Þjóðviljinn - 01.06.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.06.1989, Blaðsíða 5
GARÐAR OG GRÓÐUR Ingibjörg Sigmundsdóttir og Hreinn Kristófersson eru bjartsýnishjón sem reka garð- yrkjustöð í Hveragerði. Þau rækta aðallega garðplöntur, bæði til sölu út um landið og eins fyrir Kirkjugarða Reykjavíkur. Ingibjörg er alin upp í garð- yrkjunni og tók við stöðinni að föðursínum látnum. Hreinn, sem áður starfaði sem vélvirki, kann vel við sig innan um litadýrð og angan blóma. Ingibjörg og Hreinn senda plöntur og selja út um allt land. Til þess að reka svona fyrirtæki verður útsjónarsemi og hag- kvæmni að ráða hverju handtaki. Gróðrarstöð Ingibjargar, eins og fyrirtæki þeirra hjóna heitir, er m.a. í nýjum átthyrndum skála sem er bæði frumleg og skemmti- leg bygging en auk þess hagkvæm að því leyti að öll birta nýtist mjög vel. Yfir sölutímann fer vinnan upp í 20 stundir á sólarhring. Venju- lega er aðalsölutíminn frá miðj- um maí og fram til 17. júní. Tíðin er þó önnur núna og er óþarfi að fjölyrða um veðurfar vetrarins. Ingibjörg og Hreinn hafa einn mann í vinnu hjá sér allt árið og yfir sumartímann starfa hjá þeim þar að auki 10 manns. Það eru mest skólakrakkar og skyldfólk. Gott væri að eiga fleiri systur, segir Ingibjörg. Þú meinar bræður, hvíslar húsbóndinn um leið og hann kinkar kolli til eins af íbúum gróðurhússins, en það er lítill skógarþröstur sem hefur byggt sér hreiður í tómatplöntu- potti. Gróðrarstöð Ingibjargar nær yfir nokkuð stórt svæði þar sem ræktað er á 2000 fermetrum undir gleri og annað eins í vermireitum. Ingibjörg og Hreinn rækta aðal- lega sumarblóm og fjölær blóm. Eftir að öllum sumarblómum hefur verið komið fyrir í vermi- reitum setja þau niður grænmet- isplöntur í helming gróðurhús- anna og jólastjörnu í hinn hlut- ann. Þannig má nýta gróðurhúsin allan ársins hring. Ingibjörg segir að erfitt sé að gefa alhliða ráð- leggingar um blóm í görðum, þar sem hver garður hefur sín sér- einkenni. eb Ir.gibjörg og Hreinn ásamt börn- unum Kristbjörgu og Hákoni Daða í lengsta skálanum þar sem líka er gaman að leika sér að sögn Hákons. Mynd: Jim Smart. Stofujurtirnar standa í röðum og bíöa þess að skreyta híbýli fólks. Mynd: Jim Smart. SLÁTTUVÉLALEIGA Alhliöa vélaleiga, verktakar. Leigjum út sláttuvélar, ýmis garðáhöld og vélar. BORTÆKNI SF. SÍMI 46980, 46899 Nvbvlaveai 22, 200 Kópavogi. Opið alla daga Blómadýrð áríð um kring Garðyrkju- félag Islands Garðyrkjufélag íslands var stofnað árið 1885. Á fyrstu árum félagsins var megináhersla lögð á að hvetja menn til að rækta holla garðávexti, miðla fræðslu um þá ræktun og aðstoða við útvegun á fræi, garðyrkjuáhöldum o.s.frv. Síðar lagði félagið mikla áherslu á ylræktina eftir að gróð- urhúsabyggingar hófust hér- lendis að einhverju marki. Félagar í Garðyrkjufélagi ís- lands munu nú vera um 5000 og deildir frá félaginu eru starfandi á 19 stöðum á landinu. Garðyrkjufélag íslands gefur út fréttablað til meðlima sinna og er Ólafur B. Guðmundsson ábyrgðarmaður þess. Félagið er nú til húsa að Frakkastíg 9. Um þessar mundir er garð- yrkjurit ársins 1989 að koma út en Ólafur B. Guðmundsson ritstýrir einnig því myndarriti sem er um 300 síður með fróðlcgum grein- um prýtt miklum fjölda mynda sem eiga erindi við hvern þann er lætur sig gróðurinn varða. eb FEGRIÐ GARÐINN OG BÆTID MED SANDI.GRJÓTI OG ÁBURÐI SANDUR SIGURSTEINAR VÖLUSTEINAR HNULLUNGAR Þú færö sand og allskonar prjót hjá okkur. Viö mokum þessum efnum a bíla eöa í kerrur og afgreiðum líka í smærri einingum, traustum plastpokum sem þú setur í skottiö á bílnum þínum. Afgreiðslan við Elliðaár er opi mánud.-föstud: 7.30-18. in: 7.30-18.00 laugard:7.30-17.00 Ath. lókað í hádeginu Nú bjóðum viö enn betur: Lífrænan og ólíf- rænan áburö, hænsnaskít, skeljakalk og garðavikur. Öll þessi úrvals efni eru sekkjuö í trausta piastpoka og tilbúin til afgreiöslu. BJÖRGUN HF. SÆVARHÖFÐA 13 SÍMI:68 18 33

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.