Þjóðviljinn - 20.06.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 20.06.1989, Blaðsíða 9
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Sumarferð Alþýðubandalagsins í Reykjavík verður farin laugardaginn 24. júní! Farið verður suður með sjó Viökomustaöir: Garðskagi - Reykjanesviti - Selatangar - Vig- dísarvellir (Djúpavatnsleið). Öll leiðsögn og fræðsla um sérkenni og sögu þessa svæðis verður í höndum fróðustu manna. Verðkr. 1000.-fyrirellilífseyrisþegaogbörnin-annarskr. 1.500.-. Skráning á skrifstofu ABR alla daga frá og með mánudeginum 19. júní til kl. 19.00. Síminn er 17500. Ath. Brottför kl. 9.00 frá Hópferðamiðstöðinni Bíldshöfða 2. Allir velkomnir. - Stjórn ABR. Alþýðubandalagið Austfjörðum Fundir á Austurlandi Hjörleifur Guttormsson alþingismaður verður á opnum fundum á Austur- landi á næstunni sem hér segir: Hjörleifur Borgarfirði, Fjarðarborg, miðvikudaginn 21. júní kl. 20.30. Eskifirði, Valhöll, fimmtudaginn 22. júní kl. 20.30. Fundarefni: Störf Alþingisog hagsmunamál byggð- arlaganna. Fyrirspurnir og umræður. Allir velkomnir. Alþýðubandalagið FRÉTTIR Pjóðskjalasafnið Gullverðlaun á Norrænni frímerkja- sýningu Þjóðskjalasafn íslands vann til gullverðlauna á Norrænu frí- merkjasýningu NORDIA 89 sem haldinn var í Fredrikstad í Noregi 7.-11. júní s.l. Þjóðskjalasafnið keppti í heiðursflokki þar sem keppinautar voru mörg marg- verðlaunuð söfn einstaklinga frá öðrum Norðurlöndum. Þetta er í þriðja skiptið sem Þjóðskjalasafnið tekur þátt í sýn- ingum erlendis en áður hefur það verið þáttakandi í Norrænni sýn- ingu í Osló og alþjóðlegri sýningu í Kaupmannahöfn. Á báðum stöðunum var framlag safnsins verðlaunað og hefur Þjóðskjala- safnið nú skipað sér í fremstu röð safna af þessu tagi. Þjóðskjalasafninu var sérstak- lega boðið til sýningarinnar í Fredrikstad og sýndi þar bréf frá Íieim tíma er danskur póstur var á slandi auk skildingabréfa og aurabréfa frá því fyrir aldamót. I safninu sem sýnt var núna voru fyrst og fremst almenn frímerki en óvenjumikið var um frímerki með háu verðgildi. Það mun stafa af því að mikið af þessum pósti eru peningasendingar til landfóg- eta sem þurfti að greiða fyrir hærri gjöld. Að sögn Ólafs Elíassonar og Þórs Þorsteins sem sáu um undir- búning sýningarinnar er um mjög verðmæt skjöl að ræða. Það eru ekki bara frímerkin sem gera þessi bréf verðmæt heldur ekki síður það að þau eru enn á sínum upprunalegu bréfum þannig að hægt er að sjá hvaðan þau bárust, hvert og hvenær. Slíkt eykur verðgildi hlutanna margfalt. Tryggingarverðmæti þess hluta safnsins sem sent var til Fred- rikstad er um 800 miljónir króna. 'Þ ALÞÝBUBANDALAGIÐ Borgarmál Borgarmálaráð Alþýðubandalagsins hefur ákveðið að hefja undirbúning borgarstjórnarkosninga 1990 með hópastarfi um ákveðin málefni. Félagar og stuðningsmenn eru eindregið hvattir til þess að taka þátt í starfinu. Fyrstu fundir hópanna verða: Miðvikudaginn 21. júni: Skólamál - dagvistir - æskulýðsmál - íþróttir. Fundirnir eru haldnir á Hverfisgötu 105, 4. hæð og hefjast kl. 20.30. Ráðgert er að hefja starfið nú, en aðalvinnan fer fram að loknum sumar- leyfistíma. Sumarferð Alþýðubandalagsins á Austurlandi: Um sögusióðir á Fljótsdalshéraði laugardaginn 8. júlí 1989. Farið verður í rútum kl. 9 frá Söluskála KHB á Egilsstöðum og ekið um Skriðdal, Fljótsdal, Fell, Hróarstungu og austur yfir hjá Lagarfossi til baka í Egilsstaði kl. 19. - Bílferðir verða skipulagðar frá fjörðunum eftir þátttöku. Staldrað verður við á völdum sögustöðum, skoðaðar fornminjar á gömlum þingstöðum, kirkjur og bæir og fræðst um umhverfið, m.a. væntanleg skógræktarsvæði á Héraði. Meðal leiðsögumanna verða Guðrún Kristinsdóttir minjavörður, Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur, Jón Loftsson skógarvörður, Páll Páls- son fræðimaður frá Aðalbóli og Skarphéðinn Þórisson líffræðingur. Far- arstjóri: Hjörleifur Guttormsson. Tilkynnið þátttöku sem fyrst tíl Ferðamiðstöðvar Austurlands, Eglls- stöðum, sími (97)1 20 00. öllum heimil þátttaka. - Alþýðubandalagið - kjördæmisráð. f Útboó Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Byggingadeildar borgarverkfræöings óskar eftir tilboöum í lóöaframkvæmdir viö Laugar- nesskóla. Verkiö felst í breytingum á bílastæð- um noröan við skólabygginguna. Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Til- boðin veröa opnuð á sama staö miðvikudaginn 28. júní 1989 kl. 14. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 FLÓAMARKAÐURINN Gólfið er hart Útideildina í Kópavogi vantar stóla og borð (aðallega stóla) gefins. Stólarnir mega gjarnan hafa gallað áklæði. Örlátir hringi í síma 42902 milli kl. 11 og 12.30allavirkadaga. Sófasett til sölu Selst ódýrt. Sími 17161. Hansahillur óskast Vinsamlegast hringið í síma 10868 e.kl. 16. Barnarimlarúm lítið notað, til sölu (notaö í sumar- bústað), selst ódýrt. Einnig barna- burðarpoki á grind. Uppl. í síma 23868. Sófaborð fæst gefins. Uppl. í síma 12747. Til söiu fyrir sanngjarnt verð eldhúsborð úr furu með 2 kollum í stíl. Einnig unglingaborð sem er skrifborð, hljómtækjaborð og hilla fyrir ofan, hægt að stækka. Einnig leðursófi, 2 sæta og stóll með kolli í stíl (þarfnast smá viðgerðar). Uppl. í síma 44868. „Maðurinn í Breiðholtinu sem fékk gefins einingastofuskáp í fyrra get- ur sótt hillur í stíl á sama stað." Beriín - íbúð í boði er falleg 4 herbergja íbúð ná- lægt miðborg Berlínar í skiptum fyrir íbúð í Reykjavík í ágúst og sept- ember. Uppl. f síma 90-49-30- 3964636. Guðný Gústafsdóttir. VW bjalla árg. ’76 til sölu. Þarfnast viðgerðar til að verða gangfær. Skoðuð '88. Fæst fyrir lítið. Uppl. í síma 91-19114. Kojur til sölu hvítar kojur m/áföstu borði. Sími 12560. Búr óskast Búr fyrir hamstur óskast fyrir lágt verð. Uppl. í síma 46541. Pottofnar Óska eftir pottofnum. Sími 27481. Til sölu Rafha eldavél, stóll, borð og svefn- bekkur frá IKEA, 2x4 gardínulengj- ur. Verðtilboð. Uppl. í síma 10388. Tvibreiður svefnsófi til sölu á kr. 6000. Uppl. í síma 43414. Edda. Til sölu Skoda '87, keyrður 18.500 km. Selst á 95.000 kr. Uppl. í sfma 621481. Bílskúr óskast Óska eftir bílskúr á leigu. Sími 621481. Subaru óskast Óska eftir að kaupa Subaru Station '77,78 eða 79. Má vera með ónýta vél en sem minnst ryðgaður. Uppl. í síma 41883. Til sölu Atlas ísskápur, stærð 118x56 sm, verð kr. 4000. Til sýnis að Markar- vegi 15, Rvík (kjallari) e.kl. 19. Til sölu sv./hv. sjónvarpstæki á kr. 3000. Markarvegur 15, e.kl. 19. Til sölu tvíbreitt rúm án dýnu. Sími 18589. Dagmamma Vantar góða dagmömmu, helst í vestur- eða miðbæ fyrir 1 árs gamla stelpu allan daginn. Sími 18589. Ragnhildur. Bambussófi sem þarfnast smá lagfæringar fæst gefins gegn því að verða sóttur. Uppl. í síma 35924. Tii sölu vel með farinn barnavagn og kerra. Einnig fæst gefins fsskápur. Uppl. í síma 50942 e.kl. 16. Til sölu lítill ísskápur, sem nýr, verð kr. 10.000. Einnig 2 dekkjagangar undir Fiat 127 (vetrar+sumar). Uppl. í síma 34597 e.kl. 18. Kerruvagn og dúkkuvagn til sölu ódýrt. Uppl. í síma 22553. VW Golf ’82 til Sölu. Uppl. í sfma 39616. örbylgjuofn til sölu Husquarna örbylgjuofn m/ grilli (650 wött). Sími 38984. Tll sölu/skipti 2 barnareiðhjól, nýr dökkblár ullar- herrafrakki nr. 40 (102 sm) og Bjart- °n klassískur gítar m/tösku. Skipti á rafgftar o.fl. möguleg. Sími 23177 kl. 15-20. Óska eftir ungbarnabílstól, körfu- eða tága- húsgögnum og borðstofuborði og stólum. Sími 43311. Sv./hv. sjónvarpstæki ”12 fæst gefins. Sími 74866 e.kl. 19. Til sölu ágætis Volvo 244 árg. 75. Verð- hugmynd 70.000 kr. Uppl. í síma 673517. Óska eftir barnapössun í Árbæjarhverfi, er 11 ára. Uppl. í síma 672595 eftir kl. 19 á kvöldin. Daihatsu Charade eigendur! Nú má ekki kosta mikið að gera við bílinn. Hef varahluti eða jafnvel heilan bíl fyrir lítið. Uppl. í síma 84310. 4 skemmtilegir kettlingar, svartir og hvítir, fást gefins. Uppl. í síma 25488. Ódýrar jarðarberjaplöntur til sölu. Sími 32260. Colt 85 GLX til sölu sjálfskiptur, mjög vel útlítandi og í góöu standi á allan hátt. Útvarp og vetrardekk fylgja. Verðhugmynd 370 þús. kr., góð staðgreiðslukjör. Uppl. í síma 618871 og 611517 e.kl. 19. Kettlingar fást gefins Þeir sem hafa áhuga hringi í síma 20633 milli kl. 19 og 21. Útimarkaður Hlaðvarpans Tökum í umboðssölu handgerða muni, t.d. skartgripi, útskurð, ker- amik, föt, vefnað, leikföng og margt fleira. Upplýsingar í síma 19055. Náttúrlegar snyrtivörur frá Banana boat og GNC Engin gerviefni, einungis heilsubót- arjurtir (Aloe Vera o.fl.): Græðandi svitalyktaeyðir, græðandi vara- salvi, hágæða sjampó og næring, öflugasta sárasmyrslið á markaðn- um, hreinasta en ódýrasta kolleg- engelið, sólkrem og olíur (9 teg.) m.a. Sól-margfaldarinn. Milda barna-sólvörnin og Brún án sólar. Biddu um ókeypis auglýsingabæk- ling á íslensku. Póstsendum út á land. Sársaukalaus hárrækt með He-Ne-leyser, rafnuddi og „akap- unktur’’. Megrun, svæðanudd, hrukkumeðferð og reykingameð- ferð. Biotronvítamíngreining. Hringdu og fáðu upplýsingar. HEILSUVAL, Laugavegi 92 (við Stjömubíóplanið). Símar 11275 og 626275. Tllvalið fyrlr námsfólk 4ra herbergja íbúð með húsgögn- um til leigu í Breiðholti. Laus um miðjan júlí. Upplýsingar í síma 78312. Lítið notuð Macintosh tölva til sölu. fslenskur kerfishugbúnaður fylgir og hypercard. Upplýsingar í síma 78669. Til sölu Trabant '87 skoðaður '89, ekinn 25.000 km. Útvarp/kassetta. Verð kr. 50.000. Skipti koma til greina á Cortinu á svipuðu verði. Sími 686672 (skila- boð). 16“ BMX hjól (fyrir u.þ.b. 4-8 ára) til sölu. Upplýs- ingar í síma 74147.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.