Þjóðviljinn - 27.06.1989, Blaðsíða 5
____________MINNING____________
ALDARMINNING
Katrínar Pálsdóttur
Fœdd 9. júní 1889 - Dáin 26. september 1952
Katrín Pálsdóttir fæddist að
Fróðhólshjáleigu í Oddasókn,
Rangárvallasýslu. Foreldrar
hennar voru Elín Sæmundsdóttir
frá Lækjarbotnum á Landi og er
sú ætt kennd við Lækjarbotna og
Páll Hallsson. Skömmu eftir
aldamótin fluttist Katrín með for-
eldrum sínum til Reykjavíkur.
Hún gekk í Kvennasicóíann og
brautskráðist þaðan með ágætis
einkunn. Árið 1908 giftist hún
Þórði Þórðarsyni frá Króktúni og
hófu þau þar búskap, en bjuggu
síðan á ýmsum bæjum austan-
fjalls. Síðast höfðu þau greiða-
sölu í Tryggvaskála við Olfusá.
Þau fluttu til Reykjavíkur 1923
og hófu búskap á Einarsstöðum á
Grímsstaðaholti. Á seytján ára
brúðkaupsdegi þeirra 20. júní
1925 andaðist Þórður snögglega
úr blóðeitrun. Þau höfðu eignast
12 börn en þrjú höfðu þau misst
ung. Þegar Þórður fellur frá var
elsta barnið 16 ára en það yngsta
aðeins þriggja vikna. Þau höfðu
bæði unnið samhent að því að
geta veitt börnum sínum sem best
uppeldi. En skyndilega stendur
hún ein uppi með þennan stóra
barnahóp. Á þeim árum voru
engir styrkir til einstæðra mæðra,
enginn réttur til neinna bóta, að-
eins sveitastyrkir voru athvarf
þeirra sem af eigin rammleik gátu
ekki séð sér eða sínum farborða.
Þegar Þórður deyr áttu þau
sveitfesti austur í Landsveit og
stóð henni til boða að senda börn
sín þangað. Hafði hreppstjórinn
skipt þeim upp á milli bæjanna.
Katrín þáði ekki þetta boð því
hún vildi reyna til þrautar að
halda hópnum saman.
Nú hófst barátta við að fá vinnu
því lítið var um atvinnu á þessum
árum. En með þrautseigju, dugn-
aði og þrotlausu erfiði langt fram
á kvöld tókst henni að fá tekjurn-
ar til að nægja fyrir brýnustu
nauðsynjum og þannig komast
yfir erfiðustu árin hjálparlítið.
Fyrir jól og aðrar stórhátíðar
vakti hún langt fram á nætur til að
sauma föt á börn sín því, henni
fannst nauðsynlegt að þau fengju
nýjar flíkur eins og önnur börn á
slíkum hátíðisdögum. Eldri böm-
in fóru fljótt að hjálpa til, því þau
vildu mikið á sig leggja til að
halda heimilinu saman. Móðir
Katrínar, Elín, hafði orðið ekkja
1920 og fluttist þá til hennar og
var hún hjálpleg við að annast
heimilið meðan Katrín vann úti.
Bjó hún hjá henni allt til dauða-
dags.
Sem fyrirvinna heimilis og
uppalandi margra barna hafði
hún komist í kynni við hin óblíðu
kjör sem nokkur hluti þjóðfélags-
þegnanna átti við að búa á þess-
um árum. Atvinnuleysi ríkti svo
vinnufúsar hendur fengu ekki
vinnu. Lítið sem ekkert var um
styrki eða aðstoð til fólks sem á
þurfti að halda. Hún skildi því
manna best nauðsyn þess að
koma á fót einhvers konar félags-
skap til að standa að baki þess
fólks sem verst var sett.
Um þetta leyti kynntist hún
Laufeyju Valdimarsdóttur og
urðu þær upp frá því nánar sam-
starfskonur.
Katrín vann mörg störf hjá
Mæðrastyrksnefnd. Mæðra-
styrksnefnd hóf skýrslusöfnun
um hag einstæðra mæðra með
börn á framfæri. Katrín var ein af
þeim konum, sem safnaði þess-
um skýrslum og var það mikið og
vandasamt starf. Þar kynnist hún
enn frekar hve einstæðar mæður
voru margar og hve kjör þeirra
voru bágborin, en það var henni
enn meiri örvun til að vinna að
bættum hag þeirra.
Til mæðrastyrksnefndar leitaði
þá mikill fjöldi fólks með alls
konar vandamál, sem reynt var
að greiða fyrir eftir mætti, jafn-
framt því að fá réttarbætur til
handa konum, hækkun barnalíf-
eyris o.fl. Mæðrastyrksnefnd
kom á stofn sumarheimili fyrir fá-
tækar konur og börn þeirra. Þar
gátu þær dvalið 3-4 vikur sér að
kostnaðarlausu. Var Katrín for-
stöðukona þessa heimilis í nokk-
ur sumur.
Þegar Mæðrastyrksnefnd tók
að safna peninga- og fatagjöfum
meðal bæjarbúa til úthlutunar til
bágstadda mæðra fyrir jólin, var
Katrín kosin í úthlutunarnefnd
og átti hún sæti í henni meðan
hún lifði.
Hún skrifaði margar greinar í
blað, sem Mæðrastyrksnefnd gaf
út „Mæðrablaðið", m.a. um
barnaleikvelli, almannatrygg-
ingar o.m.fl. Hún flutti einnig er-
indi í útvarp um þessi mál. Katrín
og Laufey Valdimarsdóttir geng-
ust fyrir stofnun Mæðrafélagsins
1936 með það fyrir augum að
sameina konur til baráttu fyrir
réttindamálum sínum. Félags-
konur voru flestar einstæðar
mæður og undir handleiðslu þess-
ara forystukvenna var Mæðrafé-
lagið vakandi og öflugur félags-
skapur og alltaf á verði að fá sem
best hlúð að bættum hag mæðra
og barna.
Árið 1942 var Katrín kjörin
fulltrúi Sósíalistaflokksins í bæ-
jarstjórn Reykjavíkur og átti þar
sæti til ársins 1949, að hún varð
að láta af störfum vegna
veikinda. Hún hafði verið einn
ötulasti fulltrúi alþýðu í bæjar-
stjórn. Barðist fyrir því að bærinn
byggði yfir það fólk, sem af eigin
rammleik gat ekki greitt háa
húsaleigu eða eignast sitt eigið
húsnæði. Þá beitti hún sér mikið
fyrir því að komið væri upp dag-
heimilum og leikskólum og að
leikvellir væru sem víðast í bæn-
um. Katrín átti sæti í framfærslu-
nefnd. Barðist hún ötullega fyrir
því að framfærslustyrkurinn yrði
hækkaður því hann var þá svo
lágur að hann dugði alls ekki fyrir
brýnustu nauðþurftum. Ótelj-
andi voru þau mál, sem hún lét til
sín taka í bæjarstjórn, en þau
verða ekki frekar tíunduð hér.
Árið 1933 var Katrín kosin for-
maður nefndar, sem A.S.V. (Al-
þjóðasamhjálp verkalýðsins)
kaus til að setja á stofn og starf-
rækja sumarheimili fyrir fátæk
Reykjavíkurbörn. Fyrst og
fremst vegna dugnaðar og áhuga
hennar komst slíkt heimili upp og
hlaut það nafnið Vorboðinn. Þar
nutu börn ókeypis dvalar 3-4 vik-
ur á sumri og starfaði hún þar af
lífi og sál meðan henni entust
kraftar.
Katrín starfaði nokkuð í Kven-
réttindafélaginu og hafði mikinn
áhuga á þeim málum. Átti hún
oft sæti á þingum. Kvenfélaga-
sambands fslands og á landsfund-
um Kvenréttindafélags íslands.
Hún var mikil jafnréttiskona og
þreyttist aldrei á að örva konur til
að afla sér menntunar og þekk-
ingar á sem flestum sviðum. Hún
áíeit það fyrsta skilyrðið til þess
að þær gætu gert sig gildandi sem
jafnokar karla og notið trausts og
álits í störfum sínum. Hún var
mjög vel ritfær og ritaði margar
greinar í blöð og tímarit en þó
mest um sérmál kvenna. Smá-
sögur skrifaði hún einnig og
þýddi nokkuð úr erlendum mál-
um.
Þeir, sem unnu með Katrínu
hafa allir sem einn borið henni
gott orð. Áhugi hennar og ósér-
hlífni á þeim verkefnum, sem hún
tók sér fyrir hendur var með ein-
dæmum. Hún var samvinnuþýð
og reyndi að koma sínum málum
fram með lipurð og hógværð en
hélt þó fram skoðunum sínum
með einurð og festu.
Ég hef hér aðeins dregið upp
fátæklega drætti um iíf og störf
þessarar stórbrotnu konu, sem á
engan hátt gefa nógu skýra mynd
af fjölþættu starfi hennar. Hún
hafði átt við vanheilsu að stríða í
mörg ár en barðist samt sem
hetja, fyrst við að halda heimiiinu
saman og svo fyrir rétti annarra.
Við sem lifum á tímum allsnægta,
eigum erfitt með að skilja hvílíka
baráttu hún hefur þurft að heyja
til að halda heimilinu saman án
styrkja eða nokkurrar utanað-
komandi hjálpar.
En minningin um Katrínu mun
lifa í hugum barna hennar, barna-
barna og vina, sem voru svo lán-
söm að fá að kynnast henni. Því
það sem einkenndi þessa stór-
brotnu konu hvað mest var
mannkærleikur, hún var stöðugt
að berjast fyrir betra og fegurra
lífi. Ekki bara fegurra lífi handa
sér og sínum heldur vildi gera það
auðugra fyrir alla en þó sérstak-
lega þá, sem minnst máttu sín.
Börn Katrínar og Þórðar sem
upp komust eru: Sæmundur,
múrarameistari (dáinn), kvæntur
Bergrósu Jónsdóttur, Kári, raf-
virkjameisíari, kvæntur Kristínu
Elínu Theódórsdóttur, Margrét,
gift Guðjóni Jónssyni, trésmið
(dáinn) Þóra, Guðrún Sigríður
gift Þorgrími Friðrikssyni, kaup-
manni (dáinn), Hlíf, hjúkrunar-
fræðingur (dáin), Elín (dáin) gift
Gunnari Helgasyni, rafvirkja,
Haraldur Páll, stýrimaður,
kvæntur Ingibjörgu Kristjáns-
dóttur, Þórunn, náttúrufræðing-
ur, gift Odd Didriksen, mennta-
skólakennara.
Sigurrós Þorgrímsdóttir tók saman.
(Stuðst m.a. við ÆVIMINNINGA-
BÓK Menningar og minningarsjóðs
kvenna útg. 1955.)
VIÐHORF
Að byggja framb'ð á slumpareikningi
eða: Á að leggja landbúnað niður á grundvelli ágiskana?
Gunnlaugur Júlíusson skrifar
Markús nokkur Möller, hag-
fræðingur hjá Seðlabanka íslands
hefur ritað grein í Stefni, blað
ungra Sjálfstæðismanna, þar sem
hann setur fram hugleiðingar um
búvöruverð og fleira. Hann
kemst að þeirri niðurstöðu að „í
fljótu bragði virðist sennilegt að
hægt væri að lækka heildsöluverð
hefðbundinna búvara um tæp-
lega tvo þriðju og spara ríkissjóði
og neytendum allt að 9
milljörðum með einu pennastriki
yfir núgildandi innflutnings-
bann.“
Ástæða þess að ég sting niður
penna út af fyrrgreindri grein er
að með þessa niðurstöðu höfund-
ar hefur verið farið eins og ein-
hverja opinberun af himnum af
ýmsum fjölmiðlum, s.s. ríkisút-
varpi og sjónvarpi ásamt DV. Nú
er eðlilegt að DV grípi allt það
fegins hendi sem úr þessari átt
kemur eins og landið liggur á
þeim bæ. Hitt er allt annað mál
þegar ríkissjónvarpið tekur langt
viðtal við höfund í fréttatíma
þann 8. júní, þrátt fyrir að
aumingja maðurinn hafi í viðtal-
inu varla átt nógu sterk orð yfir
hve miklar ágiskanir þetta væru
hjá sér og ekkert að marka niður-
stöðurnar. Það er ljóst af þessu
hvaða vindar blása á fréttadeild
sjónvarpsins og er það sýnu al-
varlegra en tuðið í DV, þar sem
um hlutlausa ríkisstofnun á að
vera að ræða. DV vitnar síðan í
fyrrnefnda grein þann 20. júní
eins og þar sé um grundvallar-
rannsóknir að ræða á viðfangs-
efninu.
Ágiskanir og
getgátur
Eftir að hafa lesið fyrrgreinda
ritsmíð, þá veit maður varla
hvaðan á sig stendur veðrið. Eigi
sjaldnar en 9 (níu) sinnum er
tekið fram að um ágiskanir sé að
ræða í meðferð forsendna og
talna. Ágiskun þýðir samkvæmt
orðabók Menningarsjóðs: „get-
gáta“, „tilgáta“.
I viðbót er í greininni allt mor-
andi af fyrirvörum eins og eftir-
farandi upptalningsýnir: „byggð-
ar á lauslegu mati“, „fyrstu
lausleg riss“, „með því að slumpa
á“, „draga 10% frá út í loftið“,
„má giska á“, „um afar lauslegt
mat að ræða“, „hér er sem sé
giskað á“, „eftirfarandi slumpa-
reikningur“, „með sömu vanvirð-
ingu og áður“, „með endalausum
fyrirvörum", „óvissan í út-
reikningunum gríðarleg“, „með
endurteknum fyrirvörum", „allar
tölur og áætlanir hér að ofan eru
fyrstu riss“.
„Málflutningur sem
byggir álauslegu
mati, ágiskunum og
slumpreikningum og
stefnir að því að
leggja landbúnað nið-
ur hérlendis og veikja
þar með undirstöður
þjóðfélagsins, erekki
. rökræða heldur trú-
arbrögð. “
Það er engu líkara en höfund-
urinn sé ekki alveg viss um að
þetta sé rétt sem hann er að
reikna. Alls eru hér taldir upp að
framan 22 (tuttugu og tveir) fyrir-
varar höfundar á því sem hann er
að setja fram og þeir ekki af
veikara taginu. Ef eitthvað er eru
fyrirvararnir fleiri en fullyrðing-
arnar.
Eru þetta vinnubrögð sem eru
tekin góð og gild í áætlanagerð
innan Seðlabanka íslands? Bygg-
ist fagvinna hagfræðinga innan
Seðlabanka íslands á ágiskunum,
endalausum fyrirvörum og
slumpareikningum? Fyrst þessar
vinnuaðferðir eru viðhafðar þeg-
ar færð eru rök fyrir þvf að hag-
kvæmt sé að leggja niður land-
búnað á íslandi, hvernig eru þá
vinnubrögð við hin smærri og
veigaminni verkefni?
Nú er eðlilegt og heiðarlegt að
menn hafi fyrirvara á sinni fram-
setningu ef þeir eru ekki nægjan-
lega öruggir með frumheimildir,
en þegar höfundur getur ekki
nógsamlega undirstrikað og
áréttað hvað getgáturnar séu
miklar, þá er orðin spurning
hvort ekki sé betur heima setið en
af stað farið.
Þorvaldur Gíslason, prófessor
í hagfræði við Háskóla íslands,
byggði sína röksemdafærslu fyrir
því að leggja niður kartöflurækt
hérlendis á orðunum „Kaup-
menn hafa sagst mundu...“.
Markús Möller giskar, slumpar,
rissar og metur.
Hvar eru staðreyndirnar?
Hvar er raunveruleikinn? Hvers
vegna þarf að viðhafa slík vinnu-
brögð? Er röksemdafærslan ekki
sterkari en þetta eða þekkingin
ekki víðtækari á viðfangsefninu?
Hverjum er verið að þjóna?
Rökræða ekki
möguleg
Ég fer ekki nánar út í að rök-
ræða við Markús Möller um ein-
stök atriði í grein hans eða efnis-
tök, það er ekki mögulegt þar
sem oft er erfitt að geta sér til um
á hvað hann er að giska. Rök-
ræða er ekki möguleg við menn
sem byggja mál sitt á ágiskunum
Framhald á bls. 9
Þriðjudagur 27. júní 1989 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 5