Þjóðviljinn - 01.06.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 01.06.1989, Blaðsíða 11
Að Tannastööum í Fljótsdal er mikil gróðrarstöð þar sem ræktaðir eru nytjaskógar. Mynd: Sig. Blöndal. Guðbrandur Brynjúlfs- son skrifar sem duga myndi meira en helm- ingi fjölmennari þjóð? Eða hin nýju íburðarmiklu musteri „Mammons“. Eru þau öll reist af raunverulegri þörf? Svari nú hver fyrir sig, en mín skoðun er sú, að við höfum ekki spilað nógu skynsamlega úr fjármunum okk- ar. Ég er sannfærður um að ef þjóðin, til að mynda á næstu 10 árum, verði til skógræktar og gróðurverndar svo sem helmingi þeirrar upphæðar, sem varið hef- ur verið umfram þarfir í áður- nefndar fjárfestingar, þá mætti stíga umtalsvert skref í þeim mál- um. Það má hverjum manni vera ljóst að nytjaskógrækt í jafn stór- um mæli og hér er gerð að umtals- efni verður að vera fjármögnuð af almannafé. Eðlilegast er að Skógrækt ríkisins tæki þetta sem sérverkefni sem unnið væri sam- kvæmt fyrirfram gerðri áætlun til langs tíma í samvinnu við land- eigendur og hugsanlega sveitar- félög í héraðinu. Hvernig væri t.d. að sveitarfélög Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og Akranes- kaupstaður verðu eins og 1.5-2% af tekjum sínum árlega til svona verkefnis? Með því hefðu fengist 5.000.000.- kr. á árinu 1988. Með ríkisframlagi til viðbótar sem væri að minnsta kosti fjórfalt framlag sveitarfélaganna er kom- in dágóð framkvæmdaupphæð. Með framlagi sínu stuðla sveitarfélögin að sköpun stór- kostlega skemmtilegs útivistar- svæðis þegar tíma líða, - hreinnar útivistarparadísar, hvar gróður- far og fuglalíf yrði fjölbreyttara en annars staðar þekkist á landi hér. Væri það ekki verðugt verk- efni að vinna að nú á tímum vax- andi firringar og flótta mannsins frá heilbrigðum lífsháttum? Hver er tilgangur með skógrækt í þessum mæli? Endanlegt markmið með nytjaskógrækt er timburfram- leiðsla. Skógræktarsérfræðingar telja að nú þegar sé komin vissa fyrir því að á Islandi sé hægt að rækta nytjaskóg. En tilgangur skógræktar getur m.a. verið eftir- farandi: Að skila landinu fegurra og hlýlegra til afkomenda okkar. Að auka afraksturlandsins. Bæta landinu það tjón sem núlifandi og gengnar kynsióðir hafa unnið á því í nauðvörn og af vanþekk- ingu. Skapa komandi kynslóðum margþættari möguleika til land- nýtingar en nú er gerlegt og fjöl- breyttari atvinnutækifæri. Atak sem þetta krefst þess að menn horfi lengra en nef þeirra nær, hugsi ekki um stundarhag, því hann er ekki tiltækur þeirri kynslóð er hrindir verkinu í fram- kvæmd. Skógræktarmenn vita að ekki hentar að hugsa í árum, þeg- ar um skógrækt sem atvinnugrein er að ræða, heldur áratugum og öldum. Það er bjargföst sannfæring mín að ræktun nytjaskóga á ís- landi sé ekki draumsýn ein, held- ur raunhæf og skynsamleg leið til fjölbreyttari afkomumöguleika fyrir komandi kynslóðir þessa lands. Það er því að mínum dómi tímabært að stjórnvöld fari í al- vöru að huga að þessum málum, og vonandi hafa Borgfirðingar og Mýramenn og aðrir Vestlending- ar til að bera þá framsýni að vilja stuðla að framgangi jafn heillandi verkefnis og þetta er. Það er ósk mín og von að innan fárra áratuga getum við litið víðfeðman skóg í vexti í þessu héraði og þá tekið undir með skáldinu á Draghálsi: Viður er tekinn að vaxa vörnum í sókn er snúið. Gagnprýði grœnna faxa gróðurveldið er búið. Fœrist þá fegri litur fjörs og máttar á landið. Ljúfur er laufaþytur, Ijóðið hans gáskablandið. Guðbrandur Brynjúlfsson er bóndi og býr að Brúarlandi í Mýrasýslu. SKÓGRÆKT ___________________RÍKISINS______________________ Garðeigendur sumarbústaðaeigendur Skógrœkt ríkisins selur plöntur á eftirtöldum stöðum: Hvammi í Skorradal Sími 93-70061 Opið virka daga og um helgar eftir samkomulagi Laugabrekku við Varmahlíð, Skagafirði Sími 95-6216 Sami opnunartími og á Vöglum Vöglum í Fnjóskadal Sími 96-25175 Svaraðísímakl. 10-12virkadaga laugardaga og sunnudaga kl. 11 -12 Opiðvirkadagafrá kl. 10-18,umhelgarfrákl. 14-16 Hallormsstað ó Fljótsdalshéraði Sími 97-1774 Opið vi rka daga f rá kl. 8 -17 ogumhelgarfrákl. 13.30-17 Tumastöðum íFljótshlíð Sími 98-78341 Opið mánudaga- laugardaga kl. 8-18.30 Mógilsá TKollafirði Sími 666071 og 666014 Opið kl. 10 - 20 virka daga umhelgarkl. 10-18 Mismunandi er hvaða plöntur eru til á hverjum stað. Hafið samband við gróðrarstöðvarnar, þær veita upplýsingar um það og benda yður á hvað er til annars staðar, ef þær hafa ekki til þær plöntur sem yður henta. VERÐIÐ HVERGILÆGRA SKOGRÆKTARFELAG REYKJAVIKUR FOSSVOGSBLETTI 1 SÍMI 641770 GRÓÐRARSTÖÐ OKKAR ER í FOSSVOGI Þar fást yfir 100 tegundir trjáa og runna, ódýrar skógarplöntur, valin garðtré, kröftugar limgerðisplöntur, rósir o.fl. allt vetrarúðað þar sem við á. Flestar tegundir fást í pottum og má því gróðursetja fram eftir sumri. Skógræktarfélagið veitir ókeypis faglega ráðgjöf um plöntuval og ræktun. Nú er líka á boðstólum „Kraftmold" í 30 lítra pokum. Þetta er alhliða ódýr ræktunarmold sem má treysta. Efnainnihald rannsakað á RALA. Skógræktarfélagið styður þig við ræktun trjágróðurs. Gerist félagar ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.