Þjóðviljinn - 10.05.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.05.1989, Blaðsíða 3
FRETTIR Verkfall náttúrufrœðinga Vorverkin bíða Fulltrúar FIN lýsa yfir áhyggjum sínum á fundi með landbúnaðar- og iðnaðarráðherra. Unnur Steingrímsdóttir: Sumtfarið forgörð- um nú þegar Fulltrúar Félags íslenskra nátt- úrufræðinga hafa síðustu daga átt fundi með Steingrími J. Sigfússyni landbúnaðarráðherra og Jóni Sigurðssyni iðnaðarráð- herra og gert þeim grein fyrir verkefnum á forræði þeirra sem hætta sé á að fari forgörðum dragist verkfall BHMR öllu lengur. „Alla jafna er farið af stað með fjöída verkefna á þessum árstíma og það liggur ljóst fyrir að verði því enn slegið á nokkurra vikna frest að hefjast handa þá verður það ekki gert fyrr en á sama tíma að ári,“ sagði Unnur Steingrims- dóttir, formaður FÍN, við Þjóð- viljann í gær. Unnur skýrði frá því að nú þeg- ar væri um seinan fyrir Skógrækt ríkisins að hefja birkisáningu og ef bændur á Suðurlandi fengju ekki sáðkorn hið allra fyrsta væri tómt mál að tala um kornrækt í ár. En þó tæki steininn úr hygðu menn að því að fundur Alþjóða hvalveiðiráðsins hefst þann 20. maí næstkomandi. „Það er mjög alvarlegt mál ef við stöndum ekki okkar plikt á honum.“ Hafrannsóknastofnun - Hér er allt á afturfótunum og starfsemin í lágmarki einsog gef- ur að skilja vegna verkfallsins, sagði Jakob Jakobsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar við Þjóðviljann í gær. Hann skýrði frá því að HRS hefði orðið að hætta við 4 rannsóknarleiðangra vegna þessa og því drægist úr hömlu að meta ástand fiskstofna. Og vont væri að öll vinna sem hafin var að undirbúningi fundar Alþjóða hvalveiðiráðsins lægi niðri. Jakob sagði að félagar í BSRB bæru nú hita og þunga af dags daglegum rekstri stofnunarinnar. Ástandið væri afar slæmt og versnaði hratt því á vorin ættu sér stað örar breytingar í sjónum sem nauðsynlegt væri að fylgjast með. Rannsóknastofnun landbunaöarins „Þetta langa verkfall er farið að hafa mjög alvarlegar afleið- ingar á starfsemi Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins,“ sagði forstjóri hennar, Þorsteinn Tómasson, við Þjóðviljann í gær. Hann sagði að auk annars hefðu glatast mörg tækifæri til gagnasöfnunar af ýmsu tagi og mikilvægur búningur undir sumarstarf, styrkt verkefni hefðu farið í súginn sem og ýms norræn samstarfsverkefni. Hann hefði orðið mjög vonsvikinn er í ljós kom að slitnað hafði uppúr við- ræðum BHMR og hins opinbera í fyrradag og ætti þá ósk heitasta að samningar tækjust strax. ks Fylgi Stjómin sterk í Kvennó Borgarar og FH-menn í hópi með Flokki mannsins Um 28% stuðningsmanna Kvennalistans styðja ríkis- stjórnina samkvæmt fylgis- könnun frá Félagsvísindastofn- un í Morgunblaðinu um helgina. Tæp 54% Kvennalistakjósenda eru í stjórnarandstöðu en 18% óráðin. í heild segjast um 32% styðja stjórnina, 44% á móti, 24% óráðin. Af þeim sem taka afstöðu eru stjórnarsinnar 42%, and- stæðingar 58%, og er það heldur skárri útkoma fyrir stjórnina en í nokkrum sfðustu könnunum. Stjórnarstuðningur er hlutfalls- lega mestur í hópi Alþýðubanda- lagsmanna, 82% með en 5% á móti, þá hjá Framsókn (74-10), þá Alþýðuflokki (59-21). 9% Sjálfstæðiskjósenda styðja stjórnina en 77% segjast í and- stöðu. Sjálfstæðisflokkurinn fær 41,8% þeirra sem afstöðu taka í spurningu um flokkafylgi og virð- ist í könnunum frá áramótum hafa endurheimt fyrri styrk. Kvennalisti hefur 12,6%, Fram- sókn 19,8%, Alþýðubandalag 9,7 og Alþýðuflokkur 10,9%. Borgarar hafa aldrei komist lægra með 0,5%, og Frjálslyndir hægrimenn eru litlu skár settir með 1,6%, og er Þjóðarflokkur- inn með 1,9% nánast jafnstór og bæði flokksbrotin saman. Flokk- ur mannsins fékk 0,8%, Stefáns- menn 0,3% og Græningjar 0,1% - einn græningi í 1046 manna úr- taki. Rúm 28% tóku ekki afstöðu sem er lítið og skýrist af því að þráspurt er um flokksfylgi í könn- un Félagsvísindastofnunar. - m Alþingi Fyrirspum veldur titringi Karvel Pálmason með fyrirspurn um hvortsjávarút- vegsráðuneytið hafi styrkt mynd Magnúsar Guð- mundssonar, Lífsbjörg íNorðurhöfum. Karvel: Hef grun um að slíkur styrkur hafi verið veittur. Karvel Pálmason alþingismað- ur segir að fyrirspurn sín um hvort ríkisstjórnin eða sjávarút- vegsráðuneytið hafi styrkt eða boðist til að styrkja kvikmynd Magnúsar Guðmundssonar, Lífsbjörg í Norðurhöfum „hafi sumstaðar valdið titringi“. Aðspurður um hvort farið hafi verið fram á það við hann að hann dragi fyrirspurn sína til baka, neitaði Karvel því ekki en sagðist „ekkert vilja segja um það.“ „Eg hef grun um að slíkur styrkur hafi verið veittur, en segi ekki meira. Fyrirspuminni er eðlilega beint til Halldórs As- grímssonar og hann segir vonandi satt, þannig að þetta komi í ljós,“ sagði Karvel Pálsson. Fyrirspurn Karvels var lögð fyrir á Alþingi síðastliðinn föstu- dag, en var ekki tekin fyrir. Vakti það grunsemdir ýmissa um að Karvel hefði dregið fyrirspurnina til baka. Þessu neitar Karvel. „Fyrirspurnin komst einfaldlega ekki að, en hún verður tekin fyrir á fimmtudaginn, eða það vona ég að minnsta kosti,“ sagði Karvel Pálmason. phh Fossvogsdeilan Skipulagsvandinn vex Menn spyrja sig nú hvert verði framhald hinnar harðvítugu deilu á milli bæjarstjórnar Kópa- vogs og borgarstjórans í Reykja- vík. Eins og bent var á í Helgar- blaði Þjóðviljans, þá á vandinn ekki síst rætur sínar í því, hvernig staðið hefur verið að skipulags- málum höfuðborgarsvæðisins, þar sem nauðsynleg forvinna hef- ur ekki verið unnin. Nú hefur Skipulagsstjórn ríkis- ins tekið við sér og ákveðið ein- hliða að láta gera athugun á nauðsyn Fossvogsbrautar og þá væntanlega jafnframt hvaða aðr- ar lausnir séu fyrir hendi. Kópa- vogsmenn hafa lýst sig óbundna af slíkri könnun, því málið snúist ekki um Fossvogsbraut, heldur hvernig vandinn verði leystur með öðru móti. Þessi afstaða bæjarstjórnar Kópavogs orkar tvímælis, einfaldlega vegna þess að skipulagsmál höfuðborgar- svæðisins verða ekki leyst nema með samvinnu. Á þetta er m.a. bent í bréfi þriggja fyrrverandi bæjarfulltrúa í Kópavogi til bæjarstjórnar Kópavogs, sem birt var í blaðinu í gær. Eru forsendur brostnar? Að sögn Kristjáns Guðmunds- sonar bæjarstjóra í Kópavogi verður næsta skref þeirra að fullvinna aðalskipulag fyrir Kópavog og leggja það fyrir Skipulagsstjórn ríkisins og félags- málaráðherra til staðfestingar í haust. Kristján sagði að uppsögn samningsins um Fossvogsbraut- arlandið væri forsenda skipulags- vinnunnar, og því hefði hún verið óhjákvæmileg. Þessi uppsögn væri frá þeirra hendi staðfesting þeirrar ákvörðunar sem Reykja- víkurborg hefði tekið 1977 um að strika út af skipulagi fyrirhugaða framlengingu Fossvogsbrautar um Elliðaárdal og upp á Suður- landsveg hjá Rauðavatni. „Fos- svogsbrautin átti samkvæmt upp- haflegum hugmyndum að vera meginumferðaræð úr þéttbýlinu upp á Suðurlandsveg. Það er hún ekki lengur, og þar með voru for- sendur Fossvogsbrautarinnar brostnar að okkar mati,“ sagði Kristján. Eins og bent hefur verið á, þá eru þessar forsendur ekki brostnar að mati skipulagsyfir- valda. Aðalskipulag Reykjavíkur 1984-2004, sem staðfest var af félagsmálaráðherra 1988, nær að vísu ekki nema að núgildandi lögsögumörkum Reykjavíkur og Kópavogs. En allar forsendur Reykjavíkurskipulagsins miðast hins vegar við það að Fossvogsb- rautin verði lögð handan við borgarmörkin, á því landi sem samningurinn umdeildi sagði að Kópavogur mundi leggja Reykjavík til, ef báðir aðilar í BRENNIDEPLI kæmust að þeirri niðurstöðu að Fossvogsbrautin væri nauðsyn. í þessu liggur skipulagsklúðrið. Hnúturinn stækkar Framhald málsins verður því það að hvor aðilinn fer nú að vinna að lausn skipulagsmálanna í sinni skotgröf, og hnúturinn stækkar og stækkar, þangað til félagsmálaráðherra fær það erf- iða hiutverk að höggva á hann. Kristján Guðmundsson: „Við höfum lýst okkur reiðubúna að leysa þennan vanda með svoköll- uðum Fífuhvammsvegi, sem tengja mun Reykjanesbraut og Hafnarfjarðarveg sunnan við Kópavogshálsinn. Þá verður hægt að aka ofan úr Breiðholti eða Mjóddinni inn á Reykjanes- braut og Fífuhvammsveg inn á Hafnarfjarðarveg, og þaðan um Hlíðarfót inn í miðbæinn eða vesturbæinn í Reykjavík. Fífu- hvammsvegur hefur verið sam- þykktur af Vegagerð ríkisins sem þjóðvegur í þéttbýli, og við erum Kópavogsbúar munu leggja fram nýtt aðal- skipulag til sam- þykktar í haust reiðubúnir að gera hann þannig úr garði að hann geti flutt mikla umferð. Það mun að vísu lengja leiðina svolítið miðað við Foss- vogsbrautina, en menn verða að sætta sig við það að geta ekki alltaf farið stystu Ieið. Reykvík- ingar eiga svo endanlega eftir að ákveða frágang Bústaðavegar, Miklubrautar og Sætúns, en sam- an munu þessar umferðaræðar leysa þann vanda sem um er að ræða.“ Samvinna nauösynleg Þetta er gott og gilt, svo langt sem það nær. En alveg eins og Reykvíkingar geta ekki skipulagt hraðbrautir yfir útivistarsvæði Kópavogs, þá geta Kópavogsbú- ar ekki heldur skipulagt fyrir Reykvíkinga. í þessu tilfelli sér- staklega er samvinna nauðsyn. Flestum er væntanlega ljóst að framkoma borgarstjóra Reykja- víkur í þessu máli hefur verið til vansæmdar, en þegar hann bend- ir á að ekki sé hægt að segja upp samningi á milli sveitarfélaganna nema með dómsúrskurði, þá er erfitt að neita því að hann hafi nokkuð til síns máls. Annars er öllu samstarfi sveitarfélaga á höf- uðborgarsvæðinu stefnt í voða og . upplausn og glundroði tekur við. Þegar Skipulagsstjórn ríkisins fær það verkefni í haust að af- greiða nýtt aðalskipulag fyrir Kópavog, þá stendur hún að því leyti illa að vígi að hún getur ekki vitnað til faglegrar forvinnu, sem Kópavogsmenn eiga aðild að. Könnun Skipulagsstjórnar hefur að því er virðist fyrirfram verið hafnað af Kópavogi. Heilvita mönnum hlýtur að verða ljóst að þetta eru ekki eðlilegar aðstæður til þess að vinna að skipulagsmál- um, en með áframhaldandi skot- grafahernaði er stefnt að því að deilan um Fossvogsdal verði að taugastríði þar sem félagsmála- ráðherra mun endanlega fá það hlutverk að höggva á hnútinn. Hvað sem allri skynsemi líður þá munu Kópavogsbúar taka dóm sér í óþökk sem stríðsyfirlýsingu og falli dómur á hinn veginn þá munu menn finna höggvið til stolts borgarstjórans og stuðn- ingsmanna hans í skotgröfunum. Og skipulagsmálin á höfuðborg- arsvæðinu munu bíða mestan skaðann fyrir það fordæmi sem hér hefur verið gefið. -ólg Miðvikudagur 10. maí 1989 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.