Þjóðviljinn - 24.05.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 24.05.1989, Blaðsíða 9
ERLENDAR FRETTIR Kína Mótmœlafólkfer sínufram íPeking. Herinn dregur sig til baka Qian Qichen, utanríkisráð- herra Kína, sagði í gær við ambassadora Evrópubandalags- ríkja í Peking að Zhao Ziyang væri enn aðalritari kínverska kommúnistaflokksins. Aður hafði heyrst að Zhao hefði vikið úr þeirri stöðu. Þykir þetta benda til þess að hann sé í sókn í valda- baráttunni við Li Peng, forsætis- ráðherra, sem talinn er vera höfuðandstæðingur hans. Herlið er sagt hafa dregið sig til baka frá mörgum stöðvum í út- jöðrum höfuðborgarinnar í gær og mótmælafólk virtist hafa sína hentisemi í mestum hluta borgar- innar með fullu samþykki um- ferðarlögreglu. Um 100,000 manns marséruðu þar um götur og beindust hróp þeirra einkum gegn Li Peng, sem þeir kölluðu óvin alþýðu. Herlögunum, sem Li er talinn hafa ráðið mestu um að sett voru á í Peking, var og> mótmælt og hrópuðu menn að þeir vildu lýðræði, en ekki skrið- dreka. Fréttaskýrendur telja að hörð valdabarátta geisi bakvið tjöldin og benda í því sambandi á fréttir kínverskra fjölmiðla. í sumum þeirra eru vandlega rakin mót- mælin gegn Li og yfirlýsingar um að herinn muni aldrei skjóta á mótmælafólkið, en í öðrum er mótmælafólkið harðlega for- dæmt. Prír menn skvettu málningu á andlitsmynd mikla af Mao Ze- dong, sem hangir á Himnesks- friðarhliði, en stúdentar brugðu við og tóku mennina fasta. Fá- einum mínútum síðar sortnaði himinninn, elding leiftraði og steypiregn helltist úr lofti. Yfirstandandi mótmælaað- gerðir hófust 13. maí með því að um 1000 stúdentar hófu föstu á Himnesksfriðartorgi í Peking miðri og kröfðust lýðræðis. Mik- ill fjöldi opinberra starfsmanna og verkamanna hefur undanfarið tekið þátt í mótmælaaðgerðum með stúdentum. Mun þetta eink- um vera fólk í ríkisgeiranum, er dregist hefur aftur úr í lífskjara- kapphlaupi því, sem fylgt hefur efnahagsmálastefnu Deng Xia- opings, og orðið illa úti af völdum verðbólgu undanfarið. Reuter/-dþ. Stúdentar dansa á Himnesksfriðartorgi - valdabarátta að tjaldabaki. Saúdi-Arabía Zhao í sókn Dæmdar fyrir dráp á nauðgara Kýpurtyrkneskur dómstóll dæmdi fyrir helgina tvær vestur- þýskar mægður, 48 og 20 ára, sekar um manndráp. Höíðu þær orðið að bana tvítugum Kýpur- tyrkja, sem nauðgað hafði dótt- urinni. Atburðir þessir áttu sér stað í mars s.l. er mæðgurnar komu sem túristar til Norður-Kýpur, sem er á valdi Tyrkja. Ruddist maðurinn inn til mæðgnanna, þar sem þær höfðu tjaldað, barði móðurina svo að hún missti með- vitund og nauðgaði síðan dótt- urinni. En móðirin raknaði fljót- lega við og tókst þeim mæðgum þá að yfirbuga nauðgarann og kyrkja hann með belti. Þær héldu því fram fyrir rétti að um sjálfs- vörn hefði verið að ræða, en dómararnir töldu að nauðgarinn hefði verið orðinn svo illa leikinn, þegar hann var kyrktur, að mæðgunum hefði ekki stafað nein hætta af honum lengur. Hefðu þær bæði bitið hann og barið og líkskoðun hefði leitt í ljós áverka á höfði hans og kyn- færum, auk þess sem sandur hefði verið í augum honum og munni. í framhaldi af úrskurði réttar- ins var móðirin á mánudag dæmd til fjögurra ára og dóttirin til þriggja ára fangelsisvistar. Reuter/-dþ. Aftökum fjölgar ár frá ári Þarlendis liggur dauðarefsing við glœpum eins og morðum, nauðgun- um og eiturlyfjasmygli. Þeir dauðadæmdu eru hálshöggnir með sverði Ungverjaland Úr Varsjár- bandalagi ÍEB? Gyula Thurmer, utanríkis- málaráðunautur Karoly Grosz, leiðtoga ungverska kommúnist- aflokksins, sagði við erlenda fréttamenn fyrir helgina að hann teldi að ekkert yrði því til fyrir- stöðu að Ungverjar gengju úr Varsjárbandalaginu, ef þeir sjálf- ir vildu. Ummæli Thurmers eru mjög á sömu lund og þau er Oleg Bogomolov, sovéskur háskóla- maður, lét sér um munn fara í febrúar sl. Bogomolov sagði þá í viðtali við ungverska útvarpið að hann teldi ekki að Sovétríkjunum yrði nein hætta búin, þótt Ungverja- land gerðist hlutlaust. Ungverja- land hefur einu sinni sagt sig úr Varsjárbandalaginu áður. Gerð- ist það 1956 er Imre Nagy var forsætisráðherra, rétt áður en so- véskur her bældi niður uppreisn Ungverja það ár. Nagy var síðar líflátinn. Thurmer kvað Ungverjaland stefna að miklum samskiptum við Evrópubandalagið, en taldi ekki að Ungverjar myndu ganga í það næsta áratuginn eða svo. Hann gaf eigi að síður í skyn, að Ung- verjar stefndu að EB-aðild er fram liðu stundir, þar eð hann sagði: „Ég vona að innan 10-15 ára geti ungverskir þingmenn öðlast setu á Evrópuþingi.“ Ung- verjaland tók upp formlegt stjórnmálasamband við Evrópu- bandalagið í september sl. og varð fyrst til þess Austur- Evrópuríkja. Reuter/-dþ Að minnsta kosti 30 manneskj- ur, þar af ein kona, hafa verið hálshöggnar í Saúdi-Arabíu það sem af er árinu. 18 manns voru hálshöggnir þarlendis ailt s.l. ár, þannig að Ijóst er að dauðarefs- ingu er beitt þar í vaxandi mæli. I Saúdi-Arabíu, þar sem lög- máli íslams (sharia) er stranglega framfylgt, liggur dauðarefsing við morðum, hryðjuverkum, nauðgunum og verslun með eiturlyf. Fyrir drykkjuskap er fólk hýtt, grýtt fyrir hórdóm og handhöggvið fyrir þjófnað. Af- tökur, hýðingar og aflimanir fara yfirleitt fram eftir bænahald á föstudögum, er í íslam hafa svip- að gildi og sunnudagar í kristni, og er venjan að fullnægja dómun- um framan við höfuðmosku þeirrar borgar, er var vettvangur glæpanna eða brotanna. Síðan af- tökur gerðust tíðari er þó einnig farið að höggva menn á rúmhelg- um dögum. Innanríkisráðuneytið tilkynnir aftökurnar fyrirfram í sjónvarpi, hljóðvarpi og blöðum. Vaninn er að fólk það, sem mætir til guðs- þjónustu, horfi á aftökurnar, þar á meðal konur og börn. Hinir dauðadæmdu eru höggnir með sverði. Fyrir aftökuna er vaninn að gefa þeim dæmda inn róandi lyf, síðan er bundið fyrir augu honum og hann látinn krjúpa á kné í áttina til Mekka. Ætlast er til að böðullinn sé það fær í starf- inu að af taki höfuðið í einu höggi. Að verki loknu þurrkar böðullinn blóðið af brandinum á fötum hins höggna. Haft er eftir vesturlanda- mönnum, kunnugum þarlendis, að yfirleitt láti áhorfendur fögnuð í ljós að dómi fullnægð- um, einkum ef þeir höggnu hafa gerst sekir um nauðganir á ung- um stúlkum og piltum. Þá hræki áhorfendur gjarnan í blóð þeirra. Af þeim, sem lagðir hafa verið undir sverð í Saúdi-Arabíu það sem af er árinu, voru 13 sem ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 dæmdir höfðu verið sekir um eiturlyfjasölu, og má vera að við- leitni til að útrýma þeirri plágu valdi einhverju um að aftökum fjölgar svo mjög þarlendis. Saúdiarabískir embættismenn segja að með þessu hafi náðst mikill árangur í baráttunni gegn eiturlyfjum. Síðan 1987, er dauðarefsing var lögð við eitur- lyfjasölu, hefur dregið úr eitur- lyfjasmygli til landsins um 40 af hundraði, að sögn embættis- mannanna. Erlendir diplómatar í Saúdi- Arabíu segja að fjórir af hverjum tíu aftekinna þarlendis séu út- lendingar. Vegna mikillar efna- hagsþenslu út frá olíuauðnum hefur safnast til landsins fjöldi er- lends fólks í ýmis störf, einkum frá öðrum Araba- og Asíu- löndum. Meðal þeirra, sem höggnir voru í mars s.l. voru þrír Jemenar, dæmdir fyrir nauðgun á sjö ára dreng, tveir Pakistanar sekir fundnir um eiturlyfjasmygl og filippínsk kona, er dæmd hafði verið fyrir að hafa kýrkt saúdiar- abíska stúlku. í í ran, þar sem menn eru einnig teknir af opinberlega og aftökur eru miklu tíðari en í Saúdi- Arabíu, er gálgi notaður í stað sverðs, að minnsta kosti þegar eiturlyfjasalar eru líflátnir. I fleiri ríkjum þar um slóðir liggur dauðarefsing við morðum, nauðgunum, eiturlyfjasölu o.fl., en sjaldgæfara er að þeirri refs- ingu sé beitt og enn fátíðara að menn séu teknir af lífi opinber- lega. Reuter/-dþ. Schlúter kvænist í þriðja sinn Poul Schluter, forsætisráð- herra Danmerkur, hefur tilkynnt að hann hyggist ganga í hjóna- band í þriðja sinn. Önnur kona hans lést í febr. s.l. ár. Sú þriðja verður Anne Marie Vessel, fertug að aldri og framkvæmdastjóri Konunglega danska ballett- skólans. Schluter er sextugur að aldri, í jhaldsflokknum og hefur verið forsætisráðherra síðan 1982. Umferðardauðinn í EB Næstum 50,000 manns farast árlega í umferðarslysum í 12 að- ildarríkjum Evrópubandalagsins, og valda ölvaðir ökumenn mikl- um hluta þeirra slysa. Evrópu- þingið í Strassbúrg hefur nú sam- þykkt áskorun um að ný löggjöf fyrir allt bandalagið, sett ( jDeim tilgangi að koma í veg fyrir ölvun við akstur og samþykkt hefur ver- ið að taki gildi í ársbyrjun 1993, verði látin taka gildi þegar í jan. 1991. í flestum Evróþubanda- lagsríkjum mega menn nú keyra með allt að 0,80 milligrömm alkó- hóls í hverjum millilítra blóðs, en þingið vill færa þetta niður í 0,50 mg, eða sem samsvarar alkóhóli í einu glasi af léttu víni. 0,50- reglan er þegar í gildi i Hollandi og Portúgal. Stjórnarnefnd Evr- ópubandalagsins er ekki skyldug til að fari eftir þessari samþykkt þingsins. Engin geislun út frá kafbáti Sovéskt rannsóknaskip hefur Ijósmyndað flak kjarnorkuknúna kafbátsins Komsomolets, sem sökk 7. apríl s.l. um 100 mílur suðvestur af Bjarnarey. Þá fórust 42 menn. Jafnframt framkvæmdi áhöfn skipsins rannsóknir á sjón- um þar í kring og benda niður- stöður þeirra ekki til neinnar geislunar út frá kafbátnum. Flak- ið liggur á um 1500 metra dýpi og er talið ómögulegt að ná því upþ. Najibullah heitir á kóng Najibullah forseti afgönsku Ka- búlstjórnarinnar endurtók á sunnudag fyrra tilboð sitt til muja- hideen, skæruliða þeirra er gegn honum berjast, um sjálfstjórn gegn því að þeir gengju til friðar við stjórn hans. Fyrr í mánuðinum sagði Najibullah að nokkrir skær- uliðaforingjar hefðu þegar brugð- ist jákvætt við friðarumleitunum hans. Hann virðist t.d. gera sér vonir um að komast að samkomulagi við Ahmad Shah Masoud, einn af þekktustu for- ingjum mujahideen. Þá skoraði Najibullah á Zahir Shah, fyrrum Afganistanskonung, til liðs við stjórn sína og kvað konung geta gegnt meginhlutverki í friðarum- leitunum. Konungur, sem er 74 ára að aldri og býr í Róm, kvaðst í febrúar reiðubúinn að vinna að einingu og endurreisn lands síns. Tyrkir reiðir Búlgörum Sjö menn voru dreþnir og um 200 handteknir í Búlgaríu um helgina, er öryggislögregla sem beitti skriðdrekum og bryn- vögnum dreifði af mikilli hörku hópum fólks af tyrkneska þjóð- ernisminnihlutanum þarlendis, er mótmæltu tilraunum stjórnarinn- ar þar til að aðlaga Tyrkina öðr- um landsmönnum. Hefur stjórn Tyrklands fordæmt þessar aðfar- ir búlgarskra stjórnvalda harð- lega. I Búlgaríu eru um 900,000 múslímar, sem líta á sig sem Tyrki, en búlgörsk stjórnvöld viðurkenna ekki að þeir séu það, heldur halda því fram að þeir séu Búlgarar, sem Tyrkir hafi kúgað til að taka íslam meðan þeir réðu landinu. Reuter/-dþ.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.