f augum
uppi. Ef svo hörmulega tækist til
að umræddum flaugum yrði
beitt, eru allar líkur á að þær
myndu flestar springa í Þýska-
landi. Niðurstöður skoðana-
kannana benda til þess, að meiri-
hluti Vestur-Þjóðverja vilji ekki
nýjar flaugar í stað Lance og sé
hlynntur viðræðum við Sovét-
menn um flaugafækkun. Stjórn
Kohls nýtur um þessar mundir
takmarkaðra vinsælda heimafyrir
og er þar af leiðandi sérlega treg
til að ganga gegn vilja almennings
í þessu efni, ekki síst með hlið-
sjón af kosningum til sambands-
þingsins, sem fram eiga að fara
næsta ár.
Ljóst er einnig, að stjórn Kohls
er ófús til að gera nokkuð, sem
gæti orðið til þess að spilla batn-
andi samskiptum Vestur-
Þýskalands og austurblakkarinn-
ar. Afstaða Vestur-Þýskalands
og ríkja þeirra annarra, sem eru
þess megin í innanbandalags-
deilunni um skammdrægu
flaugamar, er raunar eðlileg af-
ieiðing þfðunnar í samskiptum
blakkanna. En einkum í engilsax-
neskum fréttamiðlum er því hald-
ið fram, að af hálfu Vestur-
Þjóðverja liggi hér fleira að baki
en það sem þegar hefur verið upp
taiið. Meðal þeirra sé nú fyrir
hendi almennur vilji til að láta til
sín taka á alþjóðavettvangi á
þann hátt, að samsvarandi sé
efnahagslegum styrk þeirra. Það
fer ekki milii mála að Vestur-
Þýskaland er öflugasta rfki
Vestur-Evrópu á vettvangi efna-
hagsmála. Vera má því að
Vestur-Þjóðverjum finnist tími
kominn til að þeir marki stefnu
sína í hermálum í samræmi við
eigin hagsmuni'fyrst og fremst, í
stað þess að hlíta í þeim efnum
forustu Bandaríkjanna eins og
hingað til. Breska blaðið The Gu-
ardian segir, að afstaða stjórnar
Kohls í kjarnaflaugamálinu þýði,
að vesturþýska stjórnin hafi, „í
fyrsta sinn eftir heimsstyrjöldina
síðari", slegið því föstu að „hags-
munir Vestur-Þýskalands verði
að ganga fyrir hagsmunum
Bandaríkjanna og Bretlands.“
í þessu sambandi skýtur gamla
hræðslan við Þjóðverja, sem í
áratugi hefur verið á kafi undir
Rússagrýlunni, upp kollinum á
ný. í grein í New York Times er
því slegið fram, að á næsta leiti
við afstöðu vesturþýsku stjórnar-
innar í flaugamálinu geti verið
nýtt bandalag Þjóðverja og
Rússa. Vestur-Þýskaland, sem
þegar er voldugasta efnahags-
veldi Vestur-Evrópu, muni neyta
brotthvarfs jámtjaldsins til þess
að teygja áhrif sín í efna-
hagsmáium yfir Austur-Evrópu
einnig. Gorbatsjov muni sam-
þykkja þetta, gegn ótæpilegri
tækni- og efnahagsaðstoð frá
Vestur-Þýskalandi, er notuð
verði til að endumýja og blása
nýjum þrótti í efnahagslíf Sovét-
ríkjanna. Ráðamenn í Bonn og
Moskvu muni leggjast á eitt um
að knýja austurþýska valdhafa til
eftirgjafar við þá vesturþýsku og
þetta muni um síðir leiða til
endursameiningar Þýskalands.
Greinarhöfundur, sem A.M.
Heimsins börn
Á öndverðum meiði um kjarnaflaugar- Margaret Thatcher og Helmut
Kohl náðu ekki samkomulagi í málinu er þau hittust í sunnudaginn (
þorpinu Deidesheim í Rínarlöndum.
Rosenthal heitir, heldur því
fram, að gangur mála á þessa leið
yrði ekki nema eðlileg afleiðing
þess, að Vestur-Þýskaland væri
ekki lengur hrætt við Sovétríkin
og teldi sig ekki framar komið
upp á bandaríska hervernd, sem
og þess að Sovétríkjastjórn Gor-
batsjovs væri reiðubúin að fara
nýjar leiðir í utanríkismálum. Og
í sameiningu muni sameinað
Þýskaland og uppyngd Sovétríki
geta ráðið mestu i heiminum,
skrifar Rosenthal. Til þess þyrftu
þau ekki að beita herógnun;
efnahagslegur og pólitískur
styrkur þeirra myndi nægja.
dþ.
Krafist skýringar um kafbátsslys
Gavríl Popov, kunnur sovéskur hagfræðingur og kjörinn á hið nýja
fulltrúaþing þarlendis, hefur krafið varnarmálaráðuneytið um ná-
kvæma skýrslu um slysið í Norður-íshafi í s.l. mánuði, er sovóskur
kjarnorkuknúinn kafbátur fórst með 42 mönnum. Gefur Popov í skyn
að yfirherstjórnin hafi veriö svifasein í viðbrögðum í þessu tilfelli og
spyr einnig, hversvegna Norðmenn hafi ekki verið beðnir hjálpar.
Hann telur ennfremur að ráðuneytið eigi að gefa upp, hvemig þeir sem
fórust hafi látið lífið, hversu margir hafi drukknað eða farist af völdum
elds og sprenginga. Reuter/-dþ.
Haglél banaði 157
Að minnsta kosti 157 manns fórust í hagléli miklu, er í s.l. viku gekk
yfir Sichuan, fylki vestanvert í Kína. Um 6000 manns hlutu meiðsli í
élinu og það olii gífurlegu tjóni á húsum og uppskeru, einkum í hérað-
inu Luzhou og borginni Zigong. Reuter/-dþ.
95 fóntst í umferðarstysum
95 manns fórust í umferðarslysum á Spáni yfir 1. maí-helgina, að
sögn lögreglu þarlendrar. Fyrir Madrídbúa stóð sú helgi í fjóra daga,
vegna staðbundinnar hátíðar þar sem haldin var á þriðjudag. 56
manns fórust í umferðarslysum þarlendis um 1. maí-helgina í fyrra. Allt
að 50 km langar umferðarteppur mynduðust á aðalvegunum til Madríd
á þríðjudaginn, er um 600.000 bílar voru á leið til höfuðborgarínnar.
Reuter/-dþ.
100 miljónir þeirra á götunni
Ástandið verst í Rómönsku Ameríku ogfer versnandi í Asíu
Um 100 miljónir barna
heimsins eiga ekkert heimili,
ekkert þak yfir höfuðið, heldur
hafast við dag og nótt á götum
borganna, einkum þeirra stærri.
Þau reyna að bjarga sér með því
að betla, stela eða með einhvers-
konar sölumennsku.
Um þetta skelfilega vandamál
verður fjallað á ráðstefnu 8.-13.
þ.m. í Manila, höfuðborg Filipps-
eyja. Er hún setin af fulltrúum
stjórnvalda 24 ríkja og margra
stofnana óháðra stjómvöldum.
Að skipulagningu ráðstefnunnar
hafa einkum unnið Childhood,
óháð stofnun rekin án hagnaðar-
sjónarmiða sem hefur aðalstöðv-
ar sínar f Gúatemala, Barna-
hjálparsjóður Sameinuðu þjóð-
anna (UNICEF) og stjórnvöld
Filippseyja.
Peter Tacon, framkvæmda-
stjóri Childhood, telur að af
bömum þeim, sem fæðast í
heiminum dag hvern, megi búast
við að um 5000 lendi á götunni, í
orðanna bókstaflegustu merk-
ingu. Hann óttast að tala götu-
bamanna tvöfaldist á næstu ára-
tugum og að afleiðingamar geti
orðið skelfilegri en orð nái yfir.
Um helmingur allra götubarna
heims eru í Rómönsku Ameríku
og 20 til 30 miljónir í Asíu. Iðn-
væðing og þröngbýli í sveitum
vegna fólksfjölgunar leiða til þess
að fólk streymir úr sveitunum til
stórborganna. Margt af því fær
litla eða enga vinnu og safnast
saman í slömmum. Við þessa um-
hverfisbreytingu og nýja Iífs-
hætti, sem henni fylgja, dregur úr
hefðbundinni fjölskyldusam-
heldni og það kemur harðar nið-
ur á börnunum en nokkmm öðr-
um. Sem dæmi um fólksstraum-
inn úr dreifbýli í þéttbýli má
nefna að í Brasilíu, Kólombíu og
Mexíkó voru borgabúar um 30 af
hundraði íbúa í lok heimsstyrj-
aldarinnar síðari, en em nú um 70
af hundraði.
í Asíu hefur reynst meira hald í
fjölskyldutengslum en í Rómön-
sku Ameríku og á það sinn þátt í
að vandamál þetta er ekki eins
alvarlegt í fyrrnefnda heimshlut-
anum. En ástandið í Asíu í þess-
um efnum fer hraðversnandi
þessi árin vegna mikilla fólks-
flutninga til borganna. í Bangla-
desh, einu fátækasta ríki heims
sem þar að auki er svo að segja
Bangladesh undir flóði s.l. ár- búast má við að annars hvers barns,
sem þarlendis fæðist, bíði hörð öriög götubarnsins.
árlega hart leikið af náttúmham- hvert bam, sem fæðist, lendi á
fömm, má búast við að annað götunni. í Indlandi bíða slík örlög
fjórða hvers barns. Á Filipps-
eyjum eru nú fleiri götubörn en í
nokkru öðru Asíuríki, eða um 3.3
miljónir af um 60 miljónum
landsmanna alls. Vesturlönd eru
ekki heldur laus við þetta vanda-
mál, þannig er talið að um 20.000
börn hafist við á götum New
Yorkborgar einnar.
Að sögn Tacons verða götu-
böm þriðja heimsins oft illa úti af
völdum spilltrar lögreglu og kyn-
ferðislegra öfugugga, sem sér-
staklega sækjast eftir kynmökum
við börn. Hann nefndi t.d. dæmis
stúlku í höfuðborg Brasilíu, sem
lögreglan leyfði að stunda að
forminu til bannaða sölu-
mennsku gegn því að hún svalaði
kynfýsnum lögreglumannanna.
Alþjóðlegir glæpahringar græða
stórfé á því að skipuleggja ferðir
kynferðislegra öfugugga frá
Vesturlöndum til þriðja heims
landa, þar sem þeim em útveguð
börn til skemmtunar. í vissum
löndum er nú farið að gera ráð-
stafanir til að stöðva þetta með
því að vísa slíkum túristum úr
landi, að minnsta kosti á Filipps-
eyjum.
Reuter/-dþ.
Flmmtudagur 4. maf 1989 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 11