Þjóðviljinn - 10.05.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.05.1989, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Skólamál Vandræðaástand Menntamálaráðherra ístífumfundahöldum. Svavar Gestsson: Allir kostir vondir efekki semst. Nemendur geta ekki þreyttpróf meðan HÍK er í verkfalli Svavar Gestsson menntamála- ráðherra fundaði í gær með fulltrúum framhaidsskólanem- enda, skólameisturum fram- haldsskóla og sérskóla og fulltrú- um kennarafélaganna, KÍ og HÍK, og loks Félagi skólastjóra og yfirkennara um stöðu skólamála eins og hún er orðin í kjölfar ver- kfalls HÍK. „Tilgangurinn með þessum fundahöldum er sá að undirbúa okkar afstöðu, með tilliti til þess að skólastarf er allt í uppnámi. Það er augljóst mál að hér eru uppi mjög mismunandi viðhorf, annars vegar af hálfu nemenda sérstaklega sem leggja áherslu á Alþingi Borgin klauf fjárve iti nganefnd Fjárveitinganefnd alþingis er ekki á einu máli um ágæti þess að festa kaup á Hótel Borg fyrir þingslit og leggja það undir starf- semi löggjafarsamkomunnar að hausti. Vill meirihluti nefndar- manna heimila kaup á Borginni eða öðru húsnæði á næstu grösum við alþingishúsið en minnihluti vill ekki að ákvörðun um húsa- kaup verði tekin að svo komnu máli. ks að málið verði leyst hér og nú og svo hins vegar af hálfu launa- manna í skólunum. Það er hins vegar ekki hægt að leysa málið hér og nú nema það verði samið hér og nú,“ sagði Svavar í samtali við Þjóðviljann á milli funda í gær. Sagði Svavar að mönnum væri gerð grein fyrir því að jafnvel þótt samningar náist ekki á næstunni sé veröldin ekki hrunin, heldur sé verið að vinna að lausnum sem tryggi að sú vinna sem nemendur hafi lagt á sig undanfarna mánuði og ár muni koma þeim til góða við áframhaldandi nám. Svavar sagði að ekki væri hægt að láta nemendur þreyta próf meðan verkfall HÍK stæði, en að því leystu yrði reynt að bjóða upp á fjölþættar lausnir og sveigjan- legar. Jafnvel kæmi til greina að bjóða nemendum upp á próf í haust, þar sem aðrir kostir betri byðust ekki. „Ég tel í sjálfu sér að þetta séu allt vandræðalausnir og allir kostir vondir í stöðunni, utan samningur. Hægt er að útskrifa nemendur þar sem kennarar KÍ eru að starfi, en annars staðar verður útskrift að bíða þar til verkfall leysist. Það þarf að taka tillit til þess að nemendur kenn- ara í HÍK hafa fengið minni kennslu en aðrir og ef verkfallið stendur fram undir júnímánuð er ljóst að það verður að slíta grunnskólunum fyrir maílok og líta svo á málið á nýjan leik þegar deilan er leyst. En endanlegt grunnskólaskírteini er ekki hægt að gefa út fyrr en allir hafa fært sínar einkunnir inn á það,“ sagði Svavar. Hvað framhaldsskóla varðar sagði Svavar að það væri stefnt að bráðabirgðainnritun í þá. „Grunnskólanemendur senda þá eins konar viljayfirlýsingu til framhaldsskólanna eða mennta- málaráðuneytisins, því það verð- ur að liggja fyrir snemma í júní hversu margir hugsa sér að sækja um skólavist í framhaldsskólum. Það verður því aðeins skráning nafnanna sem fer fram til að byrja með, en endanleg skráning fer fram þegar nemendum hefur verið raðað í áfanga o.s.frv." Savar sagði að hann hefði rætt við háskólarektor um vandamál varðandi inntöku nemenda í há- skólann og rætt yrði frekar við forstöðumenn háskólanna í dag. „Við verðum auðvitað að út- skrifa fólk úr framhaldsskólum í sumar því annars er ekki pláss fyrir þá nýju sem sækja þar um skólagöngu næsta haust,“ sagði Svavar Gestsson, menntamála- ráðherra. phh Herstöðvaandstœðingar Liðskömun heimavamarliðs SHA boða tilfundar vegnafyrirhugaðra heræfinga Bandaríkja- manna. Atli Gíslason: Munum grípa til víðtækra aðgerða meðan á herœfingum stendur í sumar. Ögrun við allt friðelskandi fólk Það eru ýmsar hugmyndir uppi Risinu, Hverfisgötu 105, þar sem um aðgerðir og mikill áhugi ræða á væntanlegar aðgerðir í og vilji hjá almenningi um allt næsta mánuði og skipa fólk í starfshópa og undirbúa starf land að láta til sín taka, meðan þessar heræflngar Bandaríkja- manna standa yfir. Við vorum með myndarlega hersýningu í Háskólabíó í tilefni 30. mars, og í kvöld ætlum við að hafa lið- skönnun hjá heimavarnarliðinu, segir Atli Gíslason miðnefndar- maður í Samtökum herstöðva- andstæðinga. í kvöld kl. 20.30 hafa samtökin boðað til undirbúningsfundar í og heimavarnarliðs gegn heræfing- um. í yfirlýsingu frá SHA segir að fyrirhugaðar heræfingar Banda- ríkjamanna hérlendis séu bein ögrun við alla friðelskandi lands- menn og í því sambandi breyti engu þótt horfið hafi verið frá því að nota þjóðhátíðardag landsins til að bjóða hingað velkomna er- lenda stríðsmenn, og ákveðið að seinka komu þeirra um nokkra daga. íslensk stjórnvöld hafi ákveðið að leyfa heræfingar þó að meirihluti þjóðarinnar sé þeim andvígur. Því sjái SHA sig knúin til aðgerða. - Við heyrum á fólki að það er verulega reitt útaf þessu hernað- arbrölti hérlendis á sama tíma og verið er að draga úr vígbúnaði allt í kringum okkur. Ég á því von á almennri þátttöku í andófi okkar gegn þessum heræfingum, sagði Atli Gíslason. -lg- Tónlist er fyrir alla, ekki síst fatlaða og þroskahefta. Tónlistarmeðferð Fyrstu vikuna í júní stendur Tónstofa Valgerðar fyrir námskeiði í „músík þerapíu“ í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, en námskeiðið er liður í tónvísindahátíð sem íslenska hljómsveitin hefur skipulagt með innlendum og erlendum fyrirlesurum. Efni námskeiðsins er fjöl- þætt en það stendur í 5 daga og er öllum opið. Það mun m.a. veita góða innsýn í músík þerapíu sem meðferðartæki fyrir ólíka hópa fatlaðra og sjúkra. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 612288. 5 vilja stöðu yfirdýralæknis Fimm umsóknir bárust um stöðu yfirdýralæknis sem landbúnað- arráðuneytið hefur auglýst ný- lega lausa. Þeir sem sækja um eru: Birnir Bjarnason, héraðs- dýralæknir í A-Skaftafellsum- dæmi, Brynjólfur Sandholt, héraðsdýralæknir í Gullbringu- og Kjósarumdæmi, Halldór Run- ólfsson, deildardýralæknir hjá Hollustuvernd ríkisins og dr. Ólafur Oddgeirsson, forstöðu- maður Rannsóknastofnunar mjólkuriðnaðarins. Einn um- sækjandi óskar nafnleyndar. Omar Sharif á bridgemót? Hinum þekkta leikara og bridge- spilara Omar Sharif, hefur verið boðið að taka þátt í sterku bridgemóti sem haldið verður í haust. Þátttakendur á mótinu verða efstu 10-12 pör á sérstökum helgarmótum sem Bridgesam- tökin í Reykjavík og Ferðaskrif- stofa íslands standa fyrir á 8 stöð- um hérlendis í sumar og að auki 4-6 sterk pör frá Bandaríkjunum og Evrópu. Spilað verður í for- keppni fyrir aðalmótið á gisti- stöðum Hótels Eddu víða um land frá maí til september en fyrsta mótið hefst í Reykjavík í Gerðubergi í Breiðholti helgina 20.-21. maí n.k. og er skráning þegar hafin í það mót. Erlendum ferða- mönnum fjölgar Tæplega 8 þús. erlendir ferða- menn komu til landsins í nýliðn- um mánuði sem eru um 1750 fleiri en á sama tíma í fyrra. Hins- vegar fækkaði innlendum ferða- löngum á þessum tíma um nær 1300. Það sem af er árinu hafa liðlega 54 þúsund ferðamenn komið til landsins þar af um 22.600 útlendingar. Fjóra fyrstu mánuði ársins í fyrra voru ferða- menn samtals 52.400 og þar af 21.450 erlendir ferðamenn, eða 1150 færri. Lilja Ingimars- dóttir 70 ára Sjötug er í dag 10. maí, Lilja Ingi- marsdóttir húsmóðir og iðn- verkakona, Skarðsbraut 19 Akranesi. Lilja verður að heiman í dag, en hún tekur á móti gestum á heimili sínu á laugardaginn eftir kl. 15.00. Námskeið fyrir atvinnulausa Atvinnumálanefnd Kópavogs hefur tekið upp þá athyglisverðu nýbreytni að halda sérstök nám- skeið fyrir atvinnulaust fólk. Námskeiðin sem standa í dag- parta, eru til þess að kenna fólki að sækja um störf og kynna því rétt sinn á vinnumarkaði, að sögn Hrafns Sæmundssonar hjá Fé- lagsstofnun Kópavogs. Nám- skeiðin eru ókeypis fyrir atvinnu- lausa Kópavogsbúa en standa öðrum atvinnulausum einnig til boða. Vorsýning Ármanns í kvöld Fimleikadeild Ármanns í Reykjavík heldur árlega vorsýn- ingu sína í kvöld kl. 19.00 í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Állir nemendur deildarinnar taka þátt í sýningunni og jafnframt verður kökubasar í kjallaranum. Aðgangur er kr. 300 fyrir fullorð- na en ókeypis fyrir börn. Hagþenkir veitir styrki Hagþenkir, félag höfunda fræði- rita og kennsluganga hefur ný- lega úthlutað starfsstyrkjum. Hæstu styrkir 75 þús. krónur, fengu þau: Bryndís Gunnarsdótt- ir sem ætlar að gera myndband um börn í sveit um síðustu alda- mót, Gestur Guðmundsson sem vinnur að ritverki um „Verk- menntun íslendinga“, Baldur Ragnarsson sem er að vinna að verkinu „Speki Konfúsíusar“ og Þorleifur Friðriksson til að kosta þýðingu á dönsku á riti um ís- lenska sósíaldemókrata. Starfsiaunum lista- manna úthlutað Ása Ólafsdóttir myndlistarmað- ur, Karólína Eiríksdóttir tón- skáld og Steingrímur Eyfjörð Kristmundsson myndlistarmaður fengu öll 12 mánaða starfslaun við úthlutun starfslauna lista- manna. Alls bárust 153 umsóknir en 67 listamenn hlutu starfslaun samtals að fjárhæð 18 miljónir. 9 mánaða laun hlutu þrír mynd- listarmenn, þeir Ásgeir Smári Einarsson, Jón Axel Björnsson og Kjartan Ólason. 15 hlutu 6 mánaða laun, 18 fjögurra mán- aða laun og 28 hlutu starfslaun til þriggja mánaða. Smábændur og perestrjoka Prófessor Theodor Shanin, sem er dr. í mannfræði og forseti fé- lagsvísindadeildar háskólans í Manchester heldur tvo fyrirlestra í boði Hagsögufélags Islands í Lögbergi á morgun fimmtudag og á föstudag sem hefjast báðir kl. 17.00. Á morgun fjallar Shan- in um smábændur og bændahag- kerfi en á föstudag ætlar hann að fjalla um Perestrjokuna en Shan- in hefur góð tengsl við ýmsa á- hrifamenn innan sovésku aka- demíunnar og einnig við marga helstu ráðgjafa Gorbatsjovs og að auki er hann nýkominn úr ferðalagi um Sovétríkin. Stefán Hörður heiðursfélagi Á aðalfundi Rithöfundasam- bandsins á dögunum var Stefán Hörður Grímsson ljóðskáld kjör- inn nýr heiðursfélagi sambands- ins. Samþykkt var á fundinum innganga 19 nýrra félaga og eru félagsmenn nú orðnir 309 talsins. Stjórn félagsins var endurkjörin en formaður Rithöfundasam- bandsins er Einar Kárason. KR Reykjavíkurmeistari KR-ingar unnu verðskuldaðan sigur á Islandsmeisturum Fram 2:1 í úrslitaleik Reykjavíkurm- ótsins í knattspyrnu, sem fram fór á gervigrasvellinum í Laugar- dalnum í gærkvöldi. Mörk KR skoraði Pétur Pétursson en Ómar Torfason fyrir Fram. Þess má geta að Framarar léku einum leikmanni færri síðasta hálftímann í leiknum eftir að Þor- steini Þorsteinssyni hafði verið vikið af leikvelli. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvlkudagur 10. maí 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.