Þjóðviljinn - 01.06.1989, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 01.06.1989, Blaðsíða 8
Höfum ávallt fyrirliggjandi: Gosbrunna, úti og inni, styttur, dælur og Ijós, garðdverga, fugla o.fl. til garðskreytinga. Vörufell hf. Heiðvangi 4, Hellu Sími 98-7 58 70 Opið kl. 14-18 eða eftir samkomulagi. Lokað þriðjudaga. Hjá okkur er gróðrarstöðin full af úrvalsplöntum, sem bíða eftir að komast í garðinn þinn: - Rósir - Skrautrunnar - Fjölærar plöntur - Sumarblóm - Matjurtir - og að sjálfsögðu dahlíur og petuníur GROÐRAR STÖÐIN GRÆNAHLÍÐ Furugerði 23 (v. Bústaðaveg) Sími 34122 Garðrósir, tré og runnar. Sumarblóm og fjölær blóm. Munið töfratréð! Garðyrkjustöðin Grímsstaðir Hveragerði — Sími 98-34230 og 98-34161 GARÐAR OG GRÓÐUR Þrjár íslenskar lækningajurtir Jurtir hafa verið notaðar til lækninga frá alda öðli. Til eru sagnir og rannsóknir sem benda til þess að grasalækn- ingar hafi verið stundaðar í Evrópu fyrr á öldum. Hér á landi eru blóðberg og fjallagrös máske þekktust, en auk þess vaxa hér aðrar jurtir sem góðar eru til lækninga þó lítt þekktar séu. Má þar nefna garðabrúðu og vallhumal. Blóðberg í blóðbergi eru beiskju- og sút- unarsýruefni sem talin eru maga- styrkjandi. Blóðbergiðertínt blómgað og er auðvelt að geyma það þurrkað. Til eru sagnir um að blóðbergste sé gott við timbur- mönnum. Blóðbergiðermest notað til tegerðar og mun vera gott meðal við hósta og hæsi. Garðabrúða Garðabrúða er stórvaxin jurt sem vex villt um sunnanvertlandið. Úrþurrkuðumjarðstönglinum eru unnin lyf sem hafa róandi áhrif. Rótin hef ur róandi áhrif á taugakerfiö og er því víða notuð til lyfjagerðar, en er ekki vanabindandi. Garðabrúðan blómstrar í júlí og ágúst en besti tínslutíminn er í seþtember. Ef nota á jurtina til tegerðar ber að þurrka hana og geyma í loftþéttum umbúðum. Gott er að nota garðabrúðute við svefnleysi og stressi, en þó ekki að staðaldri. Vallhumall Vallhumall er gömul lækningajurt kennd við fornkappann gríska Akkilles, en hann á að hafa notað hana til sáralækninga. Vallhumalsseyði hefur frá fornu fari verið notað við niðurgangi, magaverkjum og nýrnakvillum. Vegna beiskjuefna vallhumalsins var hann not- aður við ölgerð, líkt og humall nú til dags. Vallhumall er einnig góður fyrir húðina. Danskir fegrunarf ræðingar halda því f ram að hægt sé að slétta úr hrukkum með því að breiða yfir þær vallhumalsblöð. Það er nauðsynlegt að sjóða vallhumalsblöðin þannig að þau verði eins og grautur og smyrja síðan grautnum í léfeftstusk- ur sem lagðar eru á andlitið í tíu mínútur. Þessa meðferö verður að endurtaka nokkrum sinnum eigi árangur að nást. eb 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.