Þjóðviljinn - 01.06.1989, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 01.06.1989, Blaðsíða 10
/t. /t s. GARÐAR OG GRÓÐUR Frá skógræktinni að Hallormsstað að afloknu skógarhöggi ■ ^ 1 ■ t i.4 ...• ■■ fc*. * ! ' ' ; ' \ ; i ^ Í l|§ 7 fe:- ’«?•♦ •'• ' ■ ' ttf*' >jv <í ' Nytjaskógar á íslandi Skýjaborgir eða raunhæfur möguleiki? í afmælisriti Skógræktarfé- lags Borgarfjaröar, sem út kom á 50 ára afmæli þess s.l. haust, er stutt grein eftir Guö- mund Sigurðsson skólastjóra í Borgarnesi er ber yfirskriftina „Framtíðarsýn skógræktar- manns“. Grein þessi, þótt ekki sé mikil að vöxtum hvað orðafjölda snertir, hefur orðið mér tilefni nokkurra hugleið- inga. Reyndar er mér ekki grunlaust um, að sá hafi ein- mitt verið tilgangur höfundar, öðrum fremur, að vekja les- endur til umhugsunar um möguleika nytjaskógræktar í þessu víðfeðma og frjósama héraði. í grein sinni spyr Guðmundur: „Gætuð þið hugsað ykkur mestan hluta þess lands sem liggur milli Langár og Gljúfurár klæddan skógi?“ Svar mitt er já, að því tilskildu þó, að nytjaskógrækt á þessu landsvæði eða öðru jafn hentugu leiði ekki til óhagkvæm- ari eða óskynsamlegri nýtingar landsins, að dómi hæfustu manna, en hægt er að ná með öðrum hætti. Efalaust finnst einhverjum að hér sé ekki á ferðinni djúphugs- að, raunsætt mat á æskilegri land- nýtingu, heldur einungis skýja- borgir, - óraunsætt hugsjónarugl áhugamanns um skógrækt. En hyggjum nú nánar að. Við hugleiðingar um þetta efni er eðlilegt að margar spurningar vakni. Er hér um gott skóg- ræktarland að ræða? Um það er að sjálfsögðu erfitt fyrir leikmann að dæma, en þeir fáu og smáu skógarlundir sem ræktaðir hafa verið á þessu svæði lofa vissulega góðu. Niðurstöður vaxtarmælinga sem fram fóru á árunum 1973-1976 og lesa má um í grein Hauks Ragnarssonar í bókinni Skógarmál sem út kom árið 1977, sýna að meðalhæðar- vöxtur nokkurra tegunda barr- trjáa á ári er mjög góður á svæði sem tekur yfir norðurhluta Borg- arfjarðar, Mýrar, innanvert Snæfellsnes, Dali og Reykhóla- sveit. Á þessu svæði hafa tegund- irnar blágreni, rauðgreni og sitkagreni vaxið betur en annars staðar á landinu. Vafalaust má þakka þennan árangur hentugu staðarvali skógræktargirðinga, en á hitt má líka benda, að á þessu svæði er mun minni hætta á sköðum á trjágróðri vegna vetrarhlýinda en t.d. á Suður- og Suðvesturlandi og minni hætta á sköðum af völdum vorhreta en norðanlands. Grenitegundirnar kunna einnig vel við sig í raka- heldnum jarðvegi eins og víða er á þessu svæði. Já, því eins og Guðmundur bendir á í grein sinni eru til vélar annars vegar til að plægja landið og búa það sem best undir ræktun og hins vegar til gróðursetningar á trjáplöntum. Áður þyrfti, hvar landið er blautast, að ræsa það lftílsháttar, en eftir nokkra for- þurrkun sér skógurinn um fram- haldið um leið og hann vex, þ.e. að breyta landinu úr mýrlendi í þurrlendi (skóglendi). Til þess að hægt sé að beita vélvæðingu við skógrækt svo vit sé í, er nauðsynlegt að tiltækt sé stórt samfellt landsvæði. Óvíða á landinu er að finna jafn víðáttu- mikið samfellt landsvæði sem hentar til vélvæddrar skógræktar og hér í héraði, að því er ég hygg. Það er þekkt að skógrækt og kvikfjárrækt fer ekki saman með- an skógurinn er að ná ákveðinni hæð, nema skógurinn eða kvik- féð sé í gripheldum girðingum. Pegar trén hafa náð vissri hæð, er aftur á móti ekkert sem mælir gegn beit búfjár í skóglendi. Sam- kvæmt uppskerumælingum á botngróðri í skóglendi hérlendis er uppskera ríflega helmingi meiri en á bersvæði. Þetta þýðir með öðrum orðum að beitarþol lands má auka verulega með ræktun skóga. Á því landsvæði sem Guðmundur Sigurðsson nefnir hefur nú þegar dregið svo stórlega úr kvikfjárrækt, einkum sauðfjárrækt, að vandalítið ætti að vera að finna land sem spann- ar einhver hundruð hektara þar sem engin sauðfjárrækt er stund- uð um þessar mundir. Því fæ ég ekki séð að skógrækt af því um- fangi sem hér um ræðir þurfi á nokkurn hátt að takmarka mögu- leika bænda, miðað við núver- andi og fyrirsjáanlegar aðstæður í framleiðslumálum, til hefðbund- ins búskapar. Hvereru hugsanleg áhrif skógræktar í þessum mæli á þróun byggðar og búsetu í héraðinu? Skógrækt í stórum stíl mundi skapa atvinnu fyrir nokkurn hóp fólks allt árið, bæði í sambandi við undirbúning landsins, plöntun trjáa og ýmiskonar um- hirðu, einkum þegar skógurinn hefur náð þeim þroska að hefja þarf grisjun. Þá mundi skapast mikil vinna við uppeldi trjá- plantna, en sjálfsagt væri að sá þáttur þessa verkefnis væri stað- settur hér í héraði. Hafa mætti hagnýt not af jarðhita héraðsins við plöntuuppeldi. Mig skortir þó þekkingu til að geta metið hversu mörg ársverk hér gæti verið um að ræða. Fjármagnið sem til verkefnisins yrði varið ræður þar auðvitað mestu um fyrstu áratug- ina, en þegar fram líða stundir og skógurinn fer að skila arði, skapast enn fleiri störf við skógarhögg og hugsanlegan timburiðnað. Hvað með fjármagn til svona verkefnis? Þessari spurningu er að sjálf- sögðu erfitt að svara, en eins og skáldið sagði, þá á þetta land „ær- inn auð, ef menn kunna að nota hann“. En höfum við notað þjóð- arauðinn nógu skynsamlega á undanförnum áratugum? Getur ekki verið að óþarflega stórum hluta þjóðarteknanna hafi verið varið í einskisnýta eyðslu og of- fjárfestingar á ýmsum sviðum? Er það af knýjandi nauðsyn sem við íslendingar höfum byggt verslunar- og skrifstofuhúsnæði

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.