Þjóðviljinn - 27.06.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 27.06.1989, Blaðsíða 4
þJÓÐVILIINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Uppskurðartal Morgunblaðsins Á dögunum var fjallað hér í leiðara um þá sérstæðu hegðun Morgunblaðsins að taka vel undir mótmæli verk- lýðshreyfingarinnar gegn verðhækkunum en skamma hana síðan fyrir að fara nokkrum jákvæðum orðum um þá niður- stöðu, að ríkisstjórnin reyndi í nokkru að koma til móts við þessi mótmæli. Morgunblaðið bregst síðan með nokkrum þjósti við þessum skrifum Þjóðviljans í leiðara á föstudaginn var, en vill í leiðinni útskýra, hvað það átti við þegar það áður sagði, að nær væri verklýðshreyfingunni að beita styrk sín- um með öðrum hætti. í leiðara blaðsins segir á þá leið, að það hafi átt við „uppskurð á núverandi kerfi“, sem er reyndar nógu almennt orðalag til að geta þýtt hvað sem vera skal. En nánar tiltekið vill Morgunblaðið halda áfram deilu um það, hvort innflutn- ingur matvæla sé aðalatriðið í þessum „uppskurði" og „eina leiðin til að bæta lífskjörin" eins og það hefur áður sagt í ritstjórnarskrifum. Verður ekki betur séð, en sú breyting á „kerfi“ sé það eina áþreifanlega sem blaðið hefur upp á bjóða. Og sakar það Þjóðviljann í leiðinni um að vilja að íslenskt verkafólk skuli um aldur og æfi bera „byrðar úreltrar landbúnaðarstefnu“. í leiðinni er á það minnt, að bændur fái minnst af því háa verði sem neytendur verða að greiða fyrir innlenda búvöru „það eru milliliðirnir sem búið er að byggja upp með ærnum tilkostnaði milli bóndans og neytandans sem taka stærstan hluta þessara fjármuna". Og síðan er spurt með nokkrum þjósti, hvort Þjóðviljinn sé orðinn „sér- stakt málgagn þessara milliliða". Óþarft reyndar af Morgunblaðinu að spyrja svo langt út í hött. í skrifum Þjóðviljans um landbúnaðarmál og kjör hefur að sjálfsögðu verið gengið út frá því, að breytinga er þörf. Við höfum ekki ætlað okkur þá dul að draga upp breytingar í smáatriðum - en vissulega höfum við samúð einmitt með þeim ráðstöfunum fjármuna sem koma framleiðendum, bændum sjálfum, til góða, en láta þá ekki rýrna á göngunni löngu milli milliliða. Við höfum hinsvegar gagnrýnt Morgun- blaðið fyrir að gefast upp við ræða nauðsynlegar áfanga- breytingar á „úreltri landbúnaðarstefnu" - sem Sjálfstæðis- flokkurinn ber reyndar mjög drjúgan hlut ábyrgðar - á og faðma í staðinn fangaðarerindi innflutningsins. Sá boð- skapur sýnist bæði einfaldur og freistandi - ekki síst vegna þess, að þar með væri pólitískri ábyrgð á þróun sem varðar lífsstarf þúsunda og tuga þúsunda manna varpað yfir á hina „ósýnilegu hönd“ markaðarins, og þeim mun minni hætta á að flokkurinn stóri tapi atkvæðum á því að svíkja opinskátt sína bændur og annað dreifbýlisfólk. En boðskapurinn er reyndar hvorki skýr né einfaldur- ekki einu sinni í útreikningi á hugsanlegum gróða þeirra launamanna sem Morgunblað- ið þykist nú allt í einu farið að verja fyrir „milliliðum". Þar um má m.a. vísa í grein um „landbúnað og innflutning" sem birtist nýlega í Stefni, málgagni ungra Sjálfstæðismanna. Þar er með reikingskúnst fengið út, að hægt væri að „spara ríkisjóði og neytendum allt að 9 miljörðum króna með einu pennastriki yfir núgildandi innflutningsbanni" (á landbúnað- arvöru). En um leið er á það minnt, að þessi upphæð „er þó ekki nema tæp 5% af heildarlaunum í landinu" - og þá er eftir, eins og greinarhöfundur tekur fram, að reikna út á móti, hve marga miljarða það kostar að leysa þann vanda sem annar eins „uppskurður" (eða rothögg) á íslenskum land- búnaði krefst og greinarhöfundur kallar „tímabundnar að- lögunarbætur“ í 10-15 ár. Hin pólitíska spurning er þessi: hve mikið eru menn tilbúnir til að leggja á bændur og dreifbýlisfólk landsins til að ná fram neyslukjarabót sem verður tölvert innan við fyrrnefnd 5 % af heildarlaunum í landinu? ÁB KLIPPT OG SKORIÐ Að vera íhald eða ekki Þau tíðindi urðu nýlega að Ólafur Þ. Stephensen, formaður Heimdallar, var kosinn varafor- seti NUU, en svo skammstafast Norræn samtök ungra íhalds- manna. Nú hefur það lengi verið opinber kenning hjá Sjálfstæðis- mönnum að flokkur þeirra væri einmitt ekki íhaldsflokkur, held- ur eitthvað alveg sérstakt og eins- takt í samanlagðri stjórnmálasög- unni. Af þeim sökum er ekki að undra, þótt Morgunblaðið taki Ólaf á beinið og spyrji hann í við- tali á dögunum að því „hvað ung- ir Sjálfstæðismenn teldu sig eiga sameiginlegt með norrænum íhaldsflokkum“. Ólafi varð ekki svarafátt. Hann sagði sem svo, að enda þótt Sjálfstæðisflokkurinn kenndi sig ekki við íhaldsstefnu „færi upp- runi flokksins ekki á milli mála“ - þar sem hann varð til úr íhalds- flokknum gamla og Frjálslynda flokknum (sem var reyndar aldrei stór - kannski sætti sá sam- runi minni tíðindum á sínum tíma en heimkoma hulduhers Alberts Guðmundssonar til Valhallar nú). Sjálfur vildi Ólafur gjarna kalla sig íhaldsmann „í anda stefnu Jóns Þorlákssonar og kall- aði hana í leiðinni „frjálsynda íhaldsstefnu". Politiskir landvinningar En mestu skiptir þó að Heimdallarforinginn ungi telur, að mál sé til þess komið að Sjálf- stæðisflokkurinn og ungliðar hans fari að kenna skoðana- bræðrum sínum í öðrum íhalds- flokkum eitt og annað um það hvernig lifa skal í erfiðum pólit- ískum heimi. „Viljum hafa áhrif víðar en á íslandi“ segir formað- urinn í anda gróinnar Heimdall- arhefðar, sem er fullkomlega frjáls undan oki hógværðarinnar - og uppgerðarhógværðarinnar líka. „Þeir geta eflaust lært af okkur, segir hann ennfremur, og því meiri ástæða er til að við störf- um með þeim“. Og hvað eiga ungir íhaldsmenn á Norðurlöndum svo að læra af flokki Jóns, Ólafs og Bjarna? Jú - það kemur einnig fram í viðtal- inu. Þeir eiga að læra að vera „borgaraleg breiðfylking" sem tekst að krækja sér í svipað fylgi og sósíaldemókratar hafa tryggt sér á öðrum Norðurlöndum. Þetta hafa þeir lengi verið að bauka við karlagreyin og hafa, að því er Ólafur Þ. Stephensen segir, „færst nær stefnu hans (Sjálfstæðisflokksins) á undan- förnum áratugum." Of seint í rassinn gripið? Það er alveg rétt sem kemur fram í þessu spjalli Morgunblaðs- ins við formann Heimdallar, að Sjálfstæðisflokkurinn er dálítið sér á parti. Hann var blátt áfram svo heppinn að geta tvinnað sam- an annarsvegar þann roggna ein- yrkjahugsunarhátt, sem kenna má við Bjart í Sumarhúsum og var mjög sterkur í íslensku bændasamfélagi, og svo snemm- borinn skilning Ólafs Thors á því að það væri eins gott að sam- þykkja dálítinn velferðarkrat- isma áður en það væri orðið of seint. Áður en fylgismöguleikar hjá alþýðu væru roknir út í veður og vind. Hitt er svo að líkindum misskilningur að þetta sé kænska sem Sjálfstæðisflokkurinn geti gert að útflutningsvöru- allra síst á þeim tímum þegar allir hinir stærri flokkar á Norðurlöndum eru eins og dæmdir til að síga inn miðju samfélagsins, þar sem kjósendurnir eru flestir og allar línur um leið óskýrastar. Og fylg- ið ræðst meir af ísmeygilegri sjón- varpshönnun á foringjanum en nokkrum þeim aðgerðum sem kenna má við hægri eða vinstri. Okurteisi um íhaldsmenn En úr því að Heimdellingar eru farnir að gangast við því að þeir séu eiginlega íhaldsmenn að and- legri ætt og uppruna, þá er ekki úr vegi að nota tækifærið til að rifja upp eitt og annað sem menn hafa látið sér um munn fara um þá pólitísku dýrategund. Til dæmis þetta hér: „íhaldsmenn eru ekki endilega heimskir, en flestir bjánar éru íhaldsmenn“ Ojbara, hver talar svona ljótt um blessaða mennina? Það var reyndar hvorki kommúnískur ofláti né drýldinn krati - heldur einn af dýrlingum frjálslyndrar hugsunar, sjálfur John Stuart Mill. Þið ráðið hvað þið gerið við hann. Reyndar hafa virðulegir og háborgaralegir pólitíkusar fyrir og síðar fundið hjá sér þörf til að segja margt misjafnt um íhalds- menn. Til dæmis var það Woo- drow Wilson Bandaríkjaforseti, alveg saklaus af róttækni sem bjó til þessa skilgreiningu hér: „íhaldsmaður er sá sem situr og hugsar, mest situr hann þó“. Og annar og betri Bandaríkja- forseti, Franklin D. Roosevelt, komst svo að orði: „íhaldsmaður er maður sem á sér tvo ágæta fætur, en hefur samt sem áður aldrei lært að ganga fram á við.“ Leitin að rettlætingu Þetta er allt nokkuð fróðlegt. En það var hinsvegar sá ágæti hagfræðingur John Kenneth Gal- braith, sem lýsti því svo ágætlega hvað íhaldsmenn vorra tíma einkum fást við - og miðla þá hver öðrum af ef að líkum lætur. En hann sagði: „Nútíma íhaldsmaður fæst mest við elstu æfingu mannsins í siðaspeki: m.ö.o. leitina að æðri siðferðilegri réttlætingu fyrir sín- girni“. Einhvern veginn finnst manni að íslenskir íhaldsmenn hafi ekki verið neitt afskaplega djúpt sokknir í þessa leit. Einhvern veginn finnst manni að þeir séu gæddir helst til miklu umburðar- lyndi í garð eigin síngirni til að þeir láti hana vefjast um fætur sér á sjálfstraustgöngunni miklu. Altént er það ólíklegt að þeir séu aflögufærir í útlöndum með af- rakstur af þessari leit. En eins og þar segir: margt er gaman guðs, mörg er skemmtun skrattans. _ Þjóðviljinn Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útg«far>dl: Útgáfufélag Þjóöviljans. Rltstjórl: Ámi Bergmann. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Aðrlr blaðamenn: Dagur Þorleifsson, ElíasMar (pr.).Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristófer Svavarsson, ÓlafurGíslason, Páll Hannesson, SigurðurÁ. Friðþjófsson (umsjm. NýsHelgarblaðs), ÞorfinnurÓmarsson(íþr.), ÞrösturHaraldsson. Framkvœmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsia: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Eria Lárusdóttir reiösiu- og afgreiðslustjóri: Ðjörn Ingi Rafnsson. relðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. >eimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Byrsla, afgrelðsla, ritstjórn: umúla 6, Reykjavík, símar. 681333 & 681663. llýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. brot oa setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Verð í lausasölu: 90 kr. Nýtt Helgarblað: 140 kr. Áskriftarverð á mánuði: 1000kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN j Þrlftjudagur 27. Júní 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.