Þjóðviljinn - 20.06.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.06.1989, Blaðsíða 6
AUGLÝSING um umferðartakmarkanir vegna heræfinga á varnarsvæðum á Reykjanesi Vegna heræfinga varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, sem fram fara dagana 20. júní til 28. júní n.k., skv. bókun bandarískra heryfirvalda til utanrikisráðuneytisins, þann 30. ágúst 1988, er öll umferð og dvöl, annarra en þátttakenda á heræfingunum, bönnuð á varnarsvæðum á Reykjanesi, skv. lögum nr. 33,1954, sbr. lög nr. 110, 1951, lög nr. 60, 1943, lög nr. 34, 1964 og rlg. nr. 76, 1982, frá kl. 01:00, þann 20. júní 1989 til kl. 24:00, þann 28. júní 1989. Undanþegin banni þessu er: a) Umferð starfsmanna til og frá vinnu á Keflavíkurflugvelli. b) Umferð um þjóðvegi gegnum varnarsvæðin, þ.e. leiðir til Hafna, Sandgerðis og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, ásamt tengibrautum til Njarðvíkur og Keflavíkur. Mörk varnarsvæða eru sýnd á meðfylgjandi uppdrætti. Sérstak- lega skal vakin athygli á, að varnarsvæðin ná allt að stórstraums- fjöruborði frá Ósabotnum að Stafnesi. Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli HEILSUVERNDARSTÖÐ REYKJAVÍKUR BARÓNSSTÍG 47 Heilbrigðisráð Reykjavíkur óskar eftir að ráða eftirtalið starfsfólk: Læknaritara við atvinnusjúkdómadeild Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur, 100% starf. Bókasafnsfræðing við bókasafn Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur, 50% starf. Meinatækni við Heilsugæslustöð Hlíðasvæðis, 50% starf. Ofangeind störf eru laus frá og með 1. júlí 1989. Upplýsingar eru gefnar á skrifstofu fram- kvæmdastjóra heilsugæslustöðva, sími 22400. Umsóknum skal skila til skrifstofu Heilsu- verndarstöðvarinnar, fyrir kl. 16.00, mánudag- inn 26. júní n.k. Þriðjudagstónleikar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld kl. 20.30 Hlíf Sigurjónsdóttir leikur verk fyrir einleiksfiðlu eftir J.S. Bach, Eugene Ysaýe, Jaques Ibertog Grazyna Bacewicz. Aðgöngumiðar á kr. 350.- fást við innganginn. ERLENDAR FRÉTTIR Konstantín Mitsotakis í hópi glaðbeittra áhangenda. Vili mynda bráðabirgðastjórn til að uppræta spillingu. Grikkland Siðbótarstjóm til bráðabirgða? Hægri mönnum óx ásmegin í þingkosningunum en hrepptu ekki meirihlutaþingsœta. Papandreou vill ríkja með kommúnistum Sigurvegari grísku jungkosn- inganna, Konstantin Mitso- takis, leiðtogi Nýja demókrata- flokksins, vill fá umboð kommún- ista til þess að mynda bráða- birgðastjórn sem hafl aðeins eitt verk með höndum: að draga þá félaga Sósíalistaflokksins sem sakaðir hafa verið um spillingu og glæpsamlegt athæfl fyrir lög og rétt. Að því loknu fari ríkisstjórn- in frá og efnt verði til þingkosn- inga á ný. Einsog kunnugt er tapaði Pas- ok, Sósíalistaflokkur Andrésar Papandreous forsætisráðherra, umtalsverðu fylgi í kosningunum í fyrradag en hægrimönnum óx ásmegin. En þrátt fyrir fylgis- aukningu skortir Nýja demókrat- aflokkinn 5 þingsæti hið minnsta til þess að geta myndað meiri- hlutastjórn, hreppti 144 sæti af 300 alls á grisku löggjafarsam- komunni. Pasok fékk 125 í sinn hlut en kommúnistar 29. Smá- flokkar tveir hrepptu eitt sæti hvor. Papandreou er sjötugur að aldri. Hann er ekki af baki dott- inn þótt flokkur hans hafi tapað þingmeirihluta sínum, hét því strax að ríkja áfram og skoraði á kommúnista að leggja sér lið. Kommúnistar hétu því hinsvegar fyrir kosningar að eiga ekkert saman við sósíalista að sælda fyrr en þeir hefðu gert hreint fyrir sín- um dyrum. Meint fjármálaspilling í röðum háttsettra félaga Sósíalistaflokks- ins var mál málanna í kosninga- baráttunni sem og kvennastúss forsætisráðherrans. Hann hefur um alllangt skeið lifað í hórdómi með hálffertugri flugfreyju sem þykir ekki til eftirbreytni meðal Grikkja nútímans, en þeir eru nefnilega fjarri því eins umburð- arlyndir í ástum og áar þeirra, Forn-Grikkir. Mitsotakis hét grískum kjós- endum því að uppræta spillingu og saurlifnað æðstu manna í kosningabaráttunni og á blaða- mannafundi í gær hét hann að hlífa engum við refsivendi rétt- lætisins sem sannanlega væri sek- ur, ekki einu sinni Papandreou ef í ljós kæmi að hann hefði óhreint mjöl í pokahominu. Það yrði óaf- máanlegur smánarblettur á Grikklandi að láta það undir höfuð leggjast að uppræta spill- inguna og jafngilti því að gefa mönnum upp sakir. Því yrði hann að fá umboð til þess að mynda siðbótarstjórn tii bráðabirgða. Reutcr/ks Hongkong Kviöiö fyrir „frelsun“ Gert er ráð fyrir að Hongkong sameinist Kína eftir átta ár. Kínversk stjórnvöld hafa heitið Hongkongbúum sjálfstjórn í a. m. k. nœstu hálfa öldina, en eftirsíðustu atburði í Kína hafa margirþeirra litla trú áþví loforði 39-42 var stríð milli breska heimsveldisins, sem þá var langvoldugasta ríki jarðar, og Kína. Ópíumstríðið var það kall- að, vegna þess að upptök þess voru þau að Kínverjar reyndu að hindra ópíuminnflutning Breta til lands síns. Bretar höfðu sigur og neyddu Kína til að láta af hendi við sig eyna Hongkong við suður- strönd landsins. Þau stríðsúrslit voru staðfesting þess, að Kína- veldi mansjúrsku keisaraættar- innar var ekki lengur stórveldi. Margt hefur breyst í heimspól- itíkinni síðan þá og nú hafá Bret- ar og Kínverjar samið/um að Hongkong skuli aftur <iámeinast Kína 1997. Porri íbúa Hongkong er kínverskur, en samt er það svo að eftir atburði síöíistu vikna í Kína kvíða þeir erigu meira en „frelsuninni“ undán bresku „ný- lendukúgurunum“. Undir stjórn Breta varð Hong- kong blómleg hafnar- og iðnaðar- borg og aldrei hefur vegur hennar verið meiri en síðustu áratugina. Utanríkisverslun Kína hefur að verulegu leyti farið fram gegnum nýlendu þessa og hún er eitt Austur- og Suðaustur-Asíuríkja þeirra, sem mestrar efnahags- legrar framþróunar hafa notið síðustu áratugi. í áðurnefndum samningi við Bretland hét Kínastjórn því, að engu yrði breytt um stjórnmála- og efnahagskerfi Hongkong a.m.k. næstu 50 árin eftir endur- sameininguna við móðurlandið. En eftir manndrápin á Himins- friðartorgi fyrir rúmum tveimur vikum eru margir Hongkongbúar vantrúaðir á að staðið verði við þau fyrirheit. Margir sex miljóna íbúa nýlendunnar hafa af ýmsum ástæðum flúið þangað frá Kína, svo að tortryggnin þar gagnvart kínverskum stjórnvöldum var ærin fyrir. Ofan á þetta bætist að ástandið í Kína hefur þegar haft í för með sér alvarleg efnahagsleg áföll fyrir Hongkong. Á verð- bréfamarkaðnum þar varð 22% hrun eftir árás kínverska hersins á Himinsfriðartorg. Ef fjárfest- ingar Vesturlanda og Japans í Kína og viðskipti þeirra við það dragast saman af völdum núver- andi ástands, er óhjákvæmilegt að það verði mikið áfall fyrir Hongkong. Hongkongbúar hafa í hundr- uðþúsundatali mætt á mótmæla- fundi og látið í ljós samúð með lýðræðishreyfingunni í Kína. Reiði nýlendubúa beinist ekki einungis gegn kínverskum vald- höfum, heldur og gegn breskum stjórnvöldum, sem þeim finnst að séu að bregðast þeim. Um 3,5 miljónir Hongkongbúa hafa bresk vegabréf, og nú er líklegt að margir þeirra fari fram á að mega flytjast til Bretlands. En breska stjórnin hefur þegar tekið dauflega í það. í Bretlandi er atvinnuleysi og húsnæðisskortur og miljónir innflytjenda frá þriðja heiminum fyrir, svo að þarlendum ráðamönnum líst ekkert á að taka við miljónum kínverskra innflytjenda í viðbót. Ekki kemur heldur til greina að Bretland reyni að fá „frelsun" Hongkong frestað. Bretland er nú ekkert stórveldi á við það sem það var fyrir 150 árum og mögu- leikar þess á að verja Hongkong fyrir kínverska hernum hverf- andi, jafnvel þótt það vildi. dþ. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 20. júní 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.