Þjóðviljinn - 06.06.1989, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 06.06.1989, Blaðsíða 15
UÓSVAKINN Páfinn kom og páfinn fór. Ég slapp tiltölulega vel frá þessum sögulega viðburði, var fjarri mannabyggðum um helgina en heyrði öðru hverju fréttir í út- varpi - mestan part mærðarlegar og fjálgar lýsingar á klæðaburði páfa og hegðun hans í smáat- riðum. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki mikinn áhuga á páfum og allra síst þessu tiltekna ein- taki. Satt að segja hef ég hálf- gerðan ímugust á honum síðan ég sá heimildarmynd um för hans til Chile hér um árið. Myndin hét „Páfinn og Gloria" og sagði eiginlega tvær sögur sem mættust í einni. Annarsvegar var páfinn að heimsækja Chile og hinsvegar var chilensk stúlka að nafni Gloria að koma heim til ættjarðar sinnar eftir langa dvöl á sjúkrahúsum erlendis. Hún hafði orðið fyrir því að hermenn Pinoc- hets kveiktu í henni og félaga hennar á götu í höfuðborginni Santiago. Pilturinn dó en hún lifði, skaðbrennd og nær dauða en lífi. Henni var komið úr landi og kanadískir læknar björguðu henni, en hún mun bera merki þessarar villimannslegu meðferð- ar alla ævi. í myndinni var Gloria sýnd sem tákn chilensku þjóðarinnar- hugrökk og þrautseig þrátt fyrir þær skelfilegu hörmungar sem hún varð að þola af völdum her- foringjaklíkunnar sem hrifsaði völdin af Salvador Allende í blóðugu valdaráni 1973. Gloria fór til Chile gagngert til að hitta páfann og segja honum frá þjáningum þjóðar sinnar. Fólkið í Chile er kaþólskt og það vænti mikils af sínum páfa. Eins- og Gloria vonaði það að hann mundi hlusta og að hann hefði eitthvað að segja sem gæfi því von um réttlæti. í Chile verður ekki hægt að tala um réttlæti fyrr en Pinochet er farinn frá völdum. íþróttaleikvangurinn í Santi- ago er var troðfullur af fólki sem beið eftir páfanum, beið eftir boðskap hans. Og svo kom Jó- hannes Páll. Hann talaði um skaðsemi getnaðarvama. Hann sagði fólkinu að vera þolinmótt, það fengi umbun í næsta lífi fyrir þjáningar sínar ef það væri hlýðið og gott í þessu lífi. Myndin lýsti vonbrigðum fólksins mjög vel. Hvernig vonin dó í augum þess. Mikil ósköp, páfinn vorkenndi Gloriu og hennar fólki. En hann gat ekkert fyrir það gert. Enda hefði hann áreiðanlega móðgað gestgjafa sinn, Pinochet, ef hann hefði talað öðruvísi. Það er margs að gæta. En nú er ég búin að skrifa langt mál um mynd sem því miður var ekki sýnd - og verður eflaust ekki sýnd - í íslenska sjónvarpinu. Af því efni sem ég hef séð og heyrt um páfann í íslenskum fjölmiðl- um að undanförnu ber spjall séra Gunnars Kristjánssonar á Reyni- völlum í þættinum Kviksjá s.l. föstudagskvöld af einsog gull af eiri. Gaman væri ef sá þáttur birt- ist á prenti einhversstaðar eða yrði endurtekinn á Rás 1 fyrir þá sem misstu af honum. Glasnost á skjánum Alltaf öðru hverju rekur eitthvað gómsætt á fjömr okkar sjónvarpsglápenda. Tvær af- bragðsmyndir eru í fersku minni: Veronica Voss, svanasöngur Fassbinders sáluga, og Vera litla, einhver athyglisverðasta mynd sem komið hefur frá Sovétríkjun- um í seinni tíð. Ólíkar mynd, satt er það, en báðar kærkomin til- breyting frá þessu venjulega hænsnafóðri sem við emm mötuð á. Vera litta er óvenjuleg mynd hvemig sem á hana er litið. Óvenjulega opinská og „djörf“ af sovéskri mynd að vera. Óvenju- lega vel gerð og umhugsunarverð mynd yfirhöfuð. (Það þarf t.d. ekki annað en bera hana saman við myndina sem sýnd var á undan henni í sjónvarpinu laugardaginn 27. maí: Höfrung- inn. Af hverju í ósköpunum var sú þvæla send út á besta tíma en Vera litta ekki fyrr en 23.40?) Vera er ung og svolítið áttavillt stelpa sem langar að lifa lífinu lif- andu en á óskóp erfiða foreldra. Kynslóðabilið er óbrúanlegt, vandamálin óleysanleg, lífið er blús. Svo hittir hún sætan strák og fer með hann heim til sín en hann er úr öðru umhverfi, passar ekki inn í myndina sem faðir hennar hefur gert sér af tengdasyni sín- um. Og allt fer í bál og brand. Umhvérfið er ekki beint fýsi- legt. Borgin þar sem Vera á heima er við sjávarsíðuna, en fjörumar em fullar af ryðguðu drasli, mengunin rosaleg. For- eldrar Vem virðast hafa nóg að bíta og brenna en andlegt líf þeirra er fátæklegt svo ekki sé meira sagt. Órómantísk, væmnis- laus og sönn lýsing á hversdags- legu fólki. Fínn húmor og samúð með söguhetjunni, Veru litlu, eru aðalsmerki myndarinnar. Frásagnarmátinn er frjálslegur, nýtískulegur og hjálpar manni að greina kjarnann frá hisminu - engar óþarfar tengingar eða krús- indúllur, heldur komið beint að efninu. Og það sem sætir mestum tíðindum af því að myndin er sov- ésk: engar siðapredikanir. Lífið einsog það er, ekki einsog það á aS vera. Guð gefi glasnost langt og frjósamt líf í sovéskum listum! Gott og vont Úr því að ég er farin að hæla Sjónvarpinu á annað borð get ég ekki látið hjá líða að þakka fyrir þrælspennandi framhaldsmynda- flokk, Launráð, en þriðji þáttur af fjórum verður væntanlega sýndur í kvöld. Lísu Harrow lætur greinilega betur að leika eiginkonu IRA-manns en mömmu Nonna og Manna, og lái henni það hver sem vill. Ég ætla að minnsta kosti ekki að missa af þessum tveimur þáttum sem eftir eru. í lokin get ég þó ekki stillt mig um að agnúast út í nýja íslenska heimildamynd sem sýnd var á sjómannadaginn og átti að fjalla um Sjómannadaginn í fimmtíu ár en var í raun illa dulbúin auglýs- ing fyrir DAS. Hroðvirknislegur texti í lofrullustílnum mærðar- lega sem einkennir svo margar ís- lenskar heimildamyndir, tilvilj- anakennt samsull úr gömlum kvikmyndum klippt í hræri- graut... Sjómannadagurinn átti betra skilið. Sjómannadagurinn átti betra skilið... í DAG þlÓÐVILIINN FYRIR 50 ÁRUM Deilunni við byggingarmeistara lokið. Öll laun ófaglærðra byggingar-verkamanna verða borguð út á skrifstofu verka- mannafélagsins Dagsbrúnar. Sjómannadagurinn. Hátíðarhöld sjómanna fjölsótt og fóru vel fram. Kínverjar vinna nýja sigra.á Japönum. ValurReykjavíkur- meistari 1939, vann KR 2-1 eftir ágaetanleik. 6.JÚNÍ þriðjudagur í sjöundu viku sumars. 157 dagur ársins. Sól kemuruppíReykjavíkkl.3.11 en sestkl. 23.44. Viðburðir Þjóðhátíðardagur Svía. Þjóð- frelsishreyfingin setur á laggirnar byltingarstjóm í S-Víetnam árið 1969. DAGBÓK APÓTEK Raykfavík. l-telgar- og kvöldvarsla lyfj- abúöa vikuna 2.-8. júnl er I Laugarnesapóteki og Ár- bæjarapóteki. Fyrmefnda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 tridaga). Sfðamafnda apótekið er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík sími 1 11 66 Kópavogur..........simi 4 12 00 Seltj.nes..........simi 1 84 55 Hafnarfj...........sími 5 11 66 Garðabær...........simi 5 11 66 Slökkvillð og sjúkrabílar: Reykjavik..........simi 1 11 00 Kópavogur..........sími 1 11 00 Seltj.nes..........sími 1 11 00 Hafnarfj...........sími 5 11 00 Garðabær...........sími 5 11 00 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavik, Sel- tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, simaráðleggingar og tíma- pantanir i síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar I sím- svara 18888. Borgarspítalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspít- allnn: Göngudeildineropin 20-21. Slysadelld Borgarspitalans: opin allan sólahringinn sími 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan slmi 53722. Næturvakt lækna slmi 51100. Garöabær: Heilsugæslan Garðaflöts. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akurey ri: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stööinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsimi vaktlæknis 985-23221. Keflavfk: Dagvakt. Upplýsingars. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartimar: Landspftallnn: alla daga 15-16,19-20. Borgarapftallnn: virka daga 18.30-19.30, helgar 15-f 8, og eftir samkomulagi. Fæðlngardeikf Landspítalans: 15-16. Feðratfmi 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spltalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdelld Borgarspltala: virka daga 16-19, helgar 14-19.30. Hellsuvemdarstöðlnvið ' Barónsstlg opin alla daga 15-16 og 18.30-19.30. Landakotsspftali: alla daga 15-16og 18.30-19. Bamadelld: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspftali Hafnarfirði: alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spftailnn: alla daga 15-16 og 18.30-19. * Sjúkrahúslð Akureyrl: alla daga 15-16 og 19.19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alla daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavfk: alla daga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrir ung- lingaTjarnargötu 35. Simi: 622266, opið allansólarhringinn. Sálfræðlstöðln. Ráðgjöf I sálfræðilegum efnum.Sfmi 687075. MS-fólaglðÁlandi 13. Opiðvirkadagafrá kl.8-17.S(minn er 688620. Kvennaráðgjöffn Hlaðvarpanum vestur- götu3. Opið þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, sími 21500, slmsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum, s. 21500, simsvari. Upplýslngar um eyðni. Simi 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarfræðing á miðvikudögum kl. 18-19, annarssím- svari. Samtök um kvennaathvarf, sfmi 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauögun. Samtökln ’78. Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsima félags lesbla og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21 - ' 23. Símsvari á öðrum timum. Siminn er 91-28539. Félag eldri borgara. Opið hús i Goðheim- um, Sigtúni 3, alla þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga kl. 14.00. Bllanavakt (rafmagns- og hitaveitu: s. 27311. Rafmagnsveita bilanavakt s. 686230. Vlnnuhópur um sif jaspellamál. Sfmi 21260allavirkadagakl. 1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt í síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 áfimmtudagskvöldum. „Opið hús“ krabbameinssjúkllnga Skógarhlíð 8 er „Opið hús“ fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögumkl. 17.00-19.00. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið I slma91 - 22400 alla virka daga. GENGMD 5. júní 1989 kl. 9.15. Sala Bandarfkjadollar....... 56,81000 Sterlingspund............ 90,84800 Kanadadollar.........(.. 47,27300 Dönskkróna................ 7,51700 Norskkróna................ 8,05190 Sænsk króna............ 8,63510 Finnsktmark.............. 13,07780 Franskurfranki............ 8,61480 Belgískurfranki........... 1,39570 Svissn. franki........... 33.78930 Holl. gyllini............ 25,94240 V.-þýskt mark............ 29,24210 (tölsklíra................ 0,04031 Austurr. sch............ 4,15350 Portúg. escudo............ 0,35200 Spánskur peseti........... 0,46110 Japansktyen............... 0,40362 Irsktpund................ 78,21300 KROSSGÁTA 2 [3 H 4 9 9 3 f ■ • r i 11 -12 LJ 14 • ^ j 19 19 L J V? it r~i l j 19 20 fi ' 22 24 • 29 ‘ nfæri24æðir25 18stó20rum 23 ös Þriðjudagur 6. júní 1989 ÞJOÐVILJINN - SIÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.