Þjóðviljinn - 06.06.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.06.1989, Blaðsíða 4
Fótbolti -1. deild Meistaramir heillum horfnir Framarar hafa tapað jafn mörgum stigum ogþeir gerðu allt sumarið í fyrra Frömurum tekst ekki að verja íslandsmeistaratiti- linn leiki þeir áfram eins og gegn Keflvíkingum á Laugardalsvelli á sunnudag. Allan kraft vantaði í liðið og virtust leikmenn nokkuð áhugalausir á köflum. Keflvíkingar léku reyndar ekki betri knatt- spyrnu en þeim er spáð falli í sumar og mega því vel við una. Eitt stig gegn íslandsmeisturum á útivelli hlýtur að teljast viðunandi og getur það reynst Suðurnesjamönnum dýrmætt þegar líða tekur á mótið. Framarar hafa nú tapað fímm stigum í barátt- unni um meistaratitilinn sem er jafn mikið og þeir töpuðu allt sumarið I fyrra. Þeir verða því að vinna alla leiki sína sem eftir eru til að leika sama leik og þá! FLÓAMARKAÐURINN „Work overseas and make more money“ in countries such as Kuwait, Saudi Arabia, Venezuela, Alaska, Youk- on and Northwest territories. For in- formation, tradespeople, laborer- es, professionals, etc., should send their name and address along with two international reply coupons from the post office to: W. W. O. 701 Washington st. Box 37, Buff-' alo, N.Y. 14205, USA. Lítið notuð Maclntosh tölva til sölu. fslenskur kerfishugbúnaður fylgir og hypercard. Upplýsingar í síma 78669. Óska eftlr einstaklingsíbúð eða rúmgóðu her- bergi með aðgangi að baði í Reykjavík eða Kópavogi. Á sama stað er til sölu s/h sjónvarpstæki á 2-3000 kr., Cortina árg. '70, skoð- aður '88, þarfnast lagfæringa, með lélegri vél, fæst fyrir lítið. Að lokum óskast ísskápur fyrir lítið eða gefins. Upplýsingar í síma 45196. Tll sölu Fiat 128 árgerð '78 ekinn 52.000 km. Nýtt pústkerfi og rafgeymir. Upplýsingar í síma 623683. Bílskúr tll leigu Upplýsingar í síma 31805 eftir kl. 18.00. Garðeigendurl Tek að mér að slá og snyrta garða. Er vandvirkur og þaulvanur. Jón sími 685762. Ódýrt í sumarbústaði svefnbekkir, kojur, allskonar stólar o.fl. Einnig til sölu: sófasett, sófa- borð, borðstofuborð og stólar, kom- móður, hjónarúm, tvíbreiður svefn- sófi (2ja manna sófi á daginn), eld- húsborð og stólar, ryksuga o.fl. Uppl. Langholtsvegi 126, kjallara, sími 688116 kl. 18.00 - 20.00. Óskast keypt - tll sölu Barnaferðarúm óskaasttil kaups. Á sama stað er til sölu húsbóndastóll með skemli og plussklæddur gam- all legubekkur. Upplýsingar í síma 673517. Lopapeysur tll sölu Sími 30623. Gott hjónarúm tll sölu með dýnum. Upplýsingar í síma 685051. Getur einhver selt mér á sanngjörnu verði Subaru vól eða slíkan bíl til niðurrifs? Upp- lýsingar í síma 95-6031. Framsæti í Fiat Pöndu Getur einhver selt mér framsæti úr Fiat Pöndu? Upplýsingar í síma 681755. Tágasófi Vantar 2ja sæta tágasófa, gamlan eða gamaldags fyrir leiksýningu. Má vera illa farinn. Upplýsingar í síma 18959. Klassfskur gftar Get bætt við mig nokkrum nemend- um f sumar á klassískan gítar. Upp- lýsingar í síma 686114. Náttúrulegar snyrtlvörur frá Banana Boat og GNC Engin gerviefni, einungis heilsubót- arjurtir (Aloe Vera o.fl.): Græðandi svitalyktareyðir, græðandi varasal- vi, hágæða sjampó og næring, öflu- gasta sárasmyrslið á markaðnum, hreinasta en ódýrasta kollegen- gelið, sólkrem og olíur (9 teg.) m.a. Sól-margfaldarinn. Milda barna-só- Ivrnin og Brún án sólar. Biddu um ókeypis upplýsingabækling á ís- lensku. Póstsendum út á land. Sársaukalaus hárrækt með He-Ne- leyser, rafnuddi og „akupunktur". Megrun, svæðanudd, hrukkumeð- ferð og reykingameðferð, Biotron- vítamíngreining. Hringdu og fáðu upplýsingar. HEILSUVALL, Lauga- vegi 92 (við Stjömubíóplanið), símar 11275 og 626275. Atvinna f elnn mánuð Óska eftir einhverskonar starfi í einn mánuð frá 19. júní. Allt kemur til greina. Upplýsingar í síma 29819 á kvöldin, Óktavía. Vantar þig hjálp? Mlg vantar vinnu Ég er stelpa á 14. ári og mig langar til að passa barn eftir hádegi (draumaaldur 1-3 ára). Bý í Fells- múla, hef farið á námskeið hjá Rauða krossinum og er vön. Ingi- leif, sími 83116. ísskápar ódýrt 2 isskápar til sölu, Atlas og Kelvin- ator. Verð kr. 3.-4000.-. Upplýsing- ar í síma 45196. Reiðhjól óskast Vjl kaupa 5 eða 10 gíra reiðhjól (kvenreiðhjól). Upplýsingar í síma 686536 á kvöldin. Tll sölu - óskast keypt Til sölu 2ja sæta leðursófi og stóll með ekta leðri, hvorttveggja tæp- lega ársgamalt, einnig káetu- skápur. Á sama stað óskast ódýrt hjónarúm til kaups. Upplýsingar í síma 98-33423 eftir kl. 19.00. Fataskápur ódýr og rúmgóður til sölu. Uppl. í síma 13387. Tll sölu 2 reiðhjól Unglinga- og kvenreiðhjól til sölu. Uppl. í síma 83802 e. kl. 17.00. Tll sölu nýr Ignis ísskápur. Uppl. í síma 83802 e. kl. 17.00. Ferðavinningur tll sölu Nýtist upp í ferð hjá Úrvali, 10.000 kr. afsláttur. Uppl. í síma 681384. Kettlingar Tveir gullfallegir og loðnir kettlingar fást gefins. Hringið í síma 50705 eða 651589. Rltsafn Lenfns á ensku til sölu. Uppl. í síma 16306 > á kvöldin og um helgar. Drengjareiðhjól tll sölu fyrir 6-10 ára. Á sama stað fæst gefins ungbarnastóll. Uppl. í síma 12068. Til sölu Síamskettlingar af Seal Point teg- und. Upplýsingar í síma 16497. Fyrri hálfleikur var með ein- dæmum slakur og lítilfjörlegur á að horfa. Sem von er voru Fram- arar mun meira með knöttinn en gerðu sig ávallt seka um mistök þegar nær dró markinu. Þegar um hálftími var liðinn af leiknum gaf Pétur Ormslev glæsilega sendingu inn á Guðmund Steins- son sem slapp einn inn fyrir vöm Keflvíkinga. Einum gegn mark- verði tókst Guðmundi ekki að skora, heldur mistókst honum á klaufalegan hátt að hitta boltann Síðari hálfleikur var mun skárri enda þótt mikið væri um mistök á báða bóga. Allt annað var að sjá til meistaranna og vora sóknir þeirra mun markvissari. Þegar síðari hálfleikur var tæp- lega hálfnaður tókst Fram loks að skora og var markakóngurinn Guðmundur Steinsson þar að verki. Nýliðinn ungi, Anton Björn Markússon, komst inn í vítateig Keflvíkinga og sendi knöttinn á Guðmund sem var í betra marktækifæri og skoraði öragglega. Stuttu síðar munaði litlu að Guðmundur skoraði öðru sinni en þá slapp hann inn fyrir vömina og skaut föstu skoti frá vítateig sem hafnaði í markstöng- inni. Nú héldu flestir í Laugardaln- um að sigur Framara væri vís en Keflvíkingar voru á öðra máli. Markið kom sem þrama úr heið- skíra lofti. Sigurjón Sviensson tók aukaspymu nálægt miðju vallarins og lyfti knettinum inn í vítateig Framara. Þar stökk, að því virtist, aðeins einn maður upp en það var Jóhann Júlíusson sem skallaði á lúmskan hátt framhjá Birki Kristinssyni. Þrátt fyrir ágæta viðleitni tókst Frömurum ekki að bæta við marki og hljóta þessi úrslit að vera þeim vonbrigði. í liðið vant- aði að vísu nokkra fastamenn, þá Ragnar Margeirsson, Ómar Tor- fason og Amljót Davíðsson. Ungir og efnilegir leikmenn fengu að spreyta sig í þeirra stað. Anton Markússon byrjaði inná en var skipt útaf fyrir Ríkharð Daðason og þá kom Steinar Guð- geirsson einnig inná undir lokin. Þótt Fram tefli ekki sínu besta liði á ÍBK ekki að vfera liðinu hindr- un. Keflvíkingar sýndu ekki sér- lega góða knattspyrnu en höfðu með sér stig á baráttunni. Haldi þeir baráttunni áfram eiga þeir vissulega möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. -þóm Pótur Amþórsson sýndi hvað mesta baráttu Framara gegn Keflvíkingum en það dugði ekki til. Mynd: Þóm. Fótbolti -1. deild Valsmenn efstir Hlíðarendaliðið marði sigur á nýliðum FH í Krikanum Valur trónir nú á toppi 1. deildar eftir nauman sigur á ný- liðum FH f Kaplakrika á sunnu- dag. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum og það gerði Atli Eð- valdsson úr vítaspyrnu. FH-ingar áttu ágætan leik og sóttu mjög að marki Valsmanna en vörn þeirra síðarnefndu var föst fyrir og sig- urinn varð þeirra. Vítaspyrna Valsmanna var nánast fyrsta marktækifæri leiksins en þá var Heimi Karls- syni brugðið innan vítateigs. Eftir það komust FH-ingar meira inn í leikinn en varð ekki ágengt þegar nær dró marki andstæðinganna. Bæði lið fengu ágæt tækifæri á að skora í síðari hálfleik. FH- ingar misnotuðu tvö mjög góð færi í upphafi hálfleiksins og síð- an tókst Lárasi Guðmundssyni ekki að skora þegar hann fékk knöttinn nánast á marklínu Hafnfirðinga. Annars tóku Valsmenn ekki mikla áhættu og vora greinilega sáttir við 0-1 sigur. Þeir hafa nú tveggja stiga forystu í deildinni og verða illstöðvanlegir í sumar. Atli Eðvaldsson og Sævar Jóns- son vora mjög sterkir í liði þeirra sem og vörnin öll. Það er athygl- isvert að Valur hefur ekki enn fengið á sig mark í deildinni en þrátt fyrir mikla markaskorara í framlínu þeirra hefur þeim að- eins tekist að skora þnvegis í jafn mörgum leikjum. FH hefur leikið ágætlega það sem af er deildar- innar og tapaði þarna sínum fyrsta leik en þeir geta öragglega tekið stig af hvaða liði sem er með góðri baráttu. Staðan Valur............3 2 1 0 3-0 7 KA...............3 1 2 0 3-1 5 Fylkir...........3 1115-4 4 FH...............3 1112-2 4 KR...............3 1 1 1 4-5 4 Fram.............3 1 1 1 3-4 4 Þór..............3 1 1 1 2-3 4 Víkingur.........3 1 0 2 2-2 3 ÍA...............3 1 0 2 3-5 3 IBK..............3 0 2 1 2-3 2 |4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 6. júní 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.