Þjóðviljinn - 06.06.1989, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 06.06.1989, Blaðsíða 16
—SPURNINGIN- Hvernig kom páfinn þér fyrir sjónir? Þorkell Heiðarsson stöðuvörður: Hann kom mér ósköp ágætlega fyrir sjónir og var virkilega hríf- andi persóna. En heimsókn hans mun ekki breyta neinu hjá mér. Axel Eyjólfsson ellilífeyrisþegi: Mjög alþýðlega að mínu mati. Ég var að vísu búinn að sjá hann áður í sjónvarpinu og hann var eins og ég hafði búist við. Heim- sókn hans breytir þó engu hjá mér. Gústav Sigurgeirsson ellilífeyrisþegi: Mjög vel. Hann bar það með sér að vera hinn ágætasti náungi. Heimsókn hans mun ekki hafa nein áhrif á mína trúarskoðun en hefur vafalaust gríðarlega þýð- ingu fyrir kaþólska söfnuðinn hér. Sigrún Ólafsdóttir bankastarfsmaður: Sem viðkunnanlegur eldri mað- ur. Næstum því afalegur. Þessi heimsókn hans mun þó ekki breyta einu né neinu í mínu lífi. Guðrún Guðmundsdóttir verslunarmaður: Bara nokkuð vel og vinalega. Það var vissulega virðingarvert að fá hann hingað en varla mun heimsóknin verða til neinna breytinga hjá mér. þlÓOVIUINN Þrlðjudagur 6. júní 1989 100. tölublað 54. árgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN COI ‘140 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Sumarstörf unglinga Astandið skánar Ríki og borg leggja til aukið fjármagn. KristínÁ. Ólafsdóttir: Reynt að leita sem flestra leiða Það er f ínt að vinna úti í veðri eins og var í gær. Friðgeir, Sirrý, Vera og Linda undu sér vel við slátt og rakstur í sólskininu. Mynd: Jim Smart. menn verði 16 ára á árinu eða eldri, verði í námi næsta haust og hafi árangurslaust sótt um störf í gegnum vinnumiðlanir. Hinsveg- ar verða sveitarfélögum ekki veitt fjárframlög. Atvinnuástand skólafólks virð- ist eitthvað vera að skána, eftir dökkar horfur fyrr í vor. Bæði kemur til að ríkisstjórnin og Reykjavíkurborg ætla að grípa til björgunaraðgerða og svo virðist sem fyrirtæki og atvinnurekend- ur hafi eitthvað tekið við sér. Að sögn Sigurlaugar Guð- mundsdóttur hjá Atvinnumiðlun stúdenta, lítur málið betur út núna heldur en fyrr í vor. Þegar byrjað var að taka fólk á skrá og langt fram eftir maímánuði, voru fimm umsækjendur um hvert starf. Nú væru hins vegar fjórir um hvert starf. Ástandið væri samt mun verra en bæði í fyrra og hitteðfyrra. Einungis tveir voru um hvert starf í fyrra, og í hitteðfyrra var einn um tvö störf. Sigurlaug sagð- ist vera vongóð um að ástandið batnaði enn frekar, því það væri vaninn að atvinnutilboðum fjölg- aði í lok maí og byrjun júní. Það hefði alltaf gerst og hún byggist við að það sama gerðist nú. Skólafólk gæti aðstoð- að á félagslega sviðinu Reykjavíkurborg hefur ákveð- ið að veita aukafjárveitingu til að fjölga störfum fyrir skólafólk, og það verður til þess að hægt verður að útvega 1000 manns atvinnu, sem er um helmingur allra um- sækjenda. Kristín Á. Ólafsdóttir borgarfulltrúi Alþýðubandalags- ins, sagði í samtali við Þjóðvilj- ann að minnihlutaflokkarnir í borgarstjórn hefðu átt sameigin- Iega bókun um að hafa alla mögu- leika opna í sambandi við fleiri fjárveitingar. Það færi síðan eftir því hvað ríkisstjórnin myndi gera, hvað minnihlutaflokkarnirí borgarstjórn færu fram á. Einnig sagði Kristín að fulltrúar Alþýðu- bandalagsins hefðu látið bóka, að þeir legðu áherslu á að leita fleiri leiða um störf, þ.e. áfleiri sviðum og nefndi sem dæmi um það að skólafólk myndi aðstoða á félags- lega sviðinu. Um síðastliðna helgi kom til- kynning frá félagsmálaráðuneyt- inu um að ríkisstjórnin ætlaði að leggja fram fjármagn til að „greiða vinnulaun námsmanna í hagnýtum störfum". Þau störf eiga að vera á vegum félagasam- taka, landssambanda, hé- raðssamtaka og ríkisstofnana. Þetta eiga að vera ýmis verkefni við fegrun og umhverfisvernd, sumarafleysingar hjá ríkisstofn- unum, svo og sérstök ný verkefni á vegum fyrrgreindra samtaka. Skilyrði fyrir fjárveitingum til þessara verkefna eru að náms- Bæjarvinnan stundum þrautalending f góða veðrinu í gær hitti Þjóð- viljinn fyrir nokkra hressa krakka sem eru í bæjarvinnunni. Að- spurð sögðust þau hafa reynt alla hugsanlega möguleika í atvinnu- leit sinni. Það hefði ekkert verið að fá, annaðhvort vildu fyrirtæki fá vant fólk eða auglýst störf hefðu ekki verið sumarstörf. Bæjarvinnan væri því þrauta- lending fyrir flesta, en í veðri eins og var í gær sögðust þau una sér nokkuð vel, en annað mál væri með hina algengu rigningardaga. Launin í bæjarvinnunni eru að vísu ekkert til að hrópa húrra fyrir, byrjendur eru með 230 krónur á tímann í dagvinnu og 414 í yfirvinnu, en færu stighækk- andi eftir aldri og reynslu. ns.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.