Þjóðviljinn - 24.05.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.05.1989, Blaðsíða 4
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Kína og Sovétríkin Þaö væri synd aö segja, aö sambúð Sovétríkjanna og Kína hafi verið tíðindalaus þau fjörtíu ár sem liðin eru síðan hinn rauði her Maós formanns hélt inn í Peking og lýsti yfir stofnun alþýðuveldis, sem dró dám mikinn af hinum sov- éska eldri bróður. Þá sungu menn í báðum ríkjum um göng- una miklu fram á við undir fánum Stalíns og Maós. Síðan skildi leiðir - vegna þess að Kína Maós vildi ekki fylgja Khrúsjof í því að reyna að bæta sambúðina við vestrið og sveia hinni stalínsku arfleifð heima fyrir. Kína vildi þá heita byltingarríkið eina og sanna og fordæmdi sovéska endur- skoðunarstefnu og svik Moskvumanna við hreina kommún- íska kenningu og svo fyrir heimsveldisyfirgang. Sovétmenn svöruðu með því að kalla Kína menningarbyltingarinnar ríki stórhættulegrar þjóðernissinnaðrar ævintýramennsku á villigötum. Þessu fylgdu pústrar á landamærum og fullur fjandskapur í utanríkismálum og niðurfelling viðskipta. Það er lærdómsríkt fyrir þá, sem af reynsluleysi og skammsýni tóku mark á tilkalli þessara miklu ríkja beggja til að fara með sannan sósíalisma, að líta yfir þá þróun sem síðar hefur orðið og staðfestist nú á dögunum með merki- legri heimsókn Gorbatsjovs til Peking. A næstliðnum árum hafa Sovétmenn og Kínverjar að sönnu verið ósammála um margt (Afganistan, Kampútseu ofl), en ágreiningur hefur verið ræddur af sæmilegri kurteisi. Báðir hafa gefið upp á bátinn tilkall til að fara með hinn eina rétta pólitíska sann- leika. Bæði Sovétmenn og Kínverjar hafa fylgst með forvitni og reyndar lærdómsfýsn með breytingum sem hafa orðið hjá grannanum. Það er skiljanlegt: Kínverjar byrjuðu, undir forystu Dengs Xiaopings, á undan Sovétmönnum að losa um miðstýringu efnahagslífsins og veita talsvert svigrúm til þróunar blandaðs hagkerfis. Sovétmenn hafa að nokkru leyti tekið mið af þeirri reynslu - um leið og þeir hafa undir forystu Gorbatsjovs gerst hraðstígari en ráðamenn í Peking á brautum lýðræðis og málfrelsis. Það er þessvegna sem stúdentar í Peking heilsuðu Gorbatsjov með borðum sem á var letrað glasnost upp á rússnesku - og beittu fyrir sig nafni hans til að hreyfa við sínum mönnum. Það er þessvegna sem menn lögðu í Peking sérstaklega hlustir við ummælum Gorbatsjovs um nauðsyn þess að styðja við bakið á efna- hagslegum breytingum með breytingum á hinu pólitíska kerfi. Vitaskuld er þessi þróun mála mjög jákvæð. Það er gott fyrir heimsfriðinn þegar ágreiningsmálum fækkar stórlega milli stærsta ríkis heims og þess fjölmennasta. Það er hollt fyrir þau bæði að semja um niðurskurð á herafla í landa- mærahéruðunum - nóg annað þarfara er við mannafla og fé að gera. Báðum ríkjum er það mikil nauðsyn að taka aftur upp og efla eðlileg viðskipti sín í milli, þau eiga mikla mögu- leika á skynsamlegri verkaskiptingu yfir landamærin á mörgurh sviðum, og bæði skortir þau gjaldeyri til að kaupa allt sem þarf í „fyrsta“ heiminum. Það er líka að mörgu leyti hollt fyrir vinstrisinna um allan heim, að Sovétmenn og Kínverjar eru ekki lengur í þeim (trúðboðsham, sem einatt bar frekar merki um kapp en for- 'sjá. Hinn pólitíski sannleiki er aldrei endanlegur, heldur lifir hann óstýrilátu lífi í margbreytileika þjóðfélaganna. Og það er blátt áfram uppörvandi þegar Gorbatsjov les kínverskum málvinum sínum þann texta að „hagstjórnartæki og lýðræði eru alls ekki fyrirbæri sem kapítalisminn hefur einkarétt á“. En það er eins gott að menn geri sér grein fyrir því að það er hægara sagt en gert að fylgja þessum ummælum eftir- eins og sannast í þeirri sérstæðu glímu námsmanna og yfirvalda í Peking, sem stendur enn þegar þessar línur eru skrifaðar. ÁB. KLIPPT OG SKORIÐ „Að viðbættri hóflegri þóknun“ f Reykjavíkurbréfi Morgun- blaðsins um helgina er saga ís- lenskra aðalverktaka rakin ítar- lega. Ástæðan til þess er þver- sögnin sem upp kom milli Thors Ó. Thors, forstjóra fyrirtækisins, sem hélt því fram að Bandaríkja- menn væru svo yfir sig hamingju- samir með skiptin við íslenska aðalverktaka, og Erics McVa- dons aðmíráls, fráfarandi yfir- manns setuliðsins á Miðnesheiði sem kvartaði undan því að hér væru allar framkvæmdir mörgum sinnum dýrari en annars staðar gerðist í heiminum. Þar meira en gaf hann í skyn, eins og áður hef- ur verið drepið á í Þjóðviljanum, að íslenskir aðalverktakar okr- uðu á verndaranum. Höfundur Reykjavíkurbréfs, sem því miður lætur ekki nafns síns getið (er ekki gamall og góð- ur siður að skrifa undir bréf?) hefur þungar áhyggjur af þessari undarlegu þversögn og þarf að finna blóraböggul. Þegar sagan er rakin sést hvar hann stígur fram á sviðið þegar hans tími er kominn. Einnig sést vel hvað bréfritara er í mun að allir skilji að það var aldrei meining góðra íslendinga að græða á hernum. „Pað var að ósk íslenskra stjórnvalda að íslenskir aðilar hófu þátttöku í varnarliðsfram- kvæmdum eftir 1951,“ segir í bréfinu. „Lagt var til að stofnuð yrðu samtök þeirra íslensku að- ila, sem gætu tekið að sér fram- kvæmdir fyrir varnarliðið, og þar með yrði tryggt að aðstaðan yrði sem sterkust til að ná sem mestu af framkvæmdunum í íslenskar hendur. Af hálfu stjórnvalda var það skilyrði sett fram, að samtök- in yrðu opin, þannig að enginn aðili, sem uppfyllti hin almennu skilyrði, yrði útilokaður frá þátt- töku. Féllust fulltrúar byggingar- iðnaðarins á þetta sjónarmið og einnig var lagt úr höfn með því sameiginlega markmiði, að hér væri ekki um venjulegt gróðafyr- irtæki að ræða. Þótt einskonar einokunaraðstaða væri sköpuð með því að útiloka samkeppni og undirboð innanlands, myndi mis- notkun þessarar aðstöðu einung- is leiða til þess, fyrr eða síðar, að verkin yrðu falin bandarískum byggingafélögum, svo sem heim- ilt yrði að teljast samkvæmt varnarsamningnum. Við það œtti því að miða, að verk mœtti ekki fara fram úr kostnaðarverði að viðbœttri lágri þóknun. Á þessum grundvelli voru Sameinaðir verk- takar stofnaðir." Þegar Bandaríkjamenn á- kváðu, árið 1952, að hætta að skipta við einokunarfyrirtæki og, taka upp útboð alls staðar á sín- um yfirráðasvæðum mótmæltu ís- lensk stjórnvöld. Bréfritari segir: „Fór svo að Bandaríkjastjórn féllst á að gera undantekningu að þessu leyti varðandi ísland, enda væru Sameinaðir verktakar opnir öllum þeim, sem hug hefðu á... Framkvæmdir yrðu unnar fyrir kostnaðarverð að viðbœttri hóf- legri þóknun. “ Svo kom Reginn til sögunnar Árið 1954 voru svo íslenskir aðalverktakar stofnaðir til að gera það sem gera þurfti fyrir her- inn. Sameigendur voru og eru: Ríkissjóður íslands sem á fjórð- ung, Reginn hf, dótturfyrirtæki SÍS, sem á fjórðung líka og Sam- einaðir verktakar sem eiga helm- ing. Um þetta segir bréfritari: „Forsendurnar fyrir stofnun ís- lenskra aðalverktaka á sínum tíma voru auðvitað þær að fram- sóknarmenn vildu tryggja aðild samvinnuhreyfingarinnar að þessum framkvæmdum og þeim hagnaði, sem þar mátti búast við. Það er mál út af fyrir sig, að varn- arliðið kom ekki hingað til ís- lands til þess, að við Islendingar gætum hagnast á því fjárhags- lega, þótt of margir virðist nú orðnir þeirrar skoðunar. í við- skiptablaði Morgunblaðsins kom fram fyrir skömmu, að við höfum meiri gjaldeyristekjur af varnar- liðinu en af ferðamannaþjónustu eða af útflutningi iðnaðarvara. Á síðasta ári námu tekjur af varn- arliðinu um 13 miljörðum króna eða um 20% af útflutningstekjum landsmanna. Þessar tölur sýna, að við erum að verða háð þessum tekjum. Þess vegna á það að vera markmið í sjálfu sér að minnka þær frekar en hitt. Þegar að því kemur, að taldar eru forsendur fyrir því vegna öryggishagsmuna að varnarliðið hverfi af landi brott, má ekki til þess koma, að einhverjar raddir komi fram um, að svo megi ekki verða vegna þess að þjóðin missi umtalsverð- an tekjustofn. Það má í þessu sambandi minna á það, sem í upphafi var stefnt að, sem sé að verktakastarfsemi fœri fram á kostnaðarverði að viðbœttri lágri þóknun. “ (Leturbreytingar Þjv.) Höfundur Reykjavíkurbréfs telur að nú verði að stíga til baka aftur fyrir aðild SÍS og til Samein- aðra verktaka, samtaka frjálsra aðila byggingariðnaðarins, eða jafnvel til útboða á alfrjálsum markaði. Þetta á að gera, eins og hann segir, til þess að herinn geti farið af landi brott án vand- kvæða, þegar hans tími kemur. Og hann hnykkir á meginboð- skap sínum í lokin: „Hin upphaflegu áform voru heilbrigð og eðlileg í alla staði. Hefði þeim verið framfylgt væri ekki tilefni til þessara umræðna nú.“ Áhyggjur og ályktanir bréfrit- ara eru góðra gjalda verðar. Hitt gæti hann látið söguna - mann- kynssöguna - kenna sér að það liggur í hlutarins eðli að í kringum erlendan her í landi verður ævin- lega spilling. Áfram á svipuðum slóðum Staksteinar Mbl segja það rangt hjá Þjóðviljanum að McVadon hafi verið að ræða um sjónvarpsþætti Alberts Jóns- sonar í ræðu sinni á dögunum, hann hafi verið að tala um rann- sóknir hans fyrir Örygggismála- nefnd. Það kann rétt að vera, en hitt er víst að það var bjarnar- greiði við Albert sem formann Óryggismálanefndar að aðmíráll- inn skyldi draga nafn hans inn í ræðu sína. Albert hefur haldið hlutleysissvip eins og vera ber sem opinber embættismaður, þótt hann sé hlynntur Nató. Eftir ræðu McVadons er hann alvar- lega eyrnamerktur. Óþarfi Að lokum kvörtun við Ríkisút- varpið. í sumar er auglýstur viku- legur þáttur á dagskrá, enn ein tónlistartalblandan, undir nafn- inu Höll sumarlandsins. Nú er ekki einungis að þetta sé nafn á yndislegri bók eftir Halldór Lax- ness, bók sem fyrir mörgum að- dáendum hans er sannkölluð bók bóka, heldur er ætlunin að setja atburði hennar á svið í haust í leikgerð Kjartans Ragnarssonar þegar Borgarleikhúsið verður opnað. Það er vægast sagt illa til fundið að láta þetta fallega heiti glymja á hlustum okkar í sumar, það á alveg áreiðanlega illa við þennan útvarpsþátt sem miklu nær væri að skíra „Eftir hádegið" eða eitthvað álíka. Verið svo væn að breyta þessu áður en byrjað verður að útvarpa þættinum. SA Þjóðviljinn Síðumúla 6 - 108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Utgefandi: Utgáfufélag Þjóöviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, MöröurÁrnason, Silja Aðalsteinsdóttir. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Aðrir blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Elísabet Brekkan, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), KristóferSvavarsson, ÓlafurGíslason, Páll Hannesson, Sigurður Á. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaðs), Þor- finnurÓmarsson (íþr.), ÞrösturHaraldsson. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstof ustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Augiýsingastjóri:OlgaClausen. Augiýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Erla Lárusdóttir Útbreiðslu-og afgreiðslustjóri:Björn IngiRafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsia, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 80 kr. Nýtt Heigarblað: 110 kr. Áskriftarverð á mánuði: 900 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 24. mai 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.