Þjóðviljinn - 24.05.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.05.1989, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 24. maí 1989 92. tölublað 54. órgangur Flugstöðvarbyggingin Ollu f lýtt af pólitískum ótta Hönnun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar unnin á handahlaupum vegna pólitískra aðstœðna. Garðar Halldórsson húsameistariríkisins: Urðum aðfullgera bygginguna ákjörtímabilinu enda óvístumpólitíska samstöðu aðþvíloknu. Ekki við hönnuðiað sakast. Kostnaður umfram áœtlun samsvararöllumfjárframlögum tilbyggingar Þjóðarbókhlöðunnar Langstærsti hluti hönnunar um pólitíska samstöðu" um fram- Þegar stjórnarskiptin urðu 1983 byggingarinnar væri ólokið Þessi þykkt að'fresta eða hætta við, til vegna byggingar Flugstöðvar kvæmdina að kjörtímabilinu varð að taka þá stefnu, að full- ákvörðun þáverandi utanríkis- að draga úr byggingarkostnaði. gera bygginguna á næstu4 árum, ráðherra, Geirs Hallgrímssonar, Aukareikningar vegna Flug- enda óvíst um pólitíska samstöðu sem fór með yfirstjórn fram- stöðvarinnar sem komu ekki angstærsti hluti hönnunar vegna byggingar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar var unninn á handahlaupum samhliða bygg- ingaframkvæmdum, „enda óvíst Hálendið Ómæld verðmæti í snjónum Landsvirkjun: Bjartsýnir ágóðan vatnsbúskap í sumarþegar snjóa leysir á hálendinu. SigurjónRist: Minna vatnsgildi ísnjón- um en umfang hansgefur tilkynna. Hœtta á vatns- flóðum þegar samanfara leysingar á há- og lág- lendi. Lítið um klaka í jörðu Þó að ríkissjóður og bæjar- og sveitasjóðir hafi í vetur þurft að greiða tugmiljónum króna meira í snjómokstur en oft áður eru stjórnendur Landsvirkjunar bjartsýnir á vatnsbúskapinn í sumar þegar hin miklu snjóalög á hálendinu fara að bráðna og miðlunarlón þeirra fyllast af vatni hvert af öðru. Að sögn Jóhanns M. Maríus- sonar stoðarframkvæmdastjóra Landsvirkjunar er ómögulegt að meta þau verðmæti sem liggja í snjónum þegar hann bráðnar fyrir raforkuframleiðslu lands- manna, en ljóst er að vatnsbú- skapurinn mun njóta góðs af þeim gríðarlega vatnsforða sem liggur í hinum miklu snjóalögum sem enn eru á hálendinu. í augum starfsmanna raforku- vera er rigning sem gull og gim- steinar því þá hækkar vatnsyfirborð miðlunarlóna og að sama skapi verða þær ár vatns- meiri sem hafa verið virkjaðar. Á sama hátt má segja að í snjóalög- unum á hálendinu sé að finna ómæld verðmæti sem bíða þess eins að verða leyst úr viðjum kuldans. Á meðan eru þau einsog frosin innstæða. Að sögn Sigurjóns Rists fyrrum vatnamælingamanns gerði enga snögga hláku í vetur með rigningum þannig að há- lendissnjórinn er mun lausari í sér en oft áður. Það þýðir að vatnsgildi hans er ekki eins mikið og umfang hans gefur til kynna. Aðspurður um hættu á vatnsflóð- um sagði Sigurjón að enn væri hætta á þeim og þá sérstaklega þar sem saman færu leysingar á há- og láglendi. -grh um pólitíska samstöðu" um fram- kvæmdina að kjörtímabilinu loknu, eins og Garðar Halldórsson húsameistari ríkisins upplýsti á ráðstefnu sem verkfræðingar stóðu fyrir í gær, þar sem rætt var um hvaða lærdóm mætti draga af byggingarsögu Flugstöðvarinn- ar. Húsameistari sem er arkitekt Flugstöðvarinnar, upplýsti að hönnuðir hafi staðið frammi fyrir þeirri erfiðu stöðu að bjóða út lokafrágang byggingarinnar árið 1985, án þess að hönnun hafi ver- ið að fullu lokið. Hann sagði að á engan hátt væri hægt að skrifa þessa stöðu á reikning hönnuða. „Hér var nánast alfarið um stöðu að ræða, sem varð til vegna pólití- skrar óeiningar um verkefnið. að þeim árum iiðnum," sagði Garðar Halldórsson. Hönnunarvinna vegna Flug- stöðvarinnar hófst í samvinnu við bandaríska aðila í ársbyrjun 1980, en eftir að ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen tók við völdum var ákveðið að kröfu Al- þýðubandalagsins, að stöðva alla vinnu við undirbúning byggingar- innar, þar sem hún væri allt of dýr framkvæmd. Þegar ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar tók við völdum vorið 1983 voru byggingarfram- kvæmdir settar á fulla ferð, þó að mestallri hönnunarvinnu vegna byggingarinnar væri ólokið Þessi ákvörðun þáverandi utanríkis- ráðherra, Geirs Hallgrímssonar, sem fór með yfirstjórn fram- kvæmda samkvæmt sérstökum lögum, var til að tryggja að bygg- ingu Flugstöðvarinnar yrði lokið fyrir vorið 1987 er kjörtímabil ríkisstjórnarinnar rann út. Ljóst er að þessi verkskipan við byggingu Flugstöðvarinnar er ein af ástæðunum fyrir þeim um- framkostnaði sem varð vegna framkvæmdanna, auk þess sem byggingarnefnd Flugstöðvarinn- ar sem heyrði undir utanríkisráð- herra en ekki fjármálaráðuneyti ákvað á lokasprettinum við hönnunina á árunum 1983-1985 að bæta inn aftur öllum verkþátt- um sem áður hafði verið sam- fram fyrr en við lok framkvæmda og eftir yígslu stöðvarinnar og al- þingiskosningar 1987, hljóðuðu uppá nær 800 miljónir, en það jafngildir öllum fjárframlögum til byggingar Þjóðarbókhlöðu fram til þessa dags. Á ráðstefnunni í gær kom fram hörð gagnrýni frá bæði hagsýslu- stjóra og forstjóra Ríkisendur- skoðunar á verkskipulag og fjár- hagslegt eftirlit byggingaraðila og ábyrgðarmanna vegna fram- kvæmda við Flugstöðina. Sjá síðu 2. sem páfinn á aö standa á þegar hann blessar hjörðina sína á íslandi. Mynd- Þóm. Bensín Hækkar lítrinn um 7 krónur? Tatíðaðhœkkunin geti numiðalltað16% sem þýðir hœkkun úr43 FÍB mótmœlir harðlega ,80 í 51 krónu. Idag var búist við að olíufélögin legðu fram beiðni um hækkun á verði olíuvara og yrði það þá í þriðja sinn sem þau gerðu það í þessum mánuði. Með fyrirhug- aðri hækkun bensíngjalds er talið að hækkunarbeiðnin til Verð- lagsstofnunar muni nema allt að 16% sem þýðir að bensínlítrinn muni hækka um 7 krónur; úr 43,80 í 51 krónu. Að sögn Gunnars Karls hjá Skeljungi fóru olíufélögin fram á 8% hækkun og síðar 11,4% hækkun hjá Verðlagsstofnun fyrr í mánuðinum, en án árangurs. Forsendur þeirra hækkunar- beiðna og þeirrar sem væntan- lega verður lögð fram í dag eru aðallega hækkanir á innkaups- verði erlendis auk gengis- breytinga að undanförnu. Að mati Félags íslenskra bif- reíðaeigenda mun þessi hækkun, ef hún nær fram að ganga, þýða 2200 króna útgjaldaauka á mán- uði fyrir rekstur einkabflsins sem félagið mótmælir harðlega.. Þá mótmælir FÍB því eindregið að hluti þessarar hækkunar sé út af fjárþörf ríkissjóðs vegna kostn- aðar við snjómokstur í vetur. í því sambandi vill félagið minna á að 28. desember sl. var vegagjald í bensíni hækkað um 4,10 krónur á lítra sem átti að skila 680 milj- ónum króna í vegasjóð og notast til vegaframkvæmda, þar á meðal snjómpksturs. En við afgreiðslu lánsfjárlaga sem samþykkt voru á Alþingi 22. mars voru þessar tekjur vegasjóðs teknar frá hon- um til annarra nota. Sigurgeir Jónsson ráðuneytis- stjóri í fjármálaráðuneytinu varðist allra frétta þegar hann var spurður hvort í bígerð væri að hækka vegagjald í bensínverðinu vegna kostnaðar ríkisins við snjó- mokstur í vetur. -grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.