Þjóðviljinn - 24.05.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.05.1989, Blaðsíða 2
FRETTIR Flugstöðvarb yggingin Vantaöi alla heildarsýn Hörð gagnrýni á framkvæmd og eftirlit með byggingu Flugstöðvar- innar. Skortur á heildarsýn og slœlegur undirbúningur. Lítið upplýs- ingastreymiog vantaðisamrœmdar verk- ogfjárhagsáœtlanir. Auka- kostnaður uppá rúmar 800 miljónir Skortur á heildarsýn yfir fram- kvæmdir, slælegur undirbún- ingur og skortur á upplýsingum til réttra aðila, eru nokkrar helstu ástæður fyrir því sem fór úr- skeiðis við byggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, að því er Ind- riði H. Þorláksson fjárlaga- og hagsýslustjóri lagði áherslu á í er- indi sínu um byggingasögu Flug- stöðvarinnar á ráðstefnu sem fé- lagið Verkefnastjórnun og fieiri aðilar stóðu fyrir í gær. Forsvarsmenn hönnunar og framkvæmda við Flugstöðina auk hagsýslustjóra og forstjóra Ríkis- endurskoðunar fluttu erindi á ráðstefnunni og skýrðu frá hinum mismunandi verkþáttum og upp- lýsingastreymi til opinberra aðila og milli verkaðila við fram- kvæmdina. í máli þeirra Indriða og Hall- dórs V. Sigurðssonar forstjóra Ríkisendurskoðunar kom fram allhörð gagnrýni á Bygginga- nefnd Flugstöðvarinnar og ann- arra ábyrgðaraðila við bygging- aframkvæmdina. Indriði sagði að fjármögnun framkvæmda hefði verið mjög sérstök og mikill umframkostn- aður, uppá tæpar 800 miljónir, hafi ekki komið upp á yfirborðið fyrr en í lok framkvæmda. Þetta væri hærri fjárhæð en veitt væri til allra skólabygginga í landinu og ámóta og öll bygging Þjóðarbók- hlöðunnar hefði kostað til þessa. Það væri því undarlegt að slíkur kostnaður skyldi ekki koma upp fyrr en í lok framkvæmdatímans. Hvers vegna gat svona farið? spurði Indriði og sagði svarið ekki einfalt. Líklega væri þó ein helsta skýringin sú að heildar- skipulag á framkvæmdinni hefði ekki verið með nógu góðum hætti Mikill fjöldi verkfræðimenntaðra manna reyndi að draga lærdóm af byggingasögu Flugstöðvarinnar á ráðstefnu félagsins Verkefnisstjórnun í gær. Mynd - Þóm. , og hlutverk og skyldur einstakra aðila ekki nægjanlega skilgreind og þeim ekki gert að standa skil á gjörðum sínum. Ríkisendurskoðun gaf á sínum tíma úr sérstaka skýrslu um fram- kvæmdir vegna Flugstöðvarbygg- ingarinnar og sagði Halldór V. Sigurðsson að ljóst væri að ýmis- legt hefði mátt betur fara. Skortur hefði verið á samræmdri upplýsingaöflun þeirra sem fóru með fjárhagslega ábyrgð og eftir- lit, en byggingarframkvæmdir heyrðu undir utanríkisráðuneyti en ekki fjármálaráðuneyti einsog venja er um opinberar fram- kvæmdir. Þá hefði skort að gerðar væru samræmdar fjárhags- og fram- kvæmdaáætlanir til að meta stöðuna á hverjum tíma. Slfkt hefði auðveldað allt eftirlit og menn ekki staðið frammi fyrir óvæntum beiðnum uppá 800-900 miljónir við verklok. -Ig- Erlendir háskólar Islendingar útilokaðir? Illkleift eða útilokað er að verða fyrir ísienska stúdenta að leggja stund á nám við háskóla í ýmsum ríkjum Vestur-Evrópu, svo sem Bretlandi, Vestur- Þýskalandi og jafnvel Danmörku. Skólamál Menntun ekki á útsölu Ingólfur Þorkelsson sagði að ekki væri rétt hermt hjá Þjóð- viljanum f gær að ólga væri í Menntaskólanum í Kópavogi. „Það var óánægja um tíma, en nú eru allir sáttir,“ sagði hann. „Það var þolinmæðisverk og kostaði mikil fundahöld að koma málum í höfn, en leystist farsællega. Við lítum ekki svo á að hér verði menntun á útsölu, en við mættum nemendum á miðri leið í sam- bandi við mat.“ Ingólfur sagði að það væri skylda skólamanna að ná samkomulagi. En hann sagðist vera ósammála þeirri túlkun menntamálaráðherra að engin reglugerð sé í gildi fyrir fram- haldsskóla. Samkvæmt Sigurði Líndal lagaprófessor sé gamla reglugerðin í gildi þangað til ný sé samþykkt. „Þess vegna fara öll stúdentsefni í próf hjá mér.“ SA Stafar þetta sumpart af háum skólagjöldum sem námsmenn fá ekki lán til að greiða ellegar nýju skipulagi skólamála í Evrópu- bandalaginu. Þetta kemur fram í spjalli Svavars Gestssonar menntamála- ráðherra og tveggja ritstjóra í nýju tölublaði Sæmundar, málg- agns Sambands íslenskra náms- manna erlendis. Ráðherra er bent á að há skólagjöld á Bretl- andseyjum valdi því að æ færri íslendingar nemi til BA prófs við háskóla þar. Hann kveðst ekki þekkja það mál en viti þó að ýmis lönd séu „...að lokast fyrir ís- lenskum stúdentum af ýmsum ástæðum.“ Þyngst á vogarskálunum sé sú staðreynd að aðildarríki Evrópu- bandalagsins séu að koma sér upp sameiginlegu innra þjón- ustu- og markaðssvæði sem einn- ig nái til námsmanna. Menntamálaráðherra bendir á að þrengsli í vesturþýskum há- skólum séu slík að þúsundir manna verði frá að hverfa árlega og svo illa sé nú komið fyrir fs- lendingum að þeir fái ekki inni í dönskum háskólum nema hugs- anlega fyrir náð og miskunn yfir- valda. ks Menntamálaráð 11 hreppa menningar- styrk 11 aðiljar hrepptu menningar- styrk Menntamálaráðs að þessu sinni, 9 listamenn, kór og tónlist- arfélag. Upphæðirnar voru á bil- inu 50-110 þúsund krónur hver og ýmist veittar sem styrkir til dval- ar erlendis eða til útgáfu tónlist- ar. Guðjón Pedersen og Guðrún Ásmundsdóttir ætla að kynna sér leikstjórn í Vestur-Þýskalandi og Grétar Reynisson leikmynda- gerð þarlendis, Auður Bjarna- dóttir hyggst nema klassískan ballet í Lundúnum, Mist Þorkels- dóttir og Kolbrún Kjarval halda vestur um haf, fyrrnefnd til tón- smíða en leirmunargerðar hin. Rithöfundarnir Sigurður A. Magnússon og Sjón fengu styrki til gagnaöflunar vegna skáld- verka, Sigurður fer til Stokk- hólms og Kaupmannahafnar en Sjón til Hollands. Gísli Magnússon píanóleikari fékk 50 þúsund krónur vegna hljómplötuútgáfu. Módettukór Hallgrímskirkju fékk 60 þúsund krónur og Tónlistarfélag Krists- kirkju 50 þúsund til útgáfu hljóm- diska. ks Hvað er háskóli? Hvað er háskóli og hvernig skal skilgreina háskólastigið? Þessar ráðgátur verða krufnar til mergj- ar á ráðstefnu um háskólastigið sem menntamálaráðuneytið efnir til næstkomandi föstudag að Borgartúni 6 kl. 13-19. Umræða hefur aukist til muna um hlutverk háskóla að undan- förnu. Nýir skólar og aukið námsframboð að loknu fram- haldsskólanámi valda því að skil- greina verður og skipuleggja há- skólann að nýju. Markmið ráð- stefnunnar er að efna til enn frek- ari umræðu um þessi mál. - ks Vísindasjóður 193 fengu styrk Stjórn Vísindaráðs hefur út- hlutað 193 aðiljum þeim 95 miljónum króna sem Vísinda- sjóður hafði til ráðstöfunar í ár. Alls bárust 262 umsóknir um rannsókastyrki að upphæð um 191 miljón króna „...en synja varð mörgum þótt umsóknir væru styrkverðar", einsog segir í fréttatilkynningu. Vísindaráð skiptist í þrjár deildir. 58 fengu styrk úr Hug- og félagsvísindadeild, 53 úr Líf- og læknisfræðideild en 82 úr Náttúr- ufræðideild. Lægsti styrkur var > 80.000 (segulmælingar við Grímsvötn) en hæsti 2.300.000 (kaup á kjarnarófsmæli NMR). ks Flytjum inn kartöflur! Neytendasamtökunum hafa borist svo margar kvartanir að undanförnu vegna Iélegra kart- aflna að þau krefjast þess að heimilað verði að flytja inn gæð- akartöflur. Samtökin eru alla jafna andvíg innflutningi kart- aflna og grænmetis en nauðsyn brýtur lög, þær kartöflur sem ver- ið hafi á boðstólum hérlendis uppá síðkastið séu ómeti. Sleipnir styður landverði Félagar í Bifreiðastjórafé- laginu Sleipni mótmæla harðlega brottrekstri Hreins Skagfjörðs og Svandísar Tryggvadóttur land- varða í Herðubreiðarlindum og skora á Ferðafélag Akureyrar og Náttúruverndarráð að endur- skoða afstöðu sína. Messa til minningar um fórnarlömb alnæmis Á sunnudag kl. 11 verður guðsþjónusta í Langholtskirkju til minningar um fórnarlömb al- næmis. Séra Sigurður Haukur Guðjónsson þjónar fyrir altari en séra Jón Bjarman prédikar. Auk þess að minnast látinna er til- gangur minningarathafna á borð við þessa sá að styðja smitaða og sjúka, fjölskyldur þeirra og vini, og að efla samstöðu þeirra sem láta sig málefnið einhverju varða. Dagmæður frá barna- verndarnefndum Dagmæðranefnd fyrrum menntamálaráðherra hefur lokið störfum og skilað fjórum megin- tillögum. 1. Að í lög um dagvist barna verði sett ákvæði er feli í sér viðurkenningu á því úrræði að vista þau á einkaheimilum en ekki einvörðungu á dagvistar- stofnunum. Og að tryggt verði að börn hjá dagmæðrum njóti sömu þjónustu og réttinda og börn á dagvistarstofnunum. 2. Reglu- gerð verði sett um dagmæður og verði í líkum dúr og reglur Reykjavíkur, Akureyrar og Kóp- avogs um starfsemi þeirra. 3. Reglugerð kveði á um rétt og skyldu dagmæðra til þess að sækja námskeið um uppeldi og umönnun barna. 4. Veitingar starfsleyfa dagmæðra verði í höndum aðilja er annist dagvist- armál en ekki barnaverndar- nefnda einsog nú tíðkist. í greinargerð bendir dagmæðran- efndin á að 361 dagmóðir starfi í Reykjavík svo vitað sé og hjá þeim dvelji 1.081 vistbarn rúm- helga daga auk 681 eiginbarns. Teflt í Eyjum 35. Helgarskákmót tímaritsins Skákar verður haldið í Vestmannaeyjum um næstu helgi. Það verður sett á föstudag kl. 17 að Básum og síðan verður teflt þindarlaust í 7 umferðum laugardag og fram eftir sunnu- degi. Umhugsunartími verður 1.30 klst. fyrir 30 leiki og þvínæst hálftími til þess að leiða skákina til lykta. Þrenn verðlaun verða veitt, 25,15 og 10 þúsund krónur. Um misþroska barna Garðar Viborg sálfræðingur heldur fyrirlestur í kvöld um upp- eldi misþroska barna. Hefst hann kl. 20.30 í Æfingadeild Kennar- aháskólans á mótum Bólstaðar- hlíðar og Háteigsvegar. Á eftir verða fyrirspurnir og almennar umræður. Fram vann Fylki íslandsmeistarar Fram unnu sigur á nýliðum Fylkis í 1. deild í gærkvöld. Leikurinn fór fram á gervigrasvellinum í Laugardal og skoraði Guðmundur Steinsson eina mark leiksins snemma í fyrri hálfleik. Framarar urðu fyrir áfalli þegar um 15 mínútur voru til leiksloka en þá var Ómari Torfasyni var vikið af velli. Ár- bæingar sóttu nokkuð stíft að marki Fram en þeir vörðust vel og hirtu stigin þrjú. Liverpool vann stórsigur á West Ham, 5-1, í gær og er Lund- únaliðið þá fallið í 2. deild. Ray Houghton skoraði tvö mörk fyrir Liverpool og John Aldridge, Ian Rush og John Barnes eitt hver. Liverpool og Arsenal leika úr- slitaleik um meistaratitilinn á föstudag. Arsenal verður að vinna með tveimur mörkum til að tryggja sér titilinn, annars verður Liverpool meistari. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 24. mai 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.