Þjóðviljinn - 24.05.1989, Blaðsíða 7
MENNING
Jón Leifs tónskáld
I minningu
JónsLeifs
Síðustu áskriftartónleikar Sin-
fóníuhljómsveitar Islands verða
annaðkvöld í Háskólabíói og hefj-
ast kl. 20.30. Þeir eru helgaðir
Jóni Leifs tónskáldi sem hefði
orðið níræður í ár.
Með einföldum dráttum kemur réttur svipur á innbrotsþjófinn í Kalla á þakinu. Ilon Wikland teiknar. Mynd: Jim Smart.
Teiknari umfram allt
Jón fæddist að Sólheimum í A-
Húnavatnssýslu 1. maí 1899.
Sautján ára hélt hann til Leipzig
til tónlistarnáms og bjó meira og
minna í Þýskalandi fram til ársins
1945, þá fluttist hann heim. Hann
var hljómsveitarstjóri víða í
Þýskalandi á árunum þar.
Sagt frá því þegar Ilon Wikland, teiknari Astrid Lindgren,
bauð upp á sýnikennslu í myndskreytingum
Jón stofnaði Tónskáldafélag
íslands 1945 og STEF 1948 auk
þess sem hann stóð að stofnun
Alþjóða tónskáldaráðsins með
fulltrúum tíu annarra þjóða.
Á efnisskránni eru fimm tón-
verk sem gefa gott yfirlit yfir stíl
Jóns og efnistök. Auk hljóm-
sveitarinnar tekur karlakór þátt í
flutningnum og tólf félagar úr
Tónskáldafélaginu leika á sla-
gverk. Stjórnandi er sá frægi
maður Paul Zukofsky.
Rannveig Bragadóttir
Rannveig
til Cardiff
Heimssöngvarakeppnin í Car-
diff í Wales fer fram í fjórða sinn
um miðjan júní. Rannveig Braga-
dóttir sópransöngkona hefur ver-
ið valin til að keppa fyrir íslands
hönd að þessu sinni. Hún er
menntuð í Söngskólanum í
Reykjavík og tónlistarskóla í
Vínarborg og hefur sungið hlut-
verk Cherubinos í Brúðkaupi
Fígarós í íslensku óperunni og
nokkur hlutverk erlendis. Hún er
nú ráðin sem einsöngvari við óp-
eruna í Vínarborg.
Sjónvarpið verður með út-
sendingar frá Cardiff.
Þegar Iion Wikland bauðst til
að teikna „í beinni útsendingu“ í
Norræna húsinu komu íslensk
börn tugum saman til að horfa
heilluð á hvernig gamalkunnar
persónur spruttu fram Ijóslifandi
á hvítan pappírinn undan styrkri
hendi listamannsins. Jónatan
Ljónshjarta geystist yfir blaðið á
fáki sínum, Ronja starði á börnin
stórum augum og eftir svipstund
horfðu fímm litlir hvolpar hissa á
barnamergðina á gólfínu...
En fyrst myndskreytti hún
kafla úr Kalla á þakinu meðan
lesið var úr bókinni. Kalli er
önnur tveggja persóna sem þær
Astrid Lindgren hafa ekki verið
hjartanlega sammála um hvernig
átti að líta út. Ilon teiknaði gaml-
an kall, Astrid vildi skrítinn
strák. Astrid ræður en Ilon fékk
ekki andann yfir sig fyrr en hún
kom til Parísar og sá Kalla allt í
einu lifandi kominn sitjandi á
tröppum. Hin persónan er Ronja
ræningjadóttir sem Ilon vildi
teikna eins og Lappastelpu, með
dökkt slétt hár, en Astrid vildi
hafa hrokkinhærða. Astrid vann í
bókinni, en þegar leikkona var
valin í hlutverk Ronju í frægri
bíómynd varð skoðun Ilon ofan
á. „Ronja er nefnilega með
þykkt, slétt og svart hár,“ segir
Ilon og kveður fast að sögninni.
Hún sagðist ekki teikna o'ft
fyrir fólk eins og hún gerði þenn-
an dag í Norræna húsinu. „Það er
ofsalega erfitt að standa svona
boginn í klukkutíma og sjá þar að
auki illa hvað maður er að gera.“
Maddit og Lotta fengu báðar
litríka kjóla á myndunum og
hvolpana teiknaði hún með lit-
pennum. En Jónatan var
teiknaður með svörtum penna.
„Ég vinn mikið í lit,“ segir hún,
„en þegar ég teikna þá hugsa ég
ævinlega: Mikið er gaman að
vinna í svart-hvítu. Því ég er um-
fram allt teiknari."
Bróðir minn Ljónshjarta er
eftirlætisbókin hennar og af
öllum persónum sem hún hefur
skapað með fimum höndum sín-
um er Snúður, litli bróðir Jónat-
ans Ljónshjarta, sá sem henni
þykir vænst um. Hefur henni ekki
dottið í hug að skrifa sjálf?
„Mér finnst meiningarlaust að
reyna það eftir svona náin kynni
af sögum Astrid Lindgren. Þær
eru einfaldlega svo góðar að ég
veit að ég get aldrei gert neitt við-
líka vel. En ég hef mikinn áhuga á
að búa til myndabækur án texta.
Að teikna er það skemmtilegasta
sem til er - og svo fæ ég borgað
fyrir það! Stundum er samt erfitt
að byrja á verkefni. Þá er eins og
ég hafi aldrei teiknað á ævinni og
það er hræðileg tilfinning. En ég
gefst ekki upp, held áfram þang-
að til mátturinn kemur.“
/ lokin, llon Wikland?
„Ég ætla að koma aftur til ís-
lands. Mig langar til að mála og
teikna hér, landslagið er svo graf-
ískt. Ég fór í Bláa lónið og fannst
það ótrúleg lífsreynsla. Stundum
vissi ég ekki í hvers konar veröld
ég var stödd - stundum fannst
mér ég synda inn í málverk eftir
Turner!"
Astrid Lindgren er enn að þótt
komin sé vel yfir áttrætt. í haust
er væntanleg í Svíþjóð ný saga
eftir hana, páskasaga um Lottu í
Ólátagötu, með málverkum í
fullum litum eftir Ilon Wikland.
Hér heima eigum við í haust von
á myndabókinni Ég vil ekki fara
að hátta. Það er gömul saga þó að
hún hafi ekki komið út á íslensku
fyrr en nú. f nýju útgáfunni er
hún að sjálfsögðu með myndum
eftir Ilon Wikland.
SA
Miövikudagur 24. maí 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7