Þjóðviljinn - 27.06.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 27.06.1989, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 27. júní 1989 111. tölublað 54. örgangur Patreksfíöröur Enn syrtir í álinn Fiskveiðasjóðuríslands keyptiPatrek BA á nauðungaruppboði á 146 miljónir króna. Kvóti skipsins 600-700þorskígildi. Verðurseldur hœstbjóðanda. Sveitarstjórinn: Verulegtáfallfyrir íbúana og atvinnulífið. Hraðfrystihús Patreksfjarðar lokað síðan íhaust etta er verulegt áfall fyrir íbúa hér og atvinnulífið ef útgerð- inni tekst ekki að endurheimta skipið. Þá er sveitarfélagið alls ekki i stakk búið til að hlaupa undir bagga. Ef útgerðir hér ráða ekki við rekstur skips sem þessa þá veit ég ekki hverjir gera það, sagði Úlfar B. Thoroddsen sveit- arstjóri á Patreksfirði. Fyrir helgi keypti Fiskveiða- sjóður íslands fiskiskipið Patrek BA á nauðungaruppboði fyrir 146 miljónir króna. Kvóti skips- ins er um 600-700 þorskígildi sem tapast frá byggðarlaginu takist útgerð skipsins ekki að kaupa það á nýjan leik. Að sögn Svav- ars Ármannssonar aðstoðarfor- stjóra Fiskveiðasjóðs mun sjóð- urinn reyna að fá sem mest fyrir skipið og skiptir þá engu hver kaupandinn er. Aðspurður hvort þá lægi ekki beinast við að kvóti skipsins færi frá Patreksfirði sagði Svavar að sú hætta væri ávallt fyrir hendi þegar svona væri komið málum. Hann vildi ekki gefa upp hver skuld útgerð- arinnar væri við Fiskveiðasjóð. Að sögn Úlfars B. Thorodd- sens sveitarstjóra höfðu 13 sjó- menn lífsviðurværi sitt af útgerð Patreks og ljóst að þeir hafi ekki að betri kosti að hverfa í atvinnu- málum á Patreksfirði. Aðspurður hvort sveitarstjórnin hefði ekki gert stjórnvöldum grein fyrir stöðu mála þegar séð var hvert stefndi sagði Ulfar að forsætis- ráðherra hefði verið gerð grein fyrir stöðu málsins en engin við- brögð hefðu þó komið úr þeirri áttinni. Nú eru aðeins gerðir út frá Patreksfirði skuttogarinn Sigur- ey, togskipið Þrymur og bátarnir Vestri og Andey auk þriggja báta sem eru um 50 tonn fyrir utan nokkra smábáta. Fyrir nokkrum árum var þar rekin blómleg út- gerð með fjölda báta stórra sem smærri en það er liðin tíð. Þá hef- ur Hraðfrystihús Patreksfjarðar verið lokað í hátt í 10 mánuði vegna rekstrarerfiðleika. Málefni þess er núna í höndum Fisk- veiðasjóðs. -grh Helmavarnarllðið sefur ekki á verðinum og sendir reglulega eftir- litssveitir á hernámssvæðin á Reykjanesi. Á þessari mynd, sem tekin var síðastliðinn laugardag, hafa liðsmenn áð við fjarskiptastöðina á Stafnesi. Þar hafa hermenn einmitt búið um sig í sandpokavirkjum í fjörunni. Þeir sáust þó ekki á svæðinu á meðan heimavarnarliðið stoppaði á staðnum. Lögreglan fylgdist náið með ferðum heimavarn- arliðsins eins og í fyrri ferðum, og minnti heimavarnarliðið á „að það væri á auglýstu bannsvæði, í óþökk íslenskra stjórnvalda". Sjá nánar um heræfingarnar á síðu 3 í Þjóðviljanum í dag. Mynd: ÞÓM Egilstaðir Aðgerðir gegn bílamengun Skilti hafa verið settfyrir utan verslanir og stofnanir. Philip Vogler: Fyrirtœki brugðust vel við AEgilsstöðum hefur nú verið komið fyrir skiltum fyrir utan allar helstu verslanir og stofnanir í bænum þar sem fólk er hvatt til að drepa á vélum kyrrstæðra bfla, en þar sem annar staðar á landinu er það nokkuð algengt að kyrrstæðir bflar séu í gangi jafnvel á meðan menn skreppa frá að sinna erindum sínum. Það er Phflip Vogler, menntskóla- kennari, sem stendur að þessu framtaki en bæjaryfirvöld greiddu kostnaðinn við gerð skilt- anna og viðkomandi fyrirtæki sáu um að koma þeim upp. - Það voru eiginlega erlendir ferðamenn sem bentu mér á hvað mikið væri um að fólk skildi bíl- ana sína eftir í gangi fyrir utan verslanir og stofnanir hérna en þeir voru mjög hneykslaðir á þessu, enda hefur lengi verið rek- inn áróður gegn slíku erlendis og víða er það með öllu bannað að hafa kyrrstæða bfla í gangi, sagði Philip. Hann sagðist sjálfur ekki hafa farið að taka eftir því hvað þetta var algengt fyrr en honum var bent á það og fór þá að velta því fyrir sér hvernig hægt væri að breyta þessu og í framhaldi af því hannaði hann skiltið sem nú er komið upp víða um bæinn. - Fólk hefur hingað til ekki leitt hugann að því hvað bflar valda mikilli mengun í andrúmsloftinu fyrir utan hávaðann og önnur óþægindi og ég hef þurft að út- skýra fyrir sumum hvers vegna er verið að reka áróður fyrir því að láta vélina ekki ganga í kyrrstæð- um bflum, sagði Philip. Hann sagði að fyrirtækin hefðu tekið mjög vel í þessa hugmynd og flestir væru búnir að setja upp skiltin. Þau hefðu líka vakið at- hygli almennings og hefðu án efa nokkur áhrif og fólk gerði minna að því að skilja bflana eftir í gangi. Fyrir þremur árum var sett upp skilti af þessari tegund fyrir utan leikskólann á Egilsstöðum þar sem það þótti áberandi mikið um það að fólk skildi bflana eftir í gangi á meðan það hljóp inn og sótti börnin sín. Yfirleitt eru flest bömin sótt á svipuðum tíma þannig að mengunin var talsvert mikil á ákveðnum tímum dags. Philip sagði að það skilti ásamt bréfi sem sent var öllum foreldr- um til að vekja athygli á þessu hefði mælst vel fyrir og fólk tekið vel tilmælunum um að drepa á bflum sínum. -iþ Gámaútflutningur Alltí háaloft Veiðieftirlit sjávar- útvegsins gagnrýnir vinn- ubrögð utanríkis- ráðuneytisins harðlega við úthlutun og stjórnun við gámaútflutning. LÍÚ: Algjört kák, þekkingar- leysi og brask Utanríkisráðuneytið fær held- ur betur á baukinn í nýlegri skýrslu frá veiðieftirliti sjávarút- vegsráðuneytisins þar sem stjórn þess á gámaútflutningi er harð- lega gagnrýnd. Hefur viðskipta- skrifstofa utanríkisráðuneytisins borið fram kvörtun við sjávarút- vcgsráðuneytið um ósk um að skýrslan verði dregin til baka. Að sögn Árna Kolbeinssonar ráðuneytisstjóra í sjávarútvegs- ráðuneytinu er erfitt að sjá hvernig hægt er að draga tii baka skýrslu sem ekki hefur verið lögð fram opinberlega af ráðuneytis- ins hálfu heldur sé hér um að ræða eina af þeim mörgu innan- hússkýrslum sem starfsmenn ráðuneytisins gera hverju sinni. í síðasta tölublaði Fiskifrétta heldur Kristján Ragnarsson for- maður Landssambands íslenskra útvegsmanna því fram að í áður- nefndri skýrslu komi fram „að af- greiðsla utanríkisráðuneytisins á umsóknum um leyfi til gám- aútflutnings sé algjört kák og ekki bóli á neinni skynsamlegri fyrirfram ákveðinni vinnureglu. Ráðuneytið geri sér ekki einu sinni grein fyrir því á hvaða veiðum skipin séu, til dæmis sé sótt um leyfi til útflutnings á þorski og ýsu fyrir skip sem séu á humarveiðum, eða á grálúðu- veiðum, - eða jafnvel skip sem eru í slipp. Þetta kerfi kallar á mikla eftirspurn eftir útflutnings- leyfum. Þessi leyfi eru síðan motuð til þess að braska með þau. Það gerist þannig, að aðilar, sem fá leyfi en engan fisk eiga, bjóða útgerðarmönnum sem ekki hafa fengið leyfi hjá ráðuneytinu að nýta sín leyfi gegn því að þeir borgi leyfishöfum 2% umboðs- laun“. Að sögn Stefáns Gunnlaugs- sonar hjá viðskiptaskrifstofu ut- anríkisráðuneytisins er efni skýrslunnar fyrir neðan allar hell- ur og ekkert í henni annað en sleggjudómar sem hafi ekki við nein rök að styðjast. Stefán sagð- ist vera mjög undrandi á að skýrslan skyldi hafa verið birt þar sem hún hefði verið trúnaðarmál. Að sögn Hólmgeirs Jónssonar framkvæmdastjóra Sjómanna- sambandsins var búið að lofa hagsmunaaðilum við næstsíðustu fiskverðáskvörðun að svonefndri aflamiðlun yrði komið á fót sem sæi alfarið um stjórnun á útflutn- ingi fersks fisks bæði með skipum og gárhum. Því miður bólaði ekk- ert á efndunum og svo virtist sem öll framkvæmd strandaði í utan- ríkisráðuneytinu. Hólmgeir sagði að mikil tortryggni ríkti í garð nú- verandi kerfis þar sem allt væri framkvæmt með mikilli leynd og svo virtist sem einhver annarleg sjónarmið réðu þar ferðinni. Ekki náðist í utanríkisráðherra né aðstoðarmann hans í gær. -grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.