Þjóðviljinn - 24.05.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.05.1989, Blaðsíða 3
Ríkisendurskoðun í endurskoðun Ríkisendurskoðun hefur nú starfað sem sjálfstæð stofnun sem heyrir undir Alþingi í um tvö ár, en áður heyrði stofnunin undir ijármálaráðuneytið. Á þessum tveimur árum hefur stofnunin sent frá sér mikinn tjölda skýrslna um hin aðskiljan- legustu málefni og yflrleitt hafa skýrslur þessar valdið miklum úlfaþyt. Nægir að nefna í því sambandi skýrsluna um flugstöðvarbygg- inguna, skýrslur um framkvæmd fjárlaga, skýrslu um rekstur Ríkisútvarpsins, skýrslur um á - fengiskaup, skýrslu um fram- kvæmd búvöruíaga og skýrsluna um Sigló o.fl. o.fl. Allar þessar skýrslur hafa komist í brennidepil þjóðmálaumræðunnar og sýnt fram á ýmsa misbresti í kerfinu. Framkvæmd búvörulaga Skýrslur hafa orðið að pólitísk- um hitamálum og hefur ýmsum þótt nóg um þá bersögli sem ein- kennir skýrslur Ríkisendurskoð- unnar og menn jafnvel efast um að niðurstöður stofnunarinnar séu réttar, einsog gerðist nú ný- 'verið með skýrsluna um fram- kvæmd búvörulaga, en samtök bænda hafa brugðist mjög harka- lega við henni og Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra lýsti því yfir við Þjóðviljann í gær að hann teli túlkun Ríkisendur- skoðunar á framkvæmd búvöru- laga ekki endanlegan dóm heldur þyrfti fleira að koma þar til eins- og t.d. álit ríkislögmanns. Sigurður Þórðarson vararíkis- endurskoðandi vísaði þeirri gagnrýni á bug að með skýrslunni um framkvæmd búvörulaga væri ríkisendurskoðandi að setjast í dómarasæti. „Það er misskilning- ur að við setjumst í dómarasæti. Lögin um ríkisendurskoðun kveða skýrt á um hvert starfssvið ríkisendurskoðunar er og við telj- um okkur vinna eftir þeim lögum. í skýrslum okkar förum við ofan í saumana á einstökum málum og segjum okkar álit á þeim, en við kveðum ekki upp neina dóma.“ Sigurður sagði það alvarlegt mál þegar Ríkisendurskoðun er ásökuð um að fara með rangt mál einsog gerst hefur í kjölfar skýrsl- unnar um framkvæmd búvöru- laga. Hinsvegar benti hann á að stofnunin hefur ekki fengið neinar kvartanir þar að lútandi inn á borð hjá sér þannig að ekki væri hægt að taka þessar ásakanir alvarlega. Starfsreglur í sumar stendur til að búa til starfsreglur fyrir Ríkisendur- Þessar skýrslur Ríkisendurskoðunar og fleiri til hafa verið mjög í brennidepli fjölmiðla þegar þær hafa birst. Sú umræða hefur sýnt að full þörf var á að gefa stofnuninni frjálsar hendur og að hún starfaði óháð framkvæmdavaldinu. skoðun og eiga þær að liggja fyrir við upphaf næsta þings. Að sögn Guðrúnar Helgadóttur forseta sameinaðs Alþingis stóð alltaf til að búa til slíkar reglur enda er gert ráð fyrir því í greinargerð með lögum um Ríkisendur- skoðun. „Það geta verið áhöld um hvaða skýrsluna forsetum Al- þingis beri að krefjast af Ríkis- endurskoðun og hvaða skýrslur Ríkisendurskoðun telji sér skylt að gera. Bæði Ríkisendurskoðun og forsetar Alþingis hafa rætt um nauðsyn þess að starfsreglur séu gerðar sem taki af allan vafa um þessi atriði," sagði Guðrún. Steingrímur Hermannsson sagðist telja eðlilegt að settar séu starfsreglur um Ríkisendur- skoðun. „Ég tók þátt í að breyta verk- sviði Ríkisendurskoðunar þannig að stofnunin heyrði undir Alþingi og væri því þannig óháðari fram- kvæmdavaldinu. Hennar verk- svið hefur orðið annað og frjáls- ara við það og þvíeðlilegt að for- setar þingsins setji stoínuninni ákveðnar starfsreglur." Sigurður Þórðarson sagði nauðsynlegt að menn fyndu far- I BRENNIDEPLI veg fyrir viðskipti Ríkisendur- skoðunar og Alþingis. „En það verður að gæta þess að þær starfsreglur setji Ríkisendur- skoðun ekki þær skorður að hún geti ekki starfað sjálfstætt. Það er afar brýnt að stofnunin njóti sjálfstæðis og sé óháð.“ Guðrún Helgadóttir sagðist taka undir það að Ríkisendur- skoðun starfaði sjálfstætt. „Hins- vegar heyrir stofnunin undir Al- þingi og því mikil nauðsyn að lín- ur séu skýrar um hverjar séu skyldur hvors aðila fyrir sig. Að okkar mati eru lögin ekki nógu skýr. Það hafa komið upp mál á þessum vetri þar sem menn hafa talið forseta þingsins of gagnrýnislausa um beiðni urn skýrslur. Jafnframt hafa verið uppi aðrar raddir sem telja Ríkis- endurskoðun hafa farið út fyrir lögin sem stofnuninni eru sett. Það mega auðvitað ekki vera nein áhöld um slíkt. Það er því nauðsynlegt að hafa skýr ákvæði um þetta efni.“ Óháð stofnun En vissu þingmenn hvað þeir voru að kalla yfir sig þegar ákvörðun var tekin um að Ríkis- endurskoðun heyrði ekki lengur undir framkvæmdavaldið? „Ég vona að þingmenn hafi vit- að hvað þeir voru að sam- þykkja,“ sagði Sigurður. Hann benti á að í nálægum löndum hefðu komið upp mál hjá sambærilegum stofnunum sem hefðu valdið pólitískum deilurn en þar hefðu menn gætt sín á því að sjá til þess að slíkar stofnanir nytu sjálfstæðis og væru óháðar Forsetar Alþingis ætla að láta gera starfsreglur fyrir Ríkisendurskoðun ísumar. Guðrún Helgadóttir: Komið hafa upp raddir um aðforsetar hafi verið of gagnrýnislausir um beiðnir um skýrslur ogað Ríkisendurskoðun hafifarið útfyrir valdsvið sitt. Sigurður Þórðarson: Mikilvœgt að stofnunin starfi sjálfstœtt og að hún sé óháð. Steingrímur Hermannsson: Eðlilegt aðforsetar setji stofnuninni ákveðnar starfsreglur og sagðist hann vonast til þess að menn bæru gæfu til þess hér á landi einnig. Steingrímur Hermannsson sagðist ekki vera að gagnrýna starfsemi stofnunarinnar þótt hann teldi niðurstöður hennar í skýrslunni um framkvæmd bú- vörulaga orka tvímælis. „Þegar um túlkun vafaatriða er að ræða einsog í því tilfelli verður að koma til álit fleiri aðila einsog t.d. ríkislögmanns. Ég vil hinsvegar taka það fram að ég er ánægður með starfsemi Ríkisendurskoð- unar og það var mjög til bóta þeg- ar hún var færð frá framkvæmda- valdinu," sagði Steingrímur. Politísk misnotkun Á stundum virðist svo að þing- menn hafi ætlað að nota Ríkis- endurskoðun til þess að koma höggi á pólitíska andstæðinga. Þannig var það t.d. þegar Þor- steinn Pálsson fór fram á það úr ræðustól á Alþingi að stofnunin færi ofan í saumana á þeirri fyrir- greiðslu sem Sigló hafði fengið. Senna bættu svo sjálfstæðismenn við nokkrum öðrum fyrirtækjum á listann, NT, Sambandinu og Svart á hvítu. Ekki voru þeir þó alls kostar ánægðir með niður- stöðu Ríkisendurskoðunar þar sem í ljós kom að sú fyrirgreiðsla sem Sigló hafði fengið í tíð tveggja fjármálaráðherra Sjálf- stæðisflokksins, þeirra Alberts Guðmundssonar og Þorsteins Pálssonar var að mati Ríkis- endurskoðunar algjört einsdæmi. „Samkvæmt lögum þá geta forsetar Alþingis, að óskum þing- manna, farið fram á skýrslur frá Ríkisendurskoðun. Það verður að gera þá kröfu til þingmann- anna að þeir séu ekki að misnota þessa aðstöðu sína,“ sagði Sig- urður Þórðarson. Guðrún Helgadóttir taldi ekki að þingmenn misnotuðu aðstöðu sína og væru í tíma og ótíma að kalla eftir skýrslum. Hún sagði þó, að í einu tilviki hefðu forsetar kannski átt að hafna beiðni um skýrslu, en það var þegar farið var fram á skýrslu um afkomu ríkissjóðs fyrstu fjóra mánuði þessa árs, þar sem stofnunin skilaði þrisvar á ári skýrslu um afkomu ríkissjóðs og hefði í nógu að snúast. Það hefði því kannski verið óþarfa aukaálag á stofnun- ina. Hjá Ríkisendurskoðun starfa nú um 40 manns og að sögn Sig- urðar er það heldur færra fólk en stofnunin teldi sig þurfa þar sem stöðugt eru að bætast verkefni á stofnunina. Hann sagði þó að varast bæri að stofnunin þendi sig út, það hefði aldrei verið tilgang- urinn með lögunum. -Sáf Hálendisvegir Verða opnaðir seinna en áður Vegaeftirlitið: Könnum ekki ástandþeirrafyrr en einhver kennileiti fara að koma upp úr snjónum. Miklir kuldar enn efra. Ástandþjóðvega betra en ætlað var í fyrstu Við höfum ekki enn séð neina ástæðu til að fara í okkar ár- vissa könnunarflug yfir hálendið til að kanna ástand veganna. Þar er allt enn á kafi í snjó og það verður ekki fyrr en við förum að sjá einhver kennileiti koma upp úr snjónum að við förum af stað, sagði Sigurður Hauksson hjá veg- aeftirliti Vegagerðar ríkisins. Á undanförnum árum hafa hálendisvegirnir orðið færir í seinnihlutann í júní eða í júlíbyrj- un en núna er ljóst að það verður með seinni skipum í sumar. Mikl- ir kuldar eru enn til fjalla og til marks um það má nefna að fyrir skömmu var snjódýptin á Hvera- völlum 1,20 m en var mest 1,40 m í vetur. Að öðru leyti miðar snjó- mokstri vel í snjóheimum nyrðra og eru íbúarnir smám saman að komast í vegasamband við aðra landshluta. Vegir í V-Barða- strandarsýslu hafa verið mokað- ir, verið er að moka Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði, Ingjaldssand og byrjað er að ryðja snjó á Snæfjallaströnd við Djúp. Einnig veginn norður Strandir. Að sögn Sigurðar Haukssonar hafa þjóðvegir landsins komið þó nokkuð vel undan vetrinum og mun minna um aurbleytu en oft áður vegna minni klaka í jörðu. Það eru einna helst útvegir og eldri vegir sem ekki hafa sloppið eins vel. Þetta þýðir að kostnaður við endurbætur og viðgerðir á vegum landsins verður minni en ætlað var í fyrstu. -grh Grandi hf. 145,2 miljón króna tap Grandi hf. tapaði 145,2 miljón- nam um króna á árinu sem leið. Þetta kom fram á aðalfundi fyrir- tækisins sem haldinn var í lok fyrri viku. Heildarvelta Granda í fyrra 1.551,6 miljónum króna, heildaafli togara þess var 23.888 tonn og heildarlaunagreiðslur 485 miljónir. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnskostnað nam 235,6 miljónum en afskriftir og fjár- magnskostnaður reyndust 309,6 miljónir. Gengistap reyndist uppá 123,4 miljónir og önnur út- gjöld námu 71,2 miljónum króna. ks Miðvikudagur 24. maí 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.