Þjóðviljinn - 10.05.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 10.05.1989, Blaðsíða 6
Aðalfundur Dagsbrúnar veröur í kvöld 10. maí kl. 20.30 í Átthagasal Hótel Sögu. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Tillögur stjórnar um breytingar á reglugerö styrktarsjóðs. Kaffiveitingar. Stjórn Dagsbrúnar Verslunarfólk Suðurnesjum Verslunarmannafélag Suöurnesja heldur fé- lagsfund fimmtudaginn 11. maí kl. 20.00 aö Hafnargötu 28, Keflavík. Fundarefni: Nýgerðir kjarasamningar. Stjórnin íbúð óskast Vantar 2-3 herbergja íbúö í Reykjavík frá 15. júlí, helst til lengri tíma. Upplýsingar í síma 681333 á skrifstofutíma. FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU: Lausar stöður við framhaldsskóla Við Menntaskólann á fsaflrftl eru lausar til umsóknar eftirtaldar kennarastöður: íslenska og tjáning (2 stöður), franska (Vz staða), þýska, stærð- fræði og tölvufræði (1 Vá) staða), eðlisfræði (Vz staða), skip- stjórnarfræði (% úr stöðu), vélstjórnargreinar, rafvirkjun, raf- eindavirkjun og rafiðnir. Pá eru laus til umsóknar störf húsbónda (Vz staða) og húsmóður (Vz staða) á heimavist. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík fyrir 1. júní n.k. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ FRÆÐSLUSKRIFSTOFA NORÐURLANDSUMDÆMIS EYSTRA auglýsir eftirtaldar stöður lausar til um- sóknar: 1. Skrifstofustjóra - Reynsla af skólastjórnun nauðsynleg. 2. Kennsluráðgjafa - Æskilegt er aö viðkom- andi hafi fjölþætta þekkingu af störfum í grunnskóla og góöa þekkingu á tölvum og hagnýtingu þeirra í skólastarfi. Umsóknarfrestur er til 25. maí og skal umsókn- um skilað til Fræðsluskrifstofu Norðurlands- umdæmis eystra, Furuvöllum 13,600 Akureyri. Fræðsluráð ALÞÝÐUBANDALAGIÐ SUMARTÍMI Skrifstofa Alþýðubandalagsins í Miðgarði, Hverfisgötu 105, Reykjavík, verður opin frá kl. 8-16 frá 1. maí til 30. september. - Alþýðubandalagið. ABR Fundur Borgarmálaráðs Borgarmálaráð ABR heldur fund miðvikudaginn 10. maí kl. 17 í risinu Hverfisgötu 105. Fulltrúar munið að sækja fundinn. Borgarmál; áð ERLENDAR FRÉTTIR Holmér (t.h.) varð að segja af sér er það þótti hafa sýnt sig að hann hefði verið á villuslóðum í stjórn rannsóknarinnar. Með honum á myndinni er samstarfsmaður hans um rannsóknina, Claes Zeime saks- óknari. Palmemálið Usbet benti á Pettersson Grunurféllá „Grandmanninn“þegarskömmu eftir morðið, en stjórnendur hópsins, sem hafði rannsókn morðmálsins með höndum, voru nœstum sannfœrðir um sekt annarra aðila oggáfu honum því ann 29. þ.m. verður Christer Pettersson, sem er í fangelsi vegna gruns um að hann hafi myrt Olof Palme, forsætisráð- herra Svíþjóðar, leiddur fyrir rétt. Það sem úrslitum réði um það að ákveðið var að bera fram formlega ákæru á hendur Petters- son var að Lisbet Palme, ekkja Olofs, benti á hann sem morð- ingja manns síns. Pettersson var tekinn til yfir- heyrslu 14. des. s.l. en Axel Mor- ath, aðstoðarríkissaksóknari og aðstoðarmenn hans, sem önnuð- ust yfirheyrsluna, töldu fyrst í stað að líkurnar gegn honum væru ekki nógu sterkar til að rétt- læta handtöku. En þá um kvöldið var Lisbet Palme sýnt myndband með sjö mönnum, þar á meðal Pettersson, og benti hún þegar á hann. Kvaðst hún ekki vera í vafa um að þetta væri maðurinn, er hún hefði séð er hún leit upp frá manni sínum, þar sem hann lá fallinn á gangstéttinni, en hún hafði kropið við hlið honum. Beið fyrir utan Grand Fyrir utan Palmehópinn svo- kallaða, sem frá byrjun annaðist rannsókn morðmálsins í heild sinni, starfaði aðstoðarhópur, er sérstaklega vann að rannsóknum á morðstaðnum sjálfum og í næsta nágrenni hans. Menn í þessum hópi gáfu gaum að vitnis- burðum nokkurra manna, sem kváðust hafa séð mann bíðandi utan við kvikmyndahúsið Grand á Sveavágen, einni helstu um- ferðargötu Stokkhólms, en Palm- ehjónin höfðu horft þar á kvik- mynd og voru á heimleið fótgang- andi, er morðinginn réðist að þeim. Vitnin báru að þau hefðu séð „Grandmanninn", eins og sænskir fréttamiðlar hafa síðan nefnt þann sem beið, veita Palm- ehjónunum eftirför frá kvik- myndahúsinu. Þegar haustið 1986 var rannsóknarhópur sá, er hér um ræðir, orðinn þeirrar skoðunar að maður þessi væri morðinginn. Takmörkuð samvinna Palme- hópsins og aðstoðarhópsins virð- ist hafa valdið töf á rannsóknum um þetta atriði. Palmehópurinn hafði þannig fengið augastað á Grandmanninum þegar í apríl 1986, en það frétti aðstoðarhóp- urinn ekki fyrr en síðla sumars 1988. Þá kom aukheldur í ljós að margir menn höfðu þegar vorið 1986 bent á Pettersson sem lík- legan Grandmann. Hann hafði meira að segja verið yfirheyrður, en ekki mjög rækilega og svo virst sem hann hefði fjarvistarsönnun. Brennivín i stað amfetamíns Það var fyrst síðsumars 1988 sem Palmehópurinn gaf sér tíma ekki gaum Baresic, króatískur hægriöfga- maður og morðingi júgóslavn- esks ambassadors, lá um hríð undir grun um hlutdeild að morð- inu á Palme. til að beina höfuðathygli sinni að rannsókn út frá morðstaðnum sjálfum. Þá vaknaði fyrst fyrir al- vöru áhugi hópsins á Pettersson. Nú kom í ljós að kunningi hans hafði, að beiðni hans, gefið hon- um falska fjarvistarsönnun. Þá sýndi sig að annar kunningi Pett- erssons hafði séð hann á vakki utan við Grand ekki löngu áður en morðið var framið. Þóttu þá sterkar líkur benda til að Grand- maðurinn væri enginn annar en Pettersson, þótt þar með væri auðvitað ekki sannað að hann væri morðinginn. Tekið var nú að fylgjast með Pettersson og sýndi sig þá að hann hafði breytt nokkuð um lífs- máta frá þvf að Palme var myrtur. Áður hafði hann lengst af verið á þvælingi í miðborg Stokkhólms og aðallega stundað amfetamín- neyslu.Eftir morðið hélt hann sig hinsvegar helst í útborginni Soll- entuna, aflagði amfetamín en lagðist þess í stað í drykkjuskap. Eins og margsinnis hefur komið fram í fréttum, hefur Pettersson þessi, sem er rúmlega fertugur að aldri, ekki stundað annað en af- brot og glæpi (þar á meðal morð) frá því að hann komst til fullorð- insára, auk drykkjuskapar og eiturlyfjaneyslu. Heyrði hróp Lisbetar Nú kom það einnig í ljós, að Pettersson hafði sagt við ein- hverja kunningja sína að hann hefði verið svo nærri morðstaðn- um, er glæpurinn var framinn, að hann hefði heyrt Lisbet Palme hrópa á hjálp. Einn kunningi Petterssons á að hafa sagt að Pettersson hefði eitt sinn lýst morðinu á hendur sér í hans áheyrn, en síðan dregið þá full- yrðingu tilbaka. Þetta allt leiddi til þess að Pett- ersson var sóttur til yfirheyrslu 14. des. Það sem lögreglan hafði gegn honum var þó ekki merki- legra en svo, eins og fyrr segir, að hefði vitnisburður Lisbetar ekki komið til, hefði honum líklega verið sleppt samdægurs. PKK, Evrópski verka- mannaflokkurinn, WACL o.fl. Ástæðurnar til þess, hve lftinn gaum ráðandi menn innan Palm- ehópsins lengi gáfu Pettersson voru að þeir, og sérstaklega yfir- maður hópsins, Hans Holmér, lögreglustjóri Stokkhólms, voru lengi vel nánast sannfærðir um sekt annarra aðila. Holmér er annálaður dugnaðurmaður, en þykir nokkuð einþykkur. Hann hafði sérstaklega augastað á PKK, vinstrisinnuðum flokki Tyrklands-Kúrda, sem gefið hafði höggstað á sér með ofsa- fengnum ummælum og morðum á mönnum, sem sagðir voru hafa svikið flokkinn, og menn í honum voru þar að auki flæktir í eitur- lyfjamál. PKK var reiður Svíum, vegna þess að þeir höfðu í Evr- ópuráðinu fyrst ákært Tyrklands- stjórn fyrir brot gegn mannrétt- indum, dregið síðan þá ákæru til baka og jafnframt stóraukið við- skipti við Tyrki. Miro Baresic, fé- lagi í króatískum hægriöfgasam- tökum, er á sínum tíma myrti ambassador Júgóslavíu í Svíþjóð, lenti einnig undir grun og var samkrull milli hans og PKK ekki talið útilokað. Þá hafði Palme- hópurinn um hríð þungan hug á Evrópska verkamannaflokknum svokallaða, kyndugum öfgasam- tökum sem brugðu fyrir sig vinstri- og hægristælum til skiptis eða hvorutveggju í einu og höfðu vakið athygli með því að leggja sérstakt hatur á Palme. ísraelskir og suðurafrískir aðilar, sem ætla mátti að hefðu litla elsku á Palme, komu einnig inn í mynd- ina, sem og sænskir hægriöfga- menn tengdir svokölluðu Heims- sambandi andkommúnista (World Anti-Communist League, WACL), sem fjár- magnað er einkum af Taívan, vissum Arabaríkjum og hægri- sinnuðum auðmönnum í Banda- rikjunum. En ekki fundust nein haldbær sönnunargögn gegn neinum þess- ara aðila. Þegar sýnt þótti að Holmér hefði lengst af verið á villuslóðum í málinu, var hann látinn segja af sér sem rann- sóknastjóri Palmehópsins í árs- byrjun 1987. SvD/-dþ. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvlkudagur 10. mai 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.