Þjóðviljinn - 27.06.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 27.06.1989, Blaðsíða 7
Efnahagsspá Hraolíu- verð lækkar Verð á hráolíu á heimsmark- aðnum kemur til með að fara lækkandi á komandi ári vegna of- framleiðslu og minni eftirspurnar en vænst hefur verið. Er þetta spá Economist Intelligence Unit, óháðrar stofnunar um efna- hagsmál sem hefur aðsetur í Lundúnum. Hráolíuverð hefur að vísu ver- ið tiltölulega stöðugt undanfarið og eftirspurn sömuleiðis, en stofnunin segir það fremur stafa af tilfallandi ástæðum en sam- stöðu olíuframleiðsluríkja. Bor- paliaslys hafa þannig tímabundið dregið mjög úr olíuframleiðslu Breta og úr olíustreyminu frá Al- aska dró um skeið eftir að risa- tankskipið Exxon Valdez strand- aði í mars s.l. Er það mesta meng- unarslys af völdum olíu í Amer- íku til þessa. Stofnunin telur víst að ríkin í OPEC, bandalagi oliufram- leiðsluríkja, muni á næsta ári framleiða of mikið af hráolíu til þess að unnt verði að halda verð- inu á henni uppi, enda hafi sam- staða ríkja þessara beðið mikinn hnekki vegna efnahagsvandræða margra þeirra. Ennfremur er framleiðsla Breta að aukast til jafns við það sem var fyrir áminnst slys og líklegt er að hrá- olíuframleiðsla Norðmanna aukist einnig. Reuter/-dþ. Taíland Sjóræningjar drápu 130 Fjórir taflenskir fiskimenn voru nýlega handteknir og ákærðir fyrir hlutdeild í árás á skip víetnamskra flóttamanna 16. aprfl s.l. Réðust þá tveir taflensk- ir togarar á skipið, rændu flótta- fólkið öllu fémætu og nauðguðu konum. Að því loknu kveiktu tog- arasjómennirnir í skipi flótta- mannanna. Um 130 manns voru um borð og komst aðeins einn þeirra lífs af, svo vitað sé. Þessi eini, 27 ára gamall karl- maður að nafni Pham Ngoc, komst á land í Malasíu þremur dögum eftir árásina. Að sögn hans var flóttamannaskipið statt út af strönd Taílands, á alþjóð- legri siglingaleið, er á það var ráðist. Hann segist hafa séð sjó- mennina skjóta þrjá flóttamann- anna til bana. Flóttafólkið kast- aði sér fyrir borð undan logunum og reyndi að halda sér á floti á ýmsu lauslegu, sem flaut á sjón- um, en sjómennimir börðu það með stjökum uns það sleppti tökunum. Pham Ngoc þekkti fiskimenn- ina fjóra úr hópi 80 grunaðra, sem honum voru sýndir. Fulltrúi Flóttamannastofnunar Samein- uðu þjóðanna (UNHCR) í Bang- kok segir atburð þennan ein- hvern þann hroðalegasta úr sögu sjórána, sem stofnfuninni sé kunnugt um. Frá því að bátaflóttamenn svokallaðir fóru að streyma frá Víetnam eftir að Saígonstjórnin suðurvíetnamska féll 1975 hafa flóttamannafleyturnar þráfald- lega orðið fyrir árásum af þessu tagi. Sjóræningjarnir eru oft taí- lenskir fiskimcnn, sem virðast hafa tekið upp iðju þessa sem aukagetu. Reuter/-dþ. ur 27. júní 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Heildarupphæð vinninga 24.06 var 3.925.592. 1 hafði 5 rétta og fær hann kr. 1.808.908. Bónusvinninginn fengu 8 og fær hver kr. 39.244. Fyrir 4 tölur réttar fær hver 4.792 og fyrir 3 réttartölur fær hverumsig366. Sölustaðir loka 15 mínút- um fyrir útdrátt í Sjónvarp- inu. Upplýsingasímsvari 681511. Gefum okkur tíma í umfepðinni. Leggjum tímanlega af stað! UM MÁNADAMÓTIN FELLUR DRJÚGUR SKILDINGUR í HLUT KJÖRBÓKAREIGENDA: GÓÐIR VEXTIR OG VERÐTRYGGINGARUPPBÓT AD AUKI! Rétt einu sinni geta Kjörbókareigendur glaðst nú um mánaðamótin. Þá leggjast vænar uppbætur við innstæður Kjörbókanna vegna verðtryggingarákvæðisins sem tryggir að innstæðan njóti ávaltt bestu kjara hvað svo sem verðbólgan gerir. Samkvæmt nýjum lögum um verðtryggingu verða bankamir nú að breyta ákvæðum skiptikjarareikninga að hluta. Það er gert á þann veg að verðtryggingarviðmiðunin gildir fyrir þann hluta innstæðu sem staðið hefur óhreyfður heilt samanburðartímabil. Samanburðartímabilin eru frá 1. 1. til 30. 6. og 1. 7. til 31. 12. Þrátt fyrir þetta geta Kjörbókareigendur treyst því að Kjörbókin verður sem fyrr fyrirmynd annarra bóka. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.