Þjóðviljinn - 06.06.1989, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 06.06.1989, Blaðsíða 13
AUGLYSINGAR AUGLÝSINGAR BÆNDASKOLINN HÓLUM í HJALTADAL Hólaskóli auglýsir brautaskipt starfsnám 1989-1990 Fiskeldi - Búfræði Stúdentar sem ætlið í stytt fiskeldis- eða búfræðinám, hafið samband við skólann sem fyrst. Innritun stendur yfir. Brautarvalsgreinar: m.a. hrossarækt - loðdýrarækt - fiskrækt - skógrækt. Góð heimavist. - Fjölbreytt nám. - Takmarkaður nem- endafjöldi. Umsóknarfrestur um tveggja ára nám er til 10. júní. Upp- lýsingar gefnar ( símum 95-5961 og 95-5962. Hólaskóli Hólum í Hjaltadal 551 Sauðárkrókur Staða ráðgjafa um alþjóðamál Norðurlandaráð auglýsir lausa til umsóknar stöðu ráðgjafa um alþjóðamál við skrifstofu forsætisnefndar Norðurlandaráðs í Stokkhólmi (internationell sekreterare vid Nordiska rádets presidiesekretariat). Norðurlandaráð er samstarfsvettvangur þjóð- þinga og ríkisstjórna Norðurlanda. Milli þinga Norðurlandaráðs, sem að jafnaði eru haldin einu sinni á ári, stýrir forsætisnefnd Norður- landaráðs stöfum þess og nýtur við það aðstoð- ar skrifstofu forsætisnefndar ráðsins í Stokk- hólmi. Á skrifstofunni, sem hefur samkvæmt samningi milli Norðurlanda stöðu alþjóðlegrar stofnunar, starfa 30 manns, og fer starfið fram á dönsku, norsku og sænsku. Starf það, sem auglýst er, krefst háskóla- menntunar, mjög góðrartungumálakunnáttu og reynslu af alþjóðlegu samstarfi. Viðkomandi þarf að geta tjáð sig vel munnlega og skriflega og eiga auðvelt með hópvinnu. Starfið felst m.a. í undirbúningi þeirra erinda um alþjóðleg málefni, sem upp koma í Norðurlandaráði, skipulagningu erlendra heimsókna ásamt kynningar- og upplýsinga- starfi. Staðan er ný og gerður er fyrirvari um að endanleg ákvörðun um starfssvið hennar verð- ur ekki tekin fyrr en vorið 1990, þegar afstaða verður tekin til tillagna þeirra, sem þá munu liggjafyrir, um alþjóðlegt samstarf í Norðurland- aráði og norrænt samstarf á alþjóðavettvangi. Mánaðarlaun eru 23.100 sænskar krónur auk skattfrjálsrar uppbótar, sem greiðist öllu starfs- fólki skrifstofunnar og staðaruppbótar sem greiðist þeim, sem eru ekki sænskir ríkisborgar- ar og flytja til Svíþjóðar til að taka við störfum við skrifstofuna. Um þessi og önnur kjör gilda sér- stakar norrænar reglur. Leitast er við að ráða konur jafnt sem karla til starfa við skrifstofuna. Samningstíminn er fjögur ár og hefst eigi síðar en 1. október 1989. Ríkisstarfsmenn eiga rétt á leyfi frá störfum meðan á samningstímanum stendur. Nánari upplýsingar veita aðstoðarritarar for- sætisnefndar Norðurlandaráðs, Gustaf Stjern- berg og Jostein Osnes í síma 90468 143420 og Snjólaug Ólafsdóttir, skrifstofustjóri íslands- deildar Norðurlandaráðs í síma Alþingis 91 11560. Formaður starfsmannafélags skrifstofunnar er Marianne Andersson. Umsóknum skal beina til forsætisnefndar Norðurlandaráðs (Nordiska rádets presidie- sekreteriat), Tyrgatan 7, (Box 19506), 10432 Stockholm og hafa borist þangað eigi síðar en 26. júní n.k. Lausar stöður heilsugæslulækna Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður heilsugæslulækna með veitingu sem hér segir: 1. Reykjavík, Árbær H2, ein læknisstaða frá og með 1. janúar 1990. 2. Stykkishólmur H2, önnur staða læknis frá og með 1. ágúst 1989. 3. Ólafsvík H2, önnur staða læknis frá og með 1. desember 1989. 4. Patreksfjörður H2, ein staða heilsugæslu- læknis frá og með 1. ágúst 1989. 5. Þingeyri H1, læknisstaða frá og með 1. sept- ember 1989. 6. Flateyri H1, læknisstaða frá og með 1. sept- ember 1989. 7. Siglufjörður H2, önnur staða læknis frá og með 1. ágúst 1989. 8. Dalvík H2, önnur staða læknis frá og með 1. ágúst 1989. 9. Þórshöfn H1, læknisstaðafráog með 1. sept- ember 1989. Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um læknismenntun og læknisstörf sendist ráðu- neytinu fyrir 1. júlí n.k. á sérstökum eyðu- blöðum; sem fást í ráðuneytinu og hjá land- lækni. I umsóknum skal koma fram hvenær umsækjandi getur hafið störf. Æskilegt er að umsækjendur hafi sérfræðileyfi í heimilislækn- ingum og sérstaklega er óskað eftir því að um- sækjendur um stöður í Stykkishólmi og Siglu- firði hafi reynslu í svæfingum. Náni upplýsingar um stöðurnar veita ráðuneyti og landlæknir. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 30. maí 1989 Frá menntamála- ráðuneytinu Lausar kennarastöður við framhaldsskóla: - Við Menntaskólann á (safirði í fólagsfræði og sögu - og í skíðaþjálfun og þjálffræði skiðaíþrótta. - Við Flensborgarskólann í Hafnarfirði í ensku og þýsku. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 20. júní n.k. Framlengdur er umsóknarfrestur til 16. júní um eftirtaldar áður auglýstar kennarastöður: - Við Verkmenntaskólann á Akureyri í dönsku, efna- fræði, ensku, íslensku, matreiðslu, rafiðnagreinum, stærðfræði, vélstjórnargreinum og viðskiptagreinum. - Við Menntaskólann á Isaflrði í íslensku og tjáningu (Vá staða), eðlisfræði (V2 staða), þýsku, stærðfræði og tölvu- fræði (1 V2 staða), skipstjórnarfræði (% staða), vél- stjórnargreinum, rafvirkjun, rafeindavirkjun og rafiðnum. - Við Menntaskólann á Laugarvatni í stærðfræöi og raungreinum. Auglýsing um helgarvinnubann í frystihúsum Auglýsing um helgarvinnubann í frystihúsum á félagssvæðum verkamannafélagsins Dags- brúnar og verkakvennafélagsins Framsóknar. Helgarvinnubann í frystihúsum tekur gildi frá og með 15. júní 1989 til og með 1. september 1989. Stjórn Dagsbrúnar Stjórn Framsóknar AUGLYSINGAR Aðalritari forsætisnefndar Norðurlandaráðs Forsætisnefnd Norðurlandaráðs auglýsir lausa til umsóknar stöðu aðalritara forsætisnefndar Norðurlandaráðs (Nordiska rádets presidie- sekreterare). Norðurlandaráð er samstarfsvettvangur þjóð- þinga og ríkisstjórna Norðurlanda og eru þar samþykkt tilmæli til ríkisstjórna landanna um málefni varðandi samstarf þjóðanna. Milli þinga Norðurlandaráðs, sem að jafnaði eru haldin árlega, stýrir forsætisnefndin daglegum störfum þess og fara þau fram á skrifstofu henn- ar í Stokkhólmi, þar sem starfslið er 30 manns. Starfið þar fer fram á dönsku, norsku og sænsku. Skrifstofan hefur samkvæmt samningi milli Norðurlanda stöðu alþjóðlegrar stofnunar. Aðalritari forsætisnefndar er yfirmaður skrifstof- unnar og stýrir því starfi, sem þarfer fram, bæði innan skrifstofunnar og gagnvart ráðherranefnd Norðurlanda, en í henni eiga sæti fulltrúar ríkis- stjórna landanna. Aðalritarinn er ritari á fundum forsætisnefndar og formaður nefndar þeirrar, sem í eiga sæti skrifstofustjórar landsdeilda Norðurlandaráðs, og sem undirbýr fundi forsætisnefndar. Aðalrit- arinn er forsætisnefndinni til aðstoðar um er- lend samskipti. Forsætisnefndin æskir þess að sem flest nor- ræn ríki eigi fulltrúa meðal yfirmanna skrifstof- unnar. Um laun og kjör gilda sérstakar norrænar regl- ur, sem að hluta til eru samsvarandi þeim, sem gilda um opinbera starfsmenn í Svíþjóð. Aðalrit- arastöðunni fylgir embættisbústaður. Leitast er við að ráða konur jafnt sem karla til starfa við skrifstofuna. Samningstíminn er fjögur ár og hefst 1. janúar 1990. Ríkisstarfsmenn eiga rétt á leyfi frá störf- um meðan á samningstímanum stendur. Nánari upplýsingar veitir aðalritarinn Gerhard av Schultén í síma 90468 143420 og Snjólaug Ólafsdóttir, skrifstofustjóri íslandsdeildar Norðurlandaráðs, í síma Alþingis, 91 11560. Umsóknum skal beina til forsætisnefndar Norðurlandaráðs (Nordiska rádets presidium), og skulu þærsendartil skrifstofu forsætisnefnd- ar Norðurlandaráðs (Nordiska rádets presidie- sekretariat), Tyrgatan 7, (Box 19506), S-10432 Stockholm, og hafa borist þangað eigi síðar en mánudaginn 10. júlí 1989. y UMFERÐAR RÁÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.