Þjóðviljinn - 17.05.1989, Síða 4

Þjóðviljinn - 17.05.1989, Síða 4
c LANDSVIRKJUN Störf við stjórnstöð Landsvirkjunar Landsvirkjun óskar aö ráöa 2 starfsmenn í stjórnstöö Landsvirkjunar í Reykjavík frá og meö 1. júlí 1989. Starfið er fólgið í vinnu á vöktum viö gæslu og stjórnun á raforkukerfi fyrirtækisins. Kröfur um lágmarksmenntun eru á sviöi rafiðn- aðar eða vélfræöi en tæknifræðimenntun er æskileg. Umsóknir sendist starfsmannastjóra Lands- virkjunar, Háaleitisbraut 68,103 Reykjavík, fyrir 1. júní n.k. ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf. Reykjavík 11. maí 1989 HEILSUVERNDARSTÖÐ REYKJAVÍKUR BARÓNSSTÍG 47 Sálfræðingur Óskast í 50% starf, sem ætlað er aö þjóna barnadeild heilsuverndarstöövarinnar og heilsugæslustöövum í Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir Halldór Hansen, yfir- læknir barnadeildar í síma 22400, alla virka daga. Umsóknum ber að skila til skrifstofu Heilsu- verndarstöövar Reykjavíkur, fyrir kl. 16.00, mánudaginn 22. maí n.k. Slys gera ekki boð á undan sér! OKUM EINS OO MENNI Laus staða Viö Kennaraháskóla (slands er laus til umsóknar lektorsstaða í handmenntum. Staðan er veitt til tveggja ára. Meginverkefni eru hönnun, hannyrðir og saumar ásamt kennslu þessara og skyldra þátta á grunnskólastigi. Auk framhaldsmenntunar við háskóla eða sérskóla skulu um- sækjendur hafa viðurkennd kennsluréttindi eða að öðru leyti nægilegan kennslufræðilegan undirbúning. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Gert er ráð fyrir að staðan verði veitt frá 1. ágúst 1989. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilegar upplýsing- ar um nám og fyrri störf, svo og um ritsmíðar og rannsóknir eða listiðnað sem þeir hafa unnið. Umsóknir skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 10. júní n.k. Menntamálaráðuneytið, 11. maí 1989. Maðurinn minn Sigurbjörn Björnsson Huldulandi 26 Reykjavík er látinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd barna okkar, tengdabarna, barnabarna og ann- arra aðstandenda Fanney Guðmundsdóttir Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir Magnús Sveinsson fyrrv. kennari frá Hvítsstöðum Laufásvegi 27 sem lést í Landspítalanum 5. maí verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 17. maí kl. 15.00. Guðný Sveinsdóttir Guðný Magnúsdóttir Helgi Guðbergsson Sérútbúið eldhús fyrir fatlaða í íbúð á Reykjalundi. Húsnœðismál fatlaðra Skortir rétt viðhorf Vantar þjónustuíbúðir fyrir 100 mikið fatlaða Samtök fatlaðra hafa aflað upplýsinga frá öllum svæðis- stjórnum málefna fatlaðra sem staðfesta svo að ekki verður dreg- ið í efa að a.m.k. 100 mikið fatl- r Anýafstaðinni loðnuvertíð voru flutt út tæplega 60 þúsund tonn af óunninni loðnu til er- lendra verksmiðja sem er um 15 þúsund tonnum meira en flutt var út á vertíðinni á undan. Til sam- anburðar má geta þess að Fiski- mjölsverksmiðja FIVE í Vest- mannaeyjum tók á móti rúmum 6 þúsund tonnum meira en nam þessum útflutningi á allri vertíð- inni. Samkvæmt útflutningsskýrslu frá Loðnunefnd sigldu 23 loðnu- skip utan með afla í 65 ferðum. Pað vekur athygli í skýrslunni að það eru bæði skip í eigu verk- smiðja og annarra sem sigla með aflann þótt þau síðarnefndu hafi siglt með öllu meira, eins og Jón Finnsson RE 506 sem seldi ytra tæp 10 þúsund tonn í 9 söluferð- um. Að sögn Jóns Ólafssonar fram- kvæmdastjóra Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda er mjög ergilegt fyrir hérlendar verks- miðjur að sjá á eftir svo miklu magni til keppinautanna ytra. Sérstaklega í ljósi þeirra varnað- arorða sem fiskimjölsframleið- endur höfðu í frammi um málið í upphafi vertíðar, en þá kröfðust þeir kvóta á útflutninginn. Sýnu verst væri þó að með þessu væru eigendur skipanna, sem umráð- arétt hefðu yfir loðnukvóta sem væri sameiginleg eign þjóðarinn- 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN aðir einstaklingar eru nú í brýnni þörf fyrir þjónustuíbúðir. Að sögn Arnþórs Helgasonar formanns Öryrkjabandalags ís- lands hafa á undanförnum árum ar, að ala önn fyrir keppinautum íslendinga á mörkuðunum í stað þess að láta vinna hráefnið hér- lendis með tilheyrandi verð- mætasköpun og atvinnu fyrir við- komandi staði. Á loðnuvertíðinni keyptu inn- lendar verksmiðjur loðnutonnið á um 4 þúsund krónur þegar mest var á, sama tíma og verksmiðjur í Noregi buðu um 6 þúsund krónur og verksmiðjur í Færeyjum og Skotlandi um 5 þúsund krónur. Jón sagðist skilja það sjónarmið útgerðarmanna sem væru með ný og dýr skip að selja aflann ytra en það væri skammtímasjónarmið. Til lengri tíma litið eyðilegði út- flutningurinn samkeppnisað- stöðu innlendra verksmiðja sem væri engum í hag nema erlendum keppinautum. -grh hrannast upp biðlistar hjá svæð- isstjórnum og hússjóði Oryrkja- bandalagsins þar sem fatlaðir ein- staklingar hafa sótt um þjónustu- húsnæði. Frá því 1980 hafa verið byggð hér 30 sambýli sem einkum eru ætluð þroskaheftum en eftir standa mikið fatlaðir einstak- lingar húsnæðislausir. Pessir einstaklingar búa margir hverjir hjá öldruðum foreldrum sínum og í mörgum tilvikum hef- ur fjölskyldan ekki lengur að- stæður til þess að veita nauðsyn- lega aðhlynningu. Hér er oft á tíðum um fullorðið fjölfatlað fólk að ræða. Þótt það sé stefna Öryrkjabandalags ís- lands og Landssamtakanna Proskahjálpar að fólk eigi að búa sem lengst með fjölskyldum sín- um, þá er það svo með fatlaða einstaklinga sem og annað fólk að þeir vaxa úr grasi og hafa þörf fyrir eigið heimili. Hússjóður Öryrkjabandalags- ins hefur einkum fjárfest í íbúð- um fyrir einstaklinga sem geta búið án mikillar aðstoðar, en eftir stendur að leysa vanda hinna sem þurfa á vernduðu umhverfi að halda. í málefnasamningi núverandi ríkisstjórnar eru ákvæði um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðra og er það skýlaus krafa samtakanna að þau fái aðild að gerð slíkrar áætlunar og jafn- framt verði gerð neyðaráætlun um uppbyggingu til þess að grynnka á þeim biðlista sem nú er fyrir hendi hjá svæðistjórnunum. Bæði samtökin eru nú að vinna að gerð slíkrar áætlunar sem þau munu væntanlega leggja fram til þess að þrýsta á að stjórnvöld taki til hendinni. Arnþór sagði jafnframt að til væri fé í þessu landi til þess að gera það sem gera þyrfti en það skorti rétt viðhorf. eb ALÞÝÐUBANDALAGIÐ ABR Aðalfundur - lagabreytingar Aðalfundur ABR verður haldinn 31. maí nk. Tillögum til lagabreytinga verður að skila fyrir 24. maí. Tillögum skal skilað á skrifstofu ABR Hverfis- götu 105. Dagskrá nánar auglýst síðar. - Stjórnin. Alþýðubandalagið í Kópavogi Spilakvöld Alþýðubandalagið í Kópavogi heldur spilakvöld í Þinghóli Hamraborg 11 mánudaginn 22. maí klukkan 20,30. Allir velkomnir. - Stjórnin. Loðnuvertíðin Hráefni einnar veiksmiðju flutt út Loðnunefnd: Tœp 60þúsund tonn flutt út óunnin. Um 15þúsund tonnum meira en á vertíðinni á undan. Jón Ólafsson: Útflutningurinn eykur samkeppnisstöðu erlendra verksmiðja á kostnað innlendra

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.